Tíminn - 02.08.1978, Page 2
2
Miövikudagur 2. ágúst 1978
Anatoly Shcharansky látínn
laus í skiptum fyrir
austur-evrópska njósnara
Sadat
fyrir
rétti
Vin/Reuter. Sovéska andófs-
manninum Anatoly Shcharansky,
sem var dæmdur til 13 ára þrælk-
unarvinnu af dómstólum i
Moskvu i siöasta mánuöi, veröur
leyft aö fara úr landi bráölega.
Mun hann fljúga til Israels, þar
sem kona hans hefur nú aðsetur,
og er þetta einn liöur I meiri hátt-
ar fangaskiptum milli austurs og
vesturs aö þvi er heimildir
herma.
Wolfgang Vogel, þýskur lög-
fræðingur, sem hefur séö um
samningamál þessi fyrir hönd So-
vétrikjanna, skýrði i gær frá þvi,
aö sovésk yfirvöld væru tilbúin til
aö sleppa Shcharansky lausum i
skiptum fyrir fanga á Vesturlönd-
um. Ekki hefur veriö ákveðið
hverjir eöa hver sá eigi aö vera.
Stjórnin i Bonn hefur af pólitisk
um ástæðum neitaö aö veröa viö
þvi að láta austur-þýsku njósnar-
ana GGnter og Christel Guillaume,
en þau voru handtekin áriö 1974*
laus i skiptum fyrir Shcharansky,
en handtaka þeirra leiddi til af-
sagnar Brandts sem frægt varö.
Þaö voru bandariskir embættis
menn og Vogel auk þingmanns
frá Israel, sem undirbjuggu
fangaskiptin, og aö þvi er segir i
frétt frá Reuter, voru bandarisku
samningsaöilarnir fulltrúar
stjórnarinnar, en þaö hafa opin-
berir aöilar þar vestra boriö til
baka.
tsraelski fulltrúinn i viðræöun-
um, Samuel Faltto-Sharon, staö-
festi þaö, aö þær heföu miöaö aö
þvi aö fá Anatoly Shcharansky
látinn lausan i skiptum fyrir
njósnara sem sætu i fangelsum á
Vesturlöndum, og sagöi hann aö
hann gæti verið látinn laus ein-
hvern næstu daga.
Mebal þeirra sem komiö hafa
til álita um aö veröa látnir lausir,
eru tveir sovéskir starfsmenn So-
vétrikjanna, sem handteknir voru
i Bandarikjunum fyrir njósnir
fyrir skömmu. En aö þvi er segir,
hafa Sovétmenn ekki ennþá tjáö
sig um þaö hverjir gætu komið i
staðinn fyrir Guillaumes.
Anker Jörgensen
Vill koma á samvimm
Norðurlanda gegn
flugræningjum
Albanir herða
ásakanir á
Kínverja
Vín/Reuter. Albanir hertu I gær
árásir sinar á Kina, og i frétt sem
berst þaban segir aö albanskir
verkamenn hafi ásakaö Peking
um gjaldþvinganir, fjandskap og
gjörræöislegar athafnir gegn Al-
baniu, sem fyrir nokkru var nán-
asta vinariki Kina, og þeirra
helsti bandamaöur.
Opinbera fréttastofan ATA
sagöi aö fólkiö i Albaniu styddi
einhuga viöhorf stjórnarinnar til
Kina. Þótt grunur hafi leikiö á aö
oröiö væri grunnt á þvi góöa meö
Kinverjum og Albönum, var þaö
ekki fyrr en á sunnudaginn var,
að viöhorf stjórnar Albaniu kom I
ljós i opnu bréfi miöstjórnar
Kommúnistaflokks landsins til
kinversku stjórnarinnar.
Bréfiö var svar viö þeirri
ákvöröun Kinverja frá 13. fyrra
mánaðar aö hætta allri hjálp viö
þessa fyrrum bandamenn sina. I
bréfinu voru kinverskir leiötogar
ásakaöirum mikilmennskuóra og
aö svikja kommúnismann.
Knut Vartdal
yfirmaöur
fiskimála í Noregi
segir af sér
Osló/Reuter. Knut Vartdal,
framkvæmdastjóri fiskimála i
Noregi, hefur lýst þvi yfir, að
hann hefði tekið ákvöröun um aö
sækja ekki um stööu yfirmanns
fiskiönaöar Noregs aftur, eftir aö
starfstimabili hans lýkur. Starfiö
er veitt til fimm ára I senn, en
fiskiönaöur I Noregi er sá viötæk-
asti I Vestur-Evrópu allri.
Vartdal, sem skipaöur var
framkvæmdastjóri fyrir fimm
árum, þá aðeins 33 ára og sá
yngsti sem gegnt hefur svo þýö-
ingarmiklu starfi, lagöi áherslu á
aö hann heföi tekið ákvöröun sina
einvöröungu af persónulegum
ástæöum. Búist er viö þvi, aö aö-
stoðarmaður Vartdals, Hallstein
Rasmussen, taki viö af honum 1.
október.
Ákvörðun Vartdals kom mjög á
óvart, en að þvi er opinberar
heimildir telja, þá gæti orsökin
fyrir henni verið sú, aö hann teldi
sjávarútvegsráöuneytiö alltof
eftirlátt kröfum Sovétmanna i
Barentshafi. En rikin tvö hafa
lengi átt i erfiðleikum meö aö
komast að samkomulagi um tak-
markanir á fiskveiðum þar.
Bagdad/Reuter. Réttarhöld yfir
Anwar el-Sadat, forseta Egypta-
lands, hófust i Bagdad i gær, ab
forsetanum fjarstöddum. Var
hann viö réttarhöldin ákæröur um
svik viö Araba vegna heimsóknar
hans til Israels I nóvember i
fyrra.
1 6.300 oröa ákæruskjali var
„Réttardómstóll Araba” hvattur
til að svipta hann egypsku þjóö-
erni sinu sem og auði hans. Asak-
anirnar á hendur Sadat voru
samdar af „Ráöstefnu Araba”
sem samanstendur af vinstrisinn-
uðum samtökum og andstæöing-
um friðartilrauna Sadats við
Israelsmenn. Er réttarhöldin
hefjast, virðist vaxandi svartsýni
á þvi að friðarviöræður Egypta og
Israela sem sigldu I strand fyrr á
þessuári. veröi teknar upp aftur.
Að þvi er iranska fréttastofan
sagði, þá var þvi lýst yfir, aö
Sadat væri fjarverandi, eftir að
nafn hans hafði veriö kallaö upp
þrisvar sinnum.
Kaupmannahöfn/ Reuter. —Ank-
er Jörgensen, forsætisráöherra
Danmerkur, hefur lagt til aö Dan-
mörk, Sviþjðð og Noregur hefji
viðræöur, til aö reyna að koma á
samvinnu sin á milli gegn flug-
ræningjum og styöja þannig
yfirlýsingu sem fram kom á ráö-
stefnu leiðtoga helstu iönrikja
heims, þess efnis.
Kom þetta fram I svari forsæt-
isráðherrans til leiðtoga stjórnar-
andstööunnar á þingi Dana I gær.
Sagöi þá Jörgensen aö hann heföi
ritað til starfsbræöra sinna i við-
komandi löndum, og lagt til aö
fundur danskra, sænskra og
norskra flugyfirvalda yrði hald-
inn til aö ræöa þetta mál.
Sagöi hann bréf sitt árangur
fundar hans viö Helmut Schmidt,
kanslara Vestur-Þýskalands og
Pierre Trudeau forsætisráðherra
Kanada i siöasta mánuöi.
Tilraun tveggja Breta
Christophers Cavey og Dr.
Cameron, til aö komast i
loftbelg yfir Atiantshafiö
lauk I fyrradag meö þvi, aö
loftbelgurinn hrapaöi i hafiö
allmargar milur úti fyrir
strönd Frakklands. Þetta
var sextánda tilraun til aö
fijúga frá Bandarikjunum tii
Evrópu á sliku farartæki og
virtist ætla aö takast en
slæmt veöur og skortur á
eldsneyti voru meöai óvin-
anna, sem kapparnir uröu aö
lúta I lægra haldi fyrir.
Wilmington timenningarnir. Eldsprengja I Noröur-Karólínu áriö 1971
er ennþá deilumál vegna borgaralegra réttinda.
Pólitískir
í Bandaríkjunum?
Erupóliti'skir fangar í Banda-
rikjunum? A meöan réttarhöld-
in yfir sovéska andöfsmannin-
um, Anatoly Shcharansky stóöu
yfir, olli sendiherra Bandarikj-
anna hjá Sameinuöu þjóöunum,
AndrewYoung, miklum kurr
meöal landa sinna meö ummæl-
um er hann lét hafa eftir sér i
viötali viö franskt dagblaö. Seg-
ir hann þar aö i fangelsum i
Bandarikjunum sitji hundruö
manna, sem hann myndi skil-
greina sem pólitiska fanga.
Young sagöi siöar aö meö þessu
væri hann alls ekki aö jafna
saman póhtisku frelsi I Banda-
rikjunum og Sovétrikjunum,
nema sibur væri, en hann tók
samt sem áöur ekki þessa yfir-
lýsingu sina til baka, né skýröi
hann nánar hvaö hann ætti viö
meö henni.
Þetta vakti aö vonum athygli
um allan heim, og má segja
að þaö hafi komiö Bandarikja-
mönnum alveg i opna skjöldu,
einmitt á sama tima og
Carter Bandarikjaforseti
gekk hvaö harðast fram i
þvi aö gagnrýna Sovétmenn,
fyrir réttarhöldin yfir Shchar-
fangar
ansky. Veitti enda Carter og
ýmsir háttsettir embættis-
menn Young haröar ákúrur
fyrir,ogfórumargirfram á, aö
honum yröi vikið úr starfi sinu
hjá S. Þ. Þaö flækti eflaust mál-
ib eitthvað fyrir Young, aö hug-
takið pólitiskur fangi hefur mis-
munandi þýöingu fyrir mis-
munandi fólk. Halda sumir þvi
fram aö þaö feli I sér þaö fólk
sem barðist fyrir borgaralegum
réttindum I Bandarikjunum
fyrir nokkrum áratugum og var
handtekiö fyrir þaö á árunum
1950—1960, — var Andrew
Young reyndar einn þeirra — og
eins þá er stóöu fyrir óeiröum
til aö mótmæla striöinu 1
Vietnam. Aörir skýrgreina hug-
takið sem fátæka fanga —
blökkumenn, sem hefur verið
neitaö um náöun, eöa þá blökku-
menn sem hlotiö hafa haröari
fangelsisdóma heldur en hvitir,
sem framið hafa svipaöa glæpi.
Rússar hafa t.d. i þessu sam-
bandi bent á Johnny Harris,
bandariskan blökkumann, sem
dæmdur var fyrir aö myröa
hvitan fangavörö.
En Aryeh Neier, fram-
kvæmdastjóri Samtaka um
borgaraleg réttindi (Civil
Liberties Union) segir hins veg-
ar, aö þaö aö skilgreina póli-
tiskanfanga sem hvern þann, er
hafi hlotiö óréttláta meöferð hjá
dómskerfi Bandarikjanna, falsi
hina raunverulegu merkingu.
Telur hann pólitiska fanga þá
eina sem hafi verið sviptir fredsi
sinu og varpað i fangelsi ein-
vöröungu vegna skoöana sinna.
— Þaö er heilmikiö af fólki, sem
hefur verið handtekiö á röngum
forsendum, en ég get I svipinn
ekki munað eftir neinum sem ég
myndi kalla pólitiskan fanga, —
segir hann.
Þeir sem eru hvaö ákafastir
viö aö fá hugtakið vikkaö er
Amnesty International samtök-
in, sem höfuöstöövar hafa i
London.A.I. sem hefurá stefnu-
skrá aö berjast fyrir mannrétt-
indum um viöa veröld, og koma
þeim, er oröiö hafa fyrir barö-
inu á óréttlæti til hjálpar,
hefur 11 manns á skrá hjá sér
sem sitja i fangelsum i Banda-
rikjunum og segir þá sitja inni
vegna skoðana sinna. Allt eru
þetta blökkumenn sem hafa
veriö handteknir I Suöurrikj-
unum. Rökstyður Amnesty
International þessa skoöun sina
meö þvi aö visa til samþykkta
Sameinuðu þjóöanna frá þvi
1948 um mannréttindi, en I þess-
ari samþykkt er öllu þvi er und-
ir mannréttindi fellur gerð
skil, — allt frá málfrelsi til rétt-
mætra réttarhalda.
Litum á nokkur dæmi um
fanga I Bandarikjunum, en um
þau eru nokkuð skiptar skoöan-
ir:
Wilmington timenningarnir.
Ariö 1971 fór Ben Chavis, sem
var fulltrúi nefndar á vegum
United Church of Christ sem
fjallaði um kynþáttamál til
Wilmington I Norður-Karólinu
tilaö hjálpa til viö aö binda endi
á óöld sem komin var á i borg-
inni vegna ákvörðunar réttar
um aðskilnað kynþátta I skól-
um Nðtt eina er óeiröirnar stóöu
sem hæst, var kveikt I verslun
hvits manns og brann hún til
grunna. Chavis, átta aörir
blökkumenn og ein hvit kona
voru handtekin og ákærð fyrir
aö varpa eldsprengjum aö búö-
inni meö fyrrgreindum afleiö-
ingum. Og áriö 1972 voru þau
dæmd samtals til 282 ára
fangelsis, sem er þyngsti dóm-
ur, sem nokkru sinni hefur veriö
kveöinn upp i Karólinu fyrir
ikveikju, þvi ber aö taka eftir aö
enginn beið bana i eldsvoðan-
um.
Arið 1976 gerðist þaö, aö einn
þeirra þriggja er bar vitni gegn
þeim, breytti framburöi sinum,
og geröu siöan hinir slikt hiö
sama . Héldu þeir þvi fram, aö
þeim hefði veriö mútaö af sak-
sóknurunum til aö bera ljúgvitni
fyrir rétti. Ýmsir stjórnmála-
ieiötogar og mannréttindaleiö-
togar kröfðust nýrra réttar-
halda eöa náöunar til handa
föngunum En hæstaréttardóm-
ari neitaði þvi og i janúar sl.
neitaði einnig rikisstjóri
Karólinu, James Hunt, aö veita
þeim náöun, en samþykkti þó að
stytta fangelsisdóm þeirra litil-
lega. Nú sitja átta þeirra ti-
menninga i fangelsi og eru þeir
álistahjá Amnesty Internation.
Charlotte þremenningarnir:
Ariö 1972 voru þrir menn dæmd-
ir til langrar fangelsisvistar
i Noröur-Karólinu fyrir aö
brenna Lazy B hesthús, sem
neitaöi blökkumönnum um
þjónustu. Þeir voru dæmdir á
grundvelli framburöar tveggja
Framhald á 19. siðu.