Tíminn - 02.06.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.06.1978, Blaðsíða 11
Föstudagur 2. júnl 1978 imimfðs Unniö viö hina nýju tölvusamstæöit. sem kostaöi litlar 75 millj- ónir króna. Myndiðjan Ástþór: Tekur tölvur í sína þjónustu ESE — Myndiðjan Astþór h.f. hefur nýlega tekið i notkun sér- staka litgreiningartölvu, sem að sögn forráðamanna Myndiðjunn- ar mun koma til með að valda tæknibyltingu i gerð litmynda hérlendis. Að sögn Astþórs Magnússonar, framkvæmdastjóra Myndiðjunn- ar, er þessi tölva sú fullkomnasta sem völ er á i heiminum i dag og kostar hún og annar tækjabúnað- ur sem notaður er við fram- köllunina, liðlega 75 milljónir króna. Tölvusamstæðan, sem keypt er frá hinu þekkta fyrirtæki GRETAG I Sviss, tekur við film- unni eftir að hún hefur verið framkölluð og fer hún fyrst i svo- kallaðan „filmuscanner” þar sem filman er skoðuð og hverri mynd skipt niður i 100 ferhyrn- inga. Upplýsingar fara svo jafnóðum i' sérstaka kasettu sem fer meðfilmunni i kóperingu. Eft- ir þeim upplýsingum sem er að finna á kasettunni vinnur siðan tölvan og getur hún jafnvel lagað mistök sem hafa orðið við myndatöku. Tölvan sem skoðar hverja mynd er ótrúlega afkasta- mikil og getur hún hæglega skoðað um 20 þúsund myndir á klukkustund. Jafnhliða þessari nýju þjónustu mun Myndiðjan Ástþór bjóða upp á sérstaka nýjung sem ekkert annað fyrirtæki á Norðurlöndum býður upp á, en það eru litmyndir sem eru um 30% stærri en venju- legar litmyndir, og mun auka- kostnaður við framköllun á þeim ekki vera hærri en 20 krónur á mynd. Einnig býður Myndiðjan viðskiptavinum sinum upp á nýja filmu, sem ekki hefur áður verið seldhérlendis,en það er filma frá iapanska fyrirtækinu Sakura, en sú filma er sérstaklega ljós- Sumar- áætlun SVK Mánudaginn 5. júni 1978 gengur I gildi sumaráætlun Strætisvagna Kópavogs. Verður þá ekið á 15 min. fresti i stað 12 minj vetrar- áætlunj akstur um helgar og á kvöldin er óbreyttur. Það er orðin venja hjá S.V.K. að breyta áætlun yfir sumar- mánuðina og hefur það verið gert þrjú undanfarin sumur og gefizt nokkuð vel. Farþegar geta fengið „SUMARAÆTLUN” i vögnunum og á Skiptistöðinni i Kópavogi. [ Tíminner peníngar j Auglýsidí S | í Tímanum: næm, þannig að ekki þarf að nota leifturljós við myndatöku innan- húss. Á blaðamannafundi sem hald- inn var i gær i tilefni þessarar nýju þjónustu sem Myndiðjan býður upp á, kom fram^að undan- farið ár hefur fyrirtækið rekið dótturfyrirtæki i Danmörku, Ra- bat Film, og hefur rekstur þess gengið framar vonum. Rabat Film hefur tekið á móti filmum i Danmörku, sem siðan eru sendar til Reykjavikur, þar sem þær eru framkallaðar og sendar aftur til Danmerkur, og fær viðskipta- vinurinn myndirnar i hendur um viku eftir að hann sendi þær inn. Nú vinna um 25 manns hjá Mynd- iðjunni Ástþór h.f. en með til- komu hinna nýju tækja var unnt að fækka starfsfólki til muna. Að sögn Astþórs Magnússonar verð- ur kappkostað i framtiðinni sem hingað til að veita sem bezta þjónustu, og til þess að koma til móts við óskir viðskiptavina Myndiðjunnar hefur verið ákveð- ið að gefa fólki kost á að fá filmur framkallaðar og stækkaðar á ein- um sólarhring. © Ráðstefna Eftirfarandi upplýsingar komu fram á fundi nefndar sem fjallar um samskipti Islands og Vest- ur-Islendinga með blaðamönnum i gærdag en hún heyrir undir utanrikisráðuneytið. Tilgangur fundarins var að geragrein fyrir störfum nefndar- innar þessa 18 mánuði sem hún hefur starfað og ráðstöfun á þvi opinbera fjármagni sem hún hef- ur til umráða. Nefndin er á vissan hátt af- sprengi þingsályktunartillögu sem samþykkt var árið 1975 á Al- þingi og fjallaði um aukin tengsl hins islenzka þjóðarbrots vestan- hafs við heimalandið. Nefndina skipa Heimir Hannesson for- maður, Árni Bjarnarson og séra Barði Friðriksson, en Þorsteinn Ingólfsson deildarstjóri i utan- rikisráðuneytinu er ritari hennar. Formaður hafði orðið fyrir nefndinni og sagði að nærri 80% af umráðafé hennar sem var 5 millj. kr. á árinu 1977 en er áætlað 7 millj. kr. á þessu ári færi til greiðslu kostnaðar vegna rit- stjórnar Lögbergs-Heimskringlu, en það er eina blaðið sem kemur út á islenzku utan Islands. Ekki væri þó gert ráð fyrir þvi að ritstýring Lögbergs-Heims- kringlu yrði aðal verkefni nefndarinnar i framtiðinni. Upp- haflega hefði verið um björgunarráðstöfun að ræða til að koma i veg fyrir að útkoma blaðs- ins legðist niður, þar sem það er oft á tiðum eina h'ftaugin i sam- skiptum íslendinga þar vestan hafs. Eitt meginverkefni nefndarinn- ar næstu árin auk ráðstefnunnar sem minnzt var á hér að framan er að stefna að Utvörpun islenzks efnis þar vestra. Þegar hafa farið fram óformlegar viðræðurum is- lenzka dagskrá i útvarpsstöð i Winnipeg en ekki er enn ljóst hvernig þær fara. Hins vegar er ljóst að slík starfsemi er afar kostnaðarfrek og kemur hún þvi ekki til greina nema með stuðn- ingi þarlendra yfirvalda. Auk þeirrar starfsemi sem þeg- ar hefur verið minnzt á hefúr nefndin veitt nokkra styrki til ýmissamálefnasemeiga að auka menningartengsl milli Islands og Vesturheims og varðveita upp- lýsingar um ýmsan fróðleik sem hætta er á að fari forgörðum. Kaupmenn Kaupfélög POLLUX SVEFN- POKINN einangraður með ullarkembu Heildsala - Smásala SPORTVAL Hlemmtorgi I Simar (91) 1-43-90 & 2-66-90 + Þökkum innilega samúð og hluttekningu við andlát og út- för Sigrúnar Guðbrandsdóttur frá Heydalsá Torfi Sigurðsson, Rún Torfadóttir, Ragnheiður Torfadóttir, Sigurður Kristinn Finnsson, Ulfar Guðjónsson, Stefán Torfi Sigurðsson, Sigrún Arna Úlfarsdóttir, Finnur Sigurðsson, Drifa Úlfarsdóttir, Ármann Viöar Sigurðsson. 11 K-í r-T' ?L* V, Lögtök | Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtunnar i Reykjavik og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 1. þ.m. verða lögtök látin fara fram fyrir ógoldn- um fyrirframgreiðslum opinberra gjalda 2,- sem féllu i gjalddaga 1. febrúar, 1. marz 1. ' april 1. mai og 1. júni 1978. Lögtök til tryggingar fyrirframgreiðslum í?y framangreindra gjalda ásamt dráttar- ,yi vöxtum og kostnaði verða hafin að 8 dög- fyi um liðnum frá birtingu þessarar aug- < lýsingar verði tilskyldar greiðslur ekki 0 inntar af hendi innan þess tima. & Reykjavik 1. júni 1978 Borgarfógetaembættið. Félagsmálaráðuneytið 31. mai 1978. Laus staða Frestur til að sækja um áður auglýsta stöðu rikissáttasemjara framlengist til 15. júni 1978. Sveitarstjóri Hreppsnefnd Gerðahrepps auglýsir starf sveitastjóra tíl næstu fjögurra ára. Umsóknir sendist hreppsnefnd fyrir 15. júni 1978 er greini aldur, menntun og fyrri störf ásamt meðmælum. Hreppsnefnd Gerðahrepps, Melbraut 3, Garði. Loftpúða-garðsláttuvélin Eigum nú til þessar vinsælu loftpúða- garðsláttuvélar með 4 ha mótor 48 cm. vinnslubreidd. Rafmagnsvél, 38 cm vinnslubreidd Margra ára reynsla Margra ára reynsla Svífur léttilega. Aðeins 14 kg. Samband islenzkra samvinnufelaga VÉLADEILD Ar mula 3 Reykjavik simi 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.