Tíminn - 27.08.1978, Síða 26
26
Sunnudagur 27. ágúst 1978
Nútíminn ★ ★ ★
HE SHIRTS
Eins og kunnugt er þá
urðu miklar breytingar
og afdrifarikar í popp-
heiminum á síðasta ári,
bæði vestan hafs og
austan, þegar hið svo
kallaða punk rock/new
wave hélt innreið sina og
var það sannkölluð trölla-
reið. Miklar breytingar
urðu á hugsunarhætti
manna samfara þessari
innreið og „nýjar" og
gjörbreyttar lífsskoðanir
voru allt í einu í hávegum
hafðar. Það sem var nýtt
í gær var orðið gamalt,
staðnað og smáborgara-
legt í dag i augum hinna
nýju poppherra og fylgis-
manna þeirra, en þeir
sem voru gamlir í hett-
unni blésu aðeins fyrirlit-
lega á þessa tískubólu,
sem þeir töldu bæði and-
þjóðfélagslega og inni-
haldslausa að öðru leyti
og ekki þótti þeim hin
nýja stefna líkleg til að
lifa af veturinn. Svo
hefur farið sem margir
spáðu, að það afkáraleg-
asta og oft á tímum léleg-
asta sem rúmaðist innan
marka þessara stefnu,
lognaðist út af og einkum
voru hinir svokölluðu
„öskutunnuhljómlistar-
menn' bráðfeigir, en það
sem fáa grunaði var það
að rjóminn af þessum
listamönnum hélt velli og
nú er það svo að hinir
bestu meðal þeirra eru
viðurkenndir sem bæði
skapandi og sjálfstæðir
listamenn og það er takið
mark á skoðunum þeirra.
Nægir í þessu sambandi
að nefna menn eins og
Tom Robinson Nick
Lowe, Elvis Costello,
Graham Parker, og lan
Dury. Hljómsveitir eins
og Clash, Stranglers, Jam
og Bethenal.
Mest áberandi urðu
fyrrgn*ndar breytingar í
Bretlandi þar sem segja
má að orðið hafi bylting í
tónlistarlífi. Einnig hafa
orðið merkilegar breyt-
ingar í Þýskalandi og
víðar i Evrópu s.s. Hol-
landi. Punk/new wave
hafa ekki átt í eins mikl-
um mæli upp á pallborðið
i Bandarikjunum en samt
hafa nokkrar hljómsveit-
ir þar getið sér nafn sem
slíkar, t.d. Tubes, Devo
og hljómsveitin Shirts,
sem nú þykir ein at-
hyglí sverðasta hljóm-
sveit sem komið hefur
fram á síðari árum I dag
er það ætlunin að kynna
Shirts lítillega fyrir les-
endum í tilefni af þvi að
nýlega sendu þær (skyrt-
urnar, sem ættaðar eru
frá Brooklyn) frá sér
sina fyrstu plötu.
IMii 01*11 fio Ti clriTTti IITTIQI*” com fVÍlfÍQ
liU ClU pdU ^ohjll U1 lld.1 oUlll gllUd
Engir nýgræðingar
Það verður ekki sagt um
Shirts eins og svo margar aðrar
nýbylgjuhljómsveitir, að hún sé
komin beint upp úr öskutunn-
Annie Golden — imynd
sakleysisins?
unni, eða utan úr buskanum, þvi
að „Skyrturnar” hafa nú i ár
haldið hópinn um sex ára skeið
og er þeirra fyrsta alvöru
hljómplata, ,,The Shirts”,
árangur þessa 6*ira samstarfs,
afrakstur mikiliar vinnu og
svita i sama mæli. Það verður
að segja eins og er að^söngkona
hl jóm s veita r inna r, Annie
Golden, á mestan þáttinn i þvi
hvað oröið er úr hljómsveitinni i
dag. Ekki er gott að segja
hvernig farið hefði ef hún hefði
ekki töfraö Breta upp úr skón-
um og skyrtunum meö kyn-
þokka sinum og leik sinum sem
aðaistjarnan I nýrri kvikmynd
Milos Koreman sem gerö er
eftir söngleiknum „Hair”. Þetta
tvennt hefur haft gifurlegt aug-
lýsingagildi I för með sér og þaö
að Shirts eru komnir á toppinn i
dag er bein afleiðing þess.
Annie Golden
Eins og segir er Annie
Goiden, aðalsöngvari The
Shirts. Hún er fædd i Brooklyn I
Bandarikjunum fyrir 26 árum
og er hún komin úr irskri
strangtrúaöri kaþólskri, barn-
margri fjölskyldu þar fyrir
vestan. Eftir gagn-
fræða/menntaskóla vann hún
sem ritari hjá tryggingarféiagi,
en fljótiega eftir aö hún hóf störf
þar hitti hún Artie Lamonica,
sem nú er aðalgitarleikari
The
Shirts
Shirts. Artie heyrði hana rauia
„Gimme Shelter” með ein-
hverjum giymskratta I ein-
hverri veitingaholu og fékk
hann strax mikinn áhuga fyrir
Annie og taldi hana hafa mikla
hæfileika. Fljótlega eftir þetta
tókst samstarf með þeim sem
leiddi til þess að Shirts var
stofnuð fyrir sex árum. En svo
aö vikið sé að öörum meðlimum
hljómsveitarinnar, þá eru i
henni auk Arties, sem er aðal-
gitarleikar þeir Ronnie Ardito
gitar/söngur, Bob Raciappo
bassi/söngur, John Piccolo
hljómborð og Zeek Chriscione.
Allt saman undarleg og fram-
andi nöfn.
Misjafnt gengi
i upphafi áttu Shirts misjafna
daga eins og algengt er um
minni háttar spámenn I þessu
starfi, en þeirra stóra tækifæri
kom er þeim var boöið að hita
upp hjá hljómsveit Tor.t
Verlaines, Television, i einum
frægasta klúbbi New York
borgar, CBGB, en fram-
kvæmdastjóri klúbbsins sem
bauð þeim starfið i upphafi er
nú umboösmaður Shirts. A
meðan Shirts léku i þessum
klúbbi hijóðrituðu þeir nokkur
lög og hefur lagið POE orðið
einna frægast þeirra. Það lag er
nú að finna á nýútkominni
fyrstu eiginlegu plötu Shirts.
Shirts voru fyrir nokkru á
hljómleikaferöalagi i Bretiandi
en þar njóta þeir almennra vin-
sælda. A meðan á ferðalaginu
stóö skrapp Annie Golden
nokkrum sinnum I viku yfir til
Bandarikjanna til að leika hlut-
verk Jeannie i Hair og þykir hún
hafa gert þvi hlutverki frábær
skil. Þess má að lokum geta að
aö öilum likindum birtist hljóm-
plötudómur um allar skyrt-
urnar i næsta Nútima, en
þangað til ættuð þið aö hafa
hneppt upp I háls.
—ESE
Stór brún augu og sakleysis-
svipurinn setja svip á söng-
stjörnuna Antiie Golden sem
m.a. fer með aðalhlutverkið i
söngleiknum Hair I nýrri kvik-
mynd.