Tíminn - 28.05.1978, Blaðsíða 19

Tíminn - 28.05.1978, Blaðsíða 19
Sunnudagur 28. mai 1978. 19 Dufgus: Reykjavík-landsbyggðin Atkvæöisréttur manna er orðinn mjög misjafn eftir þvihvar á landinu menn búa. Hann er vafalaust orðinn óhæfilega mikill svo aö leiöréttingu veröur ekki skotiö á frest öllu lengur. Margir vilja halda þvi fram aö vægi atkvæöa eigi að vera jafnt hvar sem menn búa á land- inu. Aörir telja aö vægi atkvæöa eigi aö vera misjafnt, meira i strjálbýli en minna i þéttbýli. Meginröksemd þeirra er að i strjálbýli sé erfiöara aö hafa samband við þingmenn, þar sem þeir dveljist aö jafnaöi i þétt- býlinu viö Faxaflóa. Raunverulegt vægi atkvæöa veröi þvi ekki jafnt nema aö þingmenn strjálbýlisins séu hlutfallslega fleiri en þéttbýlisins. Þessi röksemd gæti verið gild, en ég hygg aö svo sé ekki eins og nú háttar til á Islandi. Ég hygg þvert á móti að það skipulag sem alþingismenn hafa nú á störfum sinum auki enn á þann mismun, sem er á vægi atkvæða. Aö fólk i strjálbýli eigi mun auðveldara meö aö hafa samband viö þingmenn sina heldur en fjöldi þeirra gefur tilefni til. Þingmenn landsbyggöarinnar hafa ferðastyrk frá Alþingi til þess aö feröast um á milli kjósenda sinna. Ég hygg aö flestir þingmenn landsbyggöarinnar hafi persónulegt samband við tugi prósenta hugsanlegra kjósenda sinna á hverju ári. Aft- ur á móti er lftið persónusamband á milli alþingis- manna og kjósenda þeirra á þéttbýlissvæöunum viö Faxaflóa, svo litiö aö þaö veröur varla mælt i prósent- um. Að visu geta menn hitt þingmenn sina 1 viötalstim- um þeirra, ef menn hafa frumkvæöi aö þvi sjálfir, en landsbyggöarþingmennirnir hitta sina kjósendur aö eigin frumkvæöi. Ennþá meiri veröur þó mismunurinn þegar kemur aö atvinnurekstrinum. Þegar vanda ber aö höndum I atvinnurekstri úti á landsbyggöinni veröur þaö þegar I staöað vandamáli allra alþingismanna kjördæmisins. Þeir koma saman á fundi til þess aö kynna sér vandann og oftast nær sameinast þeir um kröfur til rikisvalds- ins um að leysa vandann og vinna aö þvi sameiginléga meö öllum ráöum aö fylgja þeim kröfum eftir. Ekkert þessu likt býr atvinnurekstur i þéttbýlinu viö. Þaö er næstum útilokað aö ná alþingismönnum saman til fundar um einstök vandamál og algjörlega útilokaö aö ná þeim saman til lausnar vandans. Það má segja aö þetta sé alþingismönnum þéttbýlis- ins sjálfum að kenna. Þeir gætu viöhaft sömu vinnu- brögð og landsbyggðarþingmennirnir ef þeir vildu. En máliö er ekki svo einfalt. Aö hluta til liggur þessi mis- munur á starfsháttum I mismuninum á strjálbýli og þéttbýli. En hvaö sem þvi liöur er þessi mismunur staöreynd, og þessi staöreynd veldur þvi aö mis- munurinn á vægi atkvæöa veröur ennþá meiri en bein- ar tölur segja til um. Af þessum sökum hygg ég aö landfræöileg aöstaöa réttlæti ekki mismun á vægi at- kvæða. Hins vegar má segja aö ekki sé knýjandi nauösyn aö jafna vægi atkvæöisréttarins, ef aö þingmenn litu fyrst og fremst á sig sem þingmenn landsins alls. Þá skipti ekki meginmáli hvaöan af landinu þeir væru eöa hve mörg atkvæði þeir hefðu á bak viö sig. En þaö viröist fara vaxandi aö þingmenn skoöi sig fyrst og fremst sem fulltrúa sins kjördæmis og aö þeirra meginverk- efni eigi aö vera aö vinna aö hagsmunamálum sins kjördæmis en ekki landsins alls. Ungir menn sem hugsa til frama á stjórnmálasviðinu virðast leggja stööugt meiriog meiri áherzlu á hvaöa gagn sé hægt aö vinna þeirra kjördæmi á kostnaö annarra. Veröi þessi stefna ofan á er jöfnun atkvæðisréttar knýjandi nauð- syn. Það er verulegur munur á þvi aö búa i þéttbýli og strjálbýli. Sumum fellur betur að búa i þéttbýli, en aör- ir kunna betur viö aö búa þar sem byggö er ekki alltof þétt og enn öðrum fellur bezt aö búa þar sem byggö er mjög dreifö. A þessu er þvi ekki hægt aö gera neinn allsherjar samanburð. A sama hátt er útilokaö aö gera raunhæfan samanburð á kostnaöi viö aö lifa i þéttbýli og strjálbýli. Þaö fer allt eftir þvi hvaöa lifshætti menn vilja temja sér. Þaö er auövelt aö benda á aö þetta eöa hitt sé dýrara eöa ódýrara á einum staö en öörum, hins vegar má ekki einblina á þaö hvaö er dýrara hér en þar, en sleppa þvi aö skoöa þaö jafnframt sem kann aö vera á hinn veginn. Fjölmargir strjálbýlismenn hafa talið sér trú um aö I Reykjavik væri miklu ódýrara aö lifa heldur en úti á landsbyggöinni. A sama hátt hafa margir þéttbýlismenn fengið þá flugu i höfuöiö aö I strjálbýlinu fái menn flest eöa allt ókeypis. Kunningi minn lét þann 30 ára gamla draum smn rætast aö flytja ur kauptúni úti á landi til Reykjavikur. Hann hafði alltaf vitaö að vörur i kauptúninu hans voru dýrari en sams konar vörur I Reykjavik.vegna flutn- ingskostnaðarins út á land. ,,En eitt vissi ég ekki,” segir hann nú, ,,aö flutningskostnaöurinn á sjálfum mér og fjölskyldu minni aö og frá vinnu og i nauðsyn- legustu erindageröum yröi þrisvar sinnum meiri i Reykjavik, en sá kostnaöur sem ég losnaöi viö.” Þessi kunningi minn þarf nú aö leggja af staö i vinnu 40 minútum áöur en vinnutimi hefst og er rúman hálftima á leiðinni heim úr vinnu. Aöur var hann 5 minútur aö ganga aö og frá vinnu. Nú þarf hann aö kaupa sér há- degisverð niöri i bæ i staö þess aö áöur fór hann heim til sin i mat. Þetta er llka aöstööumunur, sem þarf aö taka meö i reikninginn. Ég ætla ekki aö lýsa þeim félagslegu vonbrigðum, sem þessi kunningi minn hefur orðiö fyrir, þaö fellur utan sviös þessarar greinar. En nú finnst honum að hann hafi verið blekktur, fyrst og fremst af sjálfum sér, en einnig af umhverfi sinu, og þar aö auki af ýmsum einstaklingum, sem hann kann litlar þakkir fyrir aö hafa taliö sér trú um aö allt væri dýrara og óhagstæðara i kauptúninu hans en i Reykja- vik. A undanförnum árum hefur veriö rekin hér stefna, sem nefnd hefur veriö byggöastefna. Markmið hennar hefur veriö að skapa visst jafnvægi i byggölandsins, aö stööva strauminn til Faxaflóasvæöisins. Þessi stefna hefur náð þeim árangri aö þróuninni hefur veriö snúiö viö, fólksf jölgun er nú ekki meiri á Faxaflóasvæöinu en annars staöar á landinu. Þessi stefna hefur mætt mikl- um skilningi og menn hafa almennt fallizt á aö þaö væri rétt stefna aö viöhalda þessu jafnvægi i byggö landsins. Hins vegar eru uppi sifelldar kröfur um aö gengið veröi lengra, allur aöstööumunur veröi jafnaö- ur. Og þegar veriö er að tala um aö jafna allan aö- stöðumun, þýöir þaö aö allt þaö hagræöi sem er aö þvi aö búa i þéttbýli skuli af þvi tekiö, en óhagræöiö skiliö eftir. Þetta eru kröfur eins og t.d. um greiöslu sama rafmagnsverðs um allt land, jöfnun á öllum flutnings- kostnaöi á vörum o.s.frv. Ég ætla aö þarna sé komiö út á nokkuð hála braut. Það hefur lengi veriö mikill munur á atkvæöisrétti eftir búsetu hér á landi. Astæðan fyrir þvi aö nú koma fram afdráttarlausar kröfur um aö þessi aöstööumun- ur verði jafnaður er sú;aö þéttbýlisfólki við Faxaflóa finnst þessi kröfugerð um jöfnuö vera komin út I öfgar og óttast að gengiö veröi áfram á þessari braut, þang- að til ójöfnuöurinn veröur oröinn óbærilegur. Þaö er þvi undir landsbyggöinni sjálfri komið, og þingmönn- um hennar, hversu háværar þessar kröfur um at- kvæöisjöfnuð verða, og minnast skyldu menn þess eins og jafnan, að hóf er best i hverjum hlut. til þeirra sem hyggja á funda- eóa ráðstefnuhald ■ cr-t. .ZlAf i _ 1, r ^ Jj i : iii HÓTEL HIJSAVÍK Fundarstaður: Tímabil: Tímalengd: Fjöldi þátttak.: Verð: Innifalið í verði: Hótel Húsavík Fram að 15. júní og eftir 30. ágúst Tveir sólarhringar 10 - 100 manns Kr. 26.324.-* og 28.828.-** á mann Flugferðir til og frá Húsavík. Flutningur milli flugvallar og Hótels Húsavíkur. Gisting og fullt fæði. Afnot af fundarsölum og hjálpartækjum. * Málsverðir í veitingabúð ** Málsverðir í veitingasal. Hótel Húsavík er löngu lands- þekkt fyrir vandaða og góða þjónustu. Þar eru 34 herbergi, veitingasalur og veitingabúð, notalegur bar ogsetustofa. Einnig er á staðnum sundlaug og sauna. Húsavík er friðsæll kaupstaður í nánd við víðfrægar ferða- mannaslóðir. Þaðan erauðveltað fara í stuttar skoðunarferðir. Hér er því kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja sameina skemmtun og starf. Húsavík Simi 9641220 Simnefni: Hotelhusavik Telex2152fyrirHH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.