Tíminn - 22.10.1978, Blaðsíða 22

Tíminn - 22.10.1978, Blaðsíða 22
22 Sunnudagur 22. október 1978 „Þar liggja smala léttu spor.... Land- og Holtamenn smala fé sínu á haustin af Fjalli, eins og aörir bændur landsins. Afréttur þeirra er Landmannaafréttur og markast af Þjórsá og Tungnaá aö vestan og norðan/ og af Torfajökli/ Markarfljóti og Heklufjöilum aö austan og sunnan. Leitir á Landmannaafrétti standa i viku og þykja meö erfiöustu leitum landsins, sakir þess hversu fjöllóttur afréttur- inn er. Smalarnir láta þetta sig þó litlu skipta og eru fjallhress- ir, eins og meöfylgjandi myndir bera meö sér. Aöur fyrr þótti þáö hin mesta þrekraun aö fara á Fjall, og ekki ætlandi nema hraustustu mönnum og köppum. Aö sjálf- sögöu hefur tækniöld breytt þessu eins og fleiru, en samt fylgja smalamennskum gjarn- an erfiöi og vosbúö, féö alltaf jafn sprækt og allra veöra von á afréttunum. Kvenfólk sækir á þessi sviö eins og fleiri á jafnréttisdögum og þykir standa sig meö sóma. Nefnast þær gjarnan fjalldrottningar og fer einkar vel á þvi, þar sem fjallkóngar eru fyrir. Þá hafa mörg af- réttarfélög oröiö heilt mötuney ti meö smölunum og hentar þaö vel lystugum. Einnig er tróssiö viöast hvar flutt á bilum núna og sparar þaö mikiö erfiöi. Skál- ar eru vföa á afréttum og gjörbreytir þaö allri aöstööu i næturstaö. Texti og myndir: Guðlaugur Tryggvi Karlsson Fjallkóngur Holtamanna, Siguröur Sigurösson á Skammbeinsstööum meö marga til reiöar. Smalarnir fara á hestunum I svokallaöar „uppgöngur” á fjöilin, og siöan tekur „hestamaðurinn” viö þeim og fer meö þá á þann staö, sem smalarnir koma niöur. Guölaugur á Lækjarbotnum á Landi kominn á bak meö smalastaf inn i hendi, albúinn I átök dagsins. Þóröur á Þverlæk (hiröskáldiö á Fjalli), Selma I Hvammi og Haraldur I Hólum brosa eftir vel heppnaöa leit. Loftur Guömundsson I Neöra-Seli reiöir lamb i réttina. Stundum er eina ráöiö aö taka lömbin á hest, þau hafa ekki lært aö rekast. Páll I Saurbæ og Sverrir I Selsundi rifja upp gamlar og góöar endurminningar. v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.