Tíminn - 19.09.1978, Qupperneq 8

Tíminn - 19.09.1978, Qupperneq 8
8 Þriðjudagur 19. september 1978 á víðavangi Eirikur Tómasson. Sl. föstudag birti Vísir stutt viðtal við Eirík Tómasson, nýkjörinn formann SUF. I þessu viðtali rekur Eiríkur nokkur þeirra atriða sem f ram koma i ályktunum SUF-þings sem haldið var fyrr í þessum mánuði. Fyrri hluti viötalsins er á þessa lciö: ,,Þaö var mjög góö stemning á þinginu og þaö var mun betra hljóö i mönnum nú, en á siöasta þingi. Þaö hefur mjög mikiö af nýju fólki bæst viö og flestir stjórnarmanna hafa ekki setiö i stjórn áöur,” sagöi Eirikur Tómasson nýkjörinn formaöur Sambands ungra framsók- marmanna, en landsþing þeirra lauk fyrir skömmu. „Þaö scm mest var rætt á þinginu voru stjórnmálin yfirleitt og þaö lýsti stuöningi sinum viö hina nýju rikisstjórn, sem viö bindum miklar vonir viö.Menn eru mun ánægöari meö þessa stjórn en hina fyrri.Þingiö lagöi sérstaklega áherslu á aö náiö samstarf veröi haft viö aöila vinnumarkaöarins viö lausn efnahagsvandans og stefnt veröi aö auknum launa- jöfnuöi. Einnig teljum viö þær aögeröir rikisstjórnarinnar sem nú hafa veriö geröar spor i rétta átt. Þingiö lagöi einnig áherslu á aö allt aöhald i þjóöfélaginu veröi aukiö. Tillaga var samþykkt á þinginu þar sem varaö var viö tilraunum íhaldsaflanna i landinu til aö spilla núverandi stjórnarsamstarfi og við teljum aö þessi móöursýki sem gripið hefur um sig I Morgunblaðinu sé i þeim eina tilgangi gerö aö spilla stjórnarsamstarfinu. Viö teljum að allir stjórnarsinnar og þeir sem viíja vinstri stjórn á islandi veröi að vera mjög á veröi gagnvart tilraunum af þessu tagi”. Höldum okkar sérstöðu Erlend samskipti i siöara hluta viötalsins vlkur Eiríkur Tómasson aö samstarfi SUF viö samtök æskulýösfélaga miöflokkanna á Norðurlöndum, og segir: „Viö höfum veriö i þessum samtökum nú um fimm til sex ára skeiö og viö höfum haft mikið gagn af þessu samstarfi. Viö viljum halda okkur sérstööu og leggjum áherslu á þaö. Viö erum ekki þarna til aö renna saman viö eins allsherjar miö- flokkshreyfingu, en fyrst og fremst til aö kynnast ööru ungu fólki og læra af þeirra starfi og starfsaöferöum. Framsóknarflokki er ekki hægt aö líkja viö nókkurn annan stjórnmálaflokk hann hefur allraf verið lengra til vinstri en miöflokkar á Norðurlöndum”. Þaö sem fram kemur i þessum oröum Eiriks Tómas- sonar er meginatriöiö I samskiptum ungra Framsóknarmanna viö samtök erlendis. Þaö er ekki um þaö aö ræöa aö Framsóknarflokknum veröi umyrðalaust llkt viö einhverja flokka eöa hreyfingar erlendis þvi aö aðstæður eru um margt ólikar. Hins vegar hefur flokkurinn hvorki tekiö sér stööu til hægri, viö hiið einstaklings-og auðhyggju- flokka, né skipaö sér I raöir sósialistiskra stéttaflokka. Enda þótt aöstæöur séu ólikar á hann hins vegar ýmislegt sameiginlegt meö þeim flokkum sem uppruna sinn rekja til bændastéttar annars vegar og frjálslyndra miöstétta I þéttbýli hins vegar. Og enda þótt ungir Fra msóknarmenn iöki samstarf við erlend samtök fólks úr svipuðum flokkum og meö svipuö grundvallar- sjónarmiö, fel.st ekki i þvl þvi á neinn hátt neitt afsal hinnar islensku sérstööu. JS Hann ætlar að halda áfram að útbreiða íslenskar bókmenntir í Danmörku Þorsteinn Stefánsson hefur tekiö við „Birgitte Hövrings Biblioteksforlag”, sem gefur út bækur íslenskra höfunda Það var köllun Rigmor Birgitte Hövring yfir- manns barnabókadeildar bæjarbókasafnsins á Hel- singjaeyri að kynna is- lenskar bókmenntir í Danmörku. Þegar hun lést i mars s.l. aðeins 47 ára gömul, stóð röð af nýjum bókum eftir islenska höf- unda á hillum bókabúöa og á heimilum bókafólks. Aö baki þessari útgáfustarf- semi bjó geysimikil vinna og töluverð fjárfesting. En Birgitte Hövring liföi fyrir þetta málefni og hún fórnaði þvi öllum fri- stundum sinum frá þvi bókafor- lag hennar hóf starfsemi 1975. Vinur hennar um árabil, Þor- steinn Stefánsson rithöfundur hyggst nú halda starfi hennar áfram, en hann er þess fullviss að ekki verða framvegis gefin út jafnmörg verk og fyrstu þrjú árin sem Birgitte Hövring stóð við hlið hans. — Birgitte var með afbrigðum afkastamikil, segir Þorsteinn Stefánsson i viðtali, sem birtist fyrir skömmu við hann i Hel- singör Dagbiad. — Eitt sinn kom ég seint heim frá vinnu minni i Kaupmannahöfn, og þá var hún — að loknum vinnidegi á bókasafninu á Helsingjaeyri búinn að þvo þvott, leiðrétta handrit og skrifa heimilisföng utan á 200 umslög. Þorsteinn Stefánsson er sjálf- ur höfundur nokkurra þeirra bóka, sem Birgitte Hövrings Bibiloteksforlag hefur gefið út. Þótt hann hafi verið heimilis- fastur i Danmörku siðan 1935, hefur hann varðveitt tengslin við islenskar bókmenntir. Hann skrifar ýmist á dönsku eða ensku, en still hans og efnisval er islenskt, segir i grein danska blaösins. — Ég er bóndasonur frá Austurlandi, segir Þorsteinn i viðtalinu — Þar voru nokkrir af- skekktir sveitabæir og léleg höfn. Bæirnir eru nú i eyði, og allt næsta nágrenni. Eg fékk þegar i barnæsku löngun til aö skrifa. — Það eru óvenjulega margir rithöfundar á tslandi, og miöað við fólksfjölda eiga tslendingar án ef a fleiri heimsþekkta höf- unda en nokkur önnur þjóö. Kannski er þetta vegna þess einangraða lifs, sem margir ts- lendingar hafa lifað i uppvextin- um. Þegar menn hafa fáa að tala viö, verða þeir að skrifa. Þorsteinn Stefánssn fór ungur maður i framhaldsskóla i Grindsted á Jótlandi, og siöan hefur hann átt heima i Dan- mörku. Um tima kenndi hann Þorsteinn Stefánsson veitir nú bókaútgáfunni forstöðu en hún er til húsa i Teglegardsvej I Humle- bæk. ensku, en annars hefur hann unnið fyrir sér með ritstörfum. Hann er raunar eini islenski höfundurinn, sem hefur samið bók á ensku og fengið hana út- gefna i Englandi Sú bók heitir „Framtiöin gullna”. Þorsteinn Stefánsson skrifar traust og einfalt mál. Stuttar, einfaldar setningar sem skera sig greinilega Qr dönsku nú- timabókmenntamáli. Viðfangs- efni hans er lifið i islenskum sveitum, einfalt og knappt eins og málfar hans sjálfs þegar hann lýsir þvi. Þorsteinn Stefánsson álitur ekki að þau mannlegu vanda- mál, sem hann lýsir i bókum sinum, séu óviðkomandi dönsk- um nútimalesendum. — Einsemdin, sem fólk i af- skekktum byggðum finnur til er lika fyrir hendi i nútimanum, segir hann. Hún er eiliföar- vandamál. Rigmor Birgitte Hövring með nokkrar af fyrstu Islensku bókunum, sem hún gaf út. Birgitte Hövring dó áður en hún hafði lokið ætlunar- verki sinu. Flestir islenskir nútimahöf- undar lýsa, eins og einnig marg- ir danskir, eiturlyfjavandamál- um, þjófnaði, morðum og kynlifi. Þessar lýsingar virðast oftast mjög yfirborðskenndar og eru svo tilbreytingarlitlar, að þær verða afturhaldssamar. Þeir skrifa á sama hátt um sama efni, álitur Þorsteinn Stefáns- son. — Bækurnar sem ég hef gefiö út I Danmörku hafa allar einnig birst á islensku. En þær eru skrifaðar á dönsku og þýddar á islensku, segir höfundurinn sem er jafn hófsamur i töluðu máli og hann er i riti. — Bækur Birgittie Hövrings Biblioteksforlag koma i 2000 eintaka upplagi og kostnaður við útgáfuna er um 50.000 da. kr. (2.800.000 isl. kr.), og margar þeirra hafa selst vel. A það einkum við um barnabækurnar, en sumar skáldsögurnar eru enn til sölu. Það segir sig auðvitað sjálft, að töluverð fjárhagsleg, áhætta fylgir þvi að halda áfram rekstri forlagsins. Þess vegna vonast Þorsteinn Stefánsson til að hann geti fengið aöra áhuga- menn til að styðja hann i að halda verki Birgitte Hövring áfram. Hann hefur m.a. leitað til Alþingis Islendinga um fjár- stuöning til bókaútgáfunnar. — Ég er ekki skrifstofumennt- aður og nokkur skrifstofuvinna fylgir útgáfustarfseminni, segir hann. Ég vil lika helst hafa tima til ritstarfa. Þorsteinn Stefánsson hefur þýtt verk Armanns Kr. Einars- sonar, Kristmanns Guðmunds- sonar og Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar á dönsku. Meðal bóka þess siðastnefnda sem Þor- steinn hefur þýtt eru „Bréf sr. Böðvars” og „Litbrigði jarðar- innar”. Nú þegar hafa 15 islenskar bækur komið út hjá Birgitte Hövrings Biblioteksforlag frá stofnun þess 1975. Og fleiri bæk- ur eru á leiðinni. Endursagt SJ. I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.