Tíminn - 06.10.1978, Page 12
12
Fimmtudagur 5. október 1978
Árangurinn
mælist ekki
í útskrifuð-
um sjúklingum
— Arangur okkar hér mælist
ekki i tölum um Utskrifaöa
sjúklinga, þótt þaö hafi aö visu
komiö fyrir aö sjúklingar út-
skrifist héöan, sagöi Karl
Strand yfirlæknir Geödeildar
Borgarspitalans á dögunum er
gestum voru sýnd ný húsakynni
i Arnarholti á Kjalarnesi, en
vistheimiliö þar hefur siðan i
ársbyrjun 1972 verið rekiö sem
hluti Geðdeildarinnar.
Karl Strand kvað andlega
fatlaöa vera þá sjúklinga, sem
hvaö mest stæöu höllum fæti i
þjóöfélaginu og þaö væri um-
talsveröur árangur þegar tæk-
ist aö veita slikum sjúklingum
fast land undir fætur á góöri
sjúkrastofnun eins og Arnarholt
væri, en margir sjúklinganna
þar ættu aö baki langan
stofnanavergang.
Bæöi Karl Strand og Adda
Bára SigfUsdóttir formaður
stjórnar Borgarspítalans gátu
um þaö aö liöan s júklinganna aö
Arnarholti væri betri eftir aö
greiöst heföi úr þeim ofboðs-
legu þrengslium, sem voru á
gamla heimilinu i Arnarholti.
Margir þeirrasetja metnaösinn
i aö prýöa herbergi sin og verja
til þess eigin vasapeningum.
Arnarholt var tekiö i notkun
áriö 1944 en á fundi bæjarráös þ.
3. marz 1944, var „borgarstjóra
falið aö undirbúa stofnun þurfa-
mannaheimilis i Arnarholti á
Kjalarnesi.”
A meöan unniö var aö undir-
búningi i Arnarholti rak fram-
færslunefnd vistheimili fyrir 23
vistmenn aö Korpúlfstöðum,
sem flutti siöan aö Arnarholti i
ágúst 1945. Forstöðumaöur frá
upphafi var Gisli Jónsson frá
Loftsstöðum og er hann enn
staðarráðsmaður. A árinu 1953
varbyggt forstööumannahUs og
á árunum 1965—67 ibúðarhús
fyrir aöra starfsmenn. Með til-
komu þessara húsa var hægt að
fjölga vistmönnum úr 45 i 60. A
þessum árum rak framfæslu-
nefnd heimilið. Með ákvörðun
borgarstjórnar frá 15. júli 1971
hefur vistheimiliö veriö rekið
sem hluti af Geðdeild Borgar-
spitalans, frá 1. sept. sama ár
og komst sU skipan i fast form þ.
1/1 1972.
Árið 1970 fól heilbrigöismála-
ráð þáverandi borgarlækni Jóni
Sigurössyni aö semja greinar-
gerð um Arnarholt og framtið
þess. Hann taldi þessara um-
bóta þörf:
1. Aö byggja nýja legudeild.
2. Aö bæta og auka húsa-
Fimmtán manns búa enn I gömlu byggingunni og búa þar
siöur notalega um sig Timamyndir
heldur því að
geta veitt
þeim
öryggi á
góðri
sjúkra-
stofnun
engu aö
Tryggvi
Þær láta sig ekki muna um aö hafa 150 manns f fæöi
kynni eldhúsdeildar og borð-
stofu.
3. Að auka aðstöðu til fjöl-
breytni i vinnu vistmanna.
4. Aö bæta úr samgöngum
fyrir starfslið og vistmenn.
Á grundvelli þessara tillagna
var haldið áfram uppbyggingu i
Arnarholti. A árinu 1972 voru
samþykktar teikningar sem
unnar voru hjá Einari Sveins-
syni húsameistara.
A ýmsu hefur gengið i bygg-
Or einu af nýju herbergjunum
ingu hússins, en i des. mán 1977
var flutt i álmu vistmanna, þar
eru nú 45 sjúklingar en 15 eru
enn i eldra húsnæði. Nú er eld-
húsálma tilbúin, en aðalanddyri
og þjónustuálmu verður lokiö á
næsta ári.
Byggingar þessar eru aö
flatarmáli 1895 fermetrar sem
skiptist þannig:
A-álma sjúkradeild 1. hæð 583
fermetrar
A-álma sjúkradeild 2. hæð 583
fermetrar
B-álma eldhús og boröstofa
455 fermetrar
C-álma þjónustuálma/and-
dyri 274 fermetrar eöa 6206
fermetrar.
Heildarkostnaður til dagsins i
dag er um kr. 370 millj. en ólok-
iö er ýmsum frágangi.
A byggingatima hefur bygg-
ingadeild Reykjavikurborgar
haft yfirumsjón með fram-
kvæmdum, en daglegt eftirlit i
höndum Ingva Gestsonar arki-
tekts og Sigurðar Angantýs-
sonar deildarstjóra i Borgar-
spi'talanum.
Helstu verktakar hafa veriö:
Trésmiðja Austurbæjar h/f,
Akurey h/f, KristinnAuðunsson
pipulagningameistari, Þórir
Lárusson rafvirkjameistari,
Gunnar Jónsson, dúklagninga-
meistari.
Þá voru ýmsir stórir verk-
þættir unnir af iðnaöarmönnum
Borgarspitalans.
Það er ekki sist starfsfólki i
eldhúsi að þakka aö byggingar-
framkvæmdir i Arnarholti eru
komnar svo vel á veg sem raun
ber vitni. Við erfið skilyrði bætti
það á sig að hafa bygginga- og
iðnaðarmenn, sem unnu við ný-
bygginguna i fæði, allt upp i 45
manns þegar mest var, en vist-
menn og starfsfólk eru nær
hundrað. SJ
Or setustofu I nýbyggingunni I Arnarholti
Magnús L. Sveinsson, Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri og Skúli Johnsen borgarlæknir skoöa sig um
i Arnarholti, GIsli Jónsson staöarráösmaöur aö baki þeirra
Fimmtudagur 5. október 1978
13
18 aldraði
fluttír í
húsið við
Lönguhlíð
Setustofa aldraöra Lönguhiiö 18.
Tómstundastarf og þjónusta fyrir aldraða
Nú um slöustu mánaöamót
var tekin I notkun bygging fyrir
aldraöa við Lönguhliö.
Þrjátlu 27 fermetra ein-
staklingslbúöir eru I húsinu auk
húsvaröarlbúöar og eru 18 ibúar
þegar fluttir inn og hinir 12
væntanlegir á næstunni.
Reykjavikurborg byggöi hús
þetta, en fyrr á árinu var flutt I
átta hæöa hús meö Ibúöum fyrir
74 aidraöa viö Furugeröi, sem
einnig var reist á vegum
borgarinnar. 217 sóttu um aö fá
inni I nýby ggingunni viö Löngu-
hliö, svo ljóst er aö húsnæöis-
skortur aldraöra i Reykjavik er
enn sem fyrr mjög brýnn. Viö
Dalbraut er I byggingu á vegum
borgarinnar hús fyrir aldraöa
meö 46 einstaklingsibúöum og
18 hjónaibúöum og er þaö nú
rúmlega fokhelt. Þá eru uppi
hugmyndir um aö enn eitt
heimili fyrir aldraöa rlsi viö
Snorrabraut á þvl svæöi þar
sem Skátabúöin er nú.
Kristján Benediktsson er for-
maður byggingarnefndar, sem
séö hefur um framkvæmdir við
hús aldraðra viö Lönguhllð.
—Það er nýtt I þessu húsi,
sagði Kristján I viðtali viö
Timann, að sérstök byggingar-
nefnd hefur séð um fram-
kvæmdir og einnig það að þær
voru allar boönar út i einu lagi
og virðist það hafa tekist vel. 1
þriðja lagi verður húsið dýrara
miðað við hverja ibúð vegna
þess að við suðurenda þess er
upphitað gróðurhús, þar sem
ætlunin er að Ibúarnir geti setiö
i hlýju þótt kalt sé i veðri og, ef
þeir óska, dundaö viö að hlúa að
gróðri. Á neðstu hæð hússins er
einnig mikið sameiginlegt rými
og er ætlunin að reka þar tóm-
stundastarf fyrir aldraða I
hverfunum hér i kring, sem eru
það gömul að þeir eru þar fjöl-
mennir. Þá er I ráði að þar veröi
einnig nokkur heilsugæsla og
snyrting fyrir aldraða.
Heildarkostnaður
383,95 milljónir.
Arkitektarnir Helgi og
Vilhjálmur Hjálmarssynir
hönnuöu byggingu aldraðra við
Lönguhlið.
Rúmmál hússins er 6.895
rúmm., en heildarflatarmál
2.009,4 ferm. Kjallari er undir
hluta hússins. Garðhúsiö er 278
rúmm. að stærð og 85,5 ferm.
I kjallara eru öll veituinntök
og tilheyrandi leiðslur, auk
geymslurýmis. Á fyrstu hæð
hússins er aöstaða fyrir lækni,
sjúkraþjálfun og hár- og fót-
snyrtingu. Þar er einnig eldhús,
borðstofa, ræstiklefar,
geymslur og snyrting, auk þess
vinnusalur, þvottahús, lin-
herbergi, skrifstofa og aöstaöa
fyrir starfsfólk. Þá er óráð-
stafað um 115 ferm rými. A
annarri hæð eru 14 einstaklings-
ibúðir, húsvarðaribúð 54
Hér veröur á næstunnni plantaö
blómum og öörum gróöri og
ætlunin er aö ibúarnir geti setiö
hér og notiö sólarinnar þótt kalt
sé úti.
í nágrenninu
fermetrar og setustofa. A þriðju
hæð eru 16 einstaklingslbúðir og
setustofa. I risi eru geymslur.
Verkið var boöið út 25. júni
1976 og samiö við Böövar S.
Bjarnason. Tiboðsverö var 213,4
millj. kr. miöaö við byggingar-
vísitölu 114 stig. Framkvæmdir
hófust I október 1976. Verkið er
nú á lokastigi.
Heildarkostnaður við bygg-
inguna er orðinn 383.95 milljónir
króna.
Byggingarnefnd aldraöra var
skipuð 1975 og var formaöur
hennar Albert Guðmundsson.
Nefndin skipti með sér verkum
þannig að Kristján Benedikts-
son sá um byggingu hússins við
Lönghliö ásamt Markúsi Erni
Antonssyni og Clfari
Þóröarsyni. Með þeim störfuðu
borgarverkfræöingur, félags-
málastjóri og borgarlæknir.
Adda Bára Sigfúsdóttir,
Björgvin Guðmundsson og Páll
Gislason hafa ásamt Albert
Guðmundssyni séð um bygging-
una viö Dalbraut.
Friörik Ingþórsson hefur
veriö ráðinn húsvörður i húsinu
við Lönguhlið.
Meðalaldur 82 ár.
Meðalaldur Ibúanna þar er 82
ár og konur i meirihluta, 26, en
karlar 4. —Þetta er nokkuð hár
aldur og æskilegt væri að þeir
sem eru heilsutæpastir hér
flyttu siðar I bygginguna viö
Dalbraut þar sem verður meiri
heilbrigðisþjónusta. Það er
hinsvegar skiljanlegt að þegar
fólkið er búið að koma sér fyrir
verður einnig í byggingunni
vill þaö helzt ekki færa sig um
set.
Þá væri æskilegt aö bygg-
ingar sem þessar væru ekki ein-
göngu ætlaöar öldruðum heldur
einnig fólki úr öörum aldurs-
flokkum, svo kynslóðirnar
blönduðu geöi hverjar við aöra .
Þegar maður hinsvegar stendur
frammi fyrir þeim glfurlega
miklu húsnæðisvandræöum sem
aldraðir eiga við að strlða,
kemur ekki annaö til greina en
að byggja eingöngu fyrir
aldraða á þessu stigi. En siðar
meir er alltaf hægt að breyta til.
S.J.
HRAUST
BÖRN
SMJOR
l1!1 wi í
?r. m . \