Tíminn - 30.06.1978, Page 18

Tíminn - 30.06.1978, Page 18
18 Föstudagur 30. júnl 1978 Ungur sjálfseignarbóndi er ný- farinn að búa á föðurleifð sinni. Jörðin var talin allgóð en erfið að sumuleyti. T.d. var engjaveg- ur alllangur, yfir kilasvæði varð að fara, sem brúa varð með upp- hlöönum torfgarði, sem heylestin var svo teymd eftir, og til að svo mætti verða, þurfti að leggja i þessa tröð mikla vinnu árlega, rista i hana torf og styrkja ræsi. Þegar yfir um kom tók við ákjós- anleg, sjálfræktuð flæðiengis- eyja, mörghundruð hesta engi og heyið af þvi sem bezta taða. Þegar ungi bóndinn tók við bú- skapnum varvélaöldin að ganga i garð, en faðir hans hafði búið á gamla vísu, búið sem mest að sinu. Sonurinn, sem var einbirni og alinn upp við eftirlæti og frjálsræði hafði verið á búnaðar- skóla og taldi sig með beldri mönnum sveitarinnar, eða jafn- vel þjóðarinnar. Þarna var þvi búskapurinn gamaldags en nú hugsaði sonurinn sér að hefja vélabúskap, eri þá vantaði það, sem við áttiað éta .Túnið var ekki stórt, og þó að það væri mikið til véltækt, var það of lítið til að framfleyta meðalbúi. En hið mikla og góða flæðiengi varðekki nytjað, nema byggð yrði vélgeng brú yfir kilasvæðið. Nú leið og beið. Brúin kom ekki af sjálfu sér en skemmtanir og ferðalög tóku drjúgan hluta af starfskröftum unga bóndans. Hann komstekki yfirað hirða af- rakstur af meira en túninu, Búið dróst saman og skuldir hlóðust upp. — Efnaður nágranni hans, handan ár, hafði augastað á flæðiengjaeyju unga bóndans, oghóf nú tilburði að reyna að ná henni af honum, en ágæt vöð voru á ánni yfir i eyjuna og þægilegt að nýta hana þeim megin fra. Eins og fyrr segir var ungi bóndinn mjög útsláttarsamur og bætti bústörfunum meira og meira á herðar hinnar ágætu og duglegu konu sinnar, sem hafði þó börnum að sinna, er timar liðu. — Nú hafði nágrannabóndinn fengið leigt slægjuiand á engja- eyjunni svo árum skipti, fyrir ákveöið gjald árlega en heyskap- urinn hafði farið vaxandi án þess aðgjaldið hækkaði, og var nú orð- ið hverfandi litið i samanburði við heyskapinn, sem nú var oiðinn mjög mikill. En ágengi bóndinr taldi sig hafa leyfi til að nytja eyj- una aö vild fyrir þetta ákveðna gjald. Það var eitt sinn, er ungi bónd- inn var i veizluhófi i höfuðstaðn- um i boði forstjóra erlends gróða- félags, sem hugsaði sér að koma á fót refaskinna framleiðslu á is- lenzkri grund, að bóndá, sem þótti hrókur alls fagnaðar þegar vin var á borðum, varð laust um málbeinið viðvikjandi bnskap sinum og sagði sér stafa mikil hætta af nágranna sinum, hinum ágenga. — Endaði þetta tal með þviaðforstjórinn gerði skriflegan samning við bónda á þá leiö, að hann leyfði fyrirtækinu að setja upp stórt refabú á landareign bónda, sem nsest keyrslufærum vegi, gegn þvi að fyrirtækið verði land hans fyrir allri ágengni frá óvinsamlegum aðilum, og fengi hann auk þess ýmisleg friðindi, svo sem uppgjafa verkfæri sem til féliu, t.d. bila og jafnvel mat- vælisvo sem kjöt og fisk, sem ref- irnir torguðu ekki. Svo væri ekki ónytt að nota áburðinn undan ref- unum til ræktunar. Þegar bóndi kom heim og sýndi konu sinni samninginn, lét hún sér fátt um finnast, en ræddi litið um. — Fijótt var brugðið við og reist stórt refabú á snjóléttum stað nálægt þjóðveginum og heimreið bónda. Innan árs frá þvi fékk bóndi uppgjafabil frá fyrirtækinu, sem, þó lélegur væri, var betri en jeppagarmurinn hans, sem var orðinn úr sér genginn eftir sifellt ferðaflangur. En matvæli, þó til féllust, neitaði kona hans harð- lega aö nota, en bóndi gat þó laumaö einhverjuaf þeim i heim- ilið. Fljótlega fór nálægð refabúsins aö segja til sin. Lagði óþefinn frá þvifyrirvit manna, sem fram hjá þurftu að fara. Auk þess söfnuð- ust hræfuglar að staðnum i ætis- leit, enda hlotnaðist þeim margur málsverðurinn, en umhverfið varö útatað i óþverra. — Varð refabúið nú illa liðið af nágrönn- um og þð sérstaklega af konu bóndans, en hann sjálfur lifði i vellystingum praktuglega, tók að sér I laumi prangverzlun fyrir fyrirtækið, með miður þokkaðan varning, auðvitað ólöglegan. Hefur hann nú töluverð peninga- ráð á yfirborðinu, en alltaf skuld- ugri ár frá ári i viðskiptum sinum við forstjóra hins erlenda auö- hrings. Til að draga úr óánægju konu sinnar utvegaði hann sér refa- skinnapels og hugðist gefa henni, en hún vildi ekki þiggja gjöfina, en sagðist nú sjá i skýru ljósi til hvers loðdýraræktin væri stunduð. Rikir menn eða gervi- rikir sækjast eftir pelsunum til að gefa þá eiginkonum sinum eða hjákonum, til þess aö hafa þær góðar, þó þar séu liklega undan- tekningar, en allt væri þetta skraut og pirumpár hégóminn helber. Eftir þvi sem ungi bóndinn varð háðari refabúinu, færði ná- grannabóndinn sig upp á skaftið með þvi að auka heyskap sinn á eyjunni, var raunar farinn að heyja á henni eins og hann ætti hana sjálfur, en hampaði hinum skrifaða samningi sinum, sem hann hafði gert við unga bóndann, sennilega undirskrifaðan af hon- um undir áhrifum áfengis. — Áðurhafði nágrannabóndinn und- irstungið forstjóra refabúsins að leiða hjá sér, þó þeim nágrönnun- um bæri eitthvað á milli, hann skyldi i staðinn vera honum inn- anhandar, ef á lægi. Nú þótti húsfreyju mælirinn fullur. áetti húnlögbann á eyjar- heyskapinn samkvæmt fullrétti konunnar. Aður hafði bóndi henn- ar klagað yfirganginn fyrir refa- búsforstjóranum, en enga áheyrn fengið. Varð málið húsfreyju hag- stætt, en bóndi tapaði og varð hann að borga háar skaðabætur fyrir yfirgang sinn. — Siðan hóf iiúsfreyja undirbúning að brott-' rekstri refabúsins. Hafði meðal annars til þess öflugt fylgi sveit- unga sinna. Forstjóranum leizt nú ekki á blikuna og i samráði við yfirmenn sinaákvaðhannaðleita eftir samningum við húsfreyju. Endaði það með þvi að fyrir- tækið undirgekkst að greiða hús- freyjuháa leigu i erlendum gjald- eyri,auk skaðabóta og einnig að strika útskuldirbónda hennar við fyrirtækið, þar sem öll þau við- skipti höfðu verið ólögleg frá byrjun. Refabúiðskyldi farið eftir tvö ár, en þangað til skyldi það greiða háa leigu mánaðarlega. Nú fór sjálfstæðisbóndinn að ef- ast um sjálfstæði sitt, þegar hann sá hið mikla sjálfstæði konu sinnar, sem hann hafði raunar alltaf virt mikið. Skipti hann nú algerlega um skoðun og hætti að dýrka hið erlenda peningavald. Var þegar hafizt handa um að leggja brú yfir kilinn og eftir 2 ár var farið að nota hið dýrmæta flæðiengi af eigendum þess, Emnig hvarf refabúið á tílsettum tima og búskapurinn blómgaðist ár frá ári, en hin tiltölulega ungu hjónurðu með hæstu gjaldendum sveitar sinnar. Framanrituð saga er spegil- mynd af utanrikispólitik Islend- inga siðustu áratugi, en Hka spá- dómsmynd af henni eins og hún á og þarf að verða næstu áratugi. Ég minnist þess hér um árið, þegar vinur minn og frændi, Ölafur Jóhannesson dómsmála- ráöherra, lét þau orð falla siðast- liðinnvetur að hann væri hissa á svari Bandarikjamanna við beiðni Islendinga til þeirra, um leigu eða kaup á skipi eöa skipum til að verja landhelgi okkar fyrir yfirgangi Breta. Og Ólafur bætti við eitthvað á þá leið, að hann hefði átt von á betri undirtektum úr þeirri átt. En svarið var nei- kvætt. Annars koma það ekki svo flatt upp á menn að yfir 200 millj- ón manna herveldi teldi ekki vandgert við rúmlega 200 þúsund manna smáþjóð, sem tvivegis er búin að biðja þetta risaveldi um hervernd á 20-30 ára siöastlíönu timabili, gegnhverskonar ágangi og ihlutun annarra þjóða. Heims- refskákin er miskunnarlaus. Brezkir og bandariskir stjórn- málarefir sáu sér leik á borði eftir siðari heimsstyrjöldina að plata islenzka ráðamenn til að biðja um hervernd, eftir nýafstaðið her- nám Breta á Islandi, en kalda striðið milli austurs og vesturs I uppsiglingu, og að þeirra (ref- anna) dómi lifsnauðsyn að hafa fsland sem hernaðarlegan stökk- pall og striðsbrimbrjót fyrir sig, ef til hernaðarlegra átaka kæmi. Þegar svo fóru að heyrast æ fleiri islenzkar raddir um, að refabúið á Miðnesheiði væri stór- hættulegt og til vansæmdar þjóð- inni, var gripið til þess ráðs að safna undirskriftum fyrir Varið land. Liklega hafa Islendingar aldrei lagzt jafnlágt og þeir gerðu með þeim undirskriftum. Gerðu sig að betlurum, sem þora ekki að lifa i landi sinu án hernaðarlegrar hjálpar, ef hjálp skyldi kalla. Fornkapparnir kusu heldur að falla með sæmd, en lifa við skömm. — Sýnilega skammast fslendingar sin fyrir þessa varn- arbeiðni, forðazt er að mestu að nefna „Varið land” i stjórnmála- skrifum islenzkra blaða. Senni- lega eiga allir stjórnmálaflokkar einstaklinga, sem skrifuðu undir plaggið. En Sjálfstæðisflokkurinn á þar áreiðanlega breiðasta fylk- ingu. Nafn þess flokks hefur orðið álika mikið sannleiksgiidi eins og sögur Breta um morðtilraunir is- lenzku varðskipsmannanna. En vel á minnzt, lygasögur Breta um morðtilraunirnar, ættu aðopnaaugu Islendinga fyrir þvi aðekkier takandi marká fréttum frá heimspólitikinni nema hæfi- lega, t.d. öllum óhróðrarsögunum um Sovétrikin, sem Morgunblað- ið sérstaklega, er svo iðið við aö miðla lesendum sinum. Rúss- neskur þegn sagði eitt sinn sem svar við óhróðrinum um Sovét- rikin og ófrelsið þar: ,,Vitið þér hvilikar þjáningar, hungur og blóðsútheUingar og árásir, utan að og innan frá, hafa verið hlutskiptí i þessu landi, áður en það sameinaðist um það fyrir- skipaða.” Það er þreytandi að heyra dag eftir dag i Morgunblaðinu bann- sönginn um Sovétrikin (Rússa- grýluna) og i Visi um þjóðarvoð- ann, samvinnufélögin. Og hver er tilgangurinn með þessum skrifum? Hann er ein- faldlega sá að vernda gróða- möguleika verzlunarbraskar- anna. Hræðsla við vaxandi viö- skipti tslendinga við Sovétrikin þjónar gróðavon fjárplógsmanna (s.b.r. Hamrafellsmálið) og reynt eraðslæva félagshyggju fólksins. Viða gægist arðránshítin undan sauðargærunni. Enn er þó ótalið glæpsamleg- asta verk þessara fjárplógsrefa. Það er landhelgissamningurinn frægi, þegar Sjálfstæðismenn með hjálp kratanna lofuðu Bret- um skriflega að færa ekki is- lenzka landhelgi út fyrir 12 sjó- milur, nema með samþykki þeirra og Haagdómstólsins. Réði þar aumingjaskapur? Þessi samningur var svo skað- legur islenzku þjóðinni, að stapp- aöi nærri landráðum, og svo þykj- ast þessir menn, Sjálfstæöis- menn, „lýðskrumararnir” vera islenzku þjóðinni skjól og skjöld- ur. En hverjir héldu vörð um sóma og sjálfstæði tslendinga? Það voru stjórnmálaflokkarnir Framsóknarflokkur og Alþýðu- bandalag. Þeir lýstu þvi- strax yfir, að þeir hefðu þennan nauð- ungarsamning að engu og segðu honum upp, þegar þeir kæmust i rikisstjórn, hvað þeir og gjörðu. — Þjóðin er reynslunni rikari um hvað Sjálfstæðishetjunum er treystandi i vandasömum þjóð- málum. Einkagróðasjónarmiðið er ofar þjóðhag á þeim bæ. Hvað hefur þessi nauðungarsamningur kostað islenzka rikið mikla fjár- fúlgu? Nú er þessu landhelg- ismáli að fullu lokið með sigri Is- lendinga undir öruggri forystu Ólafs Jóhannessonar og Einars Agústssonar. Þeir minna á Her- mann Jónasson þjóðhollasta mann og með mestu stjórnmála- skörungum Islendinga á þessari öld. — Alþýðubandalagsmenn eiga hlut i þessum sigri, þó þeir illu heilli, bæru ekki gæfu til að taka þátt i framkvæmdinni til fulls. Það er sorglegt að þessir tveir flokkar, Alþýðubandalags og Framsóknar, skuli ekki geta unniðsaman við að knésetja hinn , sameiginlega óvin sinn og sjálf- stæðis þjóðarinnar, Sjálfstæðis- flokkinn. Gróðaófreskjuna, sem einskis svifst, en fórnar þjóðar- hag i von um einkagróða fyrir gæðinga sina. Félagshyggjan (hin sjálfstæða húsfreyja i sög- unni) hefur nú unnið réttinn á sinu slægjulandi með hjálp hins heimska og gjálifa bónda sins, sem skipti um skoðun er i óefni var komið. Eftir er að losna við refabúið á Miðnesheiði. Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra ferðaðist á sinni tið um landið til að sannfæra landsmenn um ágæti hersetunnar. Að Banda- rikjamenn eru ekki að vekja is- lenzku þjóðina með hersetu sinni á þessum eina stað á landinu, Miönesheiði, sést greinilega, þeg- ar málið erathugað nánar. Kefla- vikurflugvöllur, sem er orðinn með stærstu flugvöllum i heimi, sýnist stökkpallur fyrir risa- sprengjuflugvélar, sem senda eiga eitureldflaugar I austurátt, þegar þriðja heimsstyrjöldin skellur á. Þá yrði Isiand vigvöll- ur. Til þess er leikurinn gerður að varna þvi i lengstu lög að banda- . riskt land verði styrjaldarvigvöll- ur. Nauðsynlegt er að hafa Is- land, þessa strjálbyggðu eyju, til þeirra nota til að byrja með. Góð- ur striðsbrimbrjótur hér i Norður-Atlantshafi. Ef einstakir menn i landinu, sem hafa orð fyrir flokkum eða stéttum, gerast af pólitiskum ástæðum handbendi erlendra valdhafa, þá er sjálfstæði þjóðar- innar i hættu. Geir Hallgrimsson var fáorður um útlitið hjá Sovétmönnum þeg- ar hann fór þangað, hefur senni- lega verið undrandi að sjá vel- sæld hjá þeim. Og ennþá dreymir auðjöfrana um að kollvarpa þessu svonefnda alræði öreiganna og timaspurs- mál er hvenær hrægammar þeirra steypa sér yfir þá. — Frægasti eðlisfræðingur Banda- rikjanna, prófessor Bernard Feld, sagði nýlega: „Þriðja heimsstyrjöldin er á næstu grös- um”. Við tslendingar höfum lifað við mikla áhættu siðan refabúið á Miðnesheiði (herhreiður Banda- rikjamanna) var sett upp. Burt ■neð það. En biðum þess ekki að þjóðin verði drepin og limlest, en það verður hún áreiðanlega um leið og vestræna einkagróðaófreskjan freistar þess að ráða niðurlögum þeirra i austri ef við liðum her- hreii»-ið á Miðnesheiði, eða höfum hernaðarleg mök við striðsaðil- ana. Kafli úr ræðu James J. Blake, sendiherra Bandarikjanna á Is- landi, sem dagblaðið Timinn birti 12. nóv. 1977, sanpar vel hversu Bandarikjamönnum þykir mik- ilsvert að hafa hernaðarlega fót- festu á tslandi. Þar var gert að umtalsefni, hvað mikilvægt væri fyrir Islendinga að eiga sér við hlið þessa nánu vini, Bandarikja- menn! Nokkuð reyndi á þessa nánu vináttu i siðasta þorska- stríði. Hvernig reyndist hún þá? Ætli þessi nána vinátta verði ekki álika mikils virði fyrir Islend- inga, þegar þriðja heimsstyrjöld- inskellurá? En hvað um Islend- inga? Jú, þeirverða þá skotmark mótaðilans. Til þess ætlast bandariskir stjórnmálarefir. Ég hef verið harðorður um is- lenzkar og erlendar afætur, (þær eru alltof margar i okkar fá- menna landi), i þessum skrifum minum, en framanritaðar skoð- anir hef ég myndað mér á langri ævi, með athugunum heilbrigöar skynsemi minnar, án nokkurra viðtekinna skoðana frá öðrum að- ilum eða einstaklingum. Ef ég verð dæmdur fyrir þessi skrif, er að taka þvi. Ég fengi þá kannski ókeypis húsasjól og fæði i nokkra daga. En ef til kæmi þarf ég , auk annars fæðis, 1 litra af súrmjólk á dag, hún er miklu hollari og þó ódýrari en „tropicana”, en ég þarf hvorkikaffi,te , sykur né tó- bak bara vatnsdrykk með mjólk- urdropa út i. Islenzkar húsfreyjur þurfa að taka húsfreyjuna i sögunni sér til fyrirmyndar. Hún lét hag heim- ilisins (þjóðarinnar) sitja í fyrir- rúmi en kærði sig ekki um að hlaða á sig hégómtegu skarti. Sh’k kona er dýrmætari islenzku þjóð- inni en hundrað pelsklæddar. Friðrik Hallgrimsson. Friðrik Hallgrímsson: Trausta húsfreyj an

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.