Tíminn - 06.10.1978, Qupperneq 6
6
Föstudagur 6. október 1978
'Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siöumúla 15. Sfmi
86300. , ' -
Kvöldsfmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verö i lausasölu kr. 110.00. Askriftargjald kr. 2.200 á
mánuöi. Blaöaprent h.f.
V_____________________________________________________________J
Erlent yfirlit
Samkomulag að nást
iim kjarnorkuvopnin
Hittast Brésnjef og Carter fyrir áramót?
Draumur og
veruleiki
Þeim hugmyndum sem fram hafa verið settar
um alþjóðlega friðlýsingu Norður-Atlantshafs
hlýtur i sjálfu sér að verða vel tekið hérlendis. Ef
af slikri friðlýsingu gæti orðið mun hún leiða til
þess að öll aðstaða íslands breytist til mikilla
muna i utanrikis- og öryggismálum,
Aðstaða íslendinga við núverandi aðstæður
einkennist af veikleika rikisins á umsetnu svæði
sem öll stórveldin hafa augastað á og telja að
varði hagsmuni sina. Og um þau efni spyrja stór-
veldin ekki að heimildum eða leyfi.
Alþjóðleg friðlýsing Norður-Atlantshafs hlýtur
að fela i sér lokun herstöðva á þessu svæði og
upplausn hernaðarbandalaga, og er erfitt að sjá
að nokkur íslendingur sé andvigur slikri þróun.
Hún felur það jafnframt i sér að i heimshluta okk-
ar yrði komið á nýju og gjörbreyttu ástandi
öryggismála og sambúðar þjóðanna. Hæpið er að
nokkur Islendingur fari að andæfa slikri þróun ef
hagsmunir þjóðarinnar og sjálfstæði verða
tryggð ekki siður en nú er.
En án þessara margháttuðu gjörbreytinga á
Norðurhveli jarðar verður að telja að alþjóðleg
friðlýsing Norður-Atlantshafs sé þvi miður aðeins
fagur óskadraumur um óljósa framtiðarskipan.
Og ef það eru einhverjir sem ekki hafa efni á slik-
um dagdraumum, þá eru það smáþjóðirnar.
Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna um friðlýsingu
getur aldrei orðið annað eða meira en fróm ósk.
Sameinuðu þjóðirnar geta lýst yfir vilja sinum,
en þær eru sorglega valdalausar eins og allt of oft
hefur sannast. Einhliða yfirlýsing fslands um
friðlýsingu sjálfs sin yrði aðeins grátbroslegt
sjónarspil með mjög alvarlegum undirtónum.
útlendingar myndu varla einu sinni yppta öxlum
við tiðindum af þvi tagi.
Hvað svo sem segja má um hugsanlega og
áætlaða friðlýsingu Indlandshafs, þá er það einu
sinni staðreynd að Norður-Atlantshaf er ekki við
Indlandsstrendur! Norður-Atlantshaf er i
viðkvæmri miðju lifkerfis Vesturlanda, og það er
einnig fyrir hafnarmynni Ráðstjórnarrikjanna.
Friðlýsing þessa svæðis hvilir þvi á þeirri
forsendu að stórveldin geti komið sér saman um
eitthvað meira en fagurgala einn um friðsamlega
sambúð. Sannleikurinn er nefnilega sá að séu það
einhverjir sem ekki hafa efni á að trúa á fagur-
gala þá eru það smáþjóðirnar.
Tæplega fer hins vegar nokkur Islendingur að
mæla gegn þvi að Islendingar leggi sinn skerf af
mörkum i samstarfi Vesturlanda i þvi skyni að
skipan öryggismála breytist og aðstaða þjóðar-
innar batni. Varla fer heldur nokkur Islendingur
að mæla gegn þvi að unnið sé gegn óeðlilegum
áhrifum öryggissveitanna, sem hér dveljast, á
islenskt þjóðlif eða menningu.
í þessum sjónarmiðum hefur stefna íslendinga
verið falin allt frá 1971.
JS
SIÐASTLIÐINN sunnudag lauk
I Washington viöræöum milli
þeirra Vance og Gromyko um
væntanlegan samning um tak-
mörkun kjarnorkuvopna.
Þessar viðræður milli utanríkis-
ráðherranna hófust i New York
i sambandi við allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna og fóru þá
fram i sendiráði Sovétrikjanna
þar. Þær héldu svo áfram,
þegar Gromyko kom til Wash-
ington. Siðasti fundur þeirra,
sem var á sunnudaginn, stóð i
tvo og hálfan klukkutima, og
ræddu ráðherrarnir viö blaða-
menn að honum loknum. Báöir
létu þeir þá i ljós meiri bjart-
sýni en þeir hafa gert áður. Þeir
voru sammála um að viöræður
þeirra að þessu sinni heföu veriö
gagnlegar og gáfu i skyn, aö
verulega heföi þokazt I áttina til
fulls samkomulags. Viö erum
enn ekki sammála um öll atriði,
sagði Vance, en jafnframt héldi
hann fastar viö þann spádóm
sinn áður, að Bandarikin og
Sovétrikin heföu undirritaö
fyrir áramót nýjan samning um
takmörkun kjarnorkuvopna.
■ Gromyko bætti þvi viö brosandi,
sem honum er ekki titt, aö þeir
heföu orðið sammála um að
halda viðræðunum áfram og
myndi Vance koma þeirra
erinda til Moskvu siðari hluta
októbermánaöar.
Vance upplýsti, að ýmsar
nýjar hugmyndir heföu veriö
viðraðar og munu þær verða
athugaöar nánar fyrir október-
fund þeirra Gromykos. Hann
sagði að m.a. hefði veriö rætt
um hugsanlegan fund þeirra
Brésnjefs og Carters. Hugsan-
legt er, ef vel gengur á fyrir-
huguöum Moskvufundi utan-
rikisráðherranna, aö fundur
leiðtoganna verði haldinn fyrir
áramót, en óvist er, hvort
nokkur tilkynning veröi birt um
það fyrir þingkosningarnar 1
Bandarikjunum i byrjun
nóvember. Það fer sennilega
eftir þvi, hvort Carter metur
það heppilegt eða ekki með til-
liti til afstöðu öldungadeildar-
innar siðar, en hún verður aö
samþykkja samninginn, ef hann
á að öðlast endanlega staöfest-
ingu. Æskilegast gæti veriö að
draga þetta mál ekki inn i kosn-
ingabaráttuna, t.d. á þann hátt,
að repúblikanar teldu þaö gert
til að hjálpa demókrötum. Við
meöferð samningsins I öldunga-
deildinni yrði Carter að treysta
á fylgi allmargra repúblikana,
þvi aö ýmsir demókratar eru
liklegir til aö verða andvigir
samningnum.
Vance og Gromyko
ÞAÐ þykir styðja þann spádóm,
að samkomulag milli risaveld-
anna um umræddan samning sé
á næstu grösum, að Rússar hafa
gert sitthvað aö undanförnu,
sem gæti bent til þess, að þeir
vilji bæta sambúð rikjanna og
auðvelda Carter þannig að fá
samninginn samþykktan i
öldungadeildinni. Meðal þess,
sem nefnt er til sönnunar um
þetta, er aö þeir hafa nýlega
látið niöur falla málshöföanir
gegn tveimur bandariskum
blaðamönnum fyrir óleyfilega
fréttaöflun og þeir hafa sleppt
ameriskum kaupsýslumanni,
sem haföi verið ákæröur fyrir
gjaldeyrisbrask. Þá hafa þeir á
þessu ári leyft mun fleiri
Gyðingum aö flytjast úr landi en
siðustu ár. Horfur eru á, að um
23 þúsund Gyðingar flytji frá
Sovétrikjunum á þessu ári með
leyfi stjórnarvaldanna. Þá hafa
Rússar átt sinn þátt i þvl að
dregiö hefur úr deilum risaveld-
anna um málefni Afriku og ber
þar einkum að nefna bætta sam-
búö Angóla og Zaire. Rússar
hafa lika fariö sér hægt aö
undanförnu I sambandi við
Namibiu og Ródesiu og ekki
reynt að torvelda Bandarikja-
mönnum og Bretum starf þeirra
við lausn deilumála þar.
Loks hafa Rússar deilt öllu
vægilegar á samkomulagið i
Camp David en búizt haföi verið
viö, þótt þeir hafi tekið afstöðu á
móti þvi, enda gátu þeir ekki
annað vegna þeirra Arabarikja,
sem beita sér gegn þvi. Undir
venjulegum kringumstæöum
heföi mátt vænta miklu harðari
gagnrýni Rússa.
Brésnjef og Gromyko.
ÞAÐ MÁ telja vist aö andstaðan
I Bandarikjunum veröi hörö
gegn hinum væntanlega samn-
ingi, jafnvel þótt hann geti talizt
hagstæöur Bandarikjunum.
Stofnuð hefur veriö sérstök
nefnd áhcáfamanna, sem undir-
býr áróður gegn samningnum.
Það getur þvi reynzt erfitt fyrir
Carter að fá tilskilið samþykki
öldungadeildarinnar. Þessa
aöstööu Carters virðast ráöa-
menn Sovétrikjanna skilja.
Veröi ekki úr samkomulagi um
takmörkun kjarnorkuvopna nú,
getur það haft hér alvarlegustu
afleiöingar. Brésnjef er áhuga-
samur um samkomulag, en
óvist er hver afstaða eftirmanns
hans eða eftirmanna kynni að
verða. Mistakist samkomulagiö
af einhverjum ástæðum, er ekki
annað sjáanlegt en að stóraukið
vigbúnaðarkapphlaup sé
framundan og þá gæti spá-
dómur Kinverja um nýja
heimsstyrjöld rætzt.
Þ.Þ.