Tíminn - 06.10.1978, Qupperneq 17
Föstudagur 6. október 1978
17
\
Agúst Petersen á
Kjarvalsstöðum
Myndlistarunnendur
hafa verið tiltölulega
heppnir i haust, segja
má að hver stórvið-
burðurinn hafi rekið
annan, og það er komin
upp ný staða áður en
maður veit af. Mynd-
þreytan frá þvi i vor er
horfin, og maður er
kominn i vetrarskap,
þvi maður veit að
veturinn boðar ekki að-
eins snjó og kulda,
heldur upp á margt
annað, bækur, leikhús
og myndlist, og því er
gott að hafa einhvern
farangur i fyrsta
áfanganum.
Fyrstir riöu á vaöiö septem-
bermenn meö Ejler BÍLle i
fararbroddi, en hann var i hópi
þeirra er umbyltu myndlistinni
á Noröurlöndum, bæöi meö
höggmyndum sinum og mál-
verkum, og kannske ekki sist
meö hinum skarpa penna sin-
um, sem risti sundur hiö aka-
demiska samtryggingakerfi,
sem gilti i myndlistinni á
Noröurlöndum á árunum fyrir
striö.
Þá kom yfirlitssýning á verk-
um Snorra Arinbjarnar, sem er
mikill viðburöur, vegna þess
hve myndir hans eru nú fáséöar
flesta daga.
Sýning FtM var að visu
heldur tilþrifalitil, en góö samt,
og nú hefur Agúst Petersen opn-
að stóra sýningu á Kjarvals-
stöðum þar sem hann sýnir á
annaö hundrað verk, nánar til
tekið 117 myndir.
Ágúst Petersen
Agúst Petersen hefur um
margra ára skeið veriö i hópi
okkar bestu málara, en hann er
fæddur i Vestmannaeyjum árið
1908 og veröur þvi — eða varö
sjötugur á þessu ári, en þess er
hvergi getiö aö þetta sé af-
mælissýning, þó hún sé það.
Agúst er Vestmannaeyingur,
en það er alþekkt aö menn fá
góö augu af þvi að búa á eyjum,
sér f lagi ef þær eru litlar. Mál-
verkið er heimur — litill heimur
og þaö er eyjan lika, en meö
þessu er þó ekki átt við aö menn
verði sérvitrir undir bergveggn-
um, heldur hitt, aö það viröist
hjálpa til við myndlist og aörar
listir. Til dæmis er þaö meö
ólikindum hvaö Færeyingar
eiga marga góöa málara og rit-
höfunda.
Liðveisla Vestmannaeyinga
viö myndlistina er lika stór og
nægir aö nefna Júliönu Sveins-
dóttur, Sverri Haraldsson og
Svein Björnsson þvi til sönn-
unar. Þetta fólk slitur sig úr
fuglabjörgum og byrjar aö bæta
viö sig heimslistina.
Styrkleiki Agústar Petersen,
sem málara er liklega fyrst og
fremst hæfileikinn til einföldun-
ar. Hann segir mikið með fáum
orðum oglæturlikamikiö ósagt,
áhorfandanum til umhugsunar.
Litir eru ótrúlega finlegir og
blæbrigöarikir. Hann reynir
ekki aö ganga i augun á áhorf-
endum, hann segir hlutina aö-
eins eins og þeir eru, án umbún-
aðar.
Andlit og umhverfi
Skipta má verkum Agústar
Petersen i tvo megin flokka:
Umhverfið og Maöurinn. Hann
vinnur portret myndirnar
þannig að þær eru fyrst og
fremst málverk en persónan
sjálf gleymist ekki. Við þekkj-
um sum þessi andlit, því þau
hæfa oftast sálinni og ef við
skoðum landslagsmyndir og
myndir frá hafinu sjáum við aö
þaðsama er uppi á teningnum.
Eöli þessa lands skipar viðlika
sess og form þess og litur.
Agúst Petersen hefur skapaö
sér persónulegan listheim.
Hann étur úr eigin poka. Ef
menn vilja sanna skyldleika, þá
minna sum verka hans dálitið á
verk Júliönnu Sveinsdóttur,
sem sá Vestmannaeyjar með
svipuðum augum og hann gerir.
Þú horfist i augu viö bergið
myndin horfir ekki minna á þig
en þú á hana og hafið kyrjar
sinn voðasöng og andardráttur
þess er bæöi þungur og óreglu-
legur.
Málarinn hefur tileinkaö sér
sérstök vinnubrögö viö vitum aö
þetta er ekki tóm hagmælska:
vitum að honum er ekki létt um
að yrkja. Hann brýtur til mergj-
ar og krefur þetta land sagna.
Aöalsteinn Ingólfsson lýsir
vinnubrögöum hans á þennan
hátt i sýningarskrá:
„Það er lærdómsrikt aö
fylgjast meö glimu hans viö
málverkið frá viku til viku. Ag-
úst vinnur venjulega viö mörg
málverk i senn breytir og
endurskoðar i sifellu. Einn dag-
inn er hann i öngum sinum yfir
gómstórum bletti i horni lands-
lagsmyndar. Hann er einhvern
veginn ekki „réttur” — rimar
ekki. Málarinn nýr saman hönd-
um og hristir höfuöiö á sinn sér-
staka hátt. Viku síöar er Agúst
enn meö áhyggjur af sama
blettinum, þótt hann hafi nú
stækkaö og liturinn dökknaö
ögn. Þó þarf æft auga til að sjá
breytinguna. Næstu helgi er
vandinn leystur, — bletturinn
hefur aftur minnkaö og tekiö á
sig annað blæbrigöi. Málarinn
leikur nú við hvern sinn fingur
hleypur fram og aftur um
vinnustofuna og veifar pipunni
ótt.
Einhver mundi eflaust flokka
þetta undir smámunasemi en
slikt orð á ekki viö þegar áhorf-
andinn sér þá alvöru og þá inni-
legu gleði sem fylgir „réttu”
lausninni. Myndlistarmenn eiga
gjarnan i erfiöleikum meöað tjá
sig um þaö hvenær þeim sé ljóst
að mynd sé lokiö. Hvaö Agúst
snertir skýrir hann greiölega
frá þvi aö myndir hans séu
„réttar” ef þær samsvari
ákveðinni innlifun sem hann
hefur andspænis viöfangsefn-
inu. Vandinn er sá að skilgreina
tilfinningar fremur en landslag
eða eitthvaö sjáanlegt og það
eru tilfinningarnar sem knýja
hann til stöðugra endurskoðana
á verkum. Efinn læðist aö hon-
um aftur og aftur en svo allt i
einu segir myndin stopp. Að
skrásetja landslag eða fólk á
striga finnst honum fánýt iöja.
Sjálfur lýkur hann myndum
eftir minni heima i vinnustof-
unni.”
Vinnubrögð af þessu tagi
hljóta menn aö taka alvarlega.
Viö.þetta er svo ekki ööru
aö bæta en þvi aö við hvetjum
listvini og aðra til þess aö skoöa
þessa einstæöu sýningu en henni
lýkur 15. október, á afmælisdegi
Kjarvals.
Jónas Guðmundsson
■ fólk í listum
Félagið ísland - DDR
Gesellschaft fsland - DDR
minnist 29. Þjóðhátiðardags [þýska
alþýðulýðveldisins með samkomu að
Lækjarhvammi, Hótel Sögu, föstudaginn
6. október 1978 kl. 20.30.
Dagskrá:
1) Ávarp
2) Skemmtiatriði
3) Dans
Allir velkomnir
Stjórnin
Styrkir til háskólanáms i Sambandslýð-
veldinu Þýskalandi
Þýska sendiráðiö ( Reykjavik hefur tilkynnt Islenskum
stjórnvöldum aö boönir séu fram þrir styrkir handa
isienskum námsmönnum til háskólanáms I Sambandslýö-
veldinu Þýskalandi háskólaáriö 1979-80. Styrkirnir nema
650 þýskum mörkum á mánuöi hiö lægsta auk 100 marka á
námsmisseri til bókakaupa en auk þess eru styrkþegar
undanþegnir skólagjöldum og fá feröakostnaö greiddan aö
nokkru. Styrktimabiliö er 10 mánuöir frá 1. október 1979
aö telja en framlenging kemur til greina aö fullnægöum
ákveönum silyröum.
Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 32 ára. Þeir skulu
hafa lokiö a.m.k. tveggja ára háskólanámi.
Umsóknir, ásamt tilskildum fylgigögnum, skulu hafa bor-
ist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik,
fyrir 1. nóvember n.k. —• Sérstök umsóknareyöublöö fást I
ráöuneytinu.
Menntamálaráðuneytið
3. október 1978.
Styrkir til islenskra visindamanna til
námsdvalar og rannsóknastarfa i Sam-
bandslýðveldinu Þýskalandi.
Þýska sendiráöiö i Reykjavik hefur tjáö Islenskum stjórn-
völdum aö boönir séu fram nokkrir styrkir handa islensk-
um visindamönnum til námsdvalar og rannsóknastarfa I
Sambandslýöveldinu Þýskalandi um allt aö fjögurra mán-
aöa skeiö á árinu 1979. Styrkirnir nema 1200 þýskum
mörkum á mánuöi hiö lægsta, auk þess sem til greina
kemur aö greiddur veröi feröakostnaöur aö nokkru.
Umsóknum um styrki þessa skal komiö til menntamála-
ráöuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1.
nóvember n.k. — Sérstök umsóknareyöublöö fást I ráöu-
neytinu.
Menntamálaráðuneytið
3. október 1978.
Styrkir til að sækja þýskunámskeið i Sam-
bandslýðveldinu Þýskalandi.
Þýska sendiráöiö I Reykjavikur hefur tilkynnt islenskum
stjórnvöldum aö boönir séu fram þrir styrkir til handa
Islenskum stúdentum til aö sækja tveggja mánaöa þýsku-
námskeiö í Sambandslýöveldinu Þýskalandi á vegum
Goethe-stofnunarinnar á timabilinu júni — október 1979.
Styrkirnir taka til dvalarkostnaöar og kennslugjalda, auk
OOOmarka feröastyrks. Umsækjendur skulu vera á aldrin-
um 19-32 ára og hafa lokiö a.m.k. tveggja ára háskóla-
námi. Þeir skulu hafa góöa undirstööukunnáttu I þýskri
tungu.
Umsóknum um styrki þessa skal komiö til menntamála-
ráöuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1.
nóvember n.k. Sérstök umsóknareyöublöö fást i ráöuneyt-
inu.
Menntamálaráðuneytið
3. október 1978.
Bændur
Sunnanlands
Athugið
Erum 15 hraustir karlar sem viljum taka
upp gulrófur upp á hlut.
Upplýsingar i sima 50421 og 52444.
Li onsklúbburinn Ásbjörn Hafnarfirði.