Tíminn - 02.06.1978, Side 24
H U
Sýrð eik er
sígild eign
ftCiÖGiH
TRÉSMIÐJAN MÉIDUR
SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822
WWÚWfí Föstudagur 2. júni 1978 114. tölublað —62. árgangur
Gagnkvæmt
tryggingafélag
GIST1NG
MORGUNVERDUR
SÍMI 2 88
Rekstrarörðugleikar hjá stærsta
byggingarfyrirtæki í Reykjavík
GEK — Byggingarfyrirtækiö
Breiöholt hf. i Reykjavik hefur
aö undanförnu átt viö umtals-
verða rekstraröröugleika aö
striöa, og nú siöast hefur
borgarfógetinn i Reykjavik lagt
hald átvo af steypubilum fyrir-
tækisins vegna vangoldinna
skatta.
— Viö höfum lengi átt við
erfiðleika aö etja en slikt er alls
ekki einsdæmi i þessari iöngrein
sagöi Sigurður Jónsson fram-
kvæmdastjóri Breiöholts i sam-
tali við Timann i gær. — Þaö
hafa veriö miklir erfiöleikar i
byggingariönaöinum undan-
fariö og munu sjálfsagt veröa á
meðan veröbólga er jafn mikil
og hér er.
Ennfremur sagöi Sigurður aö
um þessar mundirværi unniö aö
þvi aö leysa fjárhagsvandræöi
fyrirtækisins og veröa einhverj-
ar af eignum Breiðholts
væntanlega seldar i þvi skyni.
Breiöholt hf. hefur nýveriö
fengið stórt verkefni á vegum
Verkamannabústaöa i Reykja-
vik og sagðist Siguröur vonast
til aö þaö ásamt steypustöö
fyrirtækisins sem gengið hefur
vel aö undanförnu ætti eftir aö
fleyta Breiöholti yfir þá öröug-
leika sem nú blasa við.
Sagði Sigurður aö erfiöleika
Breiöholts og reyndar fjöl-
margra annarra fyrirtækja
mætti aö miklu leyti rekja til
þess aö fyrirgreiðsla i banka-
kerfinu færi hriðversnandi. —
Við höfum litla sem enga fyrir-
greiöslu fengiö ef undan er skil-
in verktrygging sem öll fyrir-
tæki þurfa að útvega sagði
Sigurður. — En fyrir okkar
verktryggingu eru öruggar
tryggingar sem fólgnar eru i
eignum Breiöhoits.
Hjá Breiöholtihf. vinna nú um
70 manns sem er mun minna
starfelið en undanfarin sumur.
— Viö munum ábyrjast at-
vinnuöryggi okkar starfs-
manna, sagöi Siguröur og með
hhösjón af þeim verkefnum sem
við höfum tel ég enga ástæöu til
að ætla annað en aö þaö muni
takast.
Verzlunaraðstaðan á Hlemmi
80-100 tilboð
í 9 verzlanir
Biöskýli og verziunarhús á Hlemmi. Tlmamynd Róbert.
GEK — í gær voru opnuö tilboö f
verzlunaraöstööu i hinu nýja biö-
skýli Strætisvagna Reykjavikur
viö Hlemmtorg. Aö sögn Eiriks
Asgeirssonar forstjóra SVR, bár-
ust á milli 80 og 100 tilboö i þau 9
verzlunarpláss sem þar veröa.
Þær 9 verzlanir sem i biöskýlinu
veröa eru: Ljúfmetisverzlun,
Snyrti- og hreinlætisverzlun,
blóma- og gjafavöruverzlun, leik-
fangaverzlun, blaöa- og bóka-
verzlun, skyndimynda- og ljós-
myndavöruverzlun, sælgætis- og
tóbaksverzlun, issala og loks veit-
ingasala.
Hæsta tilboð i svokallaöa ljúf-
metisverzlun, en þar veröur hægt
aö fá alls kyns smárétti, var 104
þúsund krónur á mánuöi, en stærö
ljúfmetisverzlunarinnar veröur
26,5 fm.
Hæsta tilboð i snyrti- og hrein-
lætisvöruverzlun var 201 þúsund
krónur á mánuöi, en þar er um 18
fm gólfflöt aö ræöa.
Tvö tilboö voru hæst i blóma- og
gjafavöruverzlun og hljóöuöu þau
upp á 130 þúsund krónur á mán-
uöi. Þar er gólfflötur 15 fm,
Hæsta tilboö i 10,5 fm leik-
fangavöruverzlun hljóöaði upp á
102 þúsund krónur á mánuöi.
Hæsta tilboö i blaöa- og bóka-
verzlun var 135 þúsund krónur en
þar er um tæpa 11 fm aö ræöa.
Skyndimyndir, ljósmyndavörur
o.fl., 8 fm, hæsta tilboö 212.500
krónur á mánuöi.
Sælgæti og tóbaksvörur, 10,25
fm, hæsta tilboð 275 þús, krónur á
mánuöi.
Issala, 8 fm, hæsta tilboð 151
þúsund krónur á mánuöi.
1 14 fm veitingasölu var hæsta
tilboð 300 þúsund krónur á mán-
uöi.
Miðað viö þessi hæstu tilboð
veröur meðalmánaðarleiga fyrir
biöskýli SVR á Hlemmtorgi um
1,6 milljónir krónur á mánuöi,
sem gerir rúmar 19.3 milljónir
króna á ársgrundvelli.
Verzlunarhúsnæöið veröur af-
hent væntanlegum leigutökum i
eftirfarandi ástandi: gólf, veggir
og loft veröa fullfrágengin, lagöir
veröa til lampar, huröir og búöar-
borö og séö fyrir lokun á verzl-
unarhúsnæöi. Allar innréttingar
verða leigutakar hins vegar aö
leggja til sjálfir.
Aö sögn Eiriks Asgeirssonar
verður geröur 3ja ára leigusamn-
ingur viö væntanlega leigutaka og
er gert ráö fyrir að þeir greiði árs
leigufyrirfram. Aö ári liðnu verð-
ur hins vegar um 3 mánaöa fyrir-
framgreiöslur aö ræöa.
Iskilmálum útboösgagna segir,
að leigutaka sé óheimilt aö fram-
leigja húsnæöið.
Aö sögn Eiriks Asgeirssonar
veröa tilboðin skoöuö i Innkaupa-
stofnun Reykjavikurborgar, en
siöan mun stjórn Strætisvagna
Reykjavikur gera tillögur til
borgarráös, um hverjir skuli
hljóta hnossin.
Ráðstefna með þátt-
töku fulltrúa vestan
hafs
markmið að skipuleggja betur tengsl
íslendinga og V-ísl.
Kás— Komiö hefur fram sú hug-
mynd aö efna til ráðstefnu á Is-
landi áriö 1979 meö fulltrúum frá
þjóöræknisfélögum og Is-
Rukkunarheftin
Blaðburðarfólk er beðið að sækja
rukkunarheftin sem fyrst á afgreiðslu
Timans að Siðumúla 15 (2. hæð). Athugið
að Timinn er fluttur úr Aðalstræti i Siðu-
múla 15. — Simi 86-300.
❖
lendingafélögum í Kanada og
Bandarikjunum. Megintilgangur
slikrar ráöstefnu yrði að kanna
hvort hægt myndi að skipuleggja
betur tengsl Islands og Vestur-ls-
lendinga. Veröur þetta ef af
verður i fyrsta skipti sem viðtæk
tilraun er gerö til að ná saman
öllum hlutaöeigandi aöilum til aö
ræöa þessi mál.
Einnig hefur komiö til tals aö
halda ráðstefnur sem þessa á 3-4
ára fresti til skiptis á þeim
stöðum þar sem íslendingastarf-
semi fer fram og nafni tslands þá
haldið á lofti þá dagana. Sam-
hliða þessum ráöstefnum mætti
stofna til aukinna menningar-
tengsla t.d. heimsókna lista-
manna svo og viðtækra Islands-
kynninga. Framhald á bls. 11
Arnþór Einarsson til hegri á myndinni. Hér á hann I böggi viö ung
an taflmann frá Helsingborg, Mikael Jóhansson.
íslenzkir skák-
menn í Málmey
Skákmeistarinn í Málmey i Svi- Arnþór kom fimmtán ára
þjóð er Islendingur, Arnþór
Einarsson aö nafni, þrjátiu og
eins árs. Honum hefur borgin
beitt fyrir sig i keppni stórborga
á milli i Sviþjóö.
Arnþór er Norðlendingur aö
uppruna, og segist hafa byrjaö
að tefla tiu ára gamall, einkum
viö sóknarprestinn sinn og börn
hans og bændur i grenndinni.
— Þaö var langt á milli bæja,
segir Arnþór i viötali viö sænsku
blööin, og ég reyndi aö koma á
simaskák I sveitinni. En þaö
gekk ekki vel, þvi aö menn voru
itregir til þess aö tapa i sima.
gamall til Reykjavfkur, og
sýndi hann fljótt, hvaö hann gat.
Sextán ára gamall tefldi hann
viö Rússann Michael Tal og náöi
jafntefli.
Hann fór til Danmerkur 1973
og tók þátt i norrænu skákmótí,
og áriö eftir fluttist hann til
Lundar i Sviþjóö, en 1977 til
Málmeyjar og hefur tvivegis
sigraö á mótum þar.
Annar Islendingur, Gunnar
Finnlaugsson ættaöur úr Flóan-
um, er þekktur skákmaöur i
Málmey og hefur tekiö þar þátt i
deildarkeppni.
Friðrik Ólafsson
gestur á íslendinga-
degi í Gimli
— teflir einnig
við kanadíska
taflmenn
SSt—Friörik ólafsson stórmeist-
ari hefur fengið boð frá ís-
lendingadagsnefndinni i V-Is-
lendingabyggöum i Kanada um
aö koma til Winnepeg og taka þar
þátt i hátiðahöldum V-tslendinga
á Gimli dagana 5.-7. ágúst i sum-
ar og hefur hann þekkzt boðiö að
þvi er segir i frétt i Lög-
bergi—Heimskrin glu.
Bloðburðor
fólk óskost
Timinn óskar eftir
biaðburðarfólki
Suðurlandsbraut
Suðurgata
Gert er ráö fyrir aö hann tefli
viö kanadiska stórmeistara þar
vestra og einnig stendur til aö fá
hann til að tefla Qöltefli. Ýmsar
aörar hugmyndir hafa einnig
komiö fram að þvi er segir i Lög-
bergi Heimskringlu og vinnur Is-
lendingadagsnefndin nú aö loka-
undirbúningi heimsóknarinnar.
Tjarnargata
SIMI 86-300