Tíminn - 07.06.1978, Qupperneq 9

Tíminn - 07.06.1978, Qupperneq 9
Miðvikudagur 7. júni 1978 9 17. flokksþing Fram- sóknarmanna sem haldið var nú i vetur samþykkti ýtarlega og róttæka mál- efnayfirlýsingu um efna- hagsmálin. 1 henni kemur fram það helzta sem Framsóknarmenn leggja áherzlu á i efnahagsmálum ikosningabaráttunni og þvi starfi sem tekur við að loknum kosningiun. Efnahagsstefna Fram- sóknarmanna er raunsæ og ábyrg félagshyggja og framleiðslustefna, og við núverandi aðstæður leggur flokkurinn til að gripið verði til róttækra aðgerða til að vinna bug á óðaverð- bólgunni, tryggja atvinnu- og byggðaöryggið, launa- jöfnun og efnahagslegt sjáifstæði þjóðarinnar. Undirstaðan Undirstaða sóknar islenzku þjóðarinnar til efnahagslegra framfara og vaxandi almennrar velferðar er heilbrigt efnahags- lif án verðbólgu og sóunar. Þvi ber að halda i öndvegi þeirri stefnu i efnahagsmálum, sem tryggir jafnvægi i þjóðarbú- skapnum. Stefnan verður jafn- framt að tryggja réttláta tekju- og eignaskiptingu og rétt sér- hvers þjóðfélagsborgara til tryggrar atvinnu við hans hæfi. Árangurinn - c7 - A undanförnum árum hafa orðið verulegar framfarir á ýmsum sviðum þjóðlifsins. Með útfærslu landhelginnar, upp- byggingu atvinnutækja og fé- lagslegra þjónustustofnana og með auknum jöfnuði I byggð landsins hefur verið lagður traustur grundvöllur, sem nýtzt getur tíl öflugrar framfarasókn- ar. Nær einni þjóða i okkar heimshluta hefur íslendingum enn tekizt að sneiða hjá atvinnu- leysi. Þann skugga ber á þróun undanfarinna ára, að verðbólga hefur verið það mikil að árang- ur annarra aðgerða hefur ekki orðið eins og vonir stóðu til. Mistökin Hin mikla verðbólga hefur leitt af sér margvislegt misrétti I þjóðfélaginu og önnur óæskileg áhrif. Stórkostlegar eignatilfærsiur hafa átt sér stað og efnahags- iegt misrétti aukizt. Launamisræmi hefur aukizt, þrátt fyrir tilraunir til jafn- launastefnu. Mat á arðsemi fjárfestingar hefur brenglazt, þannig að fjár- magni er oft sóað, en það leiðir til minni framleiðni og minni þjóðartekna. Áhugi á sparnaði fer minnk- andi, en sparnaður þjóðfélags- þegnanna er ein af undirstöðum framfara. Af alefli Við þetta ástand verður ekki lengur unað og snúast verður af alefli gegn þvi. Slfkt gerist ekki án átaka eða snertingar við hag oglif hins almenna borgara. Við MEGINVERKEFNIÐ AÐ RÁÐAST GEGN VERÐBÓLGUNNI erum hins vegar vei I stakk búin til slikra átaka og frestun þess mun aðeins auka vanda okkar og komandi kynslóða. Við- skiptakjör þjóðarinnar eru góð og hagvöxtur getur aukizt á næstu árum. 1 þvisambandi má m.a. benda á eftirfarandi: Arðsemi þjóðarauðsins er of litil. Framleiðni atvinnuvega okkar er mjög misjöfnog of litil á mörgum sviðum. Aukning framleiðni með skipulagningu, hagræðingu og hnitmiðaðri fjár- festingu skapar mikla mögu- leika til framfara. 200 milna fiskveiðilögsagan gerir vaxandi arðsemi fiskimið- anna mögulega, ef stjórn fisk- veiða verður skynsamleg. Hækkandi orkuverð og orku- skortur i nágrannalöndum okk- ar skapar möguleika á hag- kvæmri nýtingu innlendrar orku. Stóru skrefin Til þess að ná efnahagslegu jafnvægi og tryggja að mögu- leikar til hagvaxtar nýtist.þarf að gripa til margvislegra að- gerða til umsköpunar efnahags- lifsins. A næstu árum þarf að leggja áherzlu á eftirfarandi megin- atr iði: 1. Samræmd efnahagsstefna. Nauðsynlegt er að ákvarðanir á sviði efnahagsmála taki fullt tillit til þeirrar umferðar sem afkoma þjóðarbúsins setur, en miði einnig að þvi að efla fram- leiðslu og auka þjóðartekjur. Allar ákvarðanir sem varða efnahagsmál tengjast innbyrðis og eru hluti af afmarkaðri heild. Skipuleg samráð og samvinna stjórnvalda og aðila vinnu- markaðarins eru þvi nauðsyn- leg. 2. Stjórn peningamála Meginmarkmiö á sviði pen- ingamála er að halda aukningu peningamagns og útlána innan þeirra marka er efnahagsað- gerðir setja þróun þjóðarbú- skaparins hverju sinni. Að öðr- um kosti er árangri efnahagsað- gerða stefnt i hættu, en slikt leiðir til of mikillar eftirspurnar eftir vörum og þjónustu og eyk- ur viðskiptahallann við útlönd. Þessu markmiði verður m.a. náð með þvi að veita innláns- stofnunum aðhald og beita vöxt- um, verðtryggingu, bindi- skyldu, gengisskráningu og jöfnunarsjóðum á samræmdan hátt. Fylgt verði sveigjanlegri vaxta- og verðtryggingarstefnu, þannig að samhliða breyttri efnahagsstefnu verði vextir lækkaðir, en jafnframt tekið til- lit til hagsmuna sparifjáreig- enda. Aukinn sparnaður minnk- ar erlendar lántökur, dregur úr þenslu og tryggir atvinnuvegun- um aukið lánsfjármagn. Með tilliti til þeirra miklu áhrifa, sem sveiflur i útflutn- ingstekjum okkar hafa á efna- hagslifið er nauðsynlegt að efla jöfnunarsjóði. Leggja verður á jöfnunarsjóði þegar markaðs- verð er hagstætt og aflahorfur góðar og greiða úr þeim þegar verr gengur. Jöfnunarsjóðum verður að beita i þágu hag- stjórnar ogþvi ber að auka áhrif rikisvaldsins á stjórn þeirra. Tryggður verði hallalaus ríkisbúskapur, og staða rlkis- sjóðs styrkt með Iækkun skulda við Seðlabankann. 3. Rikisbúskapurinn Ahrif rikisbúskaparins hafa farið vaxandi með auknum opinberum umsvifum. Halla- rekstur rikissjóðs á árunum 1974-1977 ersamtals 17 milljarð- ar, en á sama tima var stefnt að 2,5 milljarða tekjuafgangi með afgreiðslu fjárlaga. Gerð fjárlaga verður að vanda betur ogauka eftirlit meö útgjöldum, m.a. með þvi að meta á kerfisbundinn hátt þau afköst og árangur sem útgjöld- unum tengjast. Sveigjanleik skattheimtunnar þarf að auka, m.a. með þvi að taka upp staðgreiðslukerfi skatta. 4. Stjórn fjárfestingarmála Fjárfesting hefur á undan- förnum árum verið vaxandi hluti þjóðarútgjalda. Sparnaöur landsmanna hefur ekki staðið undir fjárfestingunni og erlend lánataka vaxið að sama skapi. Slíkt stenzt ekki til lengdar og þvi verður að hægja á fjárfest- ingu um sinn, búa betur að þvi sem fyrir er og vanda mjög val þess, sem i er ráðizt. Samræmt mat á arðsemi framkvæmda á vegum hins opinbera og einkaaðila verður að fara fram, þótt arðsemi ein ráði ekki úrslitum i öllum tilvik- um. Breyta þarf vélrænum útlána- reglum, þannig að mat sé lagt á hagnýtingu fjárfestingar I ein- stökum tilfellum. 5. Launaákvarðanir og tekju- stefna Markmið tekjuþróunar er að laun geti hækkað i samræmi við aukningu þjóðartekna og skipt- ing milli launþega sé jöfnust. Við gerð kjarasamninga hefur árangurslaust verið reynt að bæta hlut þeirra, sem lægstar hafa tekjur. Gildandi vlsitölu- kerfi hefur reynzt verðbólgu- hvetjandi og launamismunur aukizt. Brýn nauðsyn er að endur- skoða vlsitölukerfið, þannig að verðbætur miðist fyrst og fremst við afkomu þjóðarbúsins hverjusinni, en tryggi þó jafnan kaupmátt lægstu launa. Allir kjarasamningar verði gerðir á sama tlma, þannig að þeir byggi á sömu forsendum. Aðalvandamál tekjuskipting- ar I landinu er að hópur fjöl- skyidna og einstaklinga hefur ekki tekjur, sem nægja til tryggrar afkomu. Nauðsynlegt er að bæta úr þessu ástandi meö einföldu tilfærslukerfi, t.d. með auknum persónuafslætti I hlut- falli við fjölskyldustærð. Stuðlað verði að bættum kjör- um lifeyrisþega með verðtrygg- ingu lífeyris. 6. Verðlagsmál Starfsemi verðlagsyfirvalda hefur um langt árabil einkennzt af beinum verðákvörðunum opinberra stjórnvalda. Slikt leiðir ekki til eðlilegrar verð- myndunar. Breyta þarf verðlagslöggjöf I frjálslegra horf, þannig að meira verðitreyst á athuganir á innkaupum og eftirlit meðsam- keppnisháttum en verið hefur. Sú breyting á að verða til þess þegar til lengdar lætur at tryggja eðlilega verðmyndun og þar með stuðla að verðfestu. t fyrstu er hætt við að breyt- ing af þessu tagi leiði til verð- hækkunar og því mikilvægt að slaka ekki á verðlagseftirliti. 7. Myntbreyting Samhliða breyttri efnahags- stefnu verði gildi krónunnar breytt þannig að 1 kr. svari til 100 kr. i dag. Slik breyting mun stuðla að hugarfarsbreytingu á sviði pen- ingamála og auka virðingu manna fyrir gjaldmiðlinum. 8. Jöfnun eigna- og tekjuskipt- ingar Umsköpun efnahagsllfsins krefst einnig aðgerða i skatta- málum sem jafnar tekjuskipt- ingu og þá miklu eignatilfærslu, sem verðbólgan hefur haft i för með sér. A) Jöfnun eignaskiptingar Mikil verðbólga á undanförn- um árum hefur fært miklar eignir tii þeirra sem hafa haft aðstöðu til að skulda. Þegar verðbólga minnkar er hætt við að kynslóðabil myndist. Ný kynslóð ungs fólks þarf allt í einu að greiða raunvirði fyr- ir fjármagn, sem fyrri kyn- slóð þurfti ekki. Þessa um- breytingu þarf að milda meö hækkun lána og lengingu lánstima hjá ungu fólki, I þessu skyni er nauðsynlegt að leggja á: Verðbólguskatt, sem miöar að þvi að draga úr verðbólgu- gróða undanfarinna ára. Þetta má m.a. gera með stig- hækkandi eignaskatti, eða sérstökum skatti sem taki til- lit til skuldastöðu einstakra aðila á undanförnum árum. Skatt á söluhagnað fyrnan- legra eigna og húsnæðis sem ekki er tii eigin nota. Ef sam- bærileg eign er keypt I staðinn lækki fyrningargrunnur sem nemur söluhagnaði. B) Jöfnun tekjuskiptingar Tekjujöfnunaráhrif tekju- skattsins eru ófullnægjandi. Ekki má dragast lengur að endurbæta tekjuskattskerfið með aukinn félagslegan jöfn- uð að meginmarkmiði. Framkvæmd skattalaga þarf að stórbæta og endurskipu- leggja. ófullnægjandi fram- kvæmd sem m.a. kemur fram i skattsvikum, mismunar þegnunum. óhóflegur frádráttur frá tekj- um mismunar fólki, þannig að þeir sem búa viö sambæri- legar tekjur og aðstæður greiða oft mismunandi skatta. Meginverkefnið Framsóknarflokkurinn telur það meginverkefni næstu rikis- stjórnar að ráðast gegn verð- bólgunni. Frá Gagnfræðaskól- anum á Sauðárkróki Starfrækt verður framhaldsnám við skól- ann næsta skólaár. Á fyrsta ári: almennt bóknám, uppeldisbraut, viðskiptabraut, heilsugæzlubraut og fornám. Á öðru ári: uppeldisbraut og viðskipta- braut. Heimavist er fyrir aðkomunemendur. Umsóknir sendist fyrir 10. júni Skólastjóri Verzlunin hættir 20. júní HELLAS Skólavörðustig 17. Rafgeyma viðgerðir og þjónusta — Rafgeyma framleiðsla Til sölu er blýbræðsluofn ásamt mótum til að steypa rafgeyma-póla og tengi. Einnig tæki og áhöld tiiheyrandi rafgeyma-sam- setningu — viðgerðum og þjónustu. Hentugt fyrir þann sem vill skapa sér sjálfstæða atvinnu við rafgeymaviðgerðir — þjónustu og framleiðslu (samsetningu) á rafgeymum. Uppl. veitir Sigurður Steinsson i síma 8-37- 47 Rvk.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.