Tíminn - 06.10.1978, Qupperneq 11
Föstudagur 6. október 1978
n
Alfreð Þorsteinsson:
Hneykslan kaupfélags-
maddömunnar
úr Stykkishólmi
Dagbjört Höskuldsdóttir frá
Stykkishólmi sendir
fram sóknarm önnum i
Reykjavik tóninn s.l. miöviku-
dag og er mjög tíörætt um mikiö
fylgistap flokksins í Reykjavik,
sem henni ofbýöur. Ekki skal
dregiö lir þvi, aö Urslitin i
Reykjavik voru alvarlegt áfall
fyrir Framsóknarflokkinn, en
fremur viröist sjóndeildar-
hringur þessarar kaupfélags-
maddömu frá Stykkihólmi
vera þröngur fyrst úrslitin i
Reykjavik fara eingöngu fyrir
brjóstið á henni.
Eru kosningarúrslitin i
Vesturlandskjördæmi henni
ekkert áhyggjuefni? Sjálf
skipaði hún þriðja sæti lista
Alfreð Þorsteinsson.
Dagbjört Höskuidsdóttir.
Að búa í for-
réttindakjördæmi
Þaðer ekki ónýtt að búa i for-
réttindakjördæmi eins og
Vesturlandi, þar sem 1968
atkvæði nægja til að koma
tveimur mönnum inn á Alþingi
meðan 7000 atkvæði
Framsóknarmanna i Reykjavik
og Reykjanesi nægja aðeins
fyrir einum þingmanni.
Og til að útskýra enn betur
hversu léttvæg atkvæði
framsóknarmanna i Reykjavik
og Reykjanesi eru, þá sést það
bezt á þvi, að heildaratkvæða-
magn flokksins i siðustu
kosningum var um 21 þúsund
atkvæði og út á það fengust 12
þingmenn. Það þýðir i raun, að
14 þúsund landsbyggðaratkvæði
færa flokknum 11 þingmenn, en
7 þúsund atkvæði i Reykjavik og
Reykjanesi skila aðeins einum
þingmanni.
Langþreyttir á
kjaftavaðli
F r a m s ó k n a r m e n n i
Reykjavik og Reykjanesi eru
orðnir langþreyttirá kjaftavaðli
og ásökunum frá fólki eins og
Dagbjörtu Höskuldsdóttur um
ódugnað og leti. Sannleikurinn
er sá, að búið var aö vinna upp i
Reykjavik og Reykjanesi
nokkuð gott og aö þvi er virtist
traust fylgi við Framsóknar-
flokkinn.
Ýmsar samverkandi ástæður
urðu þess svo valdandi, að þetta
fylgi hrundi. En ekkert hefur þó
enn gerzt, sem ekki má bæta
upp.Og það lýsir aðeins gamal-
dags hugsunarhætti, aö ekki
megi ræða opinskátt á siðum
Timans um ágreiningsefni, sem
upp koma innan flokksins, en
það er helzt aö skilja á kaup-
félagsmaddömunni, að um
sli'kan ágreining megi ekki
ræða. 1 hinu orðinu fagnar hún
svo breyttum starfsaðferöum
Timans um opnari blaða-
mennsku.
Þeir, sem þannig tala og
þannig skrifa, gera sig seka um
ruglukollshátt.
Uppbyggingar-
starf hefst aftur
Burtséð frá þvi atriði gefur
grein Dagbjartar framsóknar-
mönnum i Reykjavik og
Reykjanesi tilefni til aö skoöa
stöðusina. Vitaskuld hefst upp-
byggingarstarf aftur, en það
hlýtur að verða ein meginkrafa
framsóknarmanna á þessu
þéttbýlissvæði, eins og krafa
annarra, sem á þessu svæði
búa, að kosningaréttur verði
jafnaður.
F r a m s ó k n a r m e n n i
Reykjavik og Reykjanesi munu
ekki, fremur en aðrir, sætta sig
við, að atkvæði þeirra vigti ekki
þyngra. Allra sizt nenna þeir að
hlusta til langframa á kaup-
félagsmaddömur með marg-
falt atkvæðisvægi hneyklast á
málefnum i þeirra kjördæmum.
Látbragösleikur í
Norræna húsinu
Framsóknarílokksins og var
talin vera i baráttusæti. Þó fór
ekki betur en svo, að fylgi
flokksins hrapaði úr 2500
atkvæðum niður i 1968, en þrátt
fyrir það fékk flokkurinn tvo
þingmenn kjörna.
Sænski trúöurinn og látbragðs-
leikarinn ARMAND MIEHE
skemmtir i Norræna húsinu
siödegis á laugardag, 7. október
kl. 16.00. Eins og komið hefur
fram i fréttum kom Armand
Miehe ásamt sænskum leikurum
og hljóðfæraleikurum til landsins
I boði Norræna hússins og Leik-
félags Reykjavikur og hefur
haldið tvær skemmtanir i Iönó
fyrir fullu húsi og við mikinn
fögnuð áhorfenda. Upphaflega
var ætlunin að Armand Miehe
héldi aðeins fyrirlestur I Norræna
húsinu, en vegna mikillar eftir-
spurnar hefur þvi veriö breytt, og
skemmtir hann i staðinn.
Skemmtunin er ætluö börnum á
öllum aldri. Aðgangseyrir er 500,-
krónur fyrir litil börn, og 10000,-
fyrir stór.
Armand Miehe er af þekktri
dansk-sænskri cirkusætt. Hann er
fæddur 1921 og var aðeins þriggja
ára þegar hann kom fyrst fram
opinberlega i Stokkhólmi. 1 mörg
ár ferðaðist hann um sem trúöur
með Charlie Rivel, en leikhúsfólk
fékk fljótt áhuga á hæfileikum
hans og hefur hann leikiö i
mörgum leikhúsum á Norður-
löndunum. Þekktastur varð hann
fyrir túlkun sina á verkum Dario
Fo, en hann varð meðal þeirra
fyrstu til að kynna Dario Fo á
Norðurlöndunum. Einnig setti
hann á svið og lék sjálfur verk
Samúels Beckets „Leikur án
orða” og ferðaðist um meö leik-
inn um alla Skandinaviu. Sú
sýning var einnig flutt i sjón-
varpi. Hann hefur leikið Pierro-
þætti i Tivoli i Kaupmannahöfn og
einnig flutt eigin og gamla lát-
braðsleiki viða iSviþjóð. Þá hefur
hann einnig kennt við háskólann
og leiklistarskólann i Stokkhólmi
árum saman..
í þetta sinn er Armand Miehe á
leikferðalagi til Færeyja, Islands
og Grænlands og eru meö honum i
förinni sænsku leikararnir Edda
Michelsen, Mats Söderquist og
Peter Furuskog.
--------------------------------------------------S
Móðir okkar
Svanborg Maria Jónsdóttir
Ólafsvfk
lést 4. október siöastliðinn á sjúkrahúsi Akraness.
Sigriöur H. Stefánsdóttir,
Frlöa Eyfjörö Stefánsdóttir,
Alexander Stefánsson,
Heiöa Stefánsdóttir,
Erla Stefánsdóttir.
Maðurinn minn
Sigurður Snorrason
Gilsbakka
verður jarðsunginn frá Gilsbakkakirkju laugardaginn 7.
okt. kl. 14,-
Hæsti
vinningurinn
f desember verða hæstu
vinningarnir dregnir út. 9
fimm milljón króna vinningar
eða samtals 45 milljón
krónur á eitt númer.
Endurnýjaðu strax í dag til
að glata ekki vinnings-
möguleikum þínum.
10. flokkur
18 @ 1.000.000,- 18.000.000-
18 — 500.000- 9.000.000,-
324 — 100.000,- 32.400.000.-
693 — 50.000,- 34.650.000,-
9.279 — 15.000.- 139.185.000-
10.332 233.235.000,-
36. — 75.000,- 2.700.000.-
10.368 235.935.000-
Við drögum 10. október.
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLAIMDS
Hæsta vinningshlutfall í heimi!