Tíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. ágúst 1978 5 Verðlaunaafhending fyrir garðrækt „Græna byltingin” þróaðist og - sagði forseti bæjarstjórnar Kópavogs jókst MóL — A baksiöu Timans i gær voru birtar myndir af fegursta garöi Kópavogs, sem er aö Fögrubrekku 47, svo og snyrtileg- asta atvinnuhúsnæöinu, sem er aö Hamraborg 1-3. Tilefniö var, aö Fegrunarnefnd Kópavogs hefur nýlega veitt verölaun og viöur- kenningar fyrir fagra og snyrti- lega garöa og fleira i Kópavogi fyrir sumariö 1978. Afhending verölauna og viöur- kenninga fór fram i siöustu viku i kaffisamsæti, sem Fegrunar- nefndin bauö til. Hófst athöfnin á þvi, aö formaöur Fegrunarnefnd- arinnar, Einar I. Sigurösson, sagöi nokkur orö. Siöan ávarpaöi forseti bæjarstjórnar, frú Helga Sigurjónsdóttir, gestina og bauö þá velkomna. Sagöi hún, aö I Kópavogi heföi oröiö „græn bylt- ing”, sem ekki heföi dáiö út, held- ur þróast og aukist. Talaöi hún um unglinga Kópavogs i Vinnu- skóla Kópavogs og þeirra mikil- væga þátt I grænu byltingunni. Forseti bæjarstjórnar fór siöan nokkrum oröum um tilkomu Fegrunarnefndar Kópavogs og rakti hún sföan núverandi skipan nefndarinnar: Einar I. Sigurösson, heilbrigöis- fulltrúi, formaöur Friörik Guömundsson, bygginga- fulltrúi Hermann Lundholm, garöyrkju- ráöunautur og fulltrúar klúbbanna i ár voru: Kristinn Kristinsson, f. Lions- klúbb Kópavogs Kristinn Skæringsson, f. Rotary- klúbb Kópavogs en forseti þakkaði nefndarmönn- um störf þeirra. Sföan afhenti forseti gestunum verölaun og viöurkenningar, og þakkaöi þeim framlag þeirra til þess aö bæta og gera umhverfiö f bænum manneskjulegra. Þá tók til máls form. Lions- klúbbs Kópavogs, Kristinn Kristinsson og ræddi um mikil- vægi fegrunar bæjarins og enn- fremur ræddi hann um þátt klúbbanna og störf fulltrúa þeirra meö Fegrunarnefnd Kópavogs. Sagöi hann gestina og bæjarbúa almennt hafa náö miklum árangri f þvl aö fegra bæinn og þakkaöi hann gestunum sérstak- lega hiö árangursrlka starf þeirra. Þeir sem hlutu verölaun og viöurkenningar i ár voru: Fagrabrekka 47 eig. Hildur Kristinsdóttir og Gunnar S. Þor- leifsson.en þau hlutu heiöursverö- laun bæjarstjórnar Kópavogs fyr- ir fegursta garöinn f Kópavogi sumariö 1978. Hátröö 4æig. Guörún Zakarlas- dóttir og Sölvi Valdimarsson en þau hlutu verölaun Lionsklúbbs Kópavogs og Rotaryklúbbs Kópa- vogs fyrir fagran og snyrtilegan garö sumariö 1978. Sunnubraut 26,eig. Gréta Páls- dóttir og Ragnar Arinbjarnar, en þau hlutu verðlaun Lionsklúbbs Kópavogs og Rotaryklúbbs Kópa- vogs fyrir fagran og snyrtilegan garö sumariö 1978. Hrauntunga 101, eig. Elsa H. Oskarsdóttir og Jón R. Björgvins- son.en þau hlutu viöurkenningu fyrir snyrtilegan og fagran garö sumariö 1978. Starhólmi 16 eig. Anna Alfons- dóttir og Harry Sampsted, en þau hlutu viöurkenningu fyrir snyrtilegan og fagran garö sum- ariö 1978. Hamraborg 1-3 húsbyggjendur Falur h.f., Raffell h.f., Blóma- höllin s/f og Skóverslun Kópavogs en þeir hlutu viöurkenningu fyrir skjótan og snyrtilegan frágang húss og ióöar. oc ALFA-LAVAL Ritari Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið, Arnarhvoli. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið óskar að ráða hið fyrsta vanan vélritara til starfa i aðalskrifstofu ráðu- neytisins. Auk alhliða skrifstofustarfa yrði helsta verkefnið vélritun eftir segulbandi eða handriti. Góð kunnátta i Norðurlanda- málum og ensku er þvi nauðsynleg. Laun og önnur kjör, eru skv. kjara- samningum opinberra starfsmanna. Umsóknir er greini menntun- og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir nk. mán- aðamót. Til sölu Bændur - Athugið! að panta ALFA-LAVAL RÖRMJALTAKERFIN sem fyrst, þar sem verðhækkun frá verksmiðju er væntanleg í lok september VHjum benda á að 50% stofnlán fæst út á mjaitakerfi Lausar stöður Aður auglýstur umsóknarfrestur um kennarastöður I hag- fræði og viðskiptagreinum og eölis- og efnafræði við Fjöl- brautaskólann á Akranesi framlengist hér með til 25. þ.m. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfis- götu 6, Reykjavík. — Umsóknarblöö fást I ráöuneytinu. Menntamálaráðuneytið. 9. ágúst 1978. atvinna vel verkað, vélbundið hey. Upplýsingar i sima (96)6-31-76. Kaupfélögin UM ALLTIAND Snmband islenzkra samvinnufelaga VÉLADEILD Armula 3 Reykjavik simi 38900 Kínverska fimleikafólkið á íslandi Síðasta sýning kínverska fimleikafóiksins hér á landi er í kvöld ki. 20.30. Samkvæmt ósk kinverska fim/eikafólksins mun ís/enskt fimieikafóik koma fram á þessari sýningu. Fimleikasamband íslands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.