Tíminn - 06.10.1978, Blaðsíða 24

Tíminn - 06.10.1978, Blaðsíða 24
Gagnkvæmt tryggingafélag Föstudagur 6. október 1978 — 221.tölublað — 62. árgangur. sími 29800, (5 línur) Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki Formaður Alþýðuflokksins: Sjálfstæðisflokkurinn hefur hamast við að stela málefnum jafnaðarmanna SS—,,Ég tel aö þetta sé alrangt og að i' stefnuskrá núverandi rikisstjórnar sé fjöldinn allur af málum, sem er frá okkur kom- inn og eru þau mál, sem viö lögðum mesta áherslu á”, sagöi Benedikt Gröndal, formaður Alþýöuflokksins, um þá gagn- rýni sem ýmsum hefur verið töm aö undanförnu, aö Alþýðu- flokkurinn hafi svikiö kjósendur sinar og i raun kastað stefnu sinni fyrir róöa meö rikisstjórn- arþátttöku. „Hitt er að visu rétt, aö — síðan Olafur Thors snéri honum við stefnuskrá er eitt og hvernig tekst til um framkvæmd hennar er annaö. Hvaö yngri stjórn- málamenn varöar, þá þurfa þeir kannski nokkurn tima til aö átta sig á þvi, að þaö þarf vissan aðdraganda aö þvi, að koma fram þjóðfélagsbreytingum. Ég tel sem sagt að þessir palladóm- ar um einhver svik af okkar hálfu, séu ekki á neinum rökum reistir”. — Sjálfstæðismenn segja, aö þið Alþýöuflokksmenn hafiö stoliö stefnu þeirra og siðan svikið hana. ,,Það má segja, að siöan Ólaf- ur Thors sneri Sjálfstæðis- flokknum viö, þannig að hann fór aö ganga inn á hugmyndir velferöarrilcisins, þá hafi Sjálf- stæöisflokkurinn veriö aö ham- ast viö aö stela málefnum jafn- aðarmanna, en siöan oft veriö fljótur aö bregöast þeim, þegar vindurinn blés á annan hátt. Þetta er stjórnmáladeiluefni sem hefur fleiri en eina hlið”. — Það rikir þá einhugur inn- an þingflokks ykkar? >>Við erum einhuga um okkar grundvailarstefnu, en eins og komið hefur fram, eru dálitið mismunandi skoöanir um ein- stök mál og það er ekkert óeöli- legt. Það er ekki hægt að kefla heiia flokka, enda er þaö sist af öllu min ósk að þaö sé gert. Ég tel að þeir menn sem hafa unniö mikiö starf við þjóöfélagslega gagnrýni eigi aö halda þvi áfram, þegar þeir koma inn á þing”. , Benedikt Gröndal. Fyrsti fundur visitölunefndarinnar: „Ræddum málin almennt” — segir Jón Sigurðsson formaður nefndarinnar ESE — Nefnd sú er rikisstjórnin skipaði til endurskoöunar á viö- miðun launa viö visitölu kom saman til sins fyrsta fundar s.l. mánudag. Timinn snerisér af þessu tilefni til Jóns Sigurðssonar forstjóra Þjóöhagsstofhunar, sem er for- maður nefndarinnar og var hann aö þvi spuröur hvaö rætt hefði veriö á þessum fyrsta fundi nefndarinnar. Jón sagöi aö þaö væri ekki hægt aö segja mikiö um þaö ennþá. Þeir heföu rætt erindisbréf nefndarinnar og hvernig ætti aö skilja það og eins þá hefði visi- tölugrundvöllurinn veriö ræddur nokkuö og þaö hvort þörf væri á aö endurskoða hann. Ekki sagöi Jón nefndina vera byrjaöa aö ræöa viömiðun launa viö visitölu, þannig aö ótímabært væri aö segja til um þaö á þessu stigi málsins hver aöalatriöin i endur- skoðun visitölunnar yröu. Jón Sigurösson var aö lokum aö því spuröur hverjar horfur hann teldi á þvi aö nefndin gæti skilaö fyrsta áliti fyrir 20. nóvember eins og ætlast er til i skipunar- bréfi nefndarinnar. Jón svaraöi þvi til aö hann gæti ekkert um þaö sagt annaö en aö stefnt yröi aö þvi aö svo gæti orðiö, en ekki væri timabært aö segja til um þaö nú, hvort aö þaö tækist eða ekki. Þegar oliumöl var lögö á afleggjarann niöur i Voga frá Keflavlkurveg- inum hækkaö vegurinn svo aö lágmarkshæö undir raflinu varö of litil. Fyrir skömmu unnu starfsmenn rafveitunnar aö þvi aö hækka Hnuna en spennan á henni er 66 þús. volt. K s Halldór Laxness um Isaac Bashevis Singer „Ágætt að þeir skuli finna svona mann” Sumarið var gjöfult á jarðargróða VS — Jón Guölaugsson, Lauga- bóli Isafirði, lét Timanum eftir- farandi upplýsingar i té, þegar hann var spuröur frétta af heima- slóöum: — Sumariö kom eiginlega ekki fyrr en meö júlímánúöi, en eftir þaö var tlö meö eindæmum hag- stæö, hvort heldur til heyskapar eöa annarra útiverka. Gras- spretta varö næstum I meöallagi, og nýting heyja sérlega góö. Þaö sem helst háöi sprettunni voru of miklir þurrkar, og þess voru dæmi, aö harölend tún „brunnu” sem kallað er. Óvenjumikiö var af berjum hér um slóöir, og þaö svo, aö roskiö fólk man vart ann- aö eins. Og þar sem næturfrost hafa veriö mjög óveruleg fram aö þessu, þá má heita aö ber séu óskemmd enn. Þannig má I raun- inni segja, aö sumariö hafi veriö gjöfult á jaröargróöa. I sumar var haldiö úti vinnu- flokki á vegum húsageröarsam- bands, sem er starfandi hérna. Byggöar hafa verið heyhiööur á þremur bæjum og fjárhús á ein- um. Slátrun hófst á isafirði 20. september, og gert er ráö fyrir aö hún standi i u.þ.b. einn mánuö, en erfiölega gengur aö manna sláturhús hér til fullra afkasta. Þess vegna hefur orðiö að yfir- bjóöa fólk frá öörum starfsgrein- um. Fallþungi er yfirleitt meiri en i meöallagi, en tölur um meöalvigt ekki fyrir hendi. Um heimtur er ekki hægt aö segja meö neinni vissu enn, þar sem aöeins er lokiö fyrstu göng- um, og sums staðar varla þaö. I sumar var reist myndárlegt veiöihús viö Langadalsá, og þar sem veiöi er stunduö i ám hér viö Djúp, var hún meö betra móti á þessu sumri. AM — 1 gær úthlutaði sænska akademian Nóbelsverölaun- unum til Isaac Bashevis Singer. Blaöiö innti Halldór Laxness eftir hinum nýja Nóbels verölaunahafa. ,,Ég er honum ókunnur og hef ekki lesið bækur eftir hann”, sagöi Halldór. „Þaö er ágættaöþeir skuli finna svona mann, þeir hafa ekki annað aö gera i Stokkhólmi, en leita aö einhverjum svona mönnum. Einu sinni fundu þeir mig og þá sagöi náttúrulega allur heimurinn: „Hvaöa andskot- ansmaöurerþetta?” Og þetta segir maöur enn. Ég vona bara aö þeim þarna hjá aka- demiunni takist aö hafa heppnina með sér áfram”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.