Tíminn - 06.10.1978, Qupperneq 19
Föstudagur 6. október 1978
19
Hvað varð um
„stj órana” f rá
HM í Argentínu?
— fáir menn eru eins valtir í sessi og
landsliðsþjálfarar, eins og reynslan
eftir HM hefur sýnt
Framkvæmdastjórar landsliða
eru sennilega valtari i sessi en
nokkrir aðrir menn á jarðriki.
Annaðhvort eru þeir dýrkaðir
sem þjóðhetjur, eða þeim er
bölvað út i ystu myrkur. Það er
gamalt máltæki i knattspyrnunni
sem segir, -ef þú ert I vafa, rektu
þá framkvæmdastjórann. Þetta
máitæki virðist enn vera l fullu
gildi þvi framkvæmdastjórar
fjúka að segja má i hverri einustu
viku.
Það er ærið fróðlegt að skoða
hvað orðið hefur um fram-
kvæmdastjóra þeirra 16 liða, sem
léku til úrslita i HM i Argentínu
nú s.l. sumar. Sumir halda enn
stöðum sinum, en þeim sem ver
gekk var kastaö i burtu um leið og
þeir stigu fótum sinum aftur á
fósturjörðina.
Cesar Luis Menotti, stjórnaði
argentinska landsliðinu og leiddi
það til sigurs i heimsmeistara-
keppninni í sumar. Þrátt fyrir
þennan stórkostlega árangur
hans og leikmannanna, er fram-
tið hans enn á huldu. Menotti var
og er dýrkaður, sem hetja i
heimalandi sinu, Argentinu, en
engu að siður eru knattspyrnu-
yfirvöld i landinu ekki- viss um
hvort þau eigi að bjóða honum
langtimasamning. Það kemur
lika inn i dæmið, að Menotti
sjálfur virðist ekki vera allt of
ginkeyptur fyrir langtima-
samning.
Helmut Seqekowitch sem var á
bak við velgengni austrriska
landsliðsins I undankeppninni
fyrir HM stjórnaði landsliði sinu i
úrslitakeppninni og þrátt fyrir
ágætan árangur, þ.á.m. sigur yfir
V-Þjóðverjum, neyddist hann til
að segja af sér.
Framtið Claudio Couthinos hjá
Brözzunum er enn óráöin og ólik-
legt er að hann haldi mikiö lengur
áfram með landsliðið. Frakkar
eru ekki eins kröfuharðir og
flestir nágrannar þeirra og þeir
virðast hafa meiri þolinmæöi og
biðlund. Þeirra „stjóri” er Michel
Hidalgo og hann var meö liðiö i
Argentinu þrátt fyrir töluverð
vonbrigði var honum boðiö að
halda áfram með liðið og mun
hann annast framkvæmdastjórn
a.m.k. fram yfir Evrópukeppni
landsliða 1980.
Ernst Happel, sem stjórnaði
landsliði Hollands, sem hirti
silfurverðlaunin i Argentinu sagði
af sér er heim var komið og kom
afsögn hans mjög á óvart. Jan
Zwartkruis tók við stöðu hans og
grenilegterá öllu að hann hyggst
feta ífórspor fyrirrennarra sinna.
Lajos Baroti.sem var með Ung-
verjana var rekinn um leið og
sást til hans á flugvellinum, en
Ungverjarnirvoru mjög óheppnir
i keppninni og voru t.d. tveir leik-
manna þeirra reknir út af i
keppninni gegn Argentinu-
mönnum fyrir ómerkileg brot.
Liöiö brotnaði mikið niður við
þetta áfall og að sjálfsögðu fékk
höfuö Baroti að fjúka.
Enginn fékk þó eins slæma Ut-
reiö og landsliðsþjálfari Mexikó-
manna, JoseAntonio Roca.Hann
var nánastdýrlinguri heimalandi
sinu eftir að Mexikanar höfðu
Arni Indriðason hefir hér stungið sér inn I vörn Þróttar.
Sami haustbragurinn
— á Reykjavikurmótinu i handbolta
1 gærkvöldi voru leiknir þrir
leikir i Reykjavfkurmótinu i
h andknattleik. Fyrsti ieikur
kvöldsins var á milli Vikings og
Þróttar. Þróttarar áttu sigurvon I
riðlinum ef þeir naÆu aö sigra
Viking, en það var aldrei spurn-
ing um það, heldur aöeins hversu
stór sigur Vikinga yröi.
Vikingarnir höfðu undirtökin
frá upphafi til enda og Þróttarar
eygðu aldrei glætu i leiknum.
Greinilegt er á öllu, að pólski
þjálfarinn hjá Viking er þegar
farinn að setja mark sitt á leik
þeirra.
Staðan i hálfleik var 12:7 og i
siðari hálfleik breikkaði bilið
stöðugt og lokatölur urðu 25:15
fyrir Viking. Með sigri sinum i
kvöld má eiginlega segja aö Vik-
ingar séu öruggir upp úr slnum
riðli, en tvö lið fara upp Ur hverj-
um riöli.
Næsti leikur á eftir var viður-
eign Vals og IR. ÍR-ingar hafa i
gegnum árin veitt Valsmönnum
harða mótspyrnu og svo var einn-
ig i kvöld, en mótspyrnan entist
aðeins fram að hálfleik, þá var
úthaldið á þrotum. 1 hálfleik
skildi aðeins eitt mark og var
staðan 11:10 Val I hag.
I seinni hálfleik var aðeins eitt
lið á vellinum — Valur — og bilið
breikkaði stöðugt og i lokin mun-
aði 9 mörkum 25:16 Val I hag.
Slöasti leikur kvöldsins var sá
allra slakasti og var þó ekki úr
háum söðli aö detta. Þar áttust
við „liö” Leiknis og lið Fram.
Blm. leyfir sér að setja gæsalapp-
ir utan um LIÐ Leiknis, þvi þar
stóö ekki steinn yfir steini. Til
marks um getuleysið má geta
þess, að Fram komst i 10:01 hálf-
leik var staöan 15:5 Fram i hag.
Seinni hálfleikurinn var alger
leikleysa og i lokin var leikurinn
eins og sirkus á aö horfa. Lokatöl-
ur urðu32:17Framihagogeitt er
vist, að áhorfendur önduðu léttar
þegar leiknum lauk.
Það hlýtur að vera umhugsun-
arefnifyrir félögin að Reykjavik-
urmótið einkennist nú ár eftir ár,
af vitleysu og mistökum. Leik-
menn leggja engan metnað í mót-
ið — taka þaö nánast sem æfinga-
mót. Handknattleikurinn batnar
ekki, nema hugarfarið breytist og
ættu liöin að reyna að sýna mót-
inu örlitið meiri virðingu. _ssv_
Cesar Luis Menotti — maðurinn á bak við velgengni Argetinumanna.
tryggst sér réttinn til að leika i
Argentinu, en þegar liðinu gekk
siðan herfilega i úrslitakeppninni
var honum fagnaö með tómata-
kasti á flugvellinum og þegar
hann kom inn i flugstöðvarbygg-
inguna beið hans skrifleg upp-
sögn.
Aðrir „stjórar” hlutu misjafnar
móttökur i heimalöndum sinum
og framtið Gmoch, hjá Pól-
verjum var lengi I vafa, en hann
virðist ætla aö halda áfram meö
landsliöið. Engin ákvörðun kom
þó eins mikið á óvart og uppsögn
landsliös þjálfara TUnisbúa.
Landsliö Túnis kom mest á óvart
af öllum liðunum i Argentinu og
sýndi á köflum mjög skemmti-
lega knattspyrnu. Enginn skildi
neitt I neinu þegar hann lagði
fram uppsögn sina, en sagöi
sjálfur aö persónulegar ástæöur
lægju að baki ákvörðuninni.
Af framangreindumáráða það,
að það er ærið margt sem spilar
inn í hjá þessum mönnum, sem
sjá um landsliðin. Ábyrgðin, sem
þeir axla er gifurleg og staða
þeirra er siöur en svo öfundsverð,
en engu aö siður viröast alltaf
vera menn til staðar, sem eru
reiðubúnir aö hætta lifi og limum
i þágu knattspyrnunnar. _ssv—
Einliðamót TBR
Sunnudaginn 15. október verö-
ur haldið opið badmintonmót á
vegum TBR. Mótið verður
haldið i húsi féiagsins að
Gnoðarvogi og hefst ki. 14.
Keppt verður i einliðaleik
karla og kvenna. Þeir sem
tapafyrst leik fara I sérstakan
aukaflokk. Mótsgjald hefur
veriö ákveöið kr. 2000.
Þátttökutilkynningar frá
félögum skulu hafa borist til
TBR eigi siðar en miðviku-
daginn 11. okt. n.k.
Hausthátið TBR lauk um
siðustu helgi og var þátttaka
mjög góö i öllum flokkum. í
meistaraflokki karla sigraði
Sigfús Ægir Arnason Jóhann
Kjartansson 15:10 og 15:10, en
i meistaraflokki kvenna bar
Kristin Magnúsdóttir sigurorð
af Hönnu Láru Pálsdóttur 11:5
og 11:4. Nánar veröur sagt frá
mótinu á morgun.
—SSv—
Heimamenn
stálu senunni
Um siðustu helgi hélt Golf-
klúbbur Hornafjarðar svonefnt
haustmót og var það opið mót.
Þátttaka var mjög góð i mótinu
og komu um 40 aðkomukylfingar
til mótsins, en keppendur voru
tæplega 60 talsins.
Veörið var einstaklega gott
fyrridag mótsins en siöari daginn
tók upp afspyrnurok og rigningu,
en keppendur létu þaö ekki á sig
fá.enda er völlurinn á Hornafirði
að sögn mjög skemmtilegur.
Heimamenn komu heldur betur
á óvart i keppninni og aðeins 14
ára gamall piltur frá Hornafirði,
Hermann Erlingsson sigraöi i
keppninni, en hann er mjög efni-
legur kylfingur. Ennfremur má
geta þess, aö annar Hornfiröing-
ur, Halldór Tryggvason fór holu i
höggi á 8. braut.
Almennt voru menn mjög
ánægöir meö allan aöbúnað og
vakti völlur þeirra Hornfirðinga
veröskuldaða athygli. _sSv—
Frá opna mótinu á Hornaiiroi