Tíminn - 27.08.1978, Page 27

Tíminn - 27.08.1978, Page 27
Sunnudagur 27. ágúst 1978 27 ♦Vf®’' Hljómplötudómar Kate Bush — The kick inside EMC3223 /Fálkinn Kate Bush er nýtt nafn í poppheimin- um og þó að verða aliþekkt og lögin henn- ar, „The man with the child in his eyes" og „Wuthering heights", hafa náð hátt á vinsældalistum í Evrópu. Þótt Kate Bush sé aðeins 19 ára gömul og nýbúin að gefa út fyrstu breiðskifuna sina með áðurnefnd- um lögum m.a., er hún þó búin að vera rúm þrjú ár á samningi hjá EMI. Kate Bush var raunar upp- götvuð af Pink Floydmanninum David Gilmour en siðan hefur henni verið gefinn góður tfmi til að full- komna sig i faginu. útkoman, „The kick inside”, er enda stórgóð plata, gripur ekki alveg strax en vinn- ur siðan stöðugt á. Þaö væri og mjög ósanngjarnt að telja tónlist hennar með algjöru afþreyingarpoppi. Bush er alvara og hún vill vera listamaður, sem hún er, og ætti að ná til flestra með persónulegum og innilegum stil sfnum. KEJ. ★ ★ ★ ★ Og hvernig er svo tónlistin? Svarið viö þvf er ein- faldlega, — frábær — .Rokktónlist af bestu og vönduöustu gerð, sem er viðeigandi við öll tækifæri. — Óumdeilanlega besta platan sem ég hef heyrt lengi —. —ESE Bob Seger and the Silver Bullet Band-Stranger in Town Capitol EA-ST 11698/Fálkinn Það þarf í rauninni ekki að fara mörg- um orðum um „Stranger in Town", nýj- ustu plötu Bob Seger, hún mælir best með sér sjálf. Þó get ég ekki stillt mig um að fara nokkrum orðum um þessa frábæru plötu og þann sem stendur á bak við hana. Detroitbúinn Bob Seger er langt frá þvi að vera nokkur nýgræðingur innan poppheimsins, þvi að um 15 ára skeið hefur hann lifað og hrærst i tónlistinni. Það tók hann langan tima aö hljóta náð fyrir augum almennings og hins almenna gagnrýnanda þó að áð- ur hafi hann hlotiö viöurkenningu þröngs hóps bestu hljómlistarmanna Bandarikjanna. Það var ekki fyrr en með útkomu „Night Moves” (næst siðustu plötu Segers), aö hann sló I gegn og fáum er spáð cins miklum frama á næstu árum og einmitt Bob Seger. Um „Stranger in Town” er það að segja, aö hún þykir verðugur arftaki „Night Moves”. Aragrúi frábærra hljómlistarmanna leikur með Seger á plötunni og ber þar fyrst að nefna hljómsveit hans, „The Silver Bullet Band”, sem auk Seger er skipuð fimm frábærum tónlistarmönnum. Þar er cinnig fimm manna „rythm section” Seger til aö- stoðar og leysa þeir hlutverk sitt mjög vel af hendi. Af öðrum sem aðstoða á „Stranger in Town” nægir að nefna Eagles meðlimina, Glenn Frey og Don Felder. ★ ★ ★ ★ ★ Brimkló - ...eitt lag enn Steinar 024 ...eitt lag enn er þriðja plata hljóm- sveitarinnar Brimklóar, sem nú er skip- uð þeim Björgvin Halldórssyni, Arnari Sigurbjörnssyni, Ragnari Sigurjónssyni, Haraldi Þorsteinssyni og Guðmundi Benediktssyni. Flest laganna á þessari plötu eru erlend að upp- runa og hljóma kunnuglega I eyrum, enda hafa þau flest verið flutt af listamönnum sem eru vel kunnir hérlendis. Þrjú frumsamin lög eru á plötunni, tvö eftir Björgvin og eitt eftir Arnar. Um þau er þaö að segja, að þetta eru um margt ágætis^rokklög, t.d. „Færeyjar”, sem ætlað er að komist á toppinn á samnendum eyjum, en heldurfinnst mér textarnir þunnir og á það við um plötuna i heild. Ekki eru textarnir eftir þær Brimklær, heldur eru það leigu- pennar sem þar eru að verki. Ekki skal hér fjölyrt um textagerð heldur vikiö litillega aö vinnubrögð- unum á ...eitt lag enn. Hljóðfæraleikurinn er mjög góður, enda engir aukvisar að verki. Um sönginn verður að segja það sama og hljóðfæraleikinn, að hann er til fyrirmyndar I alla staði og ekki kæmi mér á óvart þó aö Björgvin væri besti rókksöngvari landsins og þó að víðar væri leitaö, og eru þá Færeyjar meðtaldar. Það hefur verið sagt um Brimkló að hún væri besta „Country -rokk” hljómsveit landsins, og er það orð að sönnu. A ...eitt lag enn.ber þó ekki mikið á þeirri tegund tónlistar, en þess i stað meir'a af svo kaliaðri stuðmúsik, en það er eins og sagt er, lengi er von á einum. —ESE BRIMKLO ....eitt lag enn B+ r L. Verslunarstjóri Óskum eftir starfsmanni i stöðu verslunarstjóra. Sjálfstætt starf og húsnæði á staðnum. Starfsreynsla og eða verslunarmenntun æskileg. Nánari upplýsingar i sima 99-7708. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist fyrir 1. september til Kaupfélags Önfirðinga, Flateyri. Embætti óskast Fyrrverandi sóknarprestur, sem er at- vinnulaus en með viðskipta og kennara- menntun, óskar eftir stöðu sóknarprests einhvers staðar úti á landi, ásamt barna- skólakennslu næsta vetur. Áhugasamar sóknar- og skólanefndir geri svo vel að kalla umsækjanda i R.vik i sima 2-13-34 og 1-36-64 á kvöldin vikuna 27. ág. til 2. sept. BORGARSPÍTALINN LAUSAR STÖÐUR Geðdeild Arnarholti Staða aðstoðardeildarstjóra er laus til umsóknar strax, einnig tvær stöður hjúkrunarfræðinga. Daglegar ferðir eru til og frá Reykjavik kvölds og morgna, annars eru 2ja her- bergja ibúðir til boða á staðnum. Geðdeild Hvítaband Staða aðstoðardeildarstjóra er laus til umsóknar strax, einnig staða hjúkrunar- fræðings. Hjúkrunar- og endurhæfingar- deild Heilsuverndarstöð Staða hjúkrunarfræðings er laus til um- sóknar strax. Sjúkradeild Hafnarbúðum Stöður hjúkrunarfræðinga eru lausar til umsóknar. Gjörgæsludeild Hjúkrunarfræðingar óskast strax. Skurðdeild Hjúkrunarfræðingar óskast sem fyrst. Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra i sima 81200. Reykjavik, 27. ágúst 1978. Borgarspitalinn

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.