Tíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 17. ágúst 1978
—177. tölubiað—62. árgangur
Vilja læknar ekki
geðdeildina á lóð
Landspitalans? Sjá bak
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300; Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
Lúðvík Jósepsson:
AFTEKUR EKKI MYNDUN
NÝSKÖPUNARSTJÓRNAR
Slegist á
Bessa
HEI — Forseti Islands kvaddi
Lúövik Jósepsson á sinn fund kl.
151 gær og fór þess á leit að hann
hefði eins fljótt og unnt væri við-
ræður viö aðra stjórnmálaflokka
um myndun meirihlutastjórnar.
„Nú er að tala við hina flokk-
ana”, sagöi Lúövik. „Grundvöll-
urinn er að það takist samkomu-
lag milli okkar og Alþýðuflokks-
ins”, sagði hann. Þá sagði hann
einnig ljóst, að þar sem um
myndun meirihlutastjórnar væri
að ræða, þá yrði eölilega að kanna
afstööu Framsóknarflokksins og
fá úr þvi skorið hvort hann væri
til viöræðu um myndun vinstri-
stjórnar, þvi Lúövik telur vinstri-
stjórn eölilegasta möguleikann.
Hinsvegar sagöist hann heldur
ekki fortaka aö litiö yröi á mögu-
leika á myndun nýsköpunar-
stjórnar.
Lúövik sagði aö flokknum hefði
aö undanförnu borist fjöldi af
skeytum og bréfum, þar sem þess
værifariðáleit.aöþeir reyndu að
Mikili fjöidi fjölmiðlamanna beið að Bessastöðum i gær og spenna I
hópnum að vita hver hefði nú veriö kvaddur á fund forseta. Menn
flykktust siðan aö er Lúðvik Jósepsson renndi i hlaðið. Hann sagði sýni-
legt að mikili áhugi væri fyrir sér, þvi fleiri hefðu nú fengiö aö reyna
stjórnarmyndun en hann. Timamynd: Tryggvi.
M Forseti lsiands, Kristján Eldjárn
og Lúðvik Jósepsson á Bessastöð-
um i gær. Timamynd: Tryggvi.
leysa þann hnút i launa- og kjara-
málum sem staðið hefði i langan
tima óleystur.
Ekki vildi Lúðvik um það segja,
hvorthann yröiforsætisráðherra,
— sagöi að ef hann gæti myndað
meirihlutastjórn, sem heföi þau
úrræöi er hann væri ánægður
meö, setti hann ekki fyrir sig þótt
hann yrði ekki sjálfur forsætis-
ráðherra. Aö siðustu var hann
spuröur hvort hann væri bjart-
sýnn á aö þessi fimmta tilraun
tækist, og sagðist hann ekki geta
veriö bjartsýnn, en þaö væri þó
nokkur von.
Olafur Jóhannesson:
Þeir hljóta að vera
sammála um eitthvað
— annars færi Lúðvík ekki
að fitja upp á þessu
HEI —Það er sjálfisagt að Lúð-
vik fái að gera þessa tilraun sagði
Ólafur Jóhannesson eftir þing-
flokks- og framkvæmdastjóra-
fund i gær, er hann var spurður
um álit á tilraun Lúöviks til
stj ór nar my nd una r.
Hvort Ólafur teldi að eitthvað
hefði þokast i samkomulagsátt
með Alþýðuflokki og Alþýðu-
bandalagi, sem ætti að gera þessa
tilraun auöveldari, svaraði hann:
,,Ég skil tilmæli Lúðviks til min
svoleiðis, að þeir hljóti aö vera
sammála um eitthvað. Hann færi
ekki að fitja upp á þessu öðru-
visi.”
„Mérfinnst vel koma til greina
aö mynda vinstri stjórn”, sagði
Tómas Árnason. Um hvort hann
teldi það mundu ganga betur i
annarri tilraun svaraði hann:
„Viö skulum vona að það hafi
orðið einhverjar breytingar fyrst
menn vilja stofna til viöræðna á
nýjan leik”.
„Égvona að þeirhafi báöir lært
eitthvaö og að viljinn sé meiri
núna”, sagði Steingrimur Her-
mannsson. „Ég held lika aö það
hafi verið mikill þrýstingur á
báða flokkanna frá ýmsum, sem
vilja mjög ákveðið vinstri stjorn
og ég trúi þvi og finnst það liggja i
loftinu aö þeir muni vera tilbún-
ir að slaka á sinum úrslitakröf-
um.
— En framsóknarmenn — hafa
þeir lært? „Við höfumailtaf verið
á réttri leið”.
Stengrimur var þá beðinn aö
skýra hvernig á þvl stæði aö
Framsóknarflokkurinn væri tal-
inn hægri flokkur I viðræöum við
Sjálfstæðisflokkinn en vinstri
flokkur i viöræöum við Alþýðu-
bandalagiö.
Steingrimur sagði: „Þetta er
auövitaö tóm vitleysa þvi við er-
um hvorki hægri né vinstri flokk-
ur — okkar stefna erbeint áfram,
Fram sóknar stef na ”.
Guðmundur G. Þórarinsson
sagðist telja að Framsóknar-
flokkurinn ætti aö taka þátt i viö-
ræðum um vinstri stjórn. En,
sagði hann, við eigum skilyröis-
laust að fá aö vita áður, um hvað
þeir eru sammála. Slðah, að ef
viö náum ekki fram okkar grund-
vallaratriðum, sem viö höfum
þegar lagt fram, þá tel ég ekki
koma til greina að Framsóknar-
flokkurinn fari i rikisstjórn sagði
Guðmundur.
Isbjörninn hluthafi í stærsta mjölvinnsluskipi stöðum
heims Kaupverðið 14 milljónir dollara
AM — „Við erum reyndar minnsti
aðilinn I þvi hlutafélagi, sem
stofnað hefur verið um þessi
kaup, en hinir hluthafarnir eru
seljendur skipsins, norska fyrir-
tækið Sigurd Herlofsson og bresk-
ir aöilar Sime Darby. Kaupverð
skipsins var alls 14 milljónir
bandarikjadollara”, sagði
Vilhjálmur Ingvarsson I viötali
viö blaðið I gær, en isbjörninn er
hinn islenski aðili að kaupunum.
Eins og Timinn skýrði frá i gær
mun rekstur þessa stærsta
mjölbræðsluskips i heimi nú aö
nokkru færast á islenskar hendur
og sagði Vilhjálmur að leyfi hefði
fengist til kaupanna hjá islensk-
um stjórnvöldum.
Vilhjálmur lagði áherslu á að
Isbjörninn heföi ekki gengist und-
ir neinar ábyrgðir vegna kaup-
anna og ennfremur að ekki mætti
skilja þetta samþykki stjórnvalda
á þann hátt, að skipið fengi aukiö
ráðrúm til að stunda vinnslu hér
við land um fram það sem veriö
heföi, að allt væri það háö leyfi
islenskra yfirvalda frá einum
tima til annars.
Skipið þegar afhent
Þá sagði Vilhjálmur aö kaupin
hefðu formlega farið fram t'yrir
þrem mánuðum og að skipiö væri
nú að loðnuvinnslu i Barentshafi.
Hvað veiðar framvegis snerti,
mundu verkefni skipsins fara eft-
ir þvi að vonum hvar veiði væri
fyrir hendi og leyfi fengjust til
veiða. Svo sem fram kom i frá-
sögn blaðsins i gær mun greiösla
á eftirstöövum fara eftir afla
skipsins, en helmingur kaup-
verösins var greiddur út og kvað
Vilhjálmur þá greiðslu aö mestu
hafa farið fram með lántökum.
Á meðan Lúðvik var á fundi með
forseta lslands á Bessastöðum i
gær biðu þar fyrir utan nokkrir
óþreyjufullir strákar úr Hafnar-
firði sem sögðust hafa ætlað að
banka upp á hjá forseta, en þar
var þá upptekið. Leiddist piltum
biðin og styttu sér stundir i hörku-
slagsmálum utan við forsetabú-
staðinn. Þegar Lúövik kom af
fundi forseta voru blaöamenn svo
uppteknir við að taka hann tali,
aö þeir fylgdust ekki meö hvernig
erindi piltanna lyktaði á forseta-
setrinu. Timamýnd: Tryggvi.