Tíminn - 22.10.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.10.1978, Blaðsíða 1
Siöumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 ■ Afgreiðsla og áskrift 86300 ■ Kvöldsímar 86387 & 86392 Frá Reykja- vík til Lófót Það er mikið á döf- inni hjá þeim Elsu Miu Sigurðsson og Hjörleifi Sigurðssyni listmálara um þessar mundir. Hjörleifur heldur nú sýningu i FIM salnum við Laugarnesveg, sem hann nefnir „Verk i þrjátiu ár og minning- ar frá Kina”. Hann er nú um það bil að draga sig i hlé úr við- tæku félagsmálastarfi i þágu myndlistar- manna og Alþýðu- sambandsins og hyggstleggja fyrir sig myndlist fyrst og fremst. Þau hjónin eru senn á förum til Lófót i Norður Noregi þar sem Elsa Mia verður stjórnandi bókasafns og menn- ingarmiðstöðvar og nýtur i þvi starfi eflaust reynslu sinnar úr starfi hér, m.a. i Norræna húsinu. Við- tal við Hjörleif og EIísu Miu er á bls. 10- 11. „Sá maður er mormón...” Mormónatrúboð er enn á ný hafið á Is- landi. Hér er nú hópur trúboða frá Banda- rikjunum að kynna þessa trúarhreyfingu, sem upprunnin er þar i landi fyrir hálfri annarri öld. Atli Magnússon hefur rætt við trúboðana um starf þeirra hér. Sjá bls. 14-15 „Sú þjóð sem gleymir Guði ” Á bls. 9 birtist ræða, sem séra Ólafur Skúlason, dóm- prófastur flutti ný- lega. Þar er fjallað um margt, sem alla varðar. FI — Þau eru I frægustu dans- stööu veraldar um þessar mundir, dansstöðu Johns Travolta i „Laugardagsfárinu”. Á meöan þau læra, gera þau óspart grin aö öllu saman, neita aö sýnast tfguleg og hlæja aö mjaömadilli, tvisti og sparki Travolta. En bak viö griniö biö- ur eftirvæntingin eftir balli i Fellahelli og þá á heldur betur aö „sjarmera lýöinn”, svo aö notað sé þeirra eigiö oröalag. — Myndina tók ljósmyndari Tim- ans Tryggvi á föstudagskvöldiö i Travolta-danstima hjá Heiöari Astvaldssyni uppi i Breiöholti. „Þetta er æöisgengiö” var viö- kvæöiö hjá krökkunum og munum viö sýna meira af þeim og dönsunum I þriöjudagsblaö- inu. Takk Travolta! Þetta er æðisgengið 7 millj. lítra af hollri fæðu hellt niður árlega Verður mysan bragð- bætt með ávaxtasafa? AM — Blaðinu hefur borist fjölrit Rann- sóknastofnunar Land- búnaðarins nr. 28, þar sem gerð er grein fyrir rannsóknaverkefnum ársins 1978. Meðal annars er þar lýst verk- efni sem unnið er að, um hvernig nýta megi skyr mysu og hvernig stuðlað verði að sem bestri nýt- ingu hennar. Ábyrgðar- menn þessa verkefnis eru þeir dr. Jón Ottar Ragnarsson og Hannes Hafsteinsson og ræddi blaðið i gær við Jón um framgang þess. Jón sagöi aöþetta verkefni væri unniö á vegum rannsóknastofn- unarinnar og Mjólkurbús Flóa- manna i samvinnu viö Mjólkur- samsöluna. Um þessar mundir væri fleygtum þaö bil sjö milljón- um litra af mysu árlega og aðeins mjög litill hluti af henni nýttur. Skyti hér mjög skökku við, þar sem mysan væri afar æskileg til drykkjar, vegna hollustu. Fólki og þá einkum yngra fólki fyndist hún hins vegar of súr og kysi fremur marga aðra drykki, svo sem ávaxtadrykki. Til þess að ráða bót á þessu, væri nú ætlunin að gera þrennt: Væri þar fyrst að telja aö reyna að gera mysuna þykkari, i' öðru lagi að losna við skyrflekki ,sem i henni væru og loks að bragðbæta hana með ávaxtasafa. Sá drykkur, sem þannig fengist, mundi sameina þaö besta úr mjólkinni og ávaxtasafanum, en I mysunni eru öll helstu vita- mín og steinefni, auk þess sem hún er afar kalkrik og mundi henta vel öldruðu fólki og einnig börnum á vaxtarskeiði. Þannig væri mysan nokkurs konar vitami'ntafla i fljótandi formi, eins og Jón komst aö oröi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.