Tíminn - 19.09.1978, Side 9

Tíminn - 19.09.1978, Side 9
Þriðjudagur 19. september 1978 9 Þangað sem fuglasöngurinn fer þegar hann hljóðnar... ÞJÓÐLEIKHCSID: Frumsýning. SONUR SKÓARANS OG DÓTT- IR BAKARANS, eða SÖNGURINN FRA MY LAI eftir JÖKUL JAKBOSSON. Leikstjóri: Helgi Skúlason Leikmynd: Magnús Tómasson Lýsing: Kristinn Danielsson. Nýjasta leikrit Jökuls Jakobs- sonar var frumsýnt á Listahátið i sumar, en vegna fjarveru úr borginni, gat undirritaður ekki séö það þá en sýningar voru vist ein eöa tvær, en nú hefur verkið verið tekið til sýningar og gang- setti leikhúsið vetrarstarfiö með þvi að hausti, siðastliðinn föstu- dag. Jökull Jakobsson Við sitjum i leikhúsinu og biðum þess að sýningin hefjist og ósjálfrátt beinist hugur oldc- ar að h öfúndinum s jálfum og v ið lesum að ef hann hefði ekki verið burtkallaður úr þessum heimi i vor, heföi hann orðiö 45 ára daginn áðureða 14. septem- ber. Lif hans var stutt en listin er löng, svo það skiptir kannski ekki máli þegargróið eryfir allt annað: Almættið vill vist hafa þetta svona lætur suma riða hratt yfir sviðið sér á parti skáldin, og áöur en varir eru þau farin og ekkert er eftir nema söngurinnsem þausungu. Hvað varðar Jökul Jakobsson sérstaklega, þá var það einkar bagalegt að honum skyldi ekki auðnast aöganga endanlega frá þessu verki, fylgja þvi alla leið upp á sviðiö, þvi hann hafði fyrstur manna hér á landi (að þvi er ég bestveit) tileinkaö sér þá aðferö við leikritun, aö láta ekki ritvélina um allt, heldur skrifaði hann á leikhúsið sjálft seinustu yfirferðina,sumt var þá látiö ósagt, var látið falla burt, en annað nýtt kom i staðinn. Þannig var okkur sagt viö út- förina aö seinustu nýju setning- ar þessa leiks hafi fundist i boröinu hans i sjúkrahúsinu eftir að hann var skilinn við og var farinn þangað sem fugla söngurinn fer þegar hann hljóðnar. Og við spyrjum okkur sjálf* auðnaðist honum að ganga til fulls frá þessu siðasta verki? Heföi hann viljað breyta meiru? Söngurinn frá My Lai Með ofanritað i huga, gæti einhverjir haldið að veriö sé að gera þvi skóna, aö verkiö hafi ekki veriö fullbúið frá hendi höfundar. öðru nær. Þetta er fullbúið verk þannig séö.við er- um aðeins aö reyna að meta að- stæður i ljósi þeirra vinnu- bragða er skáldiö tileinkaðí sér við leikritun almennt. Söngurinn frá May Lai er Viet Nam leikrit. Hin ömurlegu ár, sem liðu yfir heiminn eins og svart ský, meðan menn voru aö finna út úr þvi að skotgrafa- hershöfðingjar Evrópu og Ame- riku réðu ekki við peningalaust fólk I fenjum og frumskógum Asiu. Það sem skipti máli voru ekki Pantomþotur, Napalm- sprengjur eöa fjárveitingar þingsins til hermála. Þarna skipti málstaðurinn einn máli þvi skógurinn hélt áfram að vaxa og ný tré gengu jafnóöum inn i sprengugiginn og brátt var eins og ekkert hefði I rauninni gerst. Söngurinn frá May Lai segir frá syni skóarans i litlum bæ sem er aö tærast upp vegna þess að búið ér að loka verksmiðj- unni, fyrir fullt og fast. Sonur skóarans fer út i heim og hann lendir auk annars i hersveit, sem brytjarniður saklaust fólk i austurlensku þorpi. Og hann er kominn heim aftur og i för með rikum Amerikana sem er að leita að hentugum afskekktum stað, þar sem hann getur látið framleiða einisem eyðirsúrefni úr andrúmsloftinu á tilteknu, stóru svæði: eyðir öllu lifi. Þorpsbúar taka þessum ferðalöngum, sem ætla að starta fabrikkunni aftur, fegins hendi. Þeim er sagt, aö Ame- rikaninn framleiði vitamin i fabrikkunni þeirra, en ekki hel- efni og hjólin i bænum, sem var aö dauðakominn, byrja afturað snúasf. Jökull Jakobsson Söguefnið snýst um þetta og svo kemur fram stúlka, sem misst hefur hendurnar i árás og tveir hljóðlátir austurlenskir menn sem eru að leita uppi ill- virkjana sem skutu fólkið i þorpinu i skóginum. Þeir leita hefnda.stinga augun úr þeim er þeir finna seka svo þeir megi ekki augum lita veröldina aftur. Þannig hljóðar söguþráöurinn i sem skemmstu máli. Leikur- inn gerist á Islandi en getur þó i rauninni gerst hvar sem er, þar sem verksmiðjur eru stopp og er verkið þvi alþjóðlegt fyrst og fremst og laust við alla stað- bundna þekkingu áhorfenda. Með eða á móti lífinu? Ung stúlka Friða A. Siguröar- dóttir serp er að skrifa háskóla- ritgerð um leikrit Jökuls Jakobssonar og gjörþekkir verk hans, segir á þessa leið um leik- ritið: „Sonur skóarans og dóttir bakarans var mörg ár i smiöju höfundar. Hér er á ferðinni Sviðsmynd. Viet Nam var á hvers manns vörum og dauðinn sat i sálum allra manna. Verkið er samið i heimi sem var i álögum, en er svo sýnt þegar menn eru byrjaöir að hugsa um annaö. Þá rikja önnur sjónarmið en giltu á hita til- finninganna. Ef við berum þetta verk t.d. saman við þjóöniðing Ib- sens, sem er á skyldu plani kemur i ljós aö Ibsen heldur rökræðunni i „ballans” allan timann báðir aðilar hafa mál- staö haldgóö rök fyrir sinum viöhorfum. Augljós samúð Jökuls með öðrum aðilanum og fyrirliting á hinum veldur nokkrum skaða og er þó ekki verið að mæla neinu bót. Minn- umst þess að rökfræði heims- valdasinna hún gengur I fólk, Albjartur og Matthildur (Rúrik Haraldsson og Þóra Friöriks- dóttir) magnaðasta leikrit Jökuls þar sem allir hans bestu kostir nýt- ast. Einfalt og skýrt sýnir það heim okkar og niðurstaöa þess er afdráttarlaus. Það sýnir samsekt okkar i þeim óimunn- beranlegu glæpum sem framdir hafa verið og enn eru framdir i nafni frelsis og lýðræöis að undirlagi Kaps eins og nafnið er skammstafaö. Sýnir „sósialisma” oddvitans okkar i framkvæmd sem allt lætur falt fyrir efnalegt öryggi og fórnar hiklaust óþægilegum einstak- lingi — auðvitað i nafni réttlætis — ef hann ógnar þvi öryggi. Sýnir húmanismann hangandi á horriminni ekki aðeins úreltan og hlægilegan heldur jafnvel hættulegan. Verkið birtir okkur heim þar sem hamslaus gróða- fikn drottnar i fullkomnu tillits- leysi þess hvaðan eða hvernig gróðinn er fenginn eða hvert hann leiðir i hrópiegri afneitun allra mannlegra gilda. Hér eru ekki boðaðar einfaldar lausnir frekar en fyrr. En ef augu okkar eru ekki haldin þá sýnir þetta verk okkur nauðsyn þess aö horfasti augu viö það sem hefúr gerst og það sem hugsanlega mun gerast ef haldiö er áfram á sömu braut. Fyrr eða siðar verður að taka afstöðu eins og sonur skóarans og dóttir bakar- ans, án tillits til eiginhagsmuna með eða móti lifinu.” Það er auðvelt að taka undir að þarna er á ferðinni „magnaðasta leikrit” Jokuls Jakobssonar þvi það gneistar af snilli þegar best lætur en þótt það gæti gerst svo að segjahvar sem er, er ekki þar með sagt, að það haldi fullu gildi hvenær sem er. Það kemur fram að leikritiö hefur verið m jög lengi i smiðum liklega frá þeim tima meðan Sonur skóarans og dóttir bakarans. hvað sem hver segir, annars kæmu ekki upp þessar öröugu stöður I heimsmálunum annað veifið.ogerþesst.d. að minnast hvernig nú er umhorfs i Viet Nam og Kambódlu þótt þar séu nú engir Amerikanar lengur, en nóg um það. Þetta er verk á al- þjóðlegan mælikvarða en hefði aöeins þurft að komast svolitiö fyrr upp á sviðið ef þvi var ætlað að feröast inn i skóginn á annað borð. Lika er rétt að hafa þaö i huga sem Friða A Sigurðardóttir seg- ir i upphafsorðum sinum: en undir það geta flestir tekið: „Margt hefur veriö ritað um leikrit Jökuls Jakobssonar og menn s jaldnast orðið sammála: einum fundist það innantómt rugl sem öðrum varö speki. Ef til vill er ekki við öðru að búast þegar um er að ræöa höfund sem hann er vildi ná eyrum samtiðar sinnar án aðferöa áróðursmannsins sem er með allar lausnir mannlifsins upp á vasann. Leikrit Jökuls hafa engar slikar lausnir, engin auðveld svör eða endanleg. Þvert á móti. Þau birta ákveðinn samfélagsveruleika, ákveðinnheim sem áhorfandinn verður sjálfur að taka afstöðu til. Þau sýna i stað þessað boða. Sýna hlutina i ljósi mannlegra þverstæöna, þar sem þögnin birt ir oft meiri sannleik en orð per- sónanna og aðgerðaleysið veröur mikilvægara en gjöröir: þar sem merking orða snýst i andhverfu sina og fæst gengur upp. Þetta tvisæja jafnvægi flestra leikrita Jökuls gefur ekki svör heldur vekur spurningar, sem hver verður að svara fyrir sig, þvi þannig er eðli þeirra.” Leikur og leikendur Allmargir leikarar koma fram i leikritinu, 25-30 manns, en 10 manns fara með veiga- mikil hlutverk. Ber þar hæst Jóa, son skóarans, en Arnar Jónsson fer með þaö hlutverk. Ferst honum vel að vanda. Kristin Bjarnadóttir fer með hlutverk Disu dóttur bakarans og erhúnnýliði á sviði Þjóðleik- hússins en hefur áður leikiö i Danmörku, en hún lauk prófum frá leiklistarskólanum i óöins- véum árið 1974. Kristin hefur siðan leikiö með ýmsu fólki i Danmörku. Það er ávallt fengur að nýjum andlitum á sviði Þjóðleikhúss- ins og túlkun Kristinar á þessu hlutverkier stillileg ogsannfær- andi i senn. Edda Björgvinsdóttirog Emil Gunnar Guðmundsson þreyta einnig frumraun sina á sviði Þjóðleikhússins en þau útskrif- uðust bæði frá Leiklistarskóla tslands i vor. Það yrði of langt mál aö vikja að frammistöðu hvers og eins. Flestum tekst lika heldur vel. Albjartur og Matthildur verða eftirminnilegai meðförum Þóru Friöriksdóttur og Rúriks Haraldssonarog vert er að hafa i huga aö auðvelt er aö ganga of langt i spaugsemi i slikum hlut- verkum. Kristbjörg Kjeld er einum of sauðræn að voru mati, miðað við þá staðfærslu, sem annars er i þessum leik. Róbert Arnfinnsson er sannur smáplássakrati i hlutverki odd- vitans. Þá vil ég sérstaklega vikja að þátttöku þorpsbúa sem var með eindæmum kátbrosleg. Leikstjóri er Helgi Skúlason. Hann setur verkið fram i raun- sæum, alþjóðlegum stil. Heldur hæfilega aftur af liði sinu og framsögn er góð og hæfilega hröö. Leikmynd Magnúsar Tómas- sonar er hreinasta afbragö en Magnús er auk annars sér- fræðingur I svona húsnæði, bárujárni og húsmunum. Ljós voru meira notuð i hús- inu en oft áöur og betur. Við umhugsun eftir sýningu á Söngnum frá My Lai leitar margt á hugann. Sér i lagi þá höfundurinn sjálfur. Hver var hann og hvers virði er þetta allt? Verk skáldanna eru sáð- korn og hvernig þeim vegnar, verður framtiöinein að skera úr um. Það er eflaust misskilning- ur, að góö leikritaskáld séu ávallt skammlif, þótt einhvern veginn læöist sá beygur aö fólki og þá um leið tilhugsunin um allt þaö sem eftir var að gera. Jökull Jakobsson var bráö- þroska rithöfundur. Sendi frá sér heilleg umtalsverð skáld- skaparverk þegar i æsku. Hann kom þá þegar á óvart, alveg eins og nú þegar hann kveður með nýjun söng. Söngnum frá My Lai. Jónas Guðmundsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.