Tíminn - 07.06.1978, Qupperneq 10
10
Þriðjudagur 6, júní 1978
Ferðamálaráðstefnan: j
SAMSTARF FERÐAMÁLARÁÐS
OG NÁTTÚRUVERNDARRÁÐS
Um eitt hundrað fulltrúar ýmissa
starfsgreina innan ferðaþjónust-
unnar og náttúruvcrndarsamtak-
anna sátu ferðamálaráðstefnu I
lok maímánaðar. Er þetta tólfta
ráðstefna þessarar tegundar,
sem haldin er hérlendis en hin
fyrsta, sem Ferðamálaráð i nú-
verandi mynd efnir til.
i upphafi ráðstefnunnar var
Birgir Þorgilsson, sölustjóri
Flugleiða, heiðraður með gjöf frá
Ferðamálaráði fyrir framlag
hans og frumkvæði i ferðamálum.
Að loknum venjulegum forms-
atriðum ræddi Heimir Hannes-
son, formaður Ferðamálaráðs
um störf þess, Einar Þ. Guðjohn-
sen framkvæmdastjóri talaði um
ferðalög og náttúruvernd, Ivar
Guðmundsson aðalræðismaður
sagði fréttir af erlendum vett-
vangi, Hörður Sigurgestsson
framkvæmdastjóri talaði um
þjóðarbúskap, ferðalög og sam-
göngur og dr. Guðmundur Sig-
valdason um ráðstefnuhald.
Fjöldi mála var til umfjöllunar
i nefndum og siðar til umræðu á
þinginu sjálfu, og að lokum voru
margar ályktanir samþykktar.
Hinar helztu þeirra voru þess-
ar:
Tillögur ráðstefnu-
nefndar
1. Að Ferðamálaráð hafi innan
sinna vébanda starfskraft eða
deild, sem væntanlegir fundar-
boðendur geti leitað til með
óskir sinar. Hlutverk deildar-
innar væri að skipuleggja
ferðamálahlið viðkomandi ráð-
stefnu og leita tilboða frá sam-
göngu- og hótelfyrirtækjum.
Starfshópurinn leggur áherzlu
á að hér sé skýrt greint á milli
hönnunaraðila og fram-
kvæmdaaðila.
2. Hlutverk ráðstefnudeildar
Ferðamálaráðs sem hönnunar-
aðila væri fjölþætt. 1 fyrsta lagi
yrði hún að leita mjög ná-
kvæmra upplýsinga um alla
aðstöðu til ráðstefnuhalds sem
til er i landinu (stærð fundar-
sala, fjöldi i sæti við mismun-
andi sætaröðun, tæknibúnað,
samgöngu og fristundaaðstaða,
aðstaða fyrir fylginauta ráð-
stefnugesta o.s.frv.). Upplýs-
ingabæklingur um rannsókn af
þessutagiættiaðliggjafyrir og
á grundvelli þessara upplýs-
inga yrðu útboðsgögn send
þeim aðilum sem til greina
koma. I öðru lagi yrði ráð-
stefnudeild Ferðamálaráös að
finnahvaðan frumkvæðis er aö
vænta, fyrst og fremst hér á
landi, en lika erlendis. Þá aðila
sem hér um ræðir yrði að sann-
færa um að sú. þjónusta, sem
boöið er upp á letti af þeim
þeirri vinnu, sem þeir eru hik-
andi við að taka á sig.
3. Starfshópnum er ljóst, aö hlut-
verk Ferðamálaráðser að vera
hvati aukinnar starfsemi á
þessusviði. Sú spurning er þvi
opin hversu langt ráðið á aö
ganga i þessari þjónustustarf-
semi eða á hvaða stigi það get-
ur talizt æskilegt að sjálfstætt
fyrirtæki taki þessaþjónustu aö
sér. 1 þvi sambandi vill starfs-
hópurinn aftur minna á nauð-
synlegan aðskilnað hönnunar-
og framkvæmdaaöila.
4. Starfshópurinn ræddi einnig
með hvaða móti væri unnt aö
auka hæfni framkvæmdaaðila
og þá einkum hótela til ráð-
stefnuhalds. Lagt er- til að
Ferðamálaráð gangist hið
fyrsta fyrir námskeiðum, þar
sem kynntar yrðu þær kröfur
sem gerðar eru til fundarstaða
og skýrt með dæmum og sýn-
ingum hvernig leysa beri
tæknileg og mannleg vanda-
mál, sem geta skapazt á fund-
arstað.
Tillögur umhverf-
isnefndar
Ferðamálaráðstefnan 1978 tel-
ur æskilegt að við mótun ferða-
málastefnu sé reynt að nálgast
eðlileg hlutföll eða jafnvægi milli
einstakra þátta ferðamála s.s.
landkynningar, uppbyggingar.
gistiaðstöðu, nauðsynjar ferða-
fólks fyrir landrými til útivistar
og náttúruverndar.
Ráðstefnan bendir á að i allri
umræöu ogstarfi að ferðamálum
verði annars vegar að taka tillit
til uppbyggingar islenzkrar
ferðaþjónustu sem þáttar i is-
lenzku atvinnulifi og hins vegar
þess sjónarmiðs að ferðamál eigi
fyrst og fremst að skipuleggja i
þágu Islendinga sjálfra með úti-
vist þeirra i huga.
Ráðstefnan telur brýnt að hið
fyrsta verði mótuð heildarstefna i
islenzkum ferðamálum, sem m.a.
verði byggð á:
1. Úttekt á þvi hve mikið álag
náttúra landsins (einkum há-
lendis) þolir.
2. Þeim upplýsingum sem vænt-
anlegar eru um skiptingu er-
lendra ferðamanna eftir til-
gangi ferðar og dreifingu
þeirra um landið.
Ráðstefnan telur að viö mótun
slikrar heildarstefnu verði m.a.
að taka mið af eftirfarandi:
1. íslendingum sé tryggð eölileg
og sjálfsögð landnot i fjöl-
breytilegri útivist.
2. Islenzkri náttúru verði i engu
spillt aö óþörfu vegna mikils
fjölda og átroðnings ferða-
manna, íslenzkra sem er-
le ndra.
3. Ýmsir fagrir og sérstæðir
ferðamannastaðir og svæði
halda þvi aðeins gildi sinu fyrir
feröamenn að þar sé kyrrð og
fámenni.
Ferðamálaráð Islands og Nátt-
úruverndarráð hafi forgöngu um
að kynna landsmönnum og öðrum
sem hlut eiga að máli samskipti
manns og náttúru landsins þann-
ig að engu verði spillt að óþörfu.
Einnig að skilgreint sé hver sé
réttur og hverjar skyldur ferða-
mannsins um landareign lögbýla,
önnur eignarlönd og afréttarlönd.
Ennfremur hver sé réttur þess
landeiganda, sem lagt hefur i
kostnað við uppbyggingu tjald-
svæðis (Camping) og rekstur
þess.
Ráðstefnan hvetur Ferðamála-
ráð til að vinna afram að eftir-
töldum verkefnum i samvinnu við
Náttúruverndarráð og aðra hlut-
aðeigandi aðila:
1. Könnun á áhrifum ferða-
mennsku á land og náttúru.
2. Söfnun upplýsinga um fjölda
ferðamanna, dreifingu þeirra,
ferðahætti og eðlilega þróun.
3. Stuðningi við tjaldsvæðagerð
og aðra ódýra gistiaðstöðu og
mótun stefnu í þeim málum.
4. Vernd fjölsóttra ferðamanna-
staða, einkum utan byggða.
5. Vernd annarra athyglisverðra
staða, sem ferðamenn sækja til
útivistar og náttúruskoðunar.
6. Skipulagningu ökuleiða, eink-
um á hálendi landsins og merk-
ingu þeirra i samstarfi við
Vegagerð rikisins og Landmæl-
ingar.
7. Eflingu gönguleiða um landið
með gerð gönguskála, göngu-
brúa, vörðum, kortum og leið-
arlýsingum.
Ráðstefnan telur að vel þurfi að
vanda skipulag hópferða um
óbyggðir og að islenzk félög og
fyrirtæki eigi að sitja fyrir um að
veita þá þjónustu. Einnig telur
rððstefnan æskilegt að erlendir
ferðamannahópar séu undir is-
lenzkri leiðsögu eða a.m.k. sé
tryggt að erlendir leiðsögumenn
hafi atvinnuleyfi hérlendis. Ja,fn-
framt telur ráðstefnan eðlilegt að
ferðamenn taki þátt I kostnaði við
vernd og viðhald fjölsóttra staða.
Ráðstefnan telur rétt að úttekt
verði gerð á öllum sumardvalar-
svæðum á landinu, likt og gert
hefur verið á hálendinu, og unnið
verði markvisst aö samræmingu
á búnaði, reglum, rekstri og verð-
lagi hinna einstöku svæða. Sú
uppbygging sé i samræmi við
reglugerð um tjald- og hjólhýsa-
svæði frá 1974 svo og lög um
ferðamál, náttúruvernd o.fl.
Unnið verði að þvi að sett verði
upp samræmd táknmerki (al-
þjóðamerki) til leiðbeiningar við
og á hverju svæði, eins og þegar
hefurveriðgert að nokkrumarki.
Þá þarf að vinna að flokkun tjald-
svæöanna eftir gæðum þeirra.
Ráðstefnan beinir þvi tii Ferð-
málaráðs að það stuðli að þvi að
aukin verði uppfræðsla i skólum
landsins i umgengni við landið og
náttúru þess, byggð sem óbyggð.
Tillögur landkynningar-
nefndar
Að haldið verði áfram þeirri
stefnu sem mörkuð hefur verið i
lögum og af Ferðamálaráði um
kynningu á Islandi sem ferða-
mannalandi og lögð verði megin
áherzla á:
1. Að nýta til fullnustu þá aðstöðu
sem Ferðamálaráð hefur nú
þegar til landkynningar i
Bandarikjunum og Sviss, og
ennfremur að auka sika starf-
semi i Evrópu.
2. Hraðað verði þeim fram-
kvæmdum sem þegar eru hafn-
ar i flugstööinni i Keflavik og
stefnt sé að þvi að fullt tillit
verði tekið til landkynningar-
aðstöðu við hönnun nýrrar flug-
stöðvarbyggingar.
3. Leggja ber áherzlu á aukna
kynningu á ferðum og um-
gengni tslendinga um eigið
land og þýðingu ferðaþjónustu
fyrir efnahag þjóðarinnar.
4. Ráðstefnan beinir þeim tiimæl-
um til þeirra mörgu er gefa út
rit fyrir ferðamenn aö kapp-
kosta á hverjum tima að gefa
sem ábyggilegastar upplýsing-
ar. Stefnt skal að þvi að sam-
ræma þessaútgáfuþannig, að á
hverjum tima séu fyrir hendi
nauösynlegir bæklingar og
kort.
5. Ráðstefnan hvetur aðila ferða-
þjónustu til að taka þátt i hin-
um ýmsu ferðasölukynningum
(workshop), sem Ferðmálaráö
hefur nú þegar undirbúið og
kynnt. Þá skal stefnt að þvi að
endurvekja ferðasölukynning-
ar á Islandi.
6. Fagna ber þvi átaki sem gert
hefur verið til að hvetja og að-
stoða þá sem rita um og kynna
ferðamál i blöðum og öðrum
fjölmiðlum, þvi það er álit ráð-
stefnunnar að með. þeim hætti
sé landið betur kynnt en með
beinum auglýsingum.
7. Ferðafólki skal gert ljóst að is-
lenzk náttúra er auðlind, sem
ber að umgangast með aðgát,
þannig að ekki verði um ofnýt-
ingu að ræða. Auka skal leið-
beiningar til ferðafólks um um-
hverfismál og veðurfar.
Þá vitnar ráðstefnan til álykt-
ana fyrri funda um nauðsyn að-
gerða vegna lengingar ferða-
mannatimans og hvetur aðila
ferðaþjónustu i landinu til sam-
eiginlegs átaks i þeim efnum.
Tillögur allsherjar-
nefndar
Um leið og ferðamálaráðstefn-
an 1978 fagnar bættum lánakjör-
um ferðamálasjóðs vill hún vekja
athygli á að hér má ekki láta
staðar numið. Fjármunamyndun
er eitt af undirstöðuatriðum
ferðaþjónustu ilandinu. Þvi bein-
ir ráðstefnan þeirri áskorun til
samgönguráðherra, Ferðamála-
ráðs Islands og stjórnarnefndar
ferðamálasjóðs, að nú þegar
verði beitt sér fyrir þvi að
fundinn verði markaður tekju-
stofn fyrir sjóðinn, þannig að
hann megi verða þess megnugur
að rækja það hlutverk i framtið-
inni, sem af honum er vænzt.
Ferðamálaráðstefnan 1978
haldin I Reykavik 26. og 27. mai,
þakkar þann árangur sem náðst
hefur i lagfæringu á lánakjörum
ferðamálasjóðs og lánað hefur
verið samkvæmt á árunum 1977
og 1978. Ráðstefnan minnir á að
fram til ársins 1977 voru lán
ferðamálasjóðs með þvilikum af-
arkjörum, að engum atvinnuvegi
i landinu hefur verið boðið upp á
annað eins. T.d. voru lán um ára-
bil með 9.1/2% vöxtum og bæði
vextir og afborganir að fullu
tryggt með visitölu framfærslu-
kostnaðar. Er hægt að sýna fram
á, að meðalþungi afborgana og
vaxta á 15 ára lánstimabili fari
yfir 80% á ári. Ráðstefnan telur
óhjákvæmilegt að breyta eldri
lánum, teknum hjá sjóðnum til
samræmis við núgildandi útlána-
reglur hans, til að koma I veg fyr-
ir stöðvun á rekstri fyrirtækja á
sviði ferðamála, sem hneppt eru i
fjötra þessara „ólána”. Ferð-
málaráðstefnan skorar á sam-
gönguráðherra og rikisstjórn að
leita leiða til að gera ferðamála-
sjóði kleift að framkvæma þessar
breytingar.
Ferðamálaráðstefnan 1978
ályktar að beina þvi til Ferð-
málaráðs að ráðið beiti sér fyrir
þvi að mynda samstöðu á milli
hagsmunaaðilja um þá hugmynd
að hér I Reykjavík verði sem
fyrst hafizt handa um byggingu
húsnæðis, sem frá upphafi verði
skipulagt með þarfir skólafólks i
huga og ferðamanna, sem hingað
til Reykjavikur koma, bæði inn-
lendra og erlendra.
Samþykktir i ráðstefnu-
lok
Ferðamálaráðstefna haldin
1978 beinir þvi til samgönguráðu-
neytis og rikisstjórnar að taka til
rækilegrar athugunar þær til-
lögur Checchi-skýrslunnar, sem
Ferðmálaráð hefur áður tekið
formlega jákvæða afstöðu til.
Ráðstefnan þakkar samgöngu-
ráðuneyti og Ferðamálaráði Is-
iands fyrir vel unnin störf i þágu
ferðamála og þá ákvörðun að
halda áfram að efna til ferða-
málaráðstefna.
Frá fundi á ferðamálaráðstefnunni. Heimir Hannesson i ræðustóli.