Tíminn - 27.08.1978, Page 6
6
Sunnudagur 27. ágúst 1978
r
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur.
framkvæmdastjórn og’ auglýsingar Siftumúla 15. Simi
86300. • ....
Kvöldsfmar biaftamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verft i lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á
mánufti.
Blaftaprenth.f.
V
Erlent yfirlit
Japanir ætla að
efla varnir sínar
1. september
Næstkomandi föstudag kveða kjarasamningar
svo á að bæði grunnkaupshækkun og visitöluhækk-
un eigi að verða á öllu kaupgjaldi i landinu.
Næstkomandi föstudag hafa fulltrúar atvinnu-
veganna gefið til kynna að rekstrarstöðvun verði
ekki lengur umflúin, ef ekki verður að gert, og að
allar horfur séu á að allt atvinnulif landsins stöðv-
ist siðan á einnar til tveggja vikna timabili.
Næstkomandi föstudag mun enginn Islendingur
lengur efast um það að um veruleg vandamál er að
ræða i islenskum atvinnu- og efnahagsmálum. Þá
mun enginn lengur fjasa um illvilja stjórnvalda
eða fjandskap við vinnandi fólk.
Næstkomandi föstudag fellur vixillinn sem sleg-
ist var um siðastliðinn vetur og i kosningunum i
vor.
Forystumenn allra stjórnmálaflokkanna hafa
nú að undanförnu viðurkennt hvað það verður sem
dynur yfir þjóðina i upphafi septembermánaðar ef
ekki verður að gert, og forystumenn fráfarandi
rikisstjórnar hafa itrekað fyrri varnaðarorð sin.
Það vakti athygli, þegar Lúðvik Jósepsson
stöðvaði tilraunir sinar til stjórnarmyndunar, að
hann lagði á það áherslu að hér væri allt að komast
i þrot og strand og þvi yrði að hraða stjórnar-
myndun. Benedikt Gröndal, formaður Alþýðu-
flokksins, hefur tekið undir þessi ummæli Lúðviks.
Þannig hafa þessir tveir stjórnmálaleiðtogar
tekið undir margendurtekin varnaðarorð fráfar-
andi rikisstjórnar.
Auðvitað væri það fráleitt að fara nú að rifja upp
öll þau orð og ummæli sem fallið hafa um vanda
efnahagslifsins i sviptingum stjórnmálanna á
þessu ári. Nú skiptir það öllu máli að menn taki
höndum saman og snúist af alefli gegn vandanum.
Það er ekki aðeins að félagshyggjumenn æskja
rikisstjórnar vinstri aflanna. Það er ekki aðeins að
öll þjóðin veit að engum manni er betur treystandi
til styrkrar forystu en Ólafi Jóhannessyni. Það er
ekki aðeins að umleitanir undan farinna vikna
hafa sýnt að Framsóknarflokkurinn einn getur
höggvið á hnútana sem reyrðir hafa verið i is-
lenskum stjórnmálum.
Það sem langsamlega mestu máli skiptir nú i
þeirri viku sem er að renna upp er að ábyrg og
samstæð rikisstjórn verði tekin til starfa fyrir
næstkomandi föstudag og að fyrstu ákvarðanir
hennar um efnahagsmál og atvinnuöryggi lands-
manna taki gildi umsvifalaust.
Það er eðlilegt að allir menn eigi sér sina óska-
lista og framtiðarsýnir i stjórnmálunum. Að sinni
höfum við Islendingar ekki efni á sliku. Nú verður
að taka i taumana og tryggja rekstur atvinnulifs-
ins i landinu, atvinnuöryggi fólksins og sæmilega
afkomu eftir þvi sem þjóðarhagur leyfir heimilun-
um annars vegar og fyrirtækjunum og hinu opin-
bera hins vegar.
Aðeins nokkrir dagar eru til stefnu ef ekki á að
vera komið i ófyrirsjáanlegt óefni sem hlýst af þvi
að atvinnulifið byrji að falla saman.
Nú má engan tima missa.
Þeir óttast Sovétrfkin og Kina
Fukuda forsætisráftherra Japans.
SA ATBURÐUR gerðist i
Tókýó seint i júli mánuði að
formaður japanska herráös-
ins, Hiroomi Kurisu hers-
höfðingi, sagði af sér for-
mennskunni samkvæmt bein-
um fyrirmælum varnarmála-
ráðherrans, Shin Kanemaru.
Tilefnið var það, að Kurisu
hafði verið óspar á ýmsar
yfirlýsingar, sem ekki þóttu
samrýmast þeirri stefnu sem
Japan hefur fylgt i varnar-
málum eftir striðslokin 1945.
Samkvæmt samningum, sem
Japan gerði þá við Bandarikin
mega Japanir ekki hafa nema
litinnher, eingöngu til varnar.
Til tryggingar þvi, aö þetta
fyrirheit yrði haldið voru sett
ákvæði i hina nýju stjórnar-
skrá landsins sem sniöa vig-
búnaði þess mjög þröngan
stakk. Þessari stefnu hafa
japönsk stjórnarvöld fylgt
dyggilega til þessa og viröist
hún hafa fallið almenningi vel
i geð. Einkum hafði þess verið
vel gætt, að ekkert frávik frá
þessari stefnu kæmi fram i
opinberum yfirlýsingum. Þess
hafði Kurisu ekki gætt nægi-
lega. Meðal annars lét hann
svo ummælt snemma á þessu
ári, að Japanir hefðu ekki
nægilegan eða réttan vopna-
búnað til að tryggja varnir
landsins, en raunhæfustu
varnirnar væru fólgnar i þvi
að hugsanlegur árásaraðili
gerði sér grein fyrir, að árás
hans yrði endurgoldin og þvi
treysti hann sér ekki til að
gera hana. Þetta var ekki
hægt að skilja ööru visi en að
Kurisu teldi nauðsynlegt að
búa japanska herinn árásar-
vopnum. Nokkru siðar lét
Kurisu þau orð falla að sam-
kvæmt gildandi lögum mætti
japanski herinn ekki snúast til
varnar að eigin frumkvæði
heldur yrði hann að biða eftir
fyrirmælum aö ofan. Herinn
yrði sjálfur að fá ákvörðunar-
vald I þessum efnum.
1 júnimánuði bætti Kurisu
svo við þriðju yfirlýsingunni,
sem kom stjórninni verst. Hann
skýrði frá þvi að Rússar væru
að undirbúa miklar heræfing-
ar á þeim hluta Kurileyja,
sem þeir hafa haldið siðan
siðari heimsstyrjöldinni lauk.
Rússar mótmæltu þessu sem
tilhæfulausu og varð varnar-
málaráðherrann að biðjast af-
sökunar á fréttaburði hers-
höfðingjans, sem reyndist
byggður á flugufréttum. Eftir
það þótti ekki tilhlýðilegt, aö
hann væri áfram formaður
herráðsins.
ÞEIR fréttaskýrendur er-
lendir sem þykja fylgjast
einna bezt með japönskum
málefnum, telja að i reynd
hafi Japansstjórn hér hengt
bakara fyrir smið. Japönsk
stjór narvöld haf i unnið að því i
kyrrþey að efla herinn með
þvi að búa hann nýjum og full-
komnari vopnum. Að vissu
leyti er þetta eðlilegt, þvi að
flest vopn hans nú, séu að
verða úrelt. En ótvirætt sé þó,
að verið sé að efla hann með
hinum nýja og fyrirhugaða
vopnabúnaði. Þessi viðbrögð
japanskra stjórnarvalda reki
m.a. rætur til þess að þau hafi
fram til loka Vietnam-
sty rjaldarinnar treyst á
varnarsáttmálann við Banda-
rikin, sem heitir aöstoð við
Japan, ef á það yrði ráðist.
Trúin á þeim samningi hafi
minnkað eftirþetta. Þá ýti það
undir þennanóttaaðBandarik-
in ráðgera að draga her sinn
frá Suður-Kóreu. Japanir
treysti af þessum ástæðum
minna á aðstoð Bandarlkj-
anna en áður og telji hyggileg-
ast aðverðasem mest sjálfum
sér nógir, hvað þetta snertir.
Eins og er munu Japanir
telja að þeim stafi mest hætta
frá Sovétrikjunum eöa geti
stafað þaðan enda eru Sovét-
rikin nú eina herveldið á þess-
um slóðum sem gæti sótt
Japan heim, þegar Banda-
rikjunum sleppir. En Kinverj-
ar eru byrjaðir að vigbúast og
gætu þvi ógnað Japan eftir
nokkurntfma, þrátt fyrir hinn
nýgerða friðar- og vináttusátt-
mála. Japanir telja vigbúin
risaveldi kommúnismans tor-
tryggilega nábúa og álita þvi
heppilegast að vera við öllu
búnir i framtiðinni. Þess gæta
þeir ekki, að bæði Rússar og
Kinver jar kunna einnig að lita
vigbúnað Japans tortryggnum
augum, þvi' að Japanir hafa
sótt báða heim og reynzt
sigursælli.
FYRIR vestræn riki valda
vigbúnaðarfyrirætlanir Jap-
ana nokkrum áhyggjum, þótt
af öðrum ástæðum sé. I kjölfar
þeirra ráðgera Japanir að
koma fótum undir vaxandi
hergagnaiðnað. Þeir hyggjast
framleiða hergögn sin að
verulegu leyti sjálfir, en jafn-
framt myndu þeir einnig hefja
sölu á hergögnum. Flest
bendir til, að þeir yrðu fljótir
að koma upp slikum iðnaði,
þar sem þeir geta I mörgum
tilfellum stuðzt við upp-
götvanir og hönnun annarra
en þurfa ekki aö byggja frá
grunni. Sennilega yrðu þeir
fljótir að bæta og fullkomna
það, sem þeir fengju þannig
upp i hendurnar. Vestrænir
vopnaframleiðendurmunu þvi
ekki að ástæðulausu vera
farnir að óttast samkeppni við
Japani á þessu sviði. Hefji
Japanir vopnaframleiðslu og
verzlun aö ráði gæti þess oröið
skammt að biða að þeir næðu
ekki lakari árangri þar en i
framleiðslu bifreiða og sjón-
varpa, þar sem þeir hafa
reynzt hinir skæöustu keppi-
nautar vestrænna framleið-
enda.
Þ.Þ.
JS
Japanskir
hermenn á göngu.