Tíminn - 07.06.1978, Page 15

Tíminn - 07.06.1978, Page 15
Miövikudagur 7. júni 1978 iMI 15 Heilsugæzlustöð opnuð í Breiðholti Um síöustu mánaöamót var tekin i notkun ný heilsugæzlu- stöö aö Asparfelli 12 i Breiöholti. Borgarsjóöur stóö aö kostnaöi viöHeilsugæzlustööina en stööin er í leiguhúsnæöi. Kostnaöur viö stööina varö 36 milljónir sem skiptist þannig aö 28 milljónir fóru i innréttingar og 7,5 milljónum var variö til tækja- kaupa. Við heilsugæzlustöðina munu 2 læknar starfa en ætlunin er að fjölga þeim i þrjá þegar fram i sækir. Auk læknanna tveggja munu tveir hjúkrunarfræðingar starfa í stöðinni.ritari og meina- tæknir. Til að tryggja að nægur timi verði til að sinna erindum hvers og eins verða i byrjun ekki skráðir fleiri en 1500 einr staklingar á hvern lækni i stöð- inni og verður það grundvallar- starfsregla að veita fyrst og fremst góöa þjónustu fyrir hæfi- legan fjölda fólks. »----------------------► Starfsfólk nýju heilsugæzlustöðvarinnar. Timamynd Róbert. Aðalfundur SASS: Kyndistöðvar sunnanlands KEJ — Orkumál voru aðalefni aöalfundar Samtaka sunn- lenzkra sveitarfélaga sem hald- inn var á Hellu um mánaöamót- in. i skýrslu stjórnar samtak- anna kom fram aö starf þeirra var mjög öflugt á s.l. ári. Unnið hefur vcrið aö gerö áætlunar um kyndistöövar á þéttbýlisstöö- um, sem ekki njóta heitaveitu, jafnframt þvi sem unnið hefur veriö aö úttekt á raforkudreifi- kerfi Suðurlands. Starf samtakanna hefur beinzt æ meir aö vinnu viö skipulagsmál og áætlanagerð innan kjördæmisins. Fram kom á aöalfundinum aö skipulags- mál dreifbýlishreppa eru mjög ofarlega á baugi, m.a. vegna aukinnar ásóknar i sumarbú- staöalönd. Auk þess hefur veriö unniö aö sameiginlegum skipu- lagsverkefnum i ölfusi og Flóa fyrir marga hreppa. Fjölmargar áskoranir til stjórnvaida voru samþykktar á fundinum. „Geirþrúður” leikin í út var pi Fimmtudaginn 8. júni kl. 19.40 verður flutt leikritiö „Geirþrúö- ur” eftir Hjalmar Söderberg. Þýöinguna geröi Torfey Steins- dóttir.en Helgi Skúlason er leik- stjóri. Meö stærstu hlutverkin fara Róbert Arnfinnsson, Helga Bachmann, Gisli Alfreösson og Gisii Halldórsson. Leiknum var áöur útvarpað 1969. Gustaf Kanning, lögfræðingur og stjórnmálamaður, hefur mikinn hug á að verða ráðherra. Kona hans, Geirþrúður, verður útundan i valdadraumum hans, hann litur á hana sem eins konar „puntudúkku” fyrir sig. Hafi eitthvað verið á milli þeirra einhvern tima, eru þau tengsl nú orðin næsta veik- byggð. En sem betur fer eru Geirþrúði ekki allar bjargir bannaðar .... Hjalmar Söderberg fæddist I Stokkhólmi árið 1869. Að loknu stúdentsprófi vann hann nokkur ár hjá tollinum, varö sfðan blaðamaður við ýmis blöð i höfuðborginni. En 1917 fluttist hann til Kaupmannahafnar og bjó þar til dauðadags 1941. Fyrstu bækur hans eru með erótisku iva.fi og áhrifin frá franska impressjónismanum eru auðsæ. bekktasta skáldsaga hans mun vera „Glas læknir”, en hann sendi einnig frá sér smásagnasöfn og sjálfsævisögu. Þá þýddi hann verk Heines, Maupassants og Anatoles France. Leikritið um „Geirþrúði” er samið 1906 og er i hópi athyglis- verðustu leikverka á Noröur- löndum. Danski kvikmynda- frömuöurinn Carl Dreyer, sem var viöfrægur á timum þöglu myndanna og enda lengur, lét það verða sitt siðasta verk að kvikmynda „Geirþrúði”, en hann var kunnur fyrir að taka ekki annað en það bezta úr bók- menntunum til meöferðar. Loftleiöir og Flugfélag tslands hafa gefiö út þennan fróölega bækling um flugfrakt, og er i honum aö finna ýmsar upplýsingar semþaö efni snerta.og sem dæmi um efnisatriöi má nefna umbúöir og meöferö, vá- tryggingarkostnaö, geymslurými, geymslukostnaö, toilafsiátt, flutn- •ngsgjöld, tengsl viö aöra flutningsaöiia og margt fleira. Þaöer Svans- prent hf. sem unniö hefur bækiinginn og farizt þaö vel úr hendi. þrjár goðar M. •>«•> H3 Electrolux Mjög kraftmikil ryksuga (loftflæði 2.0 rúmm/min.) Hún slekkur sjálfkrafa á sér, þegar pokinn er fullur. Dregur snúruna inn i hjólið. Vegur aðeins 7 kg. og er með 6 m. langa snúru. /m> Kraftmikil ryksuga (loftflæði 1.9 rúmm/min.) Hún sýnir hvenær pokinn er fullur. Snúran dregst inn i hjólið. Pokinn er sjálflokandi þ.e. rykið dreifist ekki þegar skipt er um poka. Yeg- ur 7 kg og er með 6 m langa snúru. Verð kr. 67.500.- I,:S02 Mjög ódýr og meðfærileg ryksuga en með góðan sogkraft (loftflæði 1.65 rúmm/min.) Vegur 5.7 kg og er með 7 m langa snúru. Verð aðeins kr. 52.500.-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.