Tíminn - 06.10.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.10.1978, Blaðsíða 5
Föstudagur 6. október 1978 5 Sendiherraskipti USA á íslandi Jimmy Carter skipaði I gær Richard Ericson til að gegna störfum sendiherra Bandarikj- anna á tslandi i stað James Blake, er nú lætur af störfum. Aö sögn Harðar Helgasonar, skrifstofustjóra í utanrikisráðu- neytinu, hefur Ericson starfað mikið iKóreu og Japan, en kemur hingað frá störfum i Bandarikj- unum. James Blake tekur viö störfum forstöðumanns námskeiðahaids fyrir háttsetta bandariska dipló- mata. Húsið við Skeljanes 6, þar sem einstæðir foreldrar I húsnæðisvandræð- um munu eftir áramótin fá inni þar til úr málum þeirra rætist. Timamynd Róbert Sjónvarpstæki og sófasett á flóamarkaði hjá einstæöum foreldrum í Fáksheimilinu um helgina Um næstu helgi, laugardag og sunnudag 7. og 8. október, heldur Félag einstæöra foreldra árlegan flóamarkað sinn og verður hann i Fáksheimilinu eins og i fyrra. Markaðurinn verður opnaöur kl. 2. e.h. báða söludagana. Flóa- markaðir FEF eru löngu orönir árviss viðburður og vinna félagar mikið sjálfboðastarf við undir- búning hans. Allur ágóði af markaðnum rennur til að kaupa innréttingar o.fl. i húsið að Skeljanesi 6, sem tekur til starfa um áramót ef allt fer að likum. Flóamarkaöurinn er mjög fjöl- breyttur. A boðstólum er nýr og glæsilegur fatnaður, mikið af notuðum fatnaði, leikföng, lukku- pakkar, sjónvörp, svefnbekkir, barnarúm, skápar, sófasett, plötuspilari, matvæli, búsáhöld, skrautmunir, saumavél og prjónavél, og er þá aðeins fátt eitt upp talið. Geta má og þess að jólakort FEF i ár verða fimm og eru i vinnslu i Kassagerðinni að venju. þá hafa veriö myndaðir starfs- hópar vetrarins og er starf sumra hafið. Líðan gömlu konunnar skárri — Drengurinn, sem varfi fyrir bll á Sel- fossi er enn ekki kom- inn til meðvitundar ATA — Liðan gömlu konunnar, sem slasaðist i umferöinni á þriðjudagskvöldið, var heldur skárri i gær. Hún hlaut mikið höfuðhögg er bill ók á hana á Snorrabrautinni. Hún var flutt á slysadeild Borgar- spitalans og þaðan á gjörgæslu- deild. Hún mun hafa fengið heila- hristing. 1 gær var hún flutt af gjörgæsludeild, enda liðanin betri. Drengurinn, sem lenti fyrir bil á Selfossi á mánudaginn, er enn ekki kominn til meðvitundar. Hann liggur á gjörgæsludeildinni og að sögn lækna er liöan hans eftir atvikum. Færð ótrygg á Breiðdalsheiði og Botnsheiði ATA — Sem betur fer er lítið að frétta héðan, sagði Sigurður Sigurðsson, lögreglumaður á tsa- firði. Lifið hefur gengið frekar ró- lega fyrir sig siðustu daga hér. — bað hefur snjóað talsvert á Breiðdalsheiði og Botnsheiði og þessir fjallvegir hafa verið ófærir við og við. Sem stendur eru veg- irnir færir en þeir gætu sem best orðið ófærir aftur hvenær sem er. Vegagerðin hefur staðið sig ágæt- lega það sem af er haustinu og hefur meðal annars verið að vinna við að hækka upp veginn yfir Botnsheiði til Súðavikur. Sú framkvæmd ætti að gera veginn greiöfærari á veturna. — Við erum farnir að finna fyrir návist vetrarins, sagði Sigurður Sigurðsson, enda er jörð farin að grána alveg niður i byggð. Leiðrétting Sú meinlega villa var I grein um starfsemi Flugleiða i Luxem- borg sem birtist i Timanum á fimmtudag að talað var um Air Viking þar sem augljóslega var átt viö Arnarflug. betta leiöréttist hérmeð ogþeirsem máliö snertir beðnirafsökunar. KEJ Hraðskreiðir bílar ekki bannaðir í bráð HEI— Vegna þess að nú þykir miklu varða að banna sölu á geri til að fólk lendi ekki I þeim slysum aö brugga of sterk vin, datt okkur á Timanum i hug aö spyrja Ölaf W. Stefánsson í dómsmálaráð- neytinu, hvort næst gæti ekki komið til mála að banna innflutn- ing á bilum, sem kæmust yfir 70 km hraða. „bað má kannski nefna þetta i sömu andránni”, sagði Ólafur, ,,þó ég vilji nú ekki bera þetta alveg saman. En þetta er eins og gengur og gerist að hegöun manna getur veriö með ýmsum hætti. Viö t.d. leyfum fólki að eiga byssur, þó við ætlumst ekki til að þaðskjótiannaöfólkmeðþeim. A sama hátt leyfum viö fólki að eiga bfla, þótt þeirséuþannig búnir aö beita megi þeim meö öörum hætti en reglur segja til um”. — Hafa mörg bruggmál komiö upp? ,,Ég held að ekki hafi komið mörg slik mál til kasta lögregl- unnar, þótt alltaf komi einstöku mál fýrir, en þau eru mjög fátiö”. Einsöngstónleikar á laugardaginn A laugardaginn klukkan 2:30 verða haldnir tónleikar I Austur- bæjarbiói á vegum Tónlistarfé- lagsins. Ingveldur Hjaltested syngur viö undirleik Jóninu Gisladóttur. A efnisskránni verða lög eftir Franz Schubert, Johannes Brahms, Richard Strauss, Pál tsólfsson, Edvard Grieg, Jean i Sibelius og G. Puccini. Ingveldur Hjaltested hóf söng- feril sinn i bjóðleikhúskórnum en lærði siðan bæöi hérlendis og i Englandi, býskalandi og Belgiu. Jónina Gisladóttir stundaði nám I pianóleik við Tónlistarskól- ann i Reykjavflc hjá Herminu Kristjánsson og Arna Kristjáns- yni. Hún hefur einnig sótt náms- keið i Belgiu. Óskum að ráða tVo verkamenn til starfa i verksmiðjunni Akranesi. Sementverksmiðja rikisins. Með Ferðamiðstöðinni IGEDO DUSSELDORF Alþjóðleg tískusýning 22.-26. október KANARIEYJAFERÐIR í allan vetur ■ Ferðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9, simar 28133 — 11255 LOIMDOIM Næsta ferð 21. október NORFISKING OSLÓ Alþjóðleg fiskiiðnsýning 20.-26. nóvember Seljum farseðla um allan heim á hagkvæmasta verði ■ Ferðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9, simar 28133 — 11255

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.