Tíminn - 01.08.1978, Síða 6
6
Þriðjudagur 1. ágúst 1978
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæindastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigur&sson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Si&umúla 15. Simi
8Ö300.
Kvöldsimar bla&amanna: 80502, 80405. Eftir kl. 20.00:
80387. Verö I lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á
mánuöi- Blaöaprent h.f.
Úrræðaleysi og ósam-
komulag sigurvegara
Þótt viðræðurnar um myndun vinstri stjórnar
undir forustu Benedikts Gröndal bæru ekki tilætlað-
an árangur hafa þær eigi að siður verið gagnlegar
að þvi leyti, að þær hafa veitt mikilvægar upplýs-
ingar. í fyrsta lagi er það ljóst, að sigurvegararnir i
kosningunum, Alþýðuflokkurinn og Alþýðubanda-
lagið, hafa ekki upp á nein sérstök úrræði að bjóða,
eins og margir héldu fyrir kosningarnar. 1 öðru lagi
er ljóst, að milli þeirra er ekki nein samstaða, sem
geri það mögulegt, að þeir vinni saman i stjórn,
hvort heldur væri um meirihlutastjórn eða minni-
hlutastjórn að ræða.
Tillögur beggja flokkanna til lausnar efnahags-
málunum fela ekki i sér neitt nýtt, heldur eru
gamalþekkt úrræði, sem ekki hafa þótt gefast vel.
Alþýðuflokkurinn byggir sina lausn á gengisfell-
ingu, en Alþýðubandalagið á millifærsluleið, sem
var reynd hér á árunum frá 1946-1960, og þótti reyn-
ast allt annað en vel. Báðum þessum leiðum fylgir
kjaraskerðing fyrir launþega, þótt Alþýðubanda-
lagið reyni að dylja það með þvi að gera hvort
tveggja i senn, að benda á vafasamar skattheimtu-
leiðir og láta vanta mikið upp á þá fjárhæð, sem
þarf til millifærslunnar, ef hún á að koma að tilætl-
uðum notum. Alþýðuflokkurinn leggur hins vegar
til, að gengisfellingu fylgi það, að verðhækkun á er-
lendum vörum af völdum hennar, verði haldið utan
við visitölubæturnar.
Þótt báðir flokkarnir létust vilja fá kjarasamn-
ingana strax i gildi, létu þeir fylgja þann viðauka,
að launþegar yrðu sviptir þeim kauphækkunum,
sem þvi fylgdi. Alþýðuflokkurinn vildi gera það með
þeim hætti, að verðhækkun erlendra vara yrði tekin
út úr visitölunni, eins og áðursegir.Alþýðubandalag-
ið vildi gera það á þann hátt, að hækka tekjuskatt-
inn og láta rikið þannig taka af launþegum þá kaup-
hækkun, sem fylgdi þvi að samningarnir tækju
gildi. Betur geta þessir flokkar ekki staðfest það, að
þeir meintu ekkert með loforðum sinum fyrir kosn-
ingarnar um gildistöku samninganna ef hún átti að
verða annað og meira en hreint formsatriði. Jafn-
framt viðurkenna þeir með þessu, að efnahagslögin
hafi verið nauðsynleg eins og á stóð.
Jafnframt þvi, sem það hefur þannig komið i ljós,
að Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn hafa ekki
upp á nein sérstök úrræði að bjóða, heldur troða
gamalkunnar leiðir, hefur það verið upplýst til við-
bótar, að þeir geta ekki komið sér saman um leiðir
til að leysa efnahagsvandann. Tilraunin til að
mynda vinstri stjórn strandaði á þessum ágreiningi
milli þeirra. Af sömu ástæðu virðist hugmyndin um
minnihlutastjórn þeirra með stuðningi eða hlutleysi
Framsóknarflokksins vera úr sögunni.
Afstaða Framsóknarflokksins til þessara mála
hefur verið ljós og ákveðin frá upphafi. Flokkurinn
taldi það eðlilegustu afleiðingu kosningaúrslitanna,
að stefnt yrði að vinstri stjórn á þann hátt, að sigur-
vegararnir mynduðu minnihlutastjórn, sem Fram-
sóknarflokkurinn styddi. Þegar ekki var jarðvegur
fyrir slika stjórnarmyndun, gaf flokkurinn kost á
þvi að verða þátttakandi i vinstri stjórn. Það
strandaði ekki á honum að sú tilraun fór út um þúf-
ur, heldur á ágreiningi milli Alþýðubandalagsins
og Alþýðuflokksins. Þótt enginn beinn árangur hafi
náðst, er þjóðin fróðari og rikari af reynslu eftir en
áður.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Viðurkennir Carter
stjórn Bolivíu?
Sovétríkin hafa þegar gert það
CARTER forseti stendur nú
frammi fyrir þeim vanda,
hvort hann eigi aö viöurkenna
stjórn Pereda Asbún hers-
höföingja, sem brauzttil valda,
i Boliviu fyrir nokkrum dögum
á þann hátt aö steypa öörum
hershöföingja, Hugo Banzer
Suares, sem hefur fariö meö
völd siöustu sjö árin og þótt
takast allvel. t augum Banda-
rikjastjórnar haföi Banzer
Suarez gert sér þaö til ágætis
aö efna til forsetakosninga,
sem fóru fram 9. júli siöastl.
Til undirbúnings þeim kosn-
ingum haföi pólitiskum föng-
um veriö sleppt úr haldi, út-
lögum leyft aö koma heim og
hömlum létt af starfsemi
stjórnmálaflokka, sem taldir
vorulýöræöislegir. Þrátt fyrir
þetta höföu Banzer Suarez og
félagar hansi hernum gert sér
vonir um, aö frambjóöandi
þeirra myndi vinna sigur i
kosningunum, en hann var
enginn annar en Pereda
Asbún, sem nú hefur steypt
Banzer Suarez af stóli. Svo fór
lika aö Pereda Asbún fékk
langflest atkvæöi, eða um
helming greiddra atkvæða, en
andstæðingar han's héldu
strax fram, aö þessi úrslit
væru ekki aö marka, þvi aö
gróflegum fölsunum heföi
verið beitt af hálfu hersins.
Þetta kom llka í ljós, þvi að
samkvæmt endanlegri taln-
ingu höföu rúmlega 50 þús.
fleiri greitt atkvæöi en voru á
kjörskrá. Yfirkjörstjórnin sá
sér þvi ekki annaö fært en aö
ógilda kosninguna. Þessu
vildu Pereda Asbún og sam-
herjar hans ekki una, heldur
gerðu uppreisn og steyptu
Banzer Suarez af stóli. Pereda
Asbún tók sér siðan forseta-
vald og lýsti yfir þvi, aö hann
myndi stjórna án þings fyrst
um sinn.
FYRIR Bandarikin er erfitt
að sætta sig viö þessi úrslit,
þar sem þau höfðu beitt áhrif-
um sinum til aö knýja fram
kosningarnar 9. júli. Sovétrik-
in höfðu hins vegar ekki neitt
við þetta aö athuga, heldur
viöurkenndu strax stjórn Per-
eda. Sama geröu helztu ein-
ræðisriki Suður-Ameriku eins
og Argentina, Brasilia, Uru-
guay og Paraguay. Chile-
Juan Pereda Asbiin
stjórn þykist hins vegar oröin
svo lýöræðissinnuö, aö hún
ákvaö aö biöa átekta um sinn.
Fyrir Bandaríkjastjórn er
þetta sérstakt vandamál
vegna þess, aö hún hefur veitt
Boliviu hlutfallslega meiri
efnahagsaðstoö en nokkru
öðru riki latnesku Ameriku.
Arlega hefur Bólivia fengiö
frá Bandarikjunum um 100
millj. dollara siöustu árin,
ýmist sem lán eöa bein fram-
lög. Carter á erfitt meö aö
halda þessum framlögum
áfram, ef stjórn Boliviu
veröur ekki viö óskum hans
um að viðurkenna lýöræöi og
önnur mikilvæg mannréttindi.
Þaö var vafalitiö mest fyrir
atbeina Bandarikjanna, aö
þær breytingar voru geröar i
Boliviu, sem leiddu til kosn-
inganna 9. júli, þ.e. aö sleppa
pólitiskum föngum lausum,
leyfa útlögum aö koma heim
og draga úr hömlum á starf-
semi stjórnmálaflokka.
Liklegast þykir nú, að
Bandarikjastjórn muni óska
svara við ákveönum spurn-
ingum áöur en hún viður-
kennir stjórn Pereda. Helztu
spurningarnar munu verða
þessar:Hyggst stjórnin efna
Banzer og Pereda fyrir kosningarnar.
til frjálsra kosninga? Veröur
réttur stjórnarandstööuflokka
viöurkenndur? Veröur haldiö
áfram aö auka mannréttindi?
Svari Pereda þessum spurn-
ingum jákvætt, munu Banda-
rikin sennilega viöurkenna
stjórn hans.
PEREDA mun sennilega
ekki veitast erfitt að svara
þessum spurningum. t fyrsta
lagi mun hann benda á, aö
hannhafi veriö innanríkisráö-
herra siðustu tvö árin og hafi
hann sem slikur haft forgöngu
um aö leysa pólitíska fanga úr
haldi, draga úr hömlum á
stjórnmálastarfsemi og leyfa
útlögum aö koma heim. Þessu
muni hann halda áfram. Þá
hefur hann gefiö til kynna, að
hann geti hugsað sér aö efna
til forsetakosninga 1980, en
öllu fyrr geti þaö vart oröiö,
þar sem nauðsynlegt sé aö
setja áöur ný og fullkomnari
kosningalög og byggja nýja og
fullkomnari kjörskrá á þeim.
Viö slik svör hans mun Banda-
rikjastjórn sennilega sætta
sig.
Juan Pereda Asbún varö 47
ára fáum dögum eftir aö hann
tók sér einræðisvald I hendur.
Hann er kominn af ættum
kaupsýslumanna. Móöir hans
rekur ættir sinar til Palestinu-
manna, sem fluttu til Bolivíu
fyrir 50 árum og komu sér þar
vel fyrir. Pereda ákvaöungur
aö gerast hermaöur og gekk I
flugherinn strax og hann fékk
aldur til. Hann hófst þar til
æöstu valda og þykir hafa sýnt
röggsemi og stjórnsemi sem
yfirmaður flughersins.
Bandarikjamenn láta vel af
samvinnunni við hann, þegar
hann gegndi embætti innan-
rikisráðherra. Þessi sam-
vinna snerist einkum um þaö,
aö hindra verzlun meö
eiturlyf, en þau hafa komið i
allrikum mæli frá Bolivíu til
Bandarikjanna. Pereda hefur
lýst yfir þvi, að hann muni
fylgja allróttækri stjórnar-
stefnu. M.a. muni hann láta
verkamenn fá hlutdeild I
stjórn námufyrirtækja rikis-
ins. Þá muni bændur kvaddir
til við mótun landbúnaöar-
stefnunnar. Þá telur hann það
mikið áhuga-
mál sitt, að Bolívia fái
aðgangaö sjó á þann hátt, aö
Chile láti af hendi hluta lands,
sem áður tilheyrði Boliviu, en
Chilemenn hertóku fyrir um
100 árum. Þetta hefur veriö til
umræðu millistjórna rikjanna
siðustu árin. Chile hefur ekki
þvertekiö fyrir þetta, en litiö
hefur samt miöaö i samkomu-
lagsátt. þ.þ.