Tíminn - 11.08.1978, Page 5

Tíminn - 11.08.1978, Page 5
Föstudagur 11. ágúst 1978 5 Eiður Guönason. Af hverju fékk Eiður tvöföld laun? HEI — Alþýöuflokkurinn hef- ur mjög gagnrýnt forréttindi og friðindi ýmissa embættis- manna.ekki kannski sist ráð- herra og þingmanna. M.a. skrifar Eiður Guðnason alþingismaöur grein i Alþýðu- blaöið i gær, þar sem hann fer hörðum oröum um friðindi þau, sem ráðherrar njóta vegna bilakaupa, og telur sjálfsagt að afnema þess kon- ar forréttindi og friöindi. Vegna þessa m.a. og eins þess, að flokksbróöir Eiðs var i samtali við Timann nýlega, álika hneykslaður á Eiði sjálf- um að notfæra sér þá aðstöðu að geta þegið tvenn full laun hjá rikinu s.l. mánuð, hafði blaöið samband við Eið Guðnason og spurði hann um sannleiksgildi þeirrar fullyrö- ingar. Eiður sagði það rétt vera, að hann hefði fyrir sl. mánuð haft tvenn full laun, en þess bæri að geta, að júlimánuður væri sitt sumarfri, sem hann hefði áunniö sér rétt til með starfi hjá Sjónvarpinu allt s.l. ár. Hins vegar sagðist Eiður vita það, að hann færi á skert laun um næstu mánaöamót, en sú regla gilti að menn fengju 60% af launum, væru þeir I ööru starfi með þingmennsku. Þá sagðist Eiður einnig hafa marglýst þvi yfir, að hann hyggðist hætta vinnu hjá Sjónvarpinu með haustinu. Um álit Eiðs á tvennum launum, sagðist hann telja eðlilegast, að menn hefðu þingmennskuna að aðalstarfi, en hins vegar væri oft erfitt að koma I veg fyrir að menn gegndu öörum störfum jafn- hliða, t.d. þeir sem stunduðu sjálfstæðan atvinnurekstur. Störf hjá rikinu gætu einnig verið þannig vaxin, að menn gætu gegnt þeim áfram að hluta til, þótt hann teldi þing- mennsku vera þaö umfangs- mikið starf, að mönnum veitti ekki af öllum sinum tima til að sinna þvi. Þingmenn í ððru starfi - fá 60% launa fyrir að klkja inn daglega HEI — Sem kunnugt er fá þing- menn greidd laun allt árið eftir þriðja hæsta taxta B.S.R.B., svo- nefndum B 3. Samkvæmt upplýs- ingum ólafs Ólafssonar, fulltrúa i skrifstofu Alþingis, fá þingmenn sem láta af störfum, laun til næstu mánaðamóta eftir kjördag og nýkjörnir þingmenn laun frá sama tima, þ.e.a.s. að nýkjörnir þingmenn hafa nú verið á launum frá 1. júli s.l. Ólafur sagði laun þingmanna hafa veriö 279 þúsund fyrir sið- asta mánuð. Auk þess fá þeir greiddan ákveðinn ferðakostnað og greiðslu á einum sima. Þing- menn sem ekki geta búiö heima hjá sér um þingtimann, fá auk þess greitt upp i húsaleigu allt aö 40 þús. á mánuði og röskar 2.000 kr. á dag vegna dvalarkostnaöar. En þessar greiðslur væru ákveðn- ar i upphafi hvers þings. Þá var ólafur spurður um laun þeirra er jafnframt væru i ööru starfi hjá rikinu. Sagöi hann, að lögin hljóðuðu þannig, að starfs- maður rikisins eöa rikisstofnun- ar, sem væri alþingismaöur og aðeins gæti gegnt starfi milli þinga, fengi auk þingfararkaups greidd 30% af launum fyrir annað starf. En starfsmaöur, sem gegndi starfi sinu meö þingset- unni og mætti daglega til vinnu, hann skuli njóta 60% af launum til viðbótar þingfararkaupi. ólafur taldi vafalaust aö þeir nýju þingmenn, sem enn væru i fullu starfi hjá rikinu, fengju nú þegar skert laun, þvi menn ættu ekki að geta fengiö full laun fyrir tvö störf hjá rikinu. Ekki sagðist ólafur geta um það sagt, hvort svokölluð biölaun 13 til 6 mánuði eftir aö þingmaöur lætur af störfum, hefði boriö á góma að afstöönum kosningum fyrr en nú, en það væri þingfarar- kaupsnefndar og Alþingis að taka ákvörðun I þvi máli. íbúðarleiga Höfum verið beðin um að útvega 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja ibúðir. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Fyr- irframgreiðsla og meðmæli ef óskað er. Upplýsingar i sima 3-44-23. CD OPIÍUM IDAG.. .OPHUMIDAG... OPHUMIDAG.. KL.16:00 Landbúnaðarsýningin á SELFOSSI1978 Rúmlega 200 sýnendur á 32000m2 sýningarsvæði Vélasýning B úfjá rrækta rsýnin g Jarðræktarsýning Þróunarsýning Afurðasýning NÝIUNG Blómasýning Heimilisiðnaðarsýning Garðyrkjusýning Tækjasýning Byggðasafn Sýningartorg með sérstökum kynningaratriðum. Dómhringur fyrir búfé. Hestaleiga fyrir unglinga. Glæsilegar tískusýningar á hverjum degi. Sérstök dagsskrá með fræðslu- og skemmtiefni hvern dag. Veitingasalir. Sérstakt húsvagnastæði. K vikmyndasýningar. Tjaldstæði. Komið á Selfoss — Komið á Landbúnaðarsýninguna 1978. 11.-20. AGUST Ævintýri fyrir alla !jölskylduna

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.