Tíminn - 28.05.1978, Page 2
7
Sunnudagur 28. mál 1978.
Sækjum fram til si§
Mikill sóknarhugur hvarvetna ráðandi
Rætt við efstu menn B-listans í Garðabæ, Hafnarfirði og
Keflavik á
SSt — t dag ganga menn að kjör-
borði i bæjar- og sveitarstjórnar-
kosningum um land ailt, og gera
upp hug sinn til margvislegustu
málefna, byggðarlaga sinna og
áreiðanlega ekki siður manna.
Timinn tók tali efstu menn
B-listans í þremur stórbyggðar-
lögum i næsta nágrenni Reykja-
vikur, i Garöabæ.Hafnarfirði og
Keflavik og spurði þá hvað þeim
væri efst i huga á kjördegi. Allir
tóku þeir undir, að hvar vetna
væri mikill sóknarhugur i mönn-
um og allir legðust á eitt við að
gera veg Framsóknarflokksins
sem mestan i þeim kosningum,
sem i hönd fara.
Fyrstan hittum við að máli
Markús Á.Eínarsson, efsta mann
B-Ustans i Hafnarfirði og spurð-
um hann hvað honum væri efst i
huga a kjördegi. Markús sagði: A
kjördag leitum við stuðnings
Hafnfirðinga við stefnumál
Framsóknarflokksins f málefnum
Iiafnarfjarðar. Ég vona að menn
haf veitt þvi eftirtekt, að fram-
bjóöendur B-listans hafa leitazt
við aö afla sér fylgis með mál-
efnalegum málflutningi fremur
en persónulegu hnútukasti. Við
höfum lýstyfir ánægjuokkar með
það sem vel hefur verið gert, svo
sem lagningu hitaveitu i bæinn og
gatnagerö tengda henni. En við
höfum einnig bent á ýmsa mála-
Markús A.Einarsson efsti maöur B-listans I Hafnarfirði, Hafnarfjörður I baksýn. Mynd: G.E.
flokka, þar sem illa hefur verið á
málum haldið, og ber þar hæst
skólamálin.
Siðan sagði Markús: Mörg að-
kallandi verkefni bíða nú úr-
lausnar. A komandi kjörtímabili
þarf að cndurskoða áætlun um
skólabyggingar og fylgja henni
eftir.
Framtiöar-ibúðarhverfi í Ás-
landi og Setbergshverfi veröa
skipulögð, byggja þarf sundlaug i
Suðurbæ, leikskóla og hefja fram-
kvæmdir viö heilsugæzlustöð.
Bæta verður aðstöðu við höfnina
ogloks verður stigið lokaskrefið i
lagningu varanlegs slitlags á göt-
ur bæjarins.
Að endingu vil ég aðeins segja
þetta: Hafnfirðingar! Við vænt-
um þess að þið gerið okkur kleift
að vinna að hugöarefnum okkar
svo um munarmeðþvi að tryggja
okkur tvo menn i bæjarstjórn.
Einar Geir Þorsteinsson, efsti maöur B-listans I Garöabæ
Engin ástæða til annars en
bjartsýni um úrslit
Næstan hittum við að máli Ein-
ar Geir Þorsteinsson efsta mann
á lista Framsóknarmanna i
Garðabæ. 1 siðustu kosn.
ingum misstu þeir bæjarfull-
trúa sinn og hafa nú fullan hug á
að vinna hann aftur. Þeir fram-
sóknarmenn i Garðabæ hafa
starfað duglega að undanförnu.
Við spurðum Einar Geir hvað
honum væriefst i huga á kjördag.
Einar Geir sagöi: Þaö er af
mörgu að taka, en ég ætla ekki að
fara að þylja öll mál.sem við
Framsóknarmenn i Garöabæ höf-
um á stefnuskrá okkar. En til að
ncfna helztu mál teljum við
veigamikiðatriði, að öll mál, sem
hljóta afgreiðslu bæjarstjórnar,
verði afgreidd án flokkspólitisks
hugarfars, og að réttlætis verði i
hvivetna gætt og að nauðsyn sé á
traustri f jármálastjórn, þvi undir
henni er farsæld hvers bæjar-
félags komin.
— Attu þér eitthvert sérstakt
baráttumál ef þú kemst i bæjar-
stjórn?
Einar Geir: Já, ég tcl, að gera
þurfi stórátak i gatnagerö og ef ég
næ kjöri mun ég beita mér fyrir
þvi að lagningu varanlegs slitlags
á allar götur bæjarins verði lokiö
innan þriggja ára, þvi satt að
segja hafa ýmsir hlutar bæjarins
orðið illa úti i þeim efnum, þar er
þvi mikið verk að vinna.
— Að lokum ertu bjartsýnn á
úrslitin hér i Garðabæ?
— Já, auövitað er ég bjartsýnn,
og sé reyndar enga ástæðu til
annars. Þvi er ekki aö leyna aö
þetta verða tvisýnar kosningar,
og vil ég þvi ekki spá um niður-
stöður þeirra, sagði Einar Geir
Þorsteinsson að lokum.