Tíminn - 30.06.1978, Qupperneq 5
Föstudagur 3«. júni 1978
5
Mót samvinnustarfsmanna
á Laugum um helgina
Samvinnustarfsmenn og félagsfólk hvatt til að mæta
í góðu skapi
Um næstu helgi efnir Lands-
samband isl. samvinnustarfs-
manna til móts að Laugum i S-
Þingey.jarsýslu. Á mótið er allt
samvinnustarfsfólk velkomið og
félagsfólk samvinnuhreyfingar-
innar, að sögn Sigurðar Þórhalls-
sonar, formanns landssambands-
ins.
Mótið verður sett kl. 14 á
laugardag og munu þá flytja
ávarp, þeir Gunnar Jónsson, for-
maður Starfsmannafélags Kaup-
félags Þingeyinga, sem jafnframt
er mótsstjóri og Haukur Ingi-
bergsson, skólastjóri Samvinnu-
skólans.
Á mótið munu koma norrænir
samvinnustarfsmenn frá Noröur-
löndunum öllum, sem hér eru
staddir á vináttuviku og veröa
þeir komnir á laugardaginn.
Á mótinu er vonazt til aö fólk geti
notið ánægjulegrar samveru og
skemmtunar og eru sem flestir
hvattir til að koma, þvi þótt hér'sé
kannski einkum ummótað ræða
ætlað þessum fjórðungi, eru
menn annars staðar að ekki siður
velkomnir. Um miðjan dag á
laugardag verður haldinn ungl-
ingadansleikur og fleira verður til
skemmtunar. 1 sem skemmstu
máli vonumst við til að þarna
hittist gott fólk i góðu skapi, sagði
Sigurður Þórhallsson.
Sýningu á
amerísk-
um teikn
ingum að
ljúka
SJ — A sunnudagskvöld lýkur
sýningu á ameriskum teikning-
um, sem haldin er i Listasafni
tslands i tengslum við Listahátíö
1978. A sýningunni eru 75 teikn-
ingar eftir jafnmarga
bandaríska listamenn, gerðar d
fimmtiu ára timabili, 1927—1977.
Sýning þessi kemur frá listasafn-
inu Minnesota Museum of Art.
Hún á að fara viða um lönd, og er
Island fyrsta landiö þar sem hún
hefúr viðkomu. Listasafni Islands
hefur veriö boðið að senda
islenzka listsýningu til Minne-
sota, oger vonazt til aö Listasafn-
ið geti þegið það góöa boð.
Sýningin á amerisku teikning-
unum er opin daglega kl. 1.30—4
en á laugardag og sunnudag verð-
ur opið lengur eða kl. 1.30—10 að
kvöldi.
4--------------m
Stúlkur á Coney Island, blek og
vatnslitamynd frá 1945 eftir
Reginald Marsh.
Bændur. Safnið auglýsingunum.
Eignist þannig heimildaskrá. Auglýsing nr. 3
'
CLAAS W450 H
Heyþyrlan
% Dragtengd.
£ Flutningsbreidd 250 sm.
£ Vinnslubreidd 450 sm.
% Fjórar fimmarma stjörnur, hver á sínu burðar-
hjóli.
£ Vélin fylgir því landinu óvenju vel.
^ Rakar auðveldlega frá skurðum og girðingum.
£ Snýr heyi mjög vel.
Leitiö upplýsinga um verð og greiðsluskilmála í
næsta kaupfélagi eða hjá okkur.
SUÐURLANDSBRAUT 32- REYKJAVlK-SiMI 86500- SlMNEFNI ICETRACTORS
Útboð
Tilboð óskast i umferðarljós (3 gatnamót)
fyrir Umferðanefnd Reykjavikur.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri
Frikirkjuvegi 3 Reykjavik.Tilboðin verða
opnuð á sama stað miðvikudaginn 16
ágúst 1978 kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frtltirkjuvegi 3 — Sími 25800
Nú er það Gautaborg.
Gjörið þið svo vel.
FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR
ISLAJVDS
Gaulaboig
Gjöríð þiö svo vel
Fjölgun áfangastaða í áætlunarflugi, er liður í
bættri þjónustu við viðskiptavini okkar.
Víðtækt leiðanet opnar fleiri möguleika. Nú
hefur enn einn nýr áfangastaður bætst við,
Gautaborg.
f vetur verður flogið einu sinni í viku á laugar-
dögum, til Gautaborgar og væntanlega oftar
í sumar - skýrum nánar frá því síðar.