Tíminn - 27.08.1978, Page 23

Tíminn - 27.08.1978, Page 23
Sunnudagur 27. ágúst 1978 23 Siglingar sem íþrótt Siglingasamband islands var stofnað 25. október 1973 og var stofnfundur sambandsins haldinn i húsakynnum Í.S.I. i Laugardal, þar sem samband- ið hefur aðsetur, eins og önnur sérsambönd innan i.S.i. Stofnaðilar að S.i.L. voru fimm talsins, en til stofnfundarins komu fulltrúar frá UMSK, IBR, IBA, ÍBH og HSÞ. i lögum S.I.L. segir að markmið sambandsins sé aðefla og styðja siglingar sem íþrótt á þar til gerð- um bátum í samræmi við alþjóðareglur um sigling- ar. Siglingar eru íþrótt sem bæði má stunda á sjó og vötnum og ennfremur segir, að S.i.L. leggi mikla áherslu á að öllum öryggisákvæðum sé fylgt út i æs- ar við allar siglingar, hvar sem svo þær eru stund- aðar. ieír siglt ekki haft fjárhagslegt bolmagn til þess að taka þátt i þeim erlendu siglingamótum sem okkur hefur staðið til boða að taka þátt i. Af öðrum liðum má nefna, að við fengum hingað til lands fyrir nokkru skoska landsliðsþjálfar- ann i siglingum, og vonum við að við getum fengið hann aftur hing- að til lands næsta sumar, en þess má geta að við teljum að það hafi haft gifurlega mikið að segja að fá hingaö slikan mann til þjálf- arastarfa og höfðum við mikið gagn af. Fyrst ég er farinn að minnast á fræðslumálin er rétt að geta þess að á starfsáætlun S.I.L. er gert ráð fyrir þvi aö halda námskeiö i siglingum hérlendis, og þá með tilliti til Grunnskóla I.S.Í. í þvi sambandi biöur okkar mikiö verkefni við að semja kennslu- gögn á islensku en þau hafa engin verið fyrir hendi áður. Þing alþjóöa siglingasam- bandsins veröur haldið i nóvember n.k., og eigum við aðild að sambandinu, en hvort verður af þátttöku okkar I þessu þingi, það fer allt eftir fjárhagnum, sagði Brynjar Valdimarsson að lokum. —ESE Unglingar taka æ meiri þátt i siglingalþróttinni og jafnt af báðum kynjum. Ný bök: Svartfugl Gunnars Gunnarssonar ásamt ritgerð eftir Sveín Skorra Almenna bókafélagið hefur sent frá sér nýja útgáfu af skáld- sögunni Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson —aðþessusinni sem pappi'rskilju. Bókin er gefin út með hliðsjón af notkun viö bók- menntakennslu i skólum, og með þaö i huga hefur Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor skrifað um söguna ýtarlega ritgerð, sem birt er hér sem eftirmáli. Hér er um aö ræða sögugreiningu með þeim aöferðum, sem nú eru not- aðar i bókmenntakennslu. Auk þessa hefur Eysteinn Þorvalds- son menntaskólakennari samiö orðskýringar við söguna, einnig kafla, sem hann nefnir Nokkur atriöi til ihugunar, og loks Verk- efni varöandi söguna i heild. Svartfugl fjallar, eins og kunn- ugt er, um hin viðfrægu Sjöundár- mál — er sakamálasaga i orðsins fylistu merkingu, þvi aö auk þess aö vera spennandi veröa áhrifin af henni þannig aö þau knýja lesandann til umhugsunar um sálarlif, ábyrgð, sekt og sýknu. Sveinn Skorri tekur skýrt fram i ritgerð sinni, að túlkun hans sé aöeins ein leið af fleiri til skiln- ings á sögunni. Hann segir: ,,Ef sú leið, sem hér er farin inn I ver- öld Svartfugls, getur opnað les- endum fleiri vegu til hugmynda- vekjandi upplifunar á sögunni er vel farið, en fyrir þvi skulu grein- insjálfsem ogsagan, er hún f jall- ar um, lesnar gagnrýnu auga að endanleg bókmenntaskýring er ekki til.” Þessi nýja útgáfa Svartfugls er 270 bls. aö stærð, þar af er sagan sjálf 225 bls., ritgerð Sveins Gunnar Gunnarsson Skorra 32 bls. og athugagreinar Eysteins Þorvaldssonar 11 bls. Bókin er unnin I Prentsmiðj- unni Odda. Sértilboð meðan birgðir endast VERÐ AÐEINS 66.322

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.