Tíminn - 27.08.1978, Side 24

Tíminn - 27.08.1978, Side 24
24 Sunnudagur 27. ágúst 1978 Wimvm Anthon Mohr: Árni og Berit FERÐALOK Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku barnatíminn Það hvarf aftur, en kom bráðlega aftur i ljós, skærara og bjartara en fyrst. „Sjáðu Berit!” kallaði Arni. ,,Þetta hlýtur að vera vitinn á Hawaii, austustu og stærstu eyjunni i þess- um eyjaklasa. Manstu i fyrra er við stóðum á þilfari þýska herskips- ins og sáum ljósblikið af vitanum i Midway-eyju sem er vestast. Margt hefur á dagana drifið siðan”. Um nóttina var litið sofið. Skipstjórinn bjóst við að koma til Honululu um kl. 6 um morguninn, hinn 24. ágúst 1915. Systkinin stóðu ferð- búin við borðstokkinn, er skipið skreið inn i leg- una. Hér var yndislega fagurt. Gróðurinn liktist hitabeltisgróðri en loftið var hressandi og tært. Inni á eyjunum blöstu fjöllin við sýn, fögur og tiguleg. Berit hélt, að hún hefði aldrei séð borg, sem átti fegurra bæjarstæði. Hér áttu þau þá að dvelja. Hér áttu þau loks að eignast fast heimili og voru laus við öll ferðalög um sinn. Ef heimili Kristjáns frænda þeirra nálgaðist umhverfið, þá hlaut að vera dásamlegt að dveljast hér. Strax og skipið nálg- aðist, kom fjöldi báta frá landi og umkringdi skip- ið. Bátarnir voru hlaðnir fólki frá eyjunum#ungu fallegu og hraustlegu fólki. Flestir voru naktir niður að mitti og næst- um allir með blómafest- ar um háls og herðar. Fólkið söng og æpti, stakk sér i sjóinn og bauð blóm og blómafest- ar til kaups. Ilmandi hvit blóm — var fyrsta kveðjan sem þau syst- kinin fengu frá landinu, sem átti að verða heim- kynni þeirra. 8. Að litilli stundu liðinni kom vélbátur út að skipshliðinni. Aftur i bátnum sátu nokkrir tollverðir, og hjá þeim miðaldra maður með gránað hár. Systkinin horfðu með mikilli eftirvæntingu á þennan mann. Gat það verið að þetta væri Kristján frændi þeirra. Þau höfðu séð myndir af honum heima hjá sér i Noregi fyrir mörgum árum en þau mundu ekki vel, hvernig hann leit út, enda var svo langt siðan. En nú kom hann nær. Jú, þetta hlaut að vera hann. Hann var svo likur mömmu þeirra, að það var sem hún væri hér ljóslifandi. Andlitssvip- urinn var sá sami, sömu drættimir og sömu blið- legu bláu augun, — aðeins var allt stór- skornara og svipmeira en hjá móður þeirra. ,,Kristján frændi! Kristján frændi!” hróp- aði Berit. „Loksins er- um við hér!” Frændi þeirra brosti og veifaði til þeirra. „Hjartanlega velkomin bæði tvö. Það var sannarlega kominn timi til, að þið kæmuð. Ég hef nú beðið eftir ykkur i þrjú ár. Gott var að þið komuð áður en ég varð niræður”. Systkinin voru fljót að afgreiða sig i tollin- um, og i flýti kvöddu þau Lindu og pabba hennar, en þau bjuggu i nágrenni við frænda þeirra. „Loksins”, sagði Berit og fleygði sér um háls- inn á frænda sinum. Henni fanst það yndis- legt, að vera komin til hins fyrirheitna heimil- is. Billinn stóð á bryggj- unni og beið þeirra. Við stýrið sat ungur Malaji. Berit fannst borgin Honolulu yndisleg. Göt- ur borgarinnar voru yfirleitt breiðar og raðir af margskonar trjám meðfram þeim, sem gerði þær skuggsælar. Umhverfis húsin voru yfirleitt grasblettir, en myndarlegir skraut- garðar umhverfis sum. Búðimar vom iburðar- miklar og fullar af alls- konar skrautlegum varningi og hér og þar um borgina voru skraut- leg gisti- og veitingahús. Við ströndina voru bað- staðirnir yfirfullir árið un kring. Loksins var stað- næmst við heimili Krist- jáns frænda. Heim að húsinu var ekið eftir löngum trjágöngum með blómskrýdd ilm- andi akasiutré til beggja hliða. Siðan var ekið i gegnum opið „port” inn að húsabaki en bæjar- húsin öll mynduðu fer- hyrning utan um ,,húsa- garðinn”. Þarna vom byggingar fyrir vinnufólkið, skepnurnar, uppskeruna og geymslur fyrir áhöld, vélar og margskonar vinnutæki. Aðalbyggingin sneri að trjágöngunum. Það var skrautleg bygging úr múrsteinum, tvær hæðir. Útsýn úr glugg- um hallarinnar var fög- ur. Þar sá yfir frjósama akra, blómgaða skóga, fjöll og úthaf. Allt húsið angaði af blómailmi. Þar skeil sólin glatt og loftið var hressandi og tært. Hér hlaut að vera gott að dvelja. Tvö stór herbergi á efri hæðinni voru ætluð systkinunum. Farangur þeirra var litið annað en fötin sem þau stóðu i, og ekki leið þvi á löngu, að þau hefðu þvegið sér og snyrt og setst að hádeg- isverði. Hann var fram reiddur i hornstofu á neðri hæðinni, og meðal réttanna var norskur geitarostur en slíkt sæl- gæti höfðu þau systkinin ekki bragðað siðan þau fóru að heiman frá Nor- egi. Nú voru þau aftur heima — Það fundu þau bæði. 9. Á meðan þau voru að borða, sagði Kristján frændi allt i einu: „Það er alveg satt. Hingað er komið heil- mikið af bréfum til ykk- ar. Flest em þau til þin Berit og sum þeirra mjög gömul. Liklega um tvö ár siðan þau komu”. Hann náði siðan i stór- an bréfabunka i skrif- borðinu sinu og fékk þeim. Um leið og Berit leit á bréfin þekkti hún rithönd Alexej. Það voru alls 19 bréf frá honum. Auk þess fékk Berit tvö bréf frá Tanja, póstlögð i Moskvu. Árni fékk aðeins tvö bréf og voru þau bæði frá Karli Stu- art frænda hans en hann var nú embættismaður i Kalkútta. Nokkur af bréfum Alexej voru skrifuð á Novaja Semlja og lögð i póst i Arkangelsk, það sá Berit á póstskimplin- um. Hin bréfin vom öll póstlögð i Moskvu og skrifuð árin 1914 og 1915. En eitt bréfið auð- sjáanlega nýskrifað var með ameriskum fri- merkjum og lagt i póst i Chicago. Berit reif það fyrst upp. Það var mjög stutt bréf, sem byrjaði á þvi, að siðustu mánuðina væri hann orðinn mjög hræddur um þau syst- kinin og óttaðist, að eitt- hvert óhapp hefði hent þau. Siðasta bréfið sem hann hafði fengið var bréfið, sem Berit hafði skrifað i Cuzco. 1 þvi bréfi hafði hún sagt, að Árni væri með fjall- göngumönnum, sem ætluðu að ganga á f jalla- tinda I námunda við Titicacavötnin og hafði hún sagt að hún vænti þeirra aftur eftir viku. Þvi næst sagði Berit i bréfinu, að ferðaáætlun- in væri sú að fara til Callao og þaðan með „Sunbeam” beina leið til Hawaii. Þetta bréf hafði Alexej fengið hinn 27. júni. Eftir þetta hafði Alex- ej ekkert frá þeim heyrt. Hann hefur þá ekki enn- þá fengið bréfið frá mér, sem ég skrifaði á Ama- son-fljótinu, sem póst- lagtvar i Belem”, hugs- aði Berit. Alexej skrifaði lika, að hann hefði oft spurt um þau simleiðis hjá frænda þeirra á Ha- waiieyjunum, en hann hefði ekkert um þau vit- að. „Já, það er alveg rétt”, svaraði Kristján frændi, er Berit innti hann eftir þessu. „Sið- ustu vikurnar hef ég fengið mörg fyrirspurn- ar-skeyti frá Moskvu, og hefur svarskeyti ætið verið greitt en alltaf varð ég að svara þvi, að ég hefði ekkert af ykkur frétt”. Nú sagðist Alexej vera orðinn mjög hræddur ( það var undirstrikað). Hann sagðist óttast, að ekki væri nú allt með felldu. Rússneska stjórnin hefði nú sent hann með stóran hóp manna til Bandarikj- anna til að kaupa ýmsar efnivörur i Chicago, en halda svo ferðinni áfram til San Francisco. Þar átti að skipa út vörun- um, sagði hann. Hann vonaðist til að hafa tima til að skreppa til Hono- lulu frá San Francisco. Hann hafði þegar pantað far með skipinu Express of Asia, sem legði upp frá San Francisco hinn 19. ágúst. Hann sagðist hafa litla von um að hitta hana þarna, en hann vildi þó koma til þess staðar sem ætti að verða heim- ili hennar, eins gæti hann þá fengið fulla vissu um það, hvað af þeim hefði frétst. Berit missti bréfið úr hendi sér. Hún skalf og titraði af æsingi. En allt i einu rétti hún úr sér. Skrifaði Alexej ekki, að hann legði upp hinn 19. ágúst. „Heyrðu frændi,” sagði Berit. „Hve lengi er skip á leiðinni frá San Francisco. Alexej segist leggja af stað hdnn 19. ágúst. Hvenær getur hann komið hér”?. „Snemma á morgun”, svaraði Kristján frændi og brosti glettnislega. Berit gat engu orði upp komið. Á morgun... á morg- un. .. Endir Auglýsið # 1

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.