Tíminn - 01.08.1978, Síða 15

Tíminn - 01.08.1978, Síða 15
Þribjudagur 1. ágúst 1978 15 Vilmundur Gylfason, sögu- kennari og alþingismaftur, átti merka ritgerð I Timanum 26. júlí! Greinin er merk vegna þess að hún birtir pólitiska lifs- skoðun höfundarins. Vilmundur sýnir þar sinn sálarljóra svo al- þjóð megi vita hvað innra býr. Vondur flokkur Sögukennarinn styður mál sitt sögulegum rökum svo sem slfk- um hæfir vel. Hann rekur I stuttu máli á sinn hátt sögu Framsóknarflokksins af gefnu tilefni i þeim tilgangi að sýna að hann sé vondur flokkur, — mjög vondur flokkur. Helztu svi- virðingar hans eru þessar: Hann hefur viljað að strjál- byggðari héruð hefðu þingmenn fleiri en i réttu hlutfalli við kjós- endatölur. Hann hefur stutt islenzkan landbúnað. Hann hefur átt hlut að skömmtun, úthlutun. Hann hefur stutt samvinnú- hreyfinguna. Reyk janes með 4 uppbótarmenn og 9 þingmennalls. Þá væru lið- lega 2700 atkvæði bak við hvern þingmann á Reykjanesi en 25001 Reykjavik. Þá væru nú 6 fram- bjóöendur Alþýðuflokksins i Reykjavik á þingi og Arni Gunnarsson þriðji varamaöur flokksins. Halldór Kristjánsson. drykkjaþamb og sykurvatna ýmiskonar. 1 öðru lagi veldur verðbólgan þvi, að útflutningsverð færist óðfluga fjær þvi sem framleiðsl- an þarf. Hvorki samdráttur mjólkur- neyzlu né verðbólgan er sér- staklega sök Framsóknar- manna. Er fiskíðnaður byrfii á þjóöinni? Nú spyr ég sögukennarann hvort fiskiðnaöur dragi niður lifskjör íslendinga? Ég spyr af þvl að ég veit ekki betur en Vil- mundur Gylfason og flokkur hans beiti sér nú fyrir þvi að gengikrónunnarséfellt um 15% fyrir fiskiönaðinn. Það er sama hver leið verður valin. Það er óhjákvæmilegt að færa fé til framleiðslunnar með einhverj- um hætti, — leggja byröar á þjóðina til að bjarga fisk- iðnaöinum. Hvaða likur eru til þess að landbúnaðurinn einn væri óháður hinu almenna lög- máli verðbólgunnar? heldur einu til tveimur þúsund- um fleira i hverju þorpi á Vest- fjörðum td.? Þar eru nú einna hagkvæmust útgerðarskilyrði. Svona má lengi spyrja. Skömmtunarmálin Vilmundur segir aö fylgi Framsóknarflokksins hafi byggzt á fyrirgreiðslum og leyfisveitingum. Ég hélt nú raunar að það væri vafasamt til vinsælda að sjá um úthlutun eöa skömmtun á þvl sem færri fá en vilja. Þegar stjórnir hreppabúnaöarfélaga voru að raða umsóknum um jeppana held ég að engu minna hafi borið á vanþóknun þeirra sem aftar voru settir en þakk- læti hinna san mælt var með I fremstu röð. En það er fagurt eftirmæli sem sögukennarinn gefur þessum skömmtunar- nefndum, að úthlutun þeirra hafi orðið svo vinsæl að fylgi annars stærsta stjórnmála- flokksins byggðist á þvi. Hitt er undarlegra, að sam- Vilmundar hefur „kaupfélaga- valdið í hverju sveitarfélaginu um annað þvert drottnað yfir lifi fólksins I smáu og stóru.” Það væri gaman að vita hvað maðurinn meinar með þessu talí. Hver er þessi yfirdrottnun? Ekki veit ég betur en i Borgarnesi, Selfossi og Vik I Mýrdal hafi veriö ,,óháö” kaup- félög, verzlunarfélög og kaup- menn, sem fólki var frjálst að skipta við. Ég held að i hverjum einasta verslunarstað frá Reykjavík vestur og norður um land til Akureyrar séu kaup- menn við hlið kaupfélaganna. Ég veit ekki hvernig það er á Svalbarðseyri. Kannski er eng- inn kaupmaður á Norðurfirði heldur. Ég lft á þessi ummæli sögu- kennarans sem gott dæmi þess hvernig hjátrú og hindurvitni geta heltekið langskólagengna menn sem virðast þó vera fædd- ir með sæmilega greind. Venju- legur gapaskapur í orðum dug- ar ekki til að skýra þetta fyrir- bæri. Hér kemur auk þess til pólitiskt ofstæki. Sálufélagi nazista Svo ályktar Vilmundur að flokkur sem hafi allt þetta á samvizkunni sé svo hræðilega vondur að það hljóti að vera sið- spilltir menn sem myndi hann. Ég ætla mér að gera hér fá- einar athugasemdir við sagn- fræði sögukennarans. Fyrst vik ég þó að þessum ályktunum hans. Vilmundur ályktar, að ef menn fylgi þessum flokki séu allar likur til þess aö þeir séu siðspilltir, siðblindir. Þvi sé sennilegast að þar sé alls konar misindismanna að leita. Geti þeir ekki sannaö sakleysi sitt hverju sinni hljóti menn að hafa þá grunaöa. Þetta er pólitiskt ofstæki sem á sér fáar hliðstæður, sem betur fer. Helzt mun þeirra að leita þar sem eru Gyðingaofsóknir nazista. Vilmundur Gylfason hefði verið vel hlutgengur i áróðursveitir Göbbels sáluga. Kosningaréttur og kjördæmi Ýmislegt má nú segja um kosningarrétt og kjördæma- skipun. Þau lög sem nú gilda og fáir hrósa voru sett gegn vilja Framsóknarmanna. Allir virð- ast vera sammála um að þeim þurfi mjög að breyta. E.t.v. mætti minna Vilmund á það að flokkur hans fór einn með ríkis- stjórn þegar verið var að skapa þetta djásn. Éghef bent á að sé kosningar- rétturinn eða vægi atkvæðanna svo mikils metið, að það þyki verulegu máli skipta, banni enginn að menn flytji þangað sem þau vega mest. Það væri kannski ekkert verra að taka við fólki af Suðurnesjum eða úr Reykjavik til að vinna fisk á Vestfjörðum en að sækja það til Færeyja og Astraliu. Hins vegar lagði ég til I fyrra að kosningalögum yrði breytt íýrir síðustu kosningar þannig að uppbótarmenn kæmu allirúr fjölmennustu kjördæmunum. Hefði það verið gert væri Reykjavik nú með 7 uppbótar- menn og 19 þingmenn alls en Halldór Kristjánsson: Ofstæki og hindurvitni eru engin sagnfræði Með þessu móti væru svo sem tvö og hálft atkvæði bak við þingmann I fjölmennustu kjör- dæmunum móts við hin fámenn- ustu. Þegar ég fæddist voru Vest- firðingar 13,5% af Islendingum. Nú eru þeir innan við 5%. Ég er stundum aðhugsa um hvort þeir muni ekki hafa sömu þörf fyrir itök ogáhrif á Alþingi nú og þá. Sé litið á þá sem eina sérstaka heild eiga þeir að vissu leyti sama rétt ennþá. Allt orkar tvl- mælis en vist er þetta sjónar- mið. Landbúnaður og þjóðarhagur Vilmundur segir, að land- búnaður Islendinga sé byrði á þjóðinni og dragi niður hag hennar. Þetta er að þvi leyti rétt að greiða verður miklar Utflutn- ingsbætur ef bændur eiga að fá það verð sem þeir þurfa. Orsakir þessa eru einkum tvær. önnur er sú, að vafasam- ur áróður I manneldismálum hefur haft þau áhrif að mjög hefur dregið úr mjólkumeyzlu I landinu. A fimm árum hefur sala nýmjólkur minnkað um einn sjöunda. Hins vegar fara litlar sögur af þvi að heilbrigðis- verðirnir hafi látið minnka gos- Vilmundur Gylfason. Kannski er fleira óhagkvæmt Það er vandalitið að tlna ýmisiegt til úr þjóðarbúskap okkar og benda á að það dragi lifskjörin niður. Hvað er um það að hrúga svo mörgu fólki á einn stað að byggja þurfi vegi á tveimur hæöum og halda uppi fjölmennri stétt til að flytja fólk milli heimila og vinnustaða? Hvers vegna höfum við ekki kvæmt fræðum sögukennarans fékk Framsóknarflokkurinn enn alla dýrðina, — allt þakklætið. Þó veit ég ekki til að hann hafi nokkurn tima haft meirihluta I nokkurri úthlutunarnefnd. Ég man að hann hafði einn mann af þremur og einn af fjórum. Hvers vegna fann enginn ástæðu til að þakka fulltrúum Alþýðuflokksins I þessum nefndum? Nú spyr ég sögukennarann: Hvernig mátti það vera að Framsóknarflokkurinn réði þarna úthlutun umfram aðra og gat keypt sér fylgi fremur en þeir? Þessu verður hann að svara vilji hann ekki að við öll teljum þessa sögukennslu hans argasta bull og óvitahjal. Hjátrúarfullur menntamaður Ég er nýbúinn að senda Timanum pistil sem átti að opna augu Vilmundar fyrir eðli sam- vinnustefnunnar. Það sem þar stendur verður ekki endurtekið hér. Hins vegar verð ég aðeins að vikja að þjóðsögu hans um kaupfélögin. Samkvæmt þjóðsögugrillum Lffsskoðun f lausu toftí Með þvi sem hér er sagt tel ég mig hafa fært nokkur rök að þvi að menn geta verið Fram- sóknarmenn án þess aö vera siðspilltir. Það eru ýms rök til þess að þingmannafjöldi kjör- dæma eigi ekki eingöngu og al- gjörlega að ráðast af kjósenda- fjölda. Það er skynsamlegt og nauðsynlegt að rdia landbúnað á Islandi. Samvinnustefna er þjóðholl vinstri stefna. Menn hafa oft annazt ýms úthlutunar- störf af fullum heiðarleika og ráðvendni. Þar með er fótum kippt undan pólitiskri lifsskoðun Vilmundar Gylfasonar. Hún var byggð á hjátrú og hindurvitnum, hugar- buröi og imyndunum. H.Kr. Mikið byggt á A Reyðarfirði eru nú I bygg- ingu mörg IbUðarhús á vegum einstaklinga en auk þess byggir sveitarfélagið 10 ibúða biokk I sumar. HUsnæðisvandræði eru tais- verð á staðnum, enda er hin- um 10 ibUðum þegar ráðstaf- Reyðarfirði að. ÍþróttahUs og sundlaug eru i byggingu siðan 1974 og von- ast er til þess að hægt verði að taka hUsið I notkun haustið 1979. A meðfylgjandi mynd sést íþróttahUsið, en það hefur teiknað Jens Einar Þorsteins- son arkitekt. K.Sn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.