Tíminn - 07.06.1978, Blaðsíða 18

Tíminn - 07.06.1978, Blaðsíða 18
18 Miðvikudagur 7. júnl 1978 [TIMINN — fyrstur með HM-fréttirnar ..Brasilíu- og Argentínumenn verða V-Þjóð- ver jum miög erfiðir” — sagði knattspyrnusnillingurinn Kevin Keegan, þegar hann var spurður um möguleika V-Þjóðverja á að halda HM-titlinum Argentína er annar heimur fyrir heimsmeistarana frá V-Þýzkalandi, því að mikið vatn hefur runnið til sjávar siðan þeir tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í Munchen 1974, sagði enski landsliðsmaðurinn Kevin Keegan í viðtali við ITV sjónvarpsstöðfna brezku, en þar var hann spurður um möguleika V-Þjóðverja á, að halda heims- meistaratitlinum. Fyrirsex mánuðum sagði ég að V-Þjóðverjuar væru að endur- heimta þann kraft, sem þeir höfðu, eftir þær miklu blóðtökur sem þeir hafa þurft að þola, við að missa marga af sinum sterku leikmönnum, sem voru i HM-liði þeirra 1974. Það er erfitt að vera heimsmeistarar, þvi að allir vilja leggja þá að veíli. — Nú hafa þeir ekki Franz Beckenbauer, og einnig hafa þeir misst hinn snjalla útherja, Jörgen Grabowski, og er þaðafarslæmt. — Verður staða Beckenbauer ekki vandfyllt i HM? — Nei, ég tel að félagi minn hjá Hamburger SV, „Manny” Laltz, sé tilbúinn til að taka við stöðu Beckenbauers. — Þessi 24 ára leikmaður hefur sýnt það og sannað að undanförnu, að hann er mjög útsjónarsamur og sterkur leikmaður. Gunter Netzer, hinn nýi framkvæmdastjóri Hamburgerog fyrrum leikmaöur með v-þýzka landsliðinu, sem miðvallarspilari, hefur kennt „Manny” mikið aö undanförnu á æfingum og Netzer hefur kennt honum mikið. — Hvaða leikmenn telur þú að komi sterkast út hjá v-þýzka liðinu i Argentinu? — Markvörðurinn Sepp Maier, mun leika stórthlutverk, þar sem hann heíur yfir geysilegri reynslu að ráða — og hann mun veita „Manny” mikla aöstoð, en Kaltz er tvimælalaust sterkasti varnar- maöurinn i v-þýzka liöinu. A miðjunni eru þeir mjög góðir, þeir Heinz Flohe frá Köln, sem vinnur mjög vel —og þar að auki er hann mjög skotfastur. Við hliðina á honum leikur Rainer Bonhof, sem er einnig sterkur og skotfastur. Þriðja miövallar- staðan hefur enn ekki verið fyllt hjá v-þýzka liðinu, siðan að Uli Höness, lék þar. Klaus Fischer er sterkasti sóknarleikmaðurinn, en hann vantar óneitanlega Grabowski til að gera usla úti á kantinum, en til þess að skora mörk, þarf Fischer menn til að gera árásir frá köntunum. Fischer hefur sýnt það að undan- förnu, að hann getur skorað mörk úr öllum stellingum, eins og Gerd „Bomper” Muller gerði. — Bezta dæmið um það er „hjólhesta- spyrna” hans i leik gegn Sviss fyrir stuttu, þegar hann skoraöi glæsilegt mark. — Nú töpuðu V-Þjóðverjar bæði fyrir Brasiliumönnum og Svium fyrirHM-keppnina? — Já, þeir léku ekki vel — not- uðu langspyrnur og svo var hlaupið. Þeir verða að leika góða knattspyrnu, ef þeir ætla sér að vinna leiki. Annars hefur það vilj- að brenna við hjá mörgum ungum leikmönnunum hjá V-Þjóðverj- um, að þeir hafa haldið að þaö væri nóg aö klæðast v-þýzku landsliðspeysunni — þá væri allt komið. — Nú eiga þeir efiaust eftir að lenda i vandræðum i HM-keppn- mni? — Já, það munu þeir gera, en þeir eru heppnir að lenda I léttum riðli i byrjun — með Túnis, Mexikó og Póllandi. Róðurinn verður erfiðari hjá þeim i undan- úrslitunum. — Hverja telurþú hættulegustu mótherja þeirra? — Ég held Brasiliumenn, en lika verða Argentinumenn erfiö- ir. — Þeir hafa sýnt þaö, að þeir eru ekki auðunnir. Þá hafa þeir áhorfendur með sér og það hefur ekki svo litiö aö segja. — En hvað meö önnur Evrópu- lið — t.d. ttaia? — Italir njóta þess, að enginn talar um þá, og þeir hafa ekki verið taiin nein hindrun. — Nú kemur störa spurningin: „Ætlum okkur HM-titiIinn” „Við erum komnir hingað til aö vinna heimsmeistaratitil- inn”, sagði Lubanski, hinn snjalli framherji Pólverja, sem lék sinn 75. landsleik gegn Túnis i gærkvöldi i Rosario. t gær voru einmitt liðin 5 ár siöan hann fót- brotnaði illa i landsleik gegn Englendingum i undankeppni HM-keppninnar i V-Þýzkalandi. 6. júni 1973 var hann borinn út af Slaski-leikvellinum i Chorzow — fótbrotinn á 53. min., en þá hafði hann skoraö gott mark fyrir Pólland, sem vann sigur (2:0) yfir Englendingum. Lubanski lenti i árekstri við RAJ McFariandt Derby). Brot Lubanski var mjög slæmt, og var hann frá keppni i tvö ár, en með miklum æfingum og dugnaði náði hann sér aftur á strik. Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Pólland aðeins 16 ára og varð Olympiumeistari meö Pólverjum 1972 i Munchen. —sos Hvað vilt þú segja um Skota? — Ég er ekki einn af þeim Englendingum, sem vona aö Skotum gangi illa — þvert á móti óska ég að þeir nái sem lengst i keppninni. Ég tei að Skotar séu með beztu liðunum i HM. — Þeir hafa marga góða leikmenn i herbúðum sinum. Skotar eru i góðum riðli — þeir fá tvo rólega leiki fyrir átökin gegn Hollend- ingum. — Hvaö er hættulegast fyrir Skota i HM? — Skapsmunirnir. Þjóðir eins og Argentinumenn og Italir geta hæglega æst Skotana upp, þannig aö þeir nái ekki að sýna góða knattspyrnu. En ef Skotar hugsa eingöngu um að leika knatt- spyrnu — og það eins vel og þeir geta.þá eiga þeir að geta náð langt. Þetta viðtal var tekið við Kevin Keegan stuttu áður en Skotar töp- uðu óvænt fyrir Perú, s.l. laugar- dag. — SOS. KEVIN KEEGAN... HamburgerSV. enski landsliðsmaðurinn, sem ieikur meö PETURI LEIKBANN — fyrir agabrot SOS-Reykjavik. — Pétur Pétursson, hinn mikli marka- skorari Skagamanna, hefur verið settur i eins leiks keppnisbann af þjálfara Akranes, George Kirby. Kirby setti Pétur, og einnig Guðbjörn Tryggvason, sem hefur verið varamaður hjá Skagamönnum, I leikbann- og munu þeir ekki leika með Akranes-liðinu gegn Fram á laugardaginn á Akranesi i 1. deildarkeppninni. . Þess má geta að Pétur var dæmdur i landsleiksbann sl. ár, vegna agabrots. Tvö mörk á aðeins 60 sek. og ... Stórsigur ítala varð staðreynd ítalir lögðu Ungverja að velli — 3:1, i Mar del Plata ROBERTO BETTEGA. mjög góðan leik fyrir ítala. átti Itaiiriékuviðhvernsinn fingur á Mar del Plata -leikvellinum i gærkvöldi, þegar þeir hreinlega léku sér að Ungverjum eins og köttur að mús i HM-keppninni og unnu stórsigur 3:1. Italar léku snilldarknattspyrnu, og þeir sýndu svo sannarlega, að þaö verður erfitt að vinna sigur yfir þeim. Ungverjar veittu þeim smá keppni i byrjun leiksins — en siðan ekki söguna meir, og ttalar tóku öll völd i leiknum og ,,yfir- spiluðu” Ungverja algjörlega. Italir, sem hafa orðið heims- meistarar tvisvar sinnum — siðast fyrir 40 árum, eru nú greinilega tilbúnir til að vinna i þriðja skiptið. — Þeir leika mjög skemmtilega knattspyrnu. Ungverjar byrjuðu leikinn af miklum krafti og sóttu að marki ttala og munaði ekki miklu aö Laszlo Nagy næði að skora — hann lék skemmtilega á þrjá ítala og skaut að marki, en knötturinn strauk þverslána. Roberto Bettega átti þrumuskot að marki Ungverja á 20. min. — knötturinn skall þá á þverslánni. ttali r sóttu siðan stift að marki Ungverja og gerðu þeir út um leikinn á 34. min., þegar þeir skoruðu tvö mörk á aðeins 60 sekúndum. l:0..JVIarco Tardelli átti þrumuskot aö marki Ungverja, sem markvörðurinn Ferenc Maszaro varöi, en hann hélt ekki knettinum, sem hrökk út á völl- inn, þar sem Paolo Rossi kom á fullri ferð og sendi hann rakleitt i netið. 2:2 . .Roberto Bettega skoraði stuttu siðar glæsilegt mark — hann fékk sendingu frá Franco Causio, lék á tvo varnarmenn Ungver ja og sendi knöttinn i netið með þrumuskoti. ítali r sóttu að marki Ungverja i seinni hálfleik og réðu þeir þá lögum og lofum á vellinum. — Þeir bættu sinu þriðja marki við á 60. min. og var það stórglæsilegt mark. Bettega átti þá sendingu til Romeo Bennetti, semskaut sann- kölluðum þrumufleyg af 30. m færi, sem hafnaði i marki Ungverja. Það var ekki fyrr en 10 min fyrir leikslok, að Ungverjar gátu svarað fyrir sig — þá skoraði varamaðurinn Andras Toth mark Ungverja úr vitaspyrnu. Tveir Ungverjar voru bókaðir i leiknum — Gyozo Martos og Sandor Zombori, sem fór að rifast við dómara leiksins — Ramon Barreto frá Uruguay. —SOS I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.