Tíminn - 01.08.1978, Side 17

Tíminn - 01.08.1978, Side 17
Þri&judagur 1. ágúst 1978 afriii'm'! 17 Ágúst Olafur Georgsson, þjóöfræðingur: „Endurminniiigabók” Árna Björnssonar starfsmanns Þjóöminjasafns, um „vitsmuni” og kynni erlendra „þjóðháttafræðinga” hans af þeim Tilefni skrifaþessara er grein Árna Björnssonar, cand. mag., ,,Um „milljónafélag stiid- enta””, sem birtist i Timanum 5/7 s.l. Þar talar hann meö litilsvirðingu um „vitsmuni” skandinaviskra og annarra evrópskra og norðurameriskra þjóðfræðinga. Þetta verður varla skilið á annan hátt, en sem fyrirlitning Arna á þjóð- fræðimenntuninni yfirleitt. Raunverulega er hér verið að ráðast á og gera tortryggilega menntun islenskra náms- manna, sem hlotið hafa mennt- un í þessari grein erlendis. Grein Árna er svar við grein Margrétar Hermannsdóttur, fornleifafræðings, „A fornleifa- fræði einhverja framtið fyrir sér á Islandi?” (sem birtist i Timanum 2/7 s.l.). Grein Mar- grétar er gagnrýni á fáheyrð vinnubrögð stjórnar Þjóð- hátlðarsjóðs i sambandi við um- sókn Vestmannaeyjakaiipstað- ar, til sjóðsins, vegna fornleifa- rannsókna i Herjólfsdal. 1 greininnier deiltá máttlausa og stefnulausa starfsemi Þjóð- minjasafns og þjóðminjavarð- ar. Auk þess kemur Margrét inn á „Þjóðháttasöfnun stúdenta”, þátt Þjóðminjasafns i henni og fjármögnun hennar. Það er einkum þessi hluti greinar Mar- grétar (um „Þjóðháttasöfnun stúdenta”), sem Arni svarar. 1 grein hans stendur: „...varð niðurstaðan sú, aö ég skyldi gera ofurlitla grein fyrir fjár- málum „Þjóðháttasöfnunar stúdenta” árið 1976”. Þjóð- minjavörður hefur hins vegar ekki látið svo litið að svara, en hefur þess I stað beitt fyrir sig starfsfólki Þjóðminjasafns. Skýtur þar æði skökku við, ef jafn háttsettum embættismanni og þjóðminjaverði leyfist aö sitja þegjandi undir slikri gagn- rýni, sem hann hefur fengið I dagblöðunum að undanförnu. Hvers konar framkoma er það gagnvart almenningi eiginlega? Hefur þjóðminjavörður ekki þá sómatilfinningu til að bera, að hann geti ekki gert hreint fyrir sinum dyrum fyrir opnum tjöld- um? Er það ekkislst mikilvægt þegar um jafn alvarlega hluti er að ræða og ásakanir um getu- leysi og embættísafglöp við- komandi. Margrét svarar grein Árna i Timanum 7/7 s.l. („Um „próf- hroka” og „milljónafélag stúd- enta””). Þar er borin fram fyrirspurn til Þjóðminjasafns um fjárveitingar til „Þjóðhátta- söfnunar stúdenta’" árið 1977 og um áætlun fyrir árið 1978. Þvl hefur enn ekki verið svarað. + Sonur okkar og bróðir Hjörtur Þór Gunnarsson, Sléttahrauni 28, Hafnarfirði sem lést þann 26. júli, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju, fimmtudaginn 3. ágúst, kl. 3 e.h. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Hadda Hálfdánardóttir, Gunnar Jóhannesson, Jóhannes Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson. Móðir okkar og tengdamóðir Guðriður Jónsdóttir fyrrverandi húsmóðir i Hliðarendakoti, Fljótshliö andaðist föstudaginn 28. júli. Sigriður Árnadóttir, Ólaffa Árnadóttir, Hákon 1, Jónsson. Móðir okkar, tengdamóðir og amma Guðbjörg Erlendsdóttir, húsfreyja á Ekru, Stöðvarfirði verður jarðsungin á Stöðvarfirði I dag 1. ágúst kl. 2. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningasjóö Einars Benediktssonar. Björg Einarsdóttir, Lúðvik Gestsson, Þorbjörg Einarsdóttir, Björn Stefánsson, Ánna Einarsdóttir, Baldur Helgason, Benedikt Einarsson, Márgrét Stefánsdóttir, Björn Einarsson, Gunnvör Braga og barnabörn. Mér er ókunnugt um, hvaða ástæður liggja þar að baki, en hér með er itrekað að svar komi fram fyrir almennings sjónir. Arni segir i niðurlagi greinar sinnar: „Um kunnáttuleysi nenni ég var t að ræða hér og nú. Samkvæmt prófhroka Margrét- ar hefði Jónas gamli frá Hrafnagili ekki haft hundsvit á islenskum þjóðháttum, hvað þá vesalingur minn. Það gæti orðið skemmtileg endurminningabók að segja frá kynnum sinum af skandinavískum og öðrum evrópskum og jafnvel norður- ameriskum „þjóðháttafræðing- um” og þeirra vitsmunum gegnum árin. En það verður vist að biða”. 1 grein sinni i Timanum 7/7 s.l. lýsir Margrét Hermanns- dóttir eftir afstöðu Árna til þjóðháttafræði- og fornleifa7 fræðimenntunar „islenskum námsmönnum i þessum grein- um sem og menntastofnunum á Norðurlöndunum til frekari glöggvunar”. En það er eins og Arni segir sjálfur „það veröur vist að blða”, þvi ekki hefur hann gefið neina skýringu á þessari, vægast sagt, furðulegu yfirlýsingu sinni ennþá. Hann ætlast kannski til þess, að al- menningur biði til eilifðarnóns eftir „endurminningabókinni”, og smám saman fyrnist yfir frumhlaup hans og allt falli i gleymsku og dá. Það er fyrst og fremst áhuga- fólki að þakka, ekki sist mönn- um eins og Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili (d. 1918), að menn- ingararfleifð okkar hefur ekki fariðalgerlega i súginn i timans rás. Bók hans „Islenskir þjóð- hættir” (sem Einar ólafur Sveinsson, prófessor, gaf út árið 1934) er ennþá helsta rit okkar um islenska þjóöfræöi. Viðsveg- ar um landið hafa áhugasamir menn og konur unnið óeigin- gjarnt starf til verndunar þjóð- legs fróðleiks og minja. Verður þeirra framlag seint fullþakkað og vonandi helst sá áhugi, sem verið hefur á þessum fræðum. En þá þarf að koma til sterk og markviss þjóðminjastofnun, sem getur beislað og leiðbeint áhugafólkinu. Slik samvinna fagmanna og áhugafólks er mikils virði fyrir alla aðila. Það má geta þess hér, að þjóðháttadeild Þjóðminjasafns var stofnuð 1. janúar árið 1964 (fyrsta spurningaskrá Þjóð- minjasafns um fslenska þjóö- hætti var send út árið 1959. Sið- an hafa spurningaskrár verið sendar út á hverju ári. Mun Þórður Tómasson i Skógum hafa annast það). Fram að þeim tima var áhugafólki einungis til að dreifa. Þaö er með þjóðfræðina eins og margar aðrar fræöigreinar, hún hefur sprottíö upp af starfi áhugamanna. Er rómantiska stefnan hóf innreið sina, um aldamótin 1800, spratt upp geysimikill áhugi meðal menntamanna og yfirstéttar- innar á flestu, sem varðaði gamla timann ásamt áhuga fyr- irnáttúrunni ogsveitalifi. Töldu menn, að gamlar siðvenjur heföu einkum varðveitst meðal bændafólks og væri þeirra heist þar að leita. Hófst söfnun um lifnaðar- og atvinnuhættí, þjóð- trú og á þjóðsögum meðal sveitaalmúgans á siðastliðinni öld af miklum krafti. Smám saman uxukröfurnar bæði hvað varðaði söfnun og meðferð efnis. Fræðigreinin varð til meö þeim visindalegu kröfum, sem þvi fylgdi. Háskólamenntaðir þjóðfræðingar tóku við stjórn- inni. Naumast þarf að geta þess hvilik lyftistöng það varð fyrir þjóðfræðina er hún var tekin upp sem háskólagrein. Þar stóðu Evrópubúar fremstir I flokki og mætti nefna mörg nöfn I þvi sambandi. Jón Arnason (d. 1888), þjóð- sagnasafnarinn mikli, taldi það ekki fyrir neðan sina virðingu að snúa sér til erlendra manna, sem fengust við svipuð við- fangsefni. Sama má segja um Jónas frá Hrafnagili. Siðan þeir Jón Arnason og Jónas frá Hrafnagili ljáðu þjóðfræðinni starfskrafta sina og óskiptan áhuga hefur fræðigreinin þróast ört i samræmi við kröfur tim- ans. Þjóðfræðin er ekki lengur það fag, sem var einungis tóm- stundagaman áhugamanna. Hún hefur átt sér fastan sess um áratugaskeiö við háskóla er- lendis og er metin og viður- kennd sem sjálfstæð fræðigrein. Islendingar hafa um alda skeið sótt mestalla æðri mennt- un til útlanda. Arið 1911 var Há- skóli tslands stofnaöur og þá var mörgum námsmanninum gert kleift að ljúka námi hér- lendis. Samt sem áður er tals- verðurhópur fólks, sem stundar nám við erlenda háskóla. Meðal annars er þaö vegna greina, sem ekki er hægt að ljúka fram- haldsnámi i hérlendis. Hvað þjóðfræði og fornleifafræði varðar, þá eru þær greinar ekki kenndar til lokaprófs á Islandi. Hingað til hafa flestir Islending- ar stundað nám i þessum grein- um I Skandinaviu, sem Arni Björnsson veitist að I grein sinni. Þar á meðal núverandi þjóðminjavörður, en hann nam þjóðf ræði um skeið við Uppsala- háskóla i Sviþjóð og var fyrsti forstöðumaður þjóðháttadeildar Þjóðminjasafnsins. Eftir þvi sem ég best veit er núverandi starfstilhögun þjóðháttadeildar hin sama og á dögum þjóð- minjavarðar. Starfsemi sjálfrar þjóðháttadeildar Þjóðminja- safns byggist þar af leiðandi á „vitsmunum” sænskra þjóð- fræðinga að einhverju leyti. Hvaðer eiginlega um að vera þegar einasti starfsmaöur þjóð- háttadeildar Þjóðminjasafnsins veitist svo harkalega að erlend- um þjóðfræðingum? Biðum viö. Arni Björnsson hefur ekki próf I þjóðfræðum. Hann er islensku- fræðingur. Getur verið eitthvað samband þar á milli? Er þetta ekki tiiraun til að gera Is- lendinga, sem numið hafa þessi fræði tortryggilega i augum al- mennings og draga próf þeirra i efa? Kannski það sé skoöun Arna, að hvaða leikmaður sem er geti tekið að sér störf hans á þjóðháttadeild Þjóðminjasafns- ins? Ef þjóðfræöiáað vera sinnt af einhverri alvöru hér á landi, þarf að ráða til hennar sér- menntaða starfskrafta eins og i öðrum atvinnugreinum. Tekið skal fram, að hér er ekki verið aöleggja neitt mat á störf Arna við þjóðháttadeildina. Það þarf ekki að fara i neinar grafgötur með þaö lengur, að tslendingar hljóta að notfæra sér reynslu erlendra þjóö- fræðinga við uppbyggingu fræðigreinarinnar hérlendis, sem þvi miður er ennþá sorg- lega skammt á veg komin. Að sjálfsögöu er nauðsynlegt aö laga þá reynslu að islenskum aðstæðum. Arni Björnsson þykist of góð- ur til að meta skandinaviska þjóðfræðinga að veröleikum. Almenningur má gjarnan vita það, að það eru aðrir sem gera það ekki. Til dæmis hafa írar tekið upp, svo að segja óbreytt, flokkunarkerfi ULMA, sem er rótgróin þjóðfræðistofnun I Uppsölum (stofnuð 1914). Þrátt fyrir fuilyrðingar Arna um vitsmunaverurnar I útland- inu, getur hann setið árum sam- an sem fulltrúi Islands i ýmsum þjóðfræðilegum, norrænum san> starfenefndum og sótt ráðstefn- ur hjá þeim sömu. Hins vegar er mér ekki kunnugt um, að hann hafi lýst afstööu sinni fyrir skandinaviskum eöa öðrum er- lendum þjóðfræðingum. Virðist mér timi kominn tíl, að is- lenskufræðingurinn geri okkur, sem höfum numið þessi fræði, almenningi, sem og mennta- stofnunum á Norðurlöndunum grein fyrir afstöðu sinni I þess- um málum. 28. júli 1978. Agúst ólafur Georgsson, þjóðfræðingur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.