Tíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 13
Kiinmtudagur 17. ágúst 1978
liUJil'UI'
13
Séra Stefán Eggertsson
Fæddur 16. sept. 1919
Dáinn 10. ágúst 1978.
Aö morgni 10. ágústs barst
okkur Þingeyrarhreppsbúum sú
fregn, aft þá um ndittina heföi
andast á Landspltalanum i
Reykjavik sóknarprestur okk-
ur, séra Stefán Eggertsson.
Stefán var fæddur og uppalinn
á Akureyri sonur hjónanna
Eggerts Stefánssonar heildsala
og frú Yrsu Jóhannesdóttur.
Stefán varö stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri áriö 1940
ogguöfræöiprófi frá Háskóla Is-
lands lauk hann 1944, hélt hann
þá utan til frekara náms I guö-
fræöum, og lagöi stund á helgi-
siöafræöi og kennimannlega
guöfræöi i Englandi og Dan-
mörku, og siöan hélt hann til
Uppsala þar sem hann kynnti
sér ýmislegt varöandi byggingu
og búnaö kirkna.
Um tima var Stefan settur
sóknarprestur í Staöarhrauns-
prestakalli á Mýrum, en áriö
1950 var honum veitt Sanda-
prestakall i Dýrafiröi meö aö-
setri á Þingeyri.
Þegar eftir komuna til Þing-
eyrar hóf Stefán virka þá tttöku i
félagsstarfi. Sat hann i mörg ár
þing og héraösmálafundi
Vestur-lsafjaröarsýslu, var i
stjórn Prestafélags Vestfjaröa,
prófastur Vestur-tsafjaröar-
sýslu um skeiö og nú hin siöustu
ár prófastur i Vestfjaröaum-
dæmi. Auk þeirra starfa sem nú
hafa veriö nefnd gegndi séra
Stefán og fjölmörgum trúnaöar-
störfum hér á Þingeyri. Má þar
m.a. nefna setu hans i skóla-
nefnd um 25 ár og þá lengst af
sem formaöur, hann átti sæti i
barnaverndarnefnd, sýslu-
nefnd, og ýmsum öörum nefnd-
um og ráöum, i stjórn Kaupfé-
lags Dýrfiröinga átti hann sæti i
mörg ár. En þrátt fyrir þaö, aö
Stefán gegndi þannig fjölmörg-
um störfum samkvæmt borg-
aralegri skyldukvöö, þá gafst
honum samt timi tilaö vinna aö
sinum sérstöku áhugamálum,
sem þó voru þess eölis aö þau
snertu okkur ibúa þessa
byggöalags, mjög mikiö. Er þar
fyrst aö nefna afskipti hans af
björgunar- og slysavarnarmál-
um og sföan hiö mikla og óeigin-
gjarna starf varöandi þaö aö
tryggja á sem allra bestan hátt
samgöngur viö Þingeyri meö
flugvélum. Hætt er viö aö
ekki nytihér á Þingeyri núllOO
metra langrar flugbrautar, ef
Stefáns heföi ekki notiö viö, þvi
þaö vita allir sem honum kynnt-
ust, aö þau verk sem hann tók
aö sér voru i öruggum höndum,
og engin hætta á aö hlaupiö yröi
frá þó á móti blési.
Aö siöustu vil ég svo litillega
drepa á starf Stefáns aö loft-
skeytamálum, en þau störf
tengdust mjög áhuga hans á
slysavarnamálum. 1 gegnum
hinar ýmsu talstöövar og fjar-
skiptatæki, sem hann haföi á
heimili sinu, fylgdist hann meö
vestfirska flotanum á hinum
hættusömu miöum jafnt nótt
sem dag, og ég veit aö ég mæli
fyrir munn allra sjómanna á
Vestfjöröum, er ég færi honum
þakkir fyrir þau störf.
40 sidur
sunnudaga
Aö lokum viöég svo fyrir hönd
okkar sóknarbarna séra Stefán-
þakka honum hin fjölmörgu
störf, sem hann vann fyrir
byggöarlag okkar á þeim liö-
lega 27 árum, sem hann þjónaöi
hér sem sóknarprestur.
Eftirlifandi konu hans Guö-
rúnu Siguröardóttur frá Vogi á
Mýrum, og börnum hans,
tengdasyni og barnabarni færi
ég mínar og okkar allra sóknar-
barna hans i Þingeyrarsókn
innilegar samúöarkveöjur. Guö
veröi meö ykkur um ókomna
tima.
Þóröur Jónsson,
oddviti, Múla.
t
Sr. Stefán Eggertsson prófastur
Isafjaröarprófastsdæimi andaöisti
Landsspitalanum i Reykjavik 10.
ágúst s.l.
Hann var fæddur á Akureyri 16.
september 1919, sonur Eggerts
verslunarmanns, Stefánssonar
prests á Þóroddsstaö, Jónssonar
prests á Mælifelli, en hann var
sonur Sveins læknis Pálssonar.
Móöir sr. Stefáns á Þóroddsstaö
var Hólmfriöur dóttir sr. Jóns
Þorsteinssonar sem Reykja-
hliöarætt er frá komin, en kona
hans og amma sr. Stefáns
Eggertssonar var Anna Ingi-
björg, dóttir K-ristjáns Jóhannes-
sonar á Núpum, en hann var
bróðir Sigurjóns á Laxamýri og
er mörgum kunnur vegna kvæðis
þess er Guömundur á Sandi orti
eftir hann. Kona Eggerts Stefáns-
sonar og móöir sr. Stefáns
Eggertssonar var Yrsa dóttir
Jóhannesar Hansen kaupmanns i
Reykjavik.
Stefán Eggertsson tók
stúdentspróf á Akureyri 1940 og
embættispróf I guöfræöí viö
Háskóla Islands 1944. Hann var
settur prestur I Staöarhrauns-
prestakalli strax aö námi loknu.
Þvi þjónaöi hann I 6 ár en var þó
drjúgan hluta úr ári erlendis viö
framhaldsnám og lagði þá stund
á helgisiöafræöi og kennimann-
lega guöfræöi i Lundúnum, en
kynnti sér einnig byggingu og
búnaö kirkna.
Sr. Stefán kvæntist 29. mai 1950
oger kona hans Guörún Siguröar-
dóttir, bónda i Vogi á Mýrum
Einarssonar. En það sama vor
var honum veitt Þingeyrar-
prestakalli i Dýrafiröi og þvi
þjónaöi hann slðan. Hann haföi
námsdvöl i Bandarikjunum 1962
og kynnti sér þá kirkjulega sam-
félagsaöstoð. Ariö 1966 var hann
viö nám i enskukennslu I Sviþjóö.
Þetta er sá ferill sem rakinn
veröur ihandbókum. En margt er
það fleira sem ástæöa er til aö
minnast aö skilnaöi.
Röskan aldarfjóröung var sr.
Stefán prestur á Þingeyri. Siöari
árin átti hann viö vanheilsu aö
striöa svo aö hann naut sin engan
veginn til fulls. Samt var hann sá
atkvæðamaður, aö áhrifa hans á
þróun mála I héraöi gætti svo að
skylt er aö minnast hans þess
vegna.
Þegar sr. Stefán kom til Þing-
eyrar 1950 var Eirikur Þorsteins-
son mjög farinnaö beita sér fyrir
þvi að Vestfiröir kæmust i sam-
band viö akvegakerfi landsins.
Hann fékk strax öruggan og ötul-
an liösmann 1 þeirri baráttu par
sem sr. Stefán var. Honum voru
samgöngumálin hjartans mál.
Seinna varö hann forgöngumaöur
I flugsamgöngum viö Dýrafjörö.
En þó aö hann ynni þar mikiö
starf og merkilegt einskoröaöi
hann sig engan veginn viö sam-
göngumálin. Hann tók virkan þátt
I félagsmálum sveitar sinnar og
héraös.
A sviöi félagsmálanna i Þing-
eyrarhreppi hygg ég aö hæst beri
starf sr. Stefáns aö slysavörnum.
Hann var formaöur slysavarnar-
deildarinnar Vörn á Þingeyri all-
an þann tima sem hann var þar.
Hann vann a aö málum hennar
meö óþreytandi árvekni og alúö
alla tiö enda margt til fyrirmynd-
ar um starf og búnaö deildarinn-
ar. Hann var mikill áhugamaöur
um fjarskipti og fylgdist undra
vel meö þvi sem bátar og bilar
létu frá sér heyra. Hefur enginn
mælt þá þjónustu og fyrirgreiöslu
sem hann annaöist þar sem
áhugamaöur.
Sr. Stefán var árum saman i
stjórn Kaupfélags Dýrfiröinga.
Hann var skólanefndarformaöur
og sýslunefndarmaöur og átti
sæti i fræösluráöi sýslunnar.
Hann var um skeiö i stjórn
Prestafélags Vestfjaröa og tiu ár
gegndi hann formennsku i
skógræktarfélagi sýslunnar.
Þetta yfirlit sannar, aö Vest-
firöingar hafa margsaö minnast i
sambandi viö sr. Stefán Eggerts-
son. Þó er enn ónefnd prestsþjón-
usta hans, en þar vil ég einkum
nefna starf þeirra hjóna aö æsku-
lýösmálum, enGuörúnkona hans
reyndist Þingeyri vel I félagsmál-
um. Mun hún og hafa verið manni
sinum ómetanleg stoö i störfum
hans oglifi yfirleitt, svo aö aldrei
veröigreint hver þáttur hennar er
i starfi hans, og er þaö raunar
ekki annað en þaö sem titt er
þar sem vel tekst til um sambúö
og hjónaband.
Sr. Stefán gekk fast fram i
stuðningi viö áhugamál sin.
Stundum fannst mönnum aö hann
legði sig svo fram. viö þaö sem
hann vann að hverju sinni aö
hann gleymdi flestu ööru á
meöan. Skaplyndi hans var þann-
ig, aö honum var engin hálfvelgja
eiginleg. Og hann var I hópi
þeir ra manna sem þaö er gefiö að
sjá stundum alls ekki þaö sem
mælir gegn óskum þeirra.
Nokkrum sinnum var ég nætur-
gestur hjá sr. Stefáni. Þaöan á ég
ýmsar ógleymanlegar minning-
ar. Hannhafðiyndi af að ræöa viö
gesti sina og sat gjarnan viö þaö
langt fram á nóttu. Fjarri fór þvi
aö viö værum alltaf sammála.
Honum var ekki eiginlegt aö fela
þaösem á milli bareöa sneiöa hjá
þvi, enda baöst ég ekki undan
rökræðum og þrefi.
Fylgi sr. Stefáns við náttúru-
vernd og landgræöslu leiddi til
þessaö hann talaöi stundum gegn
fjárbúskap og átti þá til aö kalla
sauðkindur meindýr. Hann var
hispurslaus og hreinskiptin í tali
og dró rökréttar ályktanir af
þeirri skoðun aö ofbeit spilli
landkostum. Vist þarf aö nytja
landiö meö gát, og þeir sem vara
við beitinni hafa hlutverki aö
gegna. Vandinn er sá aö láta
landiö batna og nýta þaðog nytja
svo aö þaö gefi meira af sér, þoli
meiri og meiri beit. Sr. Stefán var
einarður málfærslumaöur og i
viöræöum hugsaöi hann sem mál-
flutningsmaður fremur en dóm-
ari. Hann var vel máli farinn, en
enda flutti hann ræöur oft blaöa-
laust og talaði vel og skipulega,
en heföi kannski stundum mátt
gera skarpari skil á aöalatriöum
og hinu þýöingarminna.
Sr. Stefán Eggertsson var holl-
ur og trúr þjóðlegri, aldalangri
hefö islenskrarkirkju á þann veg
að hann tók af heilum huga þátt i
menningarlifi og félagsmálum
samtiöar sinnar utan kirkju-
veggjanna. Þegar hanner kvadd-
ur hinstu kveöju mjög fyrir örlög
fram aö okkur finnst kveöjum viö
meö þökkum sérstæöan mann
sem okkur þykir gott aö minnast.
H.Kr.
Skólahjúkrunar-
fræðingur
Viljum ráða hjúkrunarfræðing að skólun-
um á Sauðárkróki (1/2 staða) Upplýsingar
veitir formaður skólanefndar i sima 95-
5600 eða 95-5544.
Skólanefndin á Sauðárkróki.
Skólastjóra vantar
að barnaskóla Geitfellahrepps.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf sendist til Svavars Þor-
bergssonar, Hamarsseli, Geitfellahreppi
eða Guðmundar Magnússonar fræðslu-
stjóra Austurlands, sem gefa nánari upp-
lýsingar.
Umsóknarfrestur til 10. september.
Byggingaverkfræð-
ingur eða
tæknifræðingur
óskast til starfa á Verkfræðistofu Súður-
lands, Selfossi sem fyrst.
Upplýsingar i sima 99-1776.
rf
Innilegt þakklæti sendi ég vinum og vandamönnum fyrir
heimsóknir, gjafir og kveðjur á áttræöisafmæli minu þann
7. ágúst s.l. Ennfremur fyrir alla tryggð mér sýnda I veik-
indum minum.
Ágústa Sigbjörnsdóttir,
Ljósheimum 12.
é1
V
Hjartans þakkir til allra vina og vandamanna sem glöddu
mig með heimsóknum og á annan hátt á áttræöis afmæli
minu þann 4. ágúst s.l.
Þorbjörg Benediktsdóttir
Árbæ.
t
Ingimar Ingimarsson
frá Hnifsdal,
sem lést að heimili sinu, Bakkatúni 22, Akranesi, þann ni-
unda þessa mánaðar veröur jarösunginn frá Fossvogs-
kapellu mánudaginn 21. ágúst.
Jarðarförin fer fram kl. 3 siðdegis.
Þóra Einarsdóttir,
Bjarni Ingimarsson,
Margrét Ingimarsdóttir,
Rósamunda Ingimarsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og
jarðarför sonar okkar og bróöur
Hjartar Þórs Gunnarssonar
Sléttahrauni 28, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir viljum viö færa starfsfólkinu i Reykia-
dal og i Selbrekku 32, Kópavogi.
Hadda Hálfdánardóttir,
Gunnar Jóhannesson,
Jóhannes Gunnarsson,
Gunnar Gunuarsson.