Tíminn - 22.10.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.10.1978, Blaðsíða 16
16 Sunnudagur 22. október 1978 Samtökin héldu annan al- þjóðafund sinn í sögunni i Ham- borgnú nýlega, en slika fundi á að halda á fimm ára fresti, og var Heimir Hannesson for- maður Ferðamálaráðs Islands, þar mættur fyrir hönd Ferða- málaráðs Evrópu, European Travel Commission ETC, en Heimir er varaformaður ETC. Heimir flutti opnunarræðuna ásamt formanni Europa Nostra, Duncan Sandys fyrrverandi ráðherra i Bretlandi, og flutti svo aftur framsögu fyrir mála- flokknum „Ferðamál og um- hverfismál” á þessari fimm daga ráðstefnu i Hamborg. Viö fengum Heimi til þess að segja okkur undan og ofan af ráðstefnunni og tengja mál hennar fslenskum aöstæðum, en eins og flestum mun kunnugt eigum við Islendingar margt ólært hvað varðar umhverfis- vernd og skipulag með tilliti til náttúrufeguröar. Einnig ber á góma i samtalinu við Heimi bækling, sem kynntur var á þessari ráðstefnu Europa Nostra og ber heitið „Ferða- maöurinn og söguleg arfleifð”, en hann var saminn rikisstjórn- um, borgar- og bæjarfélögum til umhugsunar eftir að rannsóknir höföu sýnt, að ferðamenn fram- tiöarinnar munu ekki safna löndum eins og hingað til, heldur mun áhugi þeirra fyrst og fremst beinast að menningu og sögulegum minjum hvers Rætt við Heimi Hannesson for mann ferðamála ráðs um ferða mannalandið ísland og alþjóðlega umhverfisvernd Europa Nostra samtökin hvetja til flóðlýstra bygginga. Hér sjáum við flóðlýstan kastala i Frakklandi. l’il (tii sanitiik i Kvrópu, sem lieita þvi virðu- lega nafni Kuropa Nostra og hafa það að mark- iniði að vernda evrópska náttúru og byggingar- lieíð, stuðla að vandaðri nútimabyggingarlist og skipulagi og styrkja aðgerðir til að bæta um- liverli i dreifbýli og i þéttbýli. Meðlimir i samtök- um þessum, sem eru frá rúmlega 20 Kvrópulönd- um. skipta tugum milljóna. Þeir tilheyra ferða- málafélögum, félögum náttúruverndaraðila, fé- lögum bifreiðaeigenda, sveitarfélögum og borgarstjornum, ferðamálaráðum og sambæri- legum aðilum. SSÍfM*1 Cr Ör -ör-öræfaferö eins og segir I söngnum. lands fyrir sig. Varðveisla sögu- legra minja er þvi forsenda aukins ferðamannastraums. Á ekki síður við á ís- landi Hver voru aðalmál Europa Nostra að þessu sinni, Heimir? — Tvö meginmál voru á dag- skrá: feröamál, varöveisla og umhverfisvernd annars vegar og hins vegar vandamál i sam- bandi viö varðveislu og skipulag sögulegra borgar- og bæjar- hluta. Málið snýst i raun um „historical conservation”, sem mjög erfitt er aö þýöa beint á is- lensku, en hugtakið felur ekki eingöngu i sér varðveislu náttúruverömæta, heldureinnig varðveislusköpun nýs um- hverfis i þéttbýli og i dreifbýli og á ekki siður við á Islandi en I öðrum Evrópulöndum, þótt minna sé sjáanlegt hér af sögu- legum verömætum. Hvað feröamálin varðar, þá lagði ég áherslu á það, að viö hjá Ferðamálaráði Evrópu hvetjum öll einstök aðildarfélög Europa Nostra til aö taka upp virkt og náið samstarf viö eigin ferðamálaráð hvert i sínu landi og teljum við að samstarf i hverju landi sé liklegast til lausnar hinum ýmsu vandamál- um. Hér á íslandi höfum við ekki alvarlega mengun né gamla ' kastala að fást viö. Náttúran sjálf er okkar kastali, viðkvæmur gróður, uppblástur, samskipti við náttúruöflin og umgengni okkar sjálfra. Af náttúrunni verðum við aö taka miö. Þegar ibúarnir fiúðu Plaka-hverfið Á fundinum um ferðamál og varðveislu gáfu menn dæmi um það, hvar vel heföi tekist til og hvar illa. Mörg erindin voru bráðskemmtileg og gætum við mikiö a f þeim lært. Ég get tekið tvö dæmi. A norölægum slóðum i Skot- landihefur tekist að byggja upp einn vandaðasta og skemmti- Heimir Hannesson legasta grasgarð i Evrópu, sem milljónir heimsækja á hverju ári. Það sem meira er, gras- garðurinn hefur eingöngu verið fjármagnaður af ferðamönnum. Þá er björgun Plaka-hverfis- ins, elsta borgarhverfis i Aþenu undir rótum Akrópolis-hæðar, ekki siður merkileg. Um tíma var svo komið i hverfinu, að ibú- unum var ekki vært. „Menning- in” hafði haldið innreiö sina, neonljós og diskótek á hverju strái og hávaðinn því samfara '„Ferðamannaaukningin i Evrópu er talin hreyfast frá 130 milljónum nú upp i 200 milljónir áriö 1985. Við hjá Ferðamála- ráöi Evrópu gerum okkur vel ljóst, að slikar tölur slá ugg i brjóst manna. Eg lit hins vegar svo á, að ferðamannaaukningin geti orðið okkur i hag. Til þess verðum viö auðvitað að sam- eina krafta okkar i baráttunni fyrir þvi, að ferðamenn geti orö- ið nauðsynlegur hlekkur i varð- veislu menningarVerömæta okkar, en ekki skaövaldur á þau”, Heimir Hannesson i opnunar- ræðu áráðstefnu Europa Nostra \^i Hamborg 21. sept á.l. .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.