Tíminn - 06.10.1978, Síða 8
8
Föstudagur 6. október 1978
á víðavangi
„Gestaleikur ” a la
Benedikt Gröndal
Nokkrar umræöur hafa átt
sér staö aö undanförnu um
mögulega tilvíst kjarnorku-
vopna á tslandi i tengslum viö
varnarliðiö á Kefiavikurflug-
velli.
Gunnlaugur Stefánsson, al-
þingismaöur (A), sagöi um
þetta máliviötali viöTimann
fyrir skömmu, aö sér fyndist
einkennilegt, ef varnarmáttur
hersins byggöist ekki á nýj-
ustu tækni i vopnabiinaöi,
þ.e.a.s. kjarnorkuvopnum.
Þessi skoöun Gunnlaugs er
ekkert óeöliieg, þegar tillit er
tekiö til þess mikilvæga hlut-
verks, er ráöamenn NATO
álfta að island gegni i varnar-
keöju hins vestræna heims.
Engin kjarnorku-
vopn á íslandi
Benedikt Gröndal, núver-
andi utanrikisráðherra, var
siöan inntur álits á ummælum
samflokksmanns sins og sagöi
þá m.a.: „ícger þeirrar skoö-
unar, aö engin kjarnorkuvopn
séu geymd hér, enda teldi ég
aö þaö væri útilokaö aö fela
þaö fyrir islendingum ef svo
væri. Þaö eru geröar þaö
mikiar öryggisráöstafanir
þegar um svona „ófreskjur”
er aö ræöa, þannig aö ég tel aö
þaö myndi ekki dyljast nein-
um ef kjarnorkuvopn væru
geymd hér”.
t framhaldi af oröum utan-
rikisráöherra er full ástæöa til
aö rifja upp umræöur á Al-
þingi islendinga I. april 1976.
Þá fluttu Svava Jakobsdóttir
og Magnús T. ólafsson þings-
ályktunartillögu um bann viö
geymslu kjarnorkuvopna á is-
lensku yfirráöasvæöi. Nokkru
áður haföi veriö fullyrt I
þremur timaritum, aö hér á
landi væru kjarnorkuvopn til
staðar.
Alltaf rétt að
vera tortrygginn
i umræðum um fyrrnefnda
þingsályktunartillögu tók
Benedikt Gröndal til máls og
farahérá eftirglefsur úrræöu
hans:
„Þegarspurningin um hvort
hér séu kjarnorku vopn án
okkar vitundar eöa ekki hefur
komiö upp höfum viö (þing-
menn Alþýöufl.) tekiö trúan-
leg orö islenskra yfirvalda og
íslenskra utanríkisráðh. sem
lengi vel voru úr okkar eigin
flokki. Viö sjáum ekki ástæöu
til að byrja skyndilega að vé-
fengja orö þeirra þegar utan-
rikisráðh. er úr öörum flokki.
Það er aö vísu alltaf rétt aö
vera tortrygginn i málum eins
og þessu og raunar I utanrfkis-
og öryggismálum öllum”.
.r.þó að
mig skorti
þekkingu...
Þá ræöir Benedikt um þær
fyrirferðarmiklu öryggisráö-
stafanir, sem viðhaföar séu i
kringum kjarnorku vopn, en
segir svo:
„Nú hcfur tækninni fleygt
fram, og þaökann aö vera svo,
þó aö mig skorti þekkingu til
aö dæma um þaö, aö vopnin
séu oröin þaö miklu minni,
léttari og aö öryggisráöstaf-
anir séu nú á dögum fyrir-
ferðarminni heldur en áöur
voru, þannig aö þessar rök-
semdir fái ekki lengur staöLst,
og ég sé ekkert á móti þvl aö
Alþingi láti kanna þetta mál
mjög vel og taki sinar ákvarö-
anir aö þvl loknu”.
Einni veigamestu
hættunni sleppt
Þá segist Benedikt undrast,
aö flutningsmenn þingsálykt-
unartillögunnar skuli hafa
sleppt „einni veigamestu
hættunni á þvi aö kjarnorku-
vopn komi hér I nágrenni viö
okkur og springi e.t.v. f loft
upp I fanginu á okkur, en þaö
eru kjarnorkuvopn um borö I
skipum”. Siöar segir hann:
„...erlend herskip hafa veriö
hér t.d. á ytri höfninni i
Reykjavik og lagst upp aö
bryggju, fjöldamörg skip frá
ýmsum löndum sem vel gætu
veriö meö þessi vopn innan-
borðs”. Og hann ítrekar þetta
f lokin :.hér kunna aö koma
skip aö landi sem hafa þessi
vopn innbyröis”. Af þessum
umræðum á Alþingi 1. april
1976 má glöggt greina, aö þeir
Benedikt Gröndal
eru ekki á sömu skoðun, Bene-
dikt Gröndal alþin gismaöur
og Benedikt Gröndal utan-
rikisráöherra en þaö er vlst,
aö Gunnlaugur Stefánsson
hefur fullan rétt á aö finnast
það „skrýtiö ef ekki eru kjarn-
orkubomburá Keflavikurflug-
velli”, þvi eins og einhver
sagöi: .alltaf rétt aö vera
tortrygginn i máium eins og
þessu”.
Hnýsnir
íslendingar
Viöbrögö blaöafulltrúa
varnarliösins viö frekjulegri
afskiptasemi tslendinga, þeg-
ar þeir leyfa sér aö spyrja
hann út i tiivist kjarnorku-
vopna á islandi, eru kapftuli út
af fyrir sig. Hann telur sig
ekki hafa heimild til aö játa
tiiveru þeirra hér á landi né
neita. Hvaö þýöir þetta? Af
hverju s varar hann þessu ekki
neitandi, ef geymsla slikra
vopna á tsiandi er óheimil?
Liggur ekki beinast viö aö
álykta, aö ef Bandarikjamenn
vildu hafa hér kjarnorkuvopn,
þá myndu þeir ekki leita
heimildar hjá islenskum yfir-
völdum? Svar blaöafulltrúans
vekur ekki aöeins eölilega tor-
tryggni, heldur vitnar þaö um
siöleysi og dónaskap.
—SS
Tvimenningskeppni Bridgefélags Hafnarfjarðar
Næstkomandi mánudag (9.
október) hefst aöaltvimennings'
keppni Bridgefélags Hafnar-
fjarðar. Ætlunin er aö hún standi I
Ragnar H. Ragnar.
4 kvöld og eru menn hvattir til aö
taka þátt í keppninni. Ailtaf er
spilaö á mánudögum aö Hjalla-
hrauni 9 i Hafnarfirði.
Afmælistónleikar
til heiðurs
Ragnari H. Ragnar
A morgun verða haldnir á
tsafiröi tónleikar til heiöurs
Ragnari H. Ragnar skólastjóra
tónlistarskólans á ísafiröi, en
hannn varð áttræöu. 28.
september s.l.
A efnisskránni veröa eingöngu
islensk kammerverk og sönglög
eldri og yngri og er þaö aö ósk
afmælisbarnsins.
Meöal höfunda verka þeirra er
flutt veröa má nefna, Jón Nordal,
Jón Þdrarinsson, Þorkel Sigur-.
björnsson, Atla Heimi Sveinsson,
Sigurö Egil Garöarsson, Jónas
Tómasson og Hjálmar Ragnars-
son.
Stjórn BH er nú þannig skipuð :
Sævar Magnússon, formaöur,
Björn Eysteinsson, varafor-
maöur, Hörður Þórarinsson og
Ægir Magnússon, gjaldkerar,
Stefán Pálsson, áhaldavörður og
Guðni Þorsteinsson, ritari.
Ný ljóðabók
Komin er út ljóöabók, sem
heitir Flóöhestar í glugga.
Undirtitill: Kveðskapur. Höf-
undur er Jónas Friðrik Guðnason,
og hann gefur sjálfur út bók sina.
Ljóðin eru með ýmsu sniöi, rimuð
og órimuð, alvarleg og gaman-
söm. Hér er litiö sýnishorn af
siðast töldu gerðinni. Þaö er visa
sem heitir Trimm:
Linurnar eru óöum aö skýrast
og árangur næsta lokkandi:
Þeir, sem voru feitir i fyrra,
eru farnir til himna - skokkandi.
Flóðhestar i glugga er 71 blaö-
siöa að lengd. Bókin er prentuö i
Prentiön, Garöabæ.
Rússar eiga sér skopblaö sem heitir Krókódfll. Arum saman
hefur þaö reynt aö vekja fólk til vitundar og hugsunar um þaö
hver vitleysa vodkadrykkjan er 0g áhrif hennar óskapleg. Þessi
mynd af „sjálfsmorösneytandanum” birtist i Krókodilnum.
Þeir sem komnir eru nokkuð á efri ár
muna vel hvaðýmsir róttækir menn sögðu
um áfengismálin á fjórða tug aldarinnar.
Þá heyrðum við oft að i Sovétrikjunum
væri ekki neitt áfengisvandamál.
Drykkjuskapur væri einkenni hrörnandi
þjóðskipulags og ætti allar sinar orsakir i
þvi að Sovétmenn þyrftu enga bindindis-
hreyfingu og þekktu þó ekki áfengisböl,
nema úr fjarlægð i rúmi og tima. 1 sam-
ræmi við þetta bæri islendingum að
hverfa frá vonlausri ogþrákelknislegri
bindindisboðun en byggja upp nýtt þjóð-
skipulag, sem tæki frá mönnum sjúklega
fýsn til sterkra drykkja.
Það var nú þá. Nú virðist reynslan fyrir
löngu hafa leitt i ljós að þessar björtu
vonir byggðust ekki á raunsæi.
10%rýmuní
framleiðni
Næst á eftir krabbameini og
hjartasjúkdómum er drykkju-
skapur algengasta banamein i
Sovétrikjunum. Sjónvarpið var-
ar menn kröftuglega við of-
drykkju og leiötogar flokksins
þruma um þjóöarböliö.
Fréttaritari norska blaösins
Aftenposten i Moskvu sendi
blaöi sinu nýlega grein um
áfengismálin austur þar. Mikiö
er þar talaö um aö eitthvað
verði að gera til aö minnka
áfengisneysluna,en henni er nú
kennt um að framleiðni sé 10%
minni enella, auk þess sem hún
eigi sök á helmingi allra um-
ferðarslysa og fullum þriöjungi
allra afbrota. Sumir vilja taka
upp áfengisskömmtun, en aðrir
vilja banna alla brennivinssölu.
Héraða-
bönn
hafa verið
reynd
Einskonar héraðabönn hafa
veriö reynd. Nýju , borgirnar
meðfram járnbrautinni milli
Bajkal og Amur hafa veriö
bannbæir. Þegar Kamaz, vöru-
bílaverksmiöjan mikla var I
smiöum var bærinn, en ibúar
hans eru um 38 þúsund, næstum
þurrkaöur svo aö verkiö gengi
greitt. 1 tæp sjö ár var áfengis-
sala næstum engin i bænum.
Verkiö sóttist vel, afbrot voru
fá og heilsa verkamanna se'r-
lega góö. Hjartaáföllum, maga-
nýrna- og lifrarsjúkdómum
fækkaðiogtaugaveiklunar gætti
litiö og vinnuslys voru miklu
færri en titt var á sambærileg-
um stööum.
Þegar verksmiðjan var full-
byggð i fyrra og framleiöslan
hófst var banninu aflétt.
Drykkjuskapur i bænum er þó
enn minni en i meðallagi.
Ur vöndu
að ráða
Þrátt fyrir þessa góöu reynslu
i Kamaz telja margir að ekki
veröi unnt að sigrast á drykkju-
bölinu með banni. Hér skipti
mestuaðbrjótaniðurhina fornu
drykkjutisku og venja menn af
þvi að þykja þaö karlmennska
að hvolfa i sig hverju vodka-
glasinu af öðru. Kenna þurfi
þjóöinni aödrekka i hófi og með
menningarbrag, segja sumir. 1
staö þess að selja brennivin i
svo tíl hverri matvörubúð eigi
aö koma upp finum vinstofum
og veitingahúsum.
Aörir segja að meira beri að
treysta á fræðsluna, þrátt fyrir
það að sjónvarpið hefur flutt
fræðsluþætti siðustu árin á
besta sjónvarpstima án þess aö
æskilegur árangur sjáist. Nú
eigi að fræða menn enn betur
um áhættu og afleiöingar
drykkjunnar, t.d. i sambandi
við hjúskap og fjölskyldumál.
Drykkjuskapur á mikinn þátt i
þvi að þriðja hvert hjónaband i
Sovétrikjunum leysist upp.
Neyðaróp
gömlu
konunnar
Oldruð kona skorar á rikis-
valdiö að hætta áfengissölu: