Tíminn - 27.08.1978, Page 13
I
„Þetta var mest ganga en litiö
sem ekkert klifur”, segir Guöjón.
„Viö vorum þó bundnir saman.
Mestu erfiöleikarnir stöfuöu hins
vegar af hinu þunna lofti og fékk
einnokkar „hæöaveiki”. Hún lýsir
sér i þviaö menn fá uppköst, svima
og höfuöverk og stafar hún af súr-
efnisskorti. Við hinir uröum lika
hálf-slappir. Nú — svo komum við
upp i birtingu næsta morgun um kl.
7.”
A skólanum: Einn nemenda aö æfa sig aö klffa upp lóörétt berg.
„Einn kennaranna haföi næstum
hrifist með snjóflóöinu, þvi hann
var ótryggður — þ.e.a.s. ekki i
1 bandi. Honum tókst þó að gripa i
mig en annars heföi hann steypst
niður hundruð metra og ltklega
drepið sig. Við vorum ekki hræddir
þrátt fýrir þennan háska þvl að
kennararnir voru með eindæmum
öruggir.”
Á tindinum
— Fóruð þið ekkert upp á eigin
spýtur — „kennaralausir”?
„Jú, jú”, flýtir Guðjón sér að
segja .„Fyrst reyndum við að ganga
á Eigertind, þann sama og Clint
Eastwood kleif i kvikmynd sem
sýnd var hérna fyrir nokkru, en
urðum að gefast upp vegna veðurs.
Þá héldum við á Mont Blanc og þar
urðum við að biða i heila viku eftir
færi”.
— Hvernig gekk upp?
„Þannig háttar”, segir Þór, „að
við tókum lest upp í 2500 metra hæð
og gengum slðan upp I skála nokk-
urn sem er i 4000 metra hæð. Næstu
nótt lögðum við á tindinn og geng-
um þangað I einum áfanga, en hann
er um 4800 metra hár.”
— Af hverju á nóttu?
„Þá er snjórinn harður og góður
yfirferðar en á daginn bráðnar
hann af sól og gerir það göngur
erfiðar.”
Sáu mann hrapa
Nö verður stutt hlé á máli þeirra
félaga og er Þór djúpt hugsi en seg-
irsvo: „Viðsáummann hrapa þeg-
ar við vorumá leiöinni upp og var
það heldurdapurlegsjón. Hannvar
á niðurleið og ætlaði að stytta sér
leið yfir svellbunka en missti fót-
anna og steyptist niður, því hann
var ekki i bandi. Við vissum aldrei
hvernig honum reiddi af, en þó
finnst mér óliklegt að hann hafi lif-
að þetta af, þvl hann steyptist niður
mörg hundruð metra I loftköstum.”
„Annars fannst mér menn fara
ógætilega þarna”, gripur Guðjón
inn í, „sérstaklega gagnvart öðr-
um. Menn ruddust upp þannig að
steinaflugið stóð afturúr þeim og
fann maður stundum þytinn þegar
grjótið flaug niður brattann”.
— Nú svo komust þið upp —• og
hvernig var þarna uppi?
„Fjallasýn var við og fögur”,
segir Þór og gerist skáldlegur, „og
útsýnið frábært. Þannig sáum við
Matterhorn risa upp úr mistrinu i
u.þ.b. 100 km fjarlægð, en niðri i
dölunum var mistur.
„Annars er nú litið hægt að lýsa
þessu i orðum”, segir Guðjón.
„Það var svo hrikalegt útsýni
þarna— svo héldum við niður og af
þvi er nú litið að segja”.
Löng þögn...
Eftir að hafa heyrt þessa
ferðasögu ákváðum við að skyggn-
ast aðeins inn I hugskot þeirra f jall-
göngugarpa og beindum þvi nokkr-
um persónulegum spurningum til
þeirra.
— Eruö þið aldrei hræddir þegar
þið dinglið svona I lausu lofti?
Núvarðlöngþögnog fjallamenn-
irnir sukkudjúpt iháleitar hugsan-
ir sinar.
„Ég skynja hættuna, en fer þó
ekki að skjálfa”, segir Þór og
leggur þunga i orðin. „Yfirleitt
grípur mann ekki ofboð þegar
maður finnur þessa hræðslutil-
finningu hrislast um sig, heldur
reynir að meta hættuna og
Kimm Islendingar á Mont Blanc — taliö frá vinstri: Guöjón Magnússon,
Kúnar Nordquist. Jón E. Kafnsson, Þór Ægisson og Óli R. Gunnarsson.
Ilátindur Mont Blanc I baksýn. Torkennilegir tslendingar I forgrunni.
bregðast við af yfirvegun þvi það
versta sem getur hent mann er aö
verða stjarfur.”
„Núorðiðhefur maður þá reynslu
tilaö bera að maðurþekkir sin tak-
mörk og veit þá hvenær á að snúa
við áður en út á hálan is er komið”
bætir Guðjón við.
— Hvað er það sem þið sækist
eftir þegar þið klifiö fjöll?
„Ég fer í tvenns konar tilgangi”,
segir Þór. „Annars vegar til að
njóta náttúrunnar og raunar byrj-
aði þetta fjallasport þannig — hins
vegar til aðöðlast reynslu og bæta
við þekkingu mina. Ég skal þó ekki
neita þvi að maður fer einnig til aö
lenda I ævintýrum og spennu.”
„Já ég held að maður vilji upp-
lifa ævintýriog eitthvað nýtt,” seg-
ir Guðjón og tekur undir orð Þórs:
„Svo lærir maður á sin takmörk,
hvað maður getur og hvað ekki.
Einnig lærir maður aö treysta öðr-
um.”
„Þvi má ekki gleyma”, bætir Þór
við, ,,að sem meðlimir i Flugbjörg-
unarsveitinni verðum viö að halda
okkur i þjálfun og reyna sem flest.
Við verðum að vera viðbúnir að
fara i erfiða björgunarleiðangra og
verafærir um að mæta þeim erfið-
leikum sem upp koma”.
„Draumatindurinn”
— Hver er draumatindurinn,
hvað stefnið þið „hátt”?
„Þessu er nú erfitt að svara”,
segir Guðjón og berar tennurnar.
„Við ætlum að ganga á Mt. McKin-
ley i Alaska, en það er hæsta fjall
Ameriku — rúml. 6000 metra hátt
og eitt kaldasta fjall veraldar. Sú
ferð er fyrirhugað á næsta ári. Þá
erum við að hugsa um að ganga á
skiöum yfir Kjölog fara i klifurferð
til Grænlands”.
Okkur veröur hroilkalt við til-
hugsunina eina samanog ákveöum
aðslita talinuáðuren þeim tekst aö
„plata” okkur með. Við ósk-
um þeim þó góðs gengis og þ(8ckum
að lokum fyrir spjallið.
FLUCFÉLAC LOFTLEIDIfí
ISLAJVDS
Tll NenYork
að sjá þaö nýjasta
Tækni — eöa tískunýj ungar, þaö nýjasta í
læknisfræði eöa leiklist, þaö sem skiptir máli í
vísindum eöa viðskiptum.
Þaö er í rauninni sama hverju þú vilt kynnast
- þú finnur þaö í Bandaríkjunum - þar sem
hlutimir gerast,
New York er mikil miöstöð hvers kyns lista,
þar eiga sér staö stórviðburðir og stefnumótun
í málaralist, leiklist og tónlist svo dæmi séu
nefnd.
Frá New York er ferðin greið. Þaöan er stutt í
sól og sjó suður á Flórida — eöa í snjó í
Colorado.
Svo er einfaldlega hægt aö láta sér líða vel viö
aö skoöa hringiðu fjölbreytilegs mannlífs.
New York - einn fjölmargra
staða í áætlunarflugi okkar.