Tíminn - 30.06.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.06.1978, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 30. júni 1978 Comecon: Víet- naraar fengu aðild Keuter-Búkarest.Beiöni Vietnam um aöild að Comecon var sam- þykkt samhljóöa á fundi efna- hagssamtakanna i gær, og eru bandalagsrikin þannig oröin tiu. Auk Vietnam eru tvö aöildar- riki Comecon utan A-Evrópu, Kúba og Mongólia. Ekki er taliö ólikleg- að fleiri riki sem standa efnahagslega á svipuöum grund- velii og Vietnam sæki um aöild aö Comecon og sérstaklega hafa Laos, Angóla og Eþiópia veriö nefnd I þvi sambandi. Aöild Vietnam aö Comecon má skoöa sem sigur fyrir Sovétrikin i keppninni um hylli rikja i Suö- austur Asiu, þvi Vietnamar hafa löngum reynt aö sýna hlutleysi gagnvart deilum Kinverja og Sovétmanna. En vill Mengistu semja? ERITREU- MENN VIUA SEMJA veitt Eþíópiu-stjórn stuöning i baráttu þeirra við Sómaliumenn og uppreisnarmennina i Eritreu. Ekki er vitað hvort Mengistu muni setjast aö samningaborð- inu, en hernaðarsérfræöingar segja, aðhann hafi enga von á að vinna hernaðarlegan sigur á frelsishreyfingunum á næstunni, sérstaklega þar sem rigninga- timabiliö er aö hefjast ai það heftir mjög hreyfingar hins þung- vopnaða hers landsins. Reuter-Beirut. Tvær stærstu frelsishreyfingar Eritreu sögðu i dag, aö Eritreumenn væru reiöu- búnir aö setjast aö samninga- borði meö herforingjastjórn Mengistu I Eþiópiu, til aö reyna að binda endi á hið 17 ára gamla og bitra striö þeirra. Augljóst þykir, að friöarboð frelsishreyfinganna kemur aö undirlagi Sovétmanna, en einn af leiötogum Eritreu er nýkominn úr 10 daga leynilegri heimsókn til Moskvu. Sovétmenn hafa lengi Sprengja i Jerúsalem: 2 drepnir og 42 særðir Reuter—Jerúsalem. Tveir létust og 42 særöust er sprengja sprakk á markaöstorgi i miöborg Jerúsalem i gærdag. Mörg fórnarlömb sprengjunnar þeyttust i loft upp ásamt gler- brotum og öörum smáhlutum. Begin, forsætisráöherra tsraels, sem var á fundi meö utanrikisráðherra V-Þýzkalands, Hans-Dietrich Genscher, en hann er nú i opinberri heimsókn til Israels, sagði viö fréttamenn, aö slíkir atburöir myndu stööugt eiga sér staö, ef sjálfstæöu riki Palestinu-Araba yröi komiðá fót. V-Þýzkaland hefur stutt þá hug- mynd, að sllkt riki yröi stofnaö. Sprengjunni haföi veriö komiö fyrir i haugi tómata og var þvi ill- mögulegt að segja til í byrjun hverjir væru særöir og hverjir ekki. Eigandi grænmetisborösins, sem stóö aöeins einn meter frá sprengjunni, slapp meö öllu óskaddaöur, en þakinn tómat- sósu. PLO segist bera ábyrgð á verknaöinum. Verkamannaflokkur- inn brezki eflist stöðugt — ólíklegt að kosningar verði haldnar í haust Um þessi mánaöamót rennur út sam komulag þaö sem forysta Verkamannaflokksins brezka og þingmenn Frjálslynda flokksins gerðu meö sér fyrir rúmu ári en þá ákváðu hinir siðarnefndu aö styöja veikan og oft tæpan þingmeirihluta stjórnarinnar á þingi i þeim málum, sem mikilsverö gátu talizt. Þaö er þvi ekki aö furöa aö þó nokkur kosningahiti sé kominn i Breta, en almennt er ekki talið óliklegt að kosningar veröi haldnar i október i' haust. Atburöir hafa þó átt sér staö, sem benda til aö nokkur dráttur geti oröiö á kosningum, enda er þaö bæöi yfirlýstur viljiog beinn hagur, Verkamannaflokksins aö svo veröi. Áöurnefnt samkomulag þess- ara tveggja flokka fyrir 14 mán- uöum var hreint neyöarúrræöi. A þeim tima haföi stjórn Verka- mannaf lokksins raunverulega minnihluta á þingi þar sem saxazt haföi á áöur nauman meirihluta þeirra er nokkrir yfirgáfu flokkinn til aö ganga i liö meö annaö hvort skozkum þjóöernissinnum eöa Ihalds- mönnum. Þá höföu og ihalds- menn veriö kosnir I staö fráfall- inna þingmanna Verkamanna- flokksins. Stjórninni var þvi mikill hagur i samkomulaginu við Fr jálslynda flokkinn því hún gat ekki íengur komiö mikil- vægustu frumvörpum sinum gegnum þingiö og baráttan viö veröbólguna stóö þá sem hæst. A svipaöan hátt var sam- komulagið hálfgert neyöarúr- ræöi frá sjónarhóli frjálslyndra, þótt ekki hafi rikt sama eining um það og hjá stjórninni. Hins vegar var því mjög haldiö á lofti þá aö skoöanakannanir sýndu glöggtogbarsaman um aðfylgi frjálslyndra haföi falliö mjög eöa svo aö þeir myndu missa um helming þingmanna sinna og var fjöldinn þó ekki mikill fyrir. A sama tima naut 1- haldsflokkurinn mikils fylgis og bentu bæöi skoöanakannanir og aukakosningar til aö flokkurinn myndi fá yfirgnæfandi meiri- hluta á þingi. t dag er stjórnmálaviöhorfiö i Bretlandi gjörólikt þvl sem var fyrir 14 mánuöum. Enda þótt um ein og hálf milljón manns sé enn atvinnulaus þá hefur tekizt aö koma veröbólgunni niöur i 7-8% úr 25% en stjórnin hefur hamraö á því hvaö efúr annaö að ráöa verði niöurlögum verö- bólgunnar áöur en hægt sé aö auka atvinnu I landinu. Kjós- endum þykir þvi sýnt, aö efna- hagsráöstafanir stjórnarinnar hafi boriö tilskilin árangur en fyrir ári voru litíl merki þess aö svo myndi veröa. Þá sýndu skoöanakannanir aö Ihalds- flokkurinn haföi glfurlegt fylgi og aö Thatcher leiötogi ihalds- manna var töluvert vinsælli en Callaghan forsætisráöherra Bretlands og leiötogi Verka- mannaflokksins. Hin breytta þróun efnahags- málanna hefur haft tvenns kon- ar afleiöingar I för með sér á stjórnmálasviðinu. I fyrsta lagi sýna nú skoöanakannanir, aö fylgi stóru f lokkanna tveggja er svo til jafn ■ mikiö og aö Callaghan er oröinn 12% vin- sælli en frú Thatcher. 1 ööru lagi hefur íhaldsflokkurinn mjög svo breytt áróöri sinum. Fyrir ári lögöu þeir mesta áherzlu á, aö gagnrýna heildarstefnu efna- hagsmálanna en nú benda þeir svo til eingöngu á hiö mikla at- vinnuleysi og saka mikinn inn- flutning þeldökkra um. Þá hafa þeir og vakiö upp gömlu kommúnistagrýluna, sjá Rússa á hverju götuhorni og segja aö Bretland sé oröiö aö sósialisku riki. 1 siöustu viku geröu ihaids- menn vel undirbúna atlögu aö stjórninni er þeir kröföust at- kvæöagreiöslu um fjárlög Bret- lands og höföu þeir áöur tryggt sérstuöning Frjálslynda flokks- ins i þessu efni undir þvi yfir- skyni aö ekki væri um grund- vallarmálefni aö ræöa. En þar sem raunverulega var um aö ræöa einn hluta af heildarefna- hagsstefnu stjórnarinnar, þá tókst Callaghan aö sannfæra Frjálslynda flokkinn um, aö stjórnin myndi taka væntanlegu tapi sinu I atkvæöagreiðslunni sem vantraustsyfirlýsingu. Frjálslyndi flokkurinn sem óttaðist mjög kosningar f júli, söölaði þá um og stjórnin fékk 5 atkvæöa meirihluta. Astæðan fyrir þvi aö Frjáls- lyndi flokkurinn hefur sagt lausu samkomulaginu við Verkamannaflokkinn er aöal- lega sú, aö hann vill fá tadíifæri til að sýna kjósendum, aö flokkurinn sé sjálfstæöur flokk- ur en ekki aöeins hluti af Verka- mannaflokknum. Þar sem lik- legt er, aö kosningar veröi i október, þá vilja frjálslyndir fá þessa þrjá mánuöi til aö sann- færa kjósendur um aö svo sé og einnig til aö eigna sér hluta efnahagsbatans. Þessi óvænti stuðningur frjálslyndra viö stjórnina i siðustu viku mun þó hins vegar ýta úndir og styrkja Callaghan i þeirri skoöun sinni að halda ekki kosningar fyrr en næsta vor. Allar efnahagsspár sýna, aö þá veröi búiö aö ná al- gjörri stjórn á veröbólgunni at- vinnuhorfur fari þá batnandi og að greiðslujöfnuöurinn viö út- lönd veröi þá stööugur og já- kvæöur, enda veröi þá olíufram- leiöslan I Norðursjónum i há- marki. Þvi skyldi menn ekki undra þótt kosningar I Bretlandi veröi ekki haldnar fyrr en á vori komandi. MÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.