Tíminn - 22.10.1978, Blaðsíða 26

Tíminn - 22.10.1978, Blaðsíða 26
26 Sunnudagur 22. október 1978 Nútíminn ★ ★ ★ Hljómleikar Dexter Gordon: Fjórir svartir menn í vestum Þaö var mikil stemmning á hljómleikum kvartetts hins frábæra bandariska tenórsaxófónleikara Dexters Gordon I Háskólablói s.l. miðvikudagskvöld. Þrátt fyrir smá öröugleika i byrjun hljómleik- anna sýndu kapparnir á sér allar slnar bestu hliöar og hvergi var slakað á. Dexter Gordon var aö sjálfsögöu I sviösljósinu á hljómleikunum, en hinir tónlistarmennirnir vöktu engu aö slöur mjög mikla athygli, einkum þó trommarinn, og augljóst var aö allt voru þetta menn I fremstu röö. ÍSLAND” Með Spilverki þjóðanna Þrátt fyrir það að kreppt sé að islenzkri hljóm- plötuútgáfu úr öllum áttum þessa dagana, verður ekki annað sagt en að útgáfan hafi verið fjörug það sem af er þessu ári, og þegar væntanlegar plötur eru hafðar i huga þá er engin ástæða til að örvænta, a.m.k. i bili. Slðastliðinn þriöjudag boöaöi Steinar h.f. blaöamenn á sinn fund og var tilefni þaö aö kynna væntanlegar plötur sem út koma hjá fyrirtækinu. Steinar h.f. hefur þaö sem af er árinu gefiö út fimm plötur og a.m.k. fimm plötur eru væntanlegar til viðbótar og jafnvel enn aörar tvær ef vel „viörar”, þannig aö á þeim þrem árum/sem fyrir- tækiö hefur starfaö hafa komiö út yfir 30 islenskar plötur á þess vegum. „Græntísland” Svo vikiö sé aö væntanlegum plötum, þá kemur nú strax eftir helgina út plata meö Spilverki þjóöanna og nefnist hún island. „island” er sögö iviö þyngri en fyrri plötur Spilverksins og meiri poppbragur yfir henni. Umfjöllunarefniö er þaö sama og á fyrri plötum þ.e.a.s. þjóöfélagiö og þaö sem hrærist innan þess. Þess má geta að Egill Ólafs- son tók sér fri frá þessari piötu, en ef aö likum lætur veröur hann meö á þerri næstu, en upptökur á henni gætu hafist um næstu jól. Þess má aö iokum geta aö „island” er græn, þ.e.a.s. fyrstu þrjú þúsund eintökin eru press- uð I grænt vinyl, og mun þetta vera fyrsta stóra íslenska plat- an sem sérstaklega er pressuö á þennan hátt. En þaö skal fullyrt hér til þess aö foröast misskiln- ing, aö þrátt fyrir það aö yfir- bragö „islands” viröist vera nokkuö grænt, þá eru þaö siöur en svo nokkrir grænjaxlar sem aö henni vinna. „Ljósin í bænum” verða ekki slökkt i bili Aðrar plötur, sem væntan- legar eru frá Steinum h.f„ eru: „LJÓSIN 1 BÆNUM” meö sam- nefndri hljómsveit Stefáns S. Stefánssonar. Stefán hefur sam- ið ailt efniö á plötunni, auk þess sem hann stjórnaöi vinnslunni aö mestu leyti. Stefán er þekkt- ur fyrir leik sinn meö Galdra- körlum og Sextettinum og tónlist á „Ljósin I bænum" flokkast undir þaö sem nefnt er „jazz-rock", eöa popp meö „djössuöu" ivafi. Ef aö likum lætur mun þessi plata vekja veröskuidaöa athygli, þvl aö hér er um mjög góöa plötu aö ræöa. „Ljósin I bænum” skipa: Stefán S. Stefánsson — saxófón- ar, flauta, söngur. Vilhjálmur Guöjónsson — gítar, Hlööver Smári Haraidsson — hljómborö, Gunnar Hrafnsson — bassi, Már Ellsson — trommur, söngur, Guðmundur Steingrimsson — trommur og Ellen Kristjáns- dóttir — söngur. Auk þess eru nokkrir aöstoöarmenn I söng og undirleik. Spilverk þjóöanna — Valgeir og Siguröur. Diddú, Gisladóttir — Linda Linda Lindu Glsladóttur ætti aö vera óþarfi aö kynna eftir gifturlkan feril sem Lumma. Þetta er fyrsta sólóplata Lindu og eru lögin á plötunni erlend aö upp- runa en meö islenskum textum. Lögin eru létt og gripandi og fátt iiklegra en aö þau séu likleg til vinsælda. Undirleikurinn á plötunni er tekinn upp eftir pöntun, úti I Danmörku, með dönskum hljóö- færaleikurum, en siöan er söng Lindu bætt inná hér heima. Þegar mamma var ung — Diddú og Egill Þetta er ekta reviuplata og átti Pétur Pétursson útvarps- þulur hugmyndina aö gerö plöt- unnar. Hann var einnig auk Aróru Halldórsdóttur stoö og stytta viö aö velja lög á plötuna. Þau Diddú og Egill gera lögun- um á þessari plötu vægast sagt mjög góö skil og eiginlega má segja aö hér sé um nokkurs kon- ar Spilverksplötu aö ræöa því aö auk þeirra Diddú og Egils koma þeir Valgeir og Siguröur Bjóla viö sögu, Valgeir sem stjórnandi upptöku og Bjóian sem upptökumaöur. A plötunni ieika gamlar kempur, sem og yngri menn. Arni Elfar — pianó, Grettir B jörnsson — harmonikka, Siguröur Bjóla — Hefur haft I ýmsu aö snúast undanfarna daga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.