Tíminn - 30.06.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.06.1978, Blaðsíða 15
Föstudagur 30. júnl 1978 15 Fréttir frá 29. ársfundi Búfjár- ræktarsambands Evrópu i Stokkhólmi 5.-7. júni og fundi sauöfjárræktarrábunauta Noröurlanda i Noröur-Sviþjóö 8.-10. júni. Ráöstefnugestir búfjár- ræktarsambandsins voru um 500 talsins, þar af 3 islendingar, bórarinn Lárusson frá Rann- sóknastofu Noröurlands, Akur- eyri og Arni G. Pétursson og Guöný Agústsdóttir frá Búnaöarfélagi Islands, Reykja- vik. Ráöstefnufulltrúar skiftust i 7 deildir, en hver deild fjallaöi um ákveðin sviö búfjárræktar. bórarinn sat fundi i næringar- og fóðrunardeild, en Arni i géita og sauðfjárræktardeild. Framsögumenn i hverri deild skiftu tugum og lögö voru fram pappirsgögn eftir hundruö höf- unda. I geita- og sauðfjárræktar- deild voru að þessu sinni til meöferðar m.a. „samsetning og gæði á geitamjólk”, „Magn og stærð fitukúla i sauöamjólk”, „úthagabeit, framleiðslugeta úthaga, náttúruvernd, og náttúrusköpun með sauðfjár- beit”. „Tölvuuppgjör og skýrsluhald sauðfjárræktarfé- laga”, og „Vefjasamsetning dilksfalla við mismunandi þroskastig. Kjötið var íslenzkt Stokkhólmsborg á viöar lendur úti i sveit, og fóru full- trúar i sauðfjárdeild dagstund i skoöunarferð um sveitina til að sjá að eigin raun hversu borgin viðheldur landbúnaðarsvæðum og náttúrufari landsins. Á út- haga var þar viðhöfð viðtæk sauðfjár- og holdanautabeit til að halda i skefjum óæskilegum gróðri i skóglendi og viðhalda opnum svæðum, svo eðlilegur trjávöxtur gæti átt sér stað. A einum búgaröi borgarinnar bauð sænska fjárræktarsam- bandið til hádegisverðar undir berum himni. A matseðli voru léttreyktir dilkaskrokkar grill- aðir i heilu lagi i 5 klst. yfir viðarglóð. Kjötið var framúr- skarandi ljúffengt og meyrt, dá- samað af öllum, og bent á að ekki vottaði fyrir stækju eða ullarbragði — kindabragði — af þvi. Formaður sauðfjárdeildar prof. dr. R. Wassmuth frá býzkalandi,sagöist nú skilja hvers vegna menn sæju aldrei sænskt dilkakjöt, það væri auð- vitað vegna þess, að það væri svo gott, að Sviar ætu það allt sjálfir. En að sjálfsögðu var þetta Islenzkt dilkakjöt. Ég reyndi eftir getu að láta berast út þjóðerni kjötsins. Náttúruvernd í heima- byggö Fálldins Ráðunautafundurinn var haldinn að Nordingrá i Anger- manland. bann 9. júni var far- Árni 6. Pétursson: Arni G. Pétursson Sænskir bændur hverfa aftur tíl náttúrunnar in skoðunarferð um héraðið. Náttúruvernd — Landvernd — og að fyrirbyggja mengun er mjög hátt á baugi i Sviþjóð, sem annars staðar, ekki sizt þar i heimabyggð Fálldins forsætis- ráðherra. Við skoðuðum bú sauðfjárbónda, sem haföi um 130 ær, stórt á þeirra visu, meðalbú 15 ær. Hann var með nýbyggt fjárhús og hafði komið upp miðstöðvarhitun i hluta af húsinu frá plastslöngu, sem vatn rann um og lá i taðinu. Enn var hiti frá taðinu það mikill að ekki var hægt að halda hendi á miðstöðvarofni nema augnablik. Vindrella var á þaki hússins, sem framleiddi nóg rafmagn i f járhúsið. Bóndi haföi við orö að flytja húshald að vetri i fjárhúsbyggingu, og spara á þann hátt upphitun á ibúðarhúsi og aðra orku. Sauöfjárbúskapur gaf mikla orku i upphitun. barna voru náttúrulegir orku- gjafar notaðir til fulls, og engin mengun eða skemmd á um- hverfi átti sér stað. A sama bú- garði var miösumarrúgur notaður til sláttar og beitar. Sú jurt er talin fjölær þar til hún hefur borið fræ (korn). Athuga ber, hvort sú jurt muni ekki henta hér til grænfóðurbeitar snemma vors og að hausti. I Ángermanland er mikil skógrækt eins og annars staðar i Sviþjóð. Angermansfljótiö er nú að verða ein af fáum ám i Skandinaviu, sem notuö er til trjáflutninga á vinnslustaö. bar eins og annars st.iðar er gras- vöxtur og alls konar laufrunna- gróður i ungskógi barrplantna aðalhöfuðverkur skógræktar- manna. Eiturlyf til eyðingar á óæskilegum gróðri eru ekki vel séö nú á öld náttúrudýrkunar og mengunar, enda kostnaðarsöm. Sauðfjárbeit i ungskóginn til að halda i skefjum óæskilegum gróðri er þar bezt til úrlausnar. Við sáum þar samanburðar- svæöi, sem tók af öll tvimæli. Enda er stærsti skógeigandi Sviþjóöar stærsti fjárbóndinn. Til hádegisveröar fengum við fjölbreytta sildarrétti, og dilka- kjötspottrétt fádæma bragð- góöan. Að sjálfsögðu var það islenzkt dilkakjöt, einnig steikta lærið, sem neytt var til kvöld- verðar á frægu fjallahóteli, i boði Gunnebos (sænskur girö- inganeta framleiðandi). Sænskur geitaostur og mysusmjör 1 Angermansland hefur geitfjárrækt aukizt siðustu árin. Heimsótt voru tvö geitfjárbú, sem bæði framleiddu heima- gerða osta úr mjólkinni. Annað búiö var með 30 geitur og gerði Camembert ost og mysusmjör. bað bjó við mjög frumstæðar aðstæöur, enda aðeins 3 ár siðan það komst á legg. Bóndinn haföi áður verið úthafskafari, konan tæknilegur efnafræðingur. Að- eins sjálf ostagerðin bjó við viðunandi aðstæöur. En ostur- inn var búinn að fá nafn og likaði vel, og fjölskyldan vel sjálfbjarga með 30 geitur. Hitt búið var meö um 90 geit- ur. bað framleiddi hvitan hlaupost með mygluskán utan á og mysusmjör. Húsakynni þar voru ágæt, enda að hluta notuð sem kennslubú. Bóndinn var ættaður frá búgaröinum, en haföi um skeiö verið aðal- kennari i raunvisindum (stærð- Træöi, efnafræði og eðlisfræði) i menntaskóla héraðsins. Varð hann leiður á kennslunni og vildi komast aftur i náin tengsl viö náttúruna. I Sviðþjóð er nú uppi sterk alda umhverfisverndar og náttúrufars t.d. má ekki reisa mannvirki á ræktuðu landi, og allar framkvæmdir miða aö þvi að skila umhverfi sem minnst skertu og ieitað er afturhvarfs til náttúrunnar. //Súpersútun" Sænska fjárræktarsambandið sýndi okkur fleiri sinnum loð- sútaðar pelsgærur. Ný sútunar- aöferð, hin svokallaða „súper- sútun” ber þar nú hæst á baugi. Hinn gormhrokkni „Gilllands- lokkur” hverfur við sútunina, en i staðinn kemur bylgjuð áferð. Vel gæti verið, að islenzkar pelsgærur stæöu nú betur að vigi i samkeppni við gottlands- gærur, með tilkomu þessa nýja móðs. 1 Jönköping hitti ég skinnfatnaöarhönnuö og saumakonu, sem sagði að fyrra bragði við mig á meðan hún hélt að ég væri norskur, að rúskinn úr islenzkum dilkagærum stæði framar öllum öðrum gærum aö gæöum til fatnaðargerðar, bæði vegna þess hve mjúkt og létt það væri og bjórinn gallalaus. Enda flfkur úr islenzku skinni seldar á hærra verði en úr sænsku skinni. Ég er sannfærður um að stór- auka má sölu á sauðfjárafurö- um til Sviþjóðar ef rétt er haldið á málum. Sviar sem vanizt hafa hangikjöti islenzku, kvarta um að sænska hangikjötiö sé þurrt og safalitið, og að aldrei sjáist stór hangin læri i verzlunqm þar. Ég er viss um, að hangikjöt má gera vinsælt á sænskum markaði, og vandalaust væri fyrir okkur að flytja það út árið um kring. Verö á dilkakjöti i smasölu i Sviþjóð er nú s.kr. 25-30 á kg. eða 1.500-1.800 islenzkar. ( Verzlim & Þjónusta ) ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/'Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J^ * _______________________________________________________________- 1 ! BILALEIGA BÍLASALA LEIGJUM UT NYJA FORD FIESTA LADA TOPAS - MAZDA 818 Verð: pr. sólahring kr. 4.500.- pr. ekinn km. kr. 38.- Söluskattur og benzin ekki innifalið. Braut sf. Skeifunni 11. Simar 33761, 81510, 81502. JT/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ \ HJOLBARÐA- i ÞJONUSTAN HREYFILSHÚSINU SÍMI 81093 fá Nýir og sólaðir hjólbarðar. Allar stærðir ^ Opié /WrfifÍNí é 'V'irfólksbifreiðir. jí SÉKST29330Og29331 BILASALAN FhsUrgarilrj bMnééaú - ! NYJUNG Aðeins A okkur. y ^ Jafnvægisstillum hjó/barðana án þess að t ? VITATORGI ^ taka þá undan brfreiðinni. 4 'A r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/j. Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J 'fé ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/já ^T/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/jé m/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/jn \ 2 Húseigendur - Húsfélög Höfum körfubil með 11 m. lyftigetu Önnumst sprunguviðgerðir, þakrennuviðgerðir og allskonar múrviðgerðir. ETTINE h/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/'/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/jé Upplýsingar i sima 51715. f/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ p 1 sól á sumri eða regni og roki J þá er sami gleði gjafinn p handavinna frá Hofi ^r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Á m/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ 3 ____*_______ ! I í AUGLYSINGADEILD rn18300 ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/á æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/a. jStuðla skilrúmj 7 , . ... _ _ V Í, tslenzkt hugvit og handverk í % Stuðla-skilrúm er léttur veggur, sem “/ samanstendur af stuðlum, hillum og £ skápum, allt eftir þörfum á hverjum stað. SVERRIR HALLGRÍMSSON

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.