Tíminn - 07.06.1978, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 7. júni 1978
I18,tölublað—62. árgangur
Meginverkefnið
að ráðast gegn Bls.
verðbólgunni 9
Slðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
Smokie og hirð
í Reykjavík
13-14% hækk-
un fiskverðs
GV — Yfirnefnd VerMagsrá&s
sjávarútvegsins ákvaö á fundi
sinum i gærkvöldi nýtt fiskverð,
sem gildir frá 1. júni til 30.
seþtember n.k. Nýtt fiskverð er
um 13.5-14% hærra en það verð
sem gilti til maíloka. Þorskur
hækkar um 12.7%, ýsa um Í2.6%,
ufsi um 26,9%, karfi um 15,3% og
steinbitur um 18.6%.
Nánar verður greint frá
fiskverðshækkuninni i blaðinu á
morgun.
íslending-
ur kemst
í tæri við
færeyska
réttvisi
— dæmdur í 3
mánaða fangelsi
í fyrir ávisana-
fals, þjófnaði
og fl.
íslendingur einn, sem verið
hefur i FærQfjum siðan 30. april
siðastliðinn, var nýlega dæmdur
þar i þriggja mánaða fangelsi.
Hann var sekur fundinn um
skjala- og ávisanafalsanir og
þjófnaði. Einnig kom i ljós, þegar
farið var aö kanna feril þess
manns, að hann hafði ekki land-
gönguleyfi i Danaveldi, honum
hafði verið visað úr landi i
Danmörku og gildir það til 1. júli
1981, en þar sem honum var ekki
kunnugt um, að bannið gilti einn-
ig i Færeyjum var hann sýknaður
af þessu ákæruatriði, að þvi er
segir í frétt i færeyska blaöinu 14.
september.
Meðal þess, sem hann var
dæmdur fyrir, var að framselja
islenzka ávisun i færeyskri
verzlun. Var hún úr stolnu
islenzku tékkhefti. Hafði hann
falsað undirskrift á hana, strikað
út nafn Islenzka bankans og skrif-
að Föroya Banki á hana I stað-
inn. Þá hafði hann framselt fals-
aða ávisun i annarri verzlun að
upphæð 100 kr. færeyskar og
fengið hana útborgaða. Hann var
einnig sekur fundinn um úlpu- og
húfustuld á Hótel Færeyjum og
minni háttar þjófnaði aöra.
Auk þriggja mánaða fangelsis-
dóms var honum gert að greiða
viðkomandi aðilum alls 550
færeyskar krónur og allan máls-
kostnað. Hann hefur nú afplánað
einn mánuð i fangelsi, en sem
stendur er verið að athuga hvort
unnt verði að láta hann taka út
refsinguna hér á landi.
Þetta eru meölimir popp-
hljómsveitarinnr „Smokie”,
sem unga fólkið i Reykjavik
bíður væntanlega eftir með
óþreyju, en hljómleikar þeirra
verða i Laugardalshöll i kvöld.
„Smokie” kom I gær til Kefla-
vikur ásamt 20 manna fylgd-
arliði og voru þeir nokkuð
SSt -pFullar visitölubætur á laun
borgarstarfsmanna hafa veriö á
dagskrá hjá okkur, og ýmissa
gagna þar að lútandi verið aflað,
en engin ákvörðun um hvað gert
verði i þeim efnum hefur verið
tekin ennþá. Ég hef lýst þvi yfir
áður, og get endurtekið það nú, aö
ég mun ekki verða til fyrirstööu i
þvl máli,” sagði Kristján
Benediktsson, borgarfulltrúi
hressir eftir atvikum, — alla
vega ekkert likir „Strangiers”
forðum daga. Rétt þótti þó að
stöðva farangur þeirra i tollin-
um oggrandskoða hann. Ekk-
ert höfðu þeir hugsað um,
hvar þeir verðu fyrsta kvöld-
inu, — ætluðu I öllu falli ekki
að hlusta á Rostropovitch,
— sagði Kristján
Framsóknarflokksins, I samtali
við Timann i gær aöspurður um
hvort nýi meirihlutinn væri búinn
að taka endanlega afstööu til vlsi
tölubótanna, en þaö mun kosta
um 700 milljónir að greiða fullar
vísitölubætur á laun borgar-
starfsmanna til ársloka.
Fundur var hjá borgarráöi I
gær, og sagði Kristján að þaö
hefði einungis veriö venjulegur
afgreiðslufundur.
sem þeir höfðu aldrei heyrt
minnzt á.
Prógrammið, sem þeir verða
með i Lauga rdalshöll, er hið
sama og þeirhafa flutt á popp-
hátiðum á Norðurlöndum und-
anfarið viö góðan orðstir.
Timamynd: G.E.
fullar
ekki
Benediktsson
Kristján vildi litiö segja um
málefnasamning meirihlutans
annað en þaö, að „verið væri að
rabba um hann”. Hvort
meirihlutinn væri farinn að lita
alvarlega^ I kringum sig eftir
borgarstjóra, sagði Kristján svo
ekki vera, og ,,ég vona að
Reykvikingar geti veriö án
formlegs borgarstjóra I nokkrar
vikur eöa svo,” sagði Kristján aö
lokum.
LÚÐVÍK
SLÆR
í ALLAR
ÁTTIR
Lúövik Jósepssyni þykir
ekki mikið koma til kosninga-
sigurs Alþýðubandalagsins i
Reykjavik. I grein sem hann
skrifar i Þjóðviljann sl. sunnu-
dag hefur hann þaö meira að
segja að millifyrirsögn aö
„Ihaldið féll i Reykjavik
vegna þess aö þar voru engin
smáflokkaframboð”.
Með þessu er Lúðvik vænt-
anlegaað gefa flokksmönnum
sinum i höfuðborginni merki
um að þeir skuliekki reyna að
setja sig á háan hest innan
flokksins. Eftir þvi var reynd-
ar tekið dagana eftir kosning-
arnar að þeir fóru sér undra
hægt og báru þvi við að ekkert
væri hægt að gera strax vegna
þess aö „Lúðvik er ekki kom-
inn i bæinn”.
Það hefur ekki vakið minni
athygli að i grein sinni telur
Lúðvik Jósepsson það núver-
andi rikisstjórn einkum til
vanza að hafa haldið áfram
framkvæmdastefnu vinstri-
stjórnarinnar varðandi
Kröfluvirkjun og verksmiðj-
una á Grundartanga. Lúðvik
kallar þessa stefnu hvorki
meira né minna en „fjármála-
afglöp”.
Auðvitað lætur Lúðvik þess
ekki getið að hann sat s jálfur i
vinstristjórninni og átti fullan
þátt i ákvörðunum hennar.
Hann getur þess vitanlega
ekki heldur, aö Ragnar
Arnalds, fyrrum formaöur
Alþýðubandalagsins, hefur
allan timann setið viö hliö
Jóns Sólness og fleiri i Kröflu-
nefnd sem kunnugt er. Og
náttúrulega nefnir Lúðvik þaö
ekki að Magnús Kjartansson
vopnabóðirhans var á þessum
árum ráðherra iðnaöar- og
orkumála og beitti sér hvaö
ákafast fyrir báöum þessum
framkvæmdum.
Lúðvik Jósepsson er með
öðrum oröum ekki aðeins aö
snupra flokksbræöur sina i
Rey kjavik i þessari grein, sem
hann sjálfur segir að sé opin-
ber yfirlýsing sin um upphaf
kosningabaráttunnar.
Fyrst og fremst er hann að
kasta hnútum til Ragnars
Arnaids, sem hrökklázt hefur
af formannsstóli fyrir offorsi
Lúðviks, og til Magnúsar
Kja rtanssonar, en sá þáttur
málsins ber ekki vitni mikilli
háttvisi eða hlýju bróðurþeli.
Ungur maður
handtekinn
fyrir innbrot
og nauðgun
bls. 3.
Sleppur
fálkafangar-
inn úr landi
i kvöld?
Sjá bls. 24
Opnar Gunnlaug
ur Elliðaárnar?
Flest virðist nú benda til
þess að óformlegur borgar-
stjóri, Gunnlaugur Pétursson,
opni Elliöaárnar næstkomandi
laugardag, en þá hefst veiði I
ánum, að þvi er Friðrik
Stefánsson hjá Stangaveiði-
félagi Reykjavikur tjáði
blaðinu I gær.
Venjan hefur verið sú und-
anfarin ár,að borgarstjóri
veiði I ánum fyrsta veiöidag
hvers sumars, en þar' sem
enginn „ekta” er nú til staðar
veröur það að öllum likindum
varamaður hans, sem veiðir
fyrst i ánum. Myndin hér fyrir
ofan var tekin fyrir réttum
þremur árum og sýnir Birgi
ísleif Gunnarsson þáverandi
borgarstjóra nýbúinn að landa
einum.
Rainbow Warrior eltir hvalveiði-
skip á heimleið — sjá baksiðu
Skipverjará hvalveiðaskipum
urðu fyrst varir viö Rainbow
Warrior er skipið elti einn
hvalveiðabátinn i gær. For-
svarsmenn Greenpeace-sam-
takanna um borð t Rainbow
warrior sendu Kristjáni Eld-
járn forseta fslands boð, þar
sem krafist var 10 ára hval-
veiðabanns. Skipverjar á
Rainbow Warrior bíða nú
svars frá yfirvöldum, en munu
næst hafa samband við skip-
verjaá hvalbátunum islenzku.
Kristján Loftsson sendi skip-
verjum skeyti i fyrradag og
hótar að kæra skipið og skip-
verja ef þeir hafi einhver af-
skipti af hvalbátum Hvals hf.
Sjá nánar á baksiðu, þar sem
yfirlýsing skipverja á Rain-
bow Warrior er birt.
„Ákvörðun um
vísitölubætur
tekin ennþá”