Tíminn - 02.06.1978, Qupperneq 7
Föstudagur 2. júnl 1978
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Jón Sigurftsson, Auglýsingastjóri: Steingrfmur
Gislason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og
auglýsingar Slðimúla 15. Slmi 86300.
Kvöldslmar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verft I lausasölu kr. 100.00. Áskriftargjald kr. 2.000?
mánufti. Blaftaprent h.f.
Verðhækkun land-
búnaðarvaranna
í gær gekk i gildi nýtt verð á landbúnaðarvör-
um. Hið nýja verð er frá 18-22% hærra en það,
sem áður var. Vafalaust þykir mönnum þetta
mikil hækkun. Hún veldur jafnt neytendum sem
framleiðendum áhyggjum. Bændur óttast , að
hækkunin verði til þess að draga úr sölu varanna.
Neytendur telja hana þrengja kjör sin, þótt þeir
láglaunuðu fái hana siðar að fullu bætta. Og allir
sjá, að enn rikir mikil verðbólga i landinu með öll-
um þeim uggvænlegu áhrifum, sem henni fylgja.
Að sjálfsögðu munu ýmsir spyrja i tilefni af
verðhækkun landbúnaðarvaranna, hvort
efnahagslög rikisstjórnarinnar hafi ekki reynzt
tilgangslaus. Reynslan virðist að minnsta kosti
ekki sýna, að árangurinn sé mikill. Að vissu leyti
er þetta rétt. Staðreyndin er samt sú, að hefði
ekki efnahagslögin komið til sögunnar, hefðu
umræddar hækkanir landbúnaðarvaranna orðið
talsvert meiri. Vegna efnahagslaganna lækkuðu
ýmsir kostnaðarliðir i verðlagsgrundvellinum frá
þvi, sem ella hefði orðið. Þannig hefði kaup bónd-
ans verið reiknað nokkuð hærra, ef efnahagslögin
hefðu ekki komið til sögunnar. Sama gildir um
aðra launaþætti i verðlagsgrundvellinum. Hér
hefur þvi nokkuð áunnizt. Hækkunin á verði land-
búnaðarvara hefði orðið talsvert meiri en hún
varð, þótt flestum þyki hún vafalitið mikil.
Af þessu má vel læra, að það er ekki neitt
auðvelt verk að stöðva verðbólguhraðann og
draga úr honum. Slikt verður ekki gert i einu
stökki, heldur verður það að gerast i áföngum .
Og jafnan verður að hafa það hugfast, að slikt má
ekki gerast á kostnað hinna launalægstu né á
þann veg, að það leiði til atvinnuleysis i landinu.
Reynsla margra annarra þjóða sýnir glöggt
umþessar mundir að það er böl,sem umfram allt
verður að forðast.
Hvatning
Stjórnarandstæðingar munu að vanda látast
hneykslast yfir verðhækkun landbúnaðarvar-
anna og telja hana merki þess,‘ að rikisstjómin
ráði litið við verðbólguna. Þvi sleppa þeir, að
þessi hækkun hefði orðið mun meiri, ef stefnu
þeirra hefði verið fylgt og efnahagslögin hefðu
ekki verið sett. Stjórnarandstæðingar hafa hvorki
á þessu sviði né öðrum bent á ráð til að draga úr
verðbólgunni. Þvert á móti hafa allar tillögur
þeirra hnigið að þvi, að auka verðbólguna.
Alþýðubandalagsmenn segja t.d. bændum, að
þeir fái alltof litið verð fyrir afurðirnar. Samtim-
is segja þeir launþegum, að’kaup þeirra sé alltof
lágt. Verðbólgan hefði margfaldast, ef farið hefði
verið eftir þeim tillögum, sem leiðtogar Alþýðu-
bandalagsins hafa boðað að undanförnu. Sama
gildir um leiðtoga Alþýðuflokksins. Kjósendum
er ráðlagt að kynna sér málflutning þessara
flokka á undanförnum misserum og dæma svo af
þvi, hvort þeir hafi ráð til að leysa verðbólgu-
vandann.
Þá munu úrslit þingkosninganna verða á annan
veg en úrslit bæjar- og sveitarstjórnakosning-
anna á sunnudaginn.
ERLENT YFIRLIT
Begin og Golda Meir
voru andvíg Navon
Samt var hann kjörinn forseti ísraels
SÍÐASTL. föstudag tók nýr
maður við embætti forseta i
Israel. Samkvæmt stjórnar-
skrá Isræls fylgja forseta-
embættinu litil völd, en það
þykir eigi að siöur mikil
tignarstaða. Undir sérstökum
kringumstæðum getur forset-
inn þó skorizt i leikinn og kom-
iðfram sem oddviti þjóðarinn-
ar, en hingað til hefur ekki
komið til þess. Viö val forset-
ans hefur þó jafnan verið haft i
huga, að þetta gæti gerzt, og
þvi leitazt við að velja hann
með tilliti til þess, aö hann nyti
mikillar viöurkenningar og
trausts þjóðarinnar. Það gild-
ir vafalitið um þann mann,
sem nú hefur tekið við for-
setaembættinu, aö hann nýtur
mikils álits og trausts, en þó
ekki allra. T.d. hafa tveir
áhrifamiklir stjórnmálaleið-
togar haft horn f siðu hans eða
þau Golda Meir og Menachem
Begin. Golda Meir reyndi á
sinum tima að koma i veg
fyrir, að hann yrði kosinn for-
seti þingsins og heppnaöist
henni að fá þvi framgengt. A
sama hátt reyndi Begin nú að
koma i veg fyrir, aö hann yrfti
kosinn forseti rikisins, en hon-
um mistókst það. Eftir for-
setakjörið, sem fór fram i
þinginu 19. aprii siöastliðinn,
hefur Begin þó látið þetta gott
heita, enda mun ekki annað
henta honum.
HINN nýi forseti Israels er
Yitzhak Navon, sem um tals-
vert skeiö hefur verið einn af
helztu leiðtogum Verka-
mannaflokksins, sem fór með
völd i ísrael frá stofnun rikis-
ins og þangað til á siðastl.
vori. Navon, sem er sjötti
maöurinn, er gegnir forseta-
embættinu, er fyrsti forsetinn,
Begin forsætisráftherra
sem er fæddur i Israel. For-
feður hans fluttu þangað frá
Austur-Evrópu, en lengra
fram rekja þeir rætur til
Marokko. Sennilega hefur það
átti sinn þátt I þvi, að Navon
lagði stund á arabísku og
menningu Múhameðstrúar-
manna við Hebreska háskól-
ann og lauk prófi þaðan i þeim
fræðum. Til þess að kynnast
menningu Múhameðstrúar-
manna sem bezt, taldi Navon
sér ekki aðeins nauðsynlegtað
læra arabisku, heldur einnig
spænsku. Það varð til þess, að
fundum þeirra Ben Gurions og
Navons bar saman 1952, þegar
Ben Gurion taldi nauftsynlegt
að afla sér nokkurrar kunn-
áttu I spænsku. Ben Gurion,
sem þá var valdamesti maöur
ísraels, féllsvo vel við Navon,
að hann geröi hann siðar að
einkafulltrúa sinum og stjórn-
málalegum ráöunaut. Þeii
urðu siðar nánir vinir. Sumar
heimildir herma, aö Navon
hafi verið eini maöurinn, sem
gat mótmælt Ben Gurion, án
þess að það leiddi til vinslita.
Eftir aö Ben Gurion dró sig i
hlé 1963, tók Navon sér fyrir
hendur að skipulegg.ja lestrar-
kennslu innflytjenda, sem
komu frá Afriku og Asiu, og
ekki kunnu nema litiö eða ekk-
ert i hebresku. Hann feröaö-
ist viðs vegar um landið i' þeim
tilgangi og aflaði sér mikils
álits bæði sem skipuleggjari
og kennari. Fyrir 12 árum var
hann svo kjörinn þingmaöur
og gegndi m.a. formennsku i
utanrikisnefnd og varnar-
nefnd þingsins. Hann naut
mikils álits á þingi og kom sér
vel jafnt við andstæöinga sem
samherja. Það hefur veriö
sagt um Navon, aö hann sé
einn fárra stjórnmálamanna,
sem aldrei hafi eignazt veru-
legan óvin.
Þö var Goldu Meir kalt til
hans eftir að kom til vinslita
milli hennar og Ben Gurions,
en Ben Gurion taldi hana of
herskáa og ósáttfúsa viö
Araba. Ben Gurion var jafnan
mikill hvatamaöur þess, að
reynt yrði að ná samkomulagi
við Araba. Navon fylgdi og
hefur fylgt þeirri stefnu læri-
meistara síns. Þess vegna
kom Golda Meir I veg fyrir, að
hann yrði forseti þingsins. Af
sömu ástæðum, reyndi Begin
að koma i veg fyrir, aö hann
yrði forseti rikisins. Vinsældir
Navons meðal þingmanna
voru hins vegar slíkar, aö
Begin tókst þetta ekki.
Þegar Navon tók við for-
setaembættinu á þingfundi
siðastliöinn þriðjudag, hvatti
hann eindregiö til, aö friðar-
viöræöum milli Egypta og
Israelsmanna yrði haldið
áfram og taldi þá hafa þegar
náð meira en hálfa leið til
samkomulags, enda væri
byrjun oft stærsta skrefið.
Siöar ávarpaði hann þjóðina
og talaði bæði á hebrezku og
arabisku. 1 nafni Israels-
manna skoraöi hann á Araba
að taka höndum saman við
Israelsmenn i friöarviðleitni.
Navon forseti
Þ.Þ.
Þ.Þ.