Tíminn - 22.10.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.10.1978, Blaðsíða 7
Sunnudagur 22. október 1978 luii'líli Þórarínn Þórarínsson: Hvernig rækir skólakerfið mikilvægt hlutverk sitt? 1 1 1 1 I Vorið 1974 samþykkti Alþingi frumvarp til grunnskólalaga eftir að hafa haft það til meðferð- ar nokkrum sinnum áður. í grunnskólalögunum felst veruleg breyting á þvi kerfi, sem áður var, auk þess sem námið var lengt. Þessar breytingar eru nú meira og minna komnar til framkvæmda. Ástæða er þvi til, að nú sé staldrað við og hugað að þvi, hvernig þessar breytingar hafa gefizt og hvers megi vænta af þeim. Eðlilegt virðist, að athugun fari fram á vegum Alþingis og henni verði lokið svo fljótt, að hægt verði að hafa hana til hliðsjónar við lagasetningu um framhalds- skólanám og fullorðinskennslu. Aukiö verkefni skólans Nýlega hafa birzt i blööum erindi og ritgerðir, sem vekja sérstaklega athygli varöandi skólakerfið. Hérer átt við erindi Harðar Zophaniassonar skóla- stjóra, Barnið og skólasam- félagið, sem birtist i Alþýðu- blaðinu 14. þ.m., erindi Baldurs Jónssonar dósents, Islenzkan á vorum dögum, sem birtist i Timanum 15. þ.m. og ritgerð Oddnýjar Guðmundsdóttur kennaraum skólamál, sem birt- ist i Timanum 8. þ.m. Fyrst skal vikið að erindi Harðar Zophaniassonar. Hann vikur fyrst að þvi, hvernig breyttir þjóöfélagshættir hafa aukið hlutverk skólans. Um það farast honum þannig orð. „Lengi vel var hlutverk skól- ans fyrst og fremst að fræða og mennta þau börn sem i skólann sóttu. Heimilinsáu svo aftur að mestu leyti um uppeldi þeirra, siði og lifsvenjur. Heimilinvoru i mörgum tilvikum hvort tveggja i senn vinnustaður for- eldranna og vettvangur barns- ins, — þar sem það óx upp og mótaðist i nánum tengslum við fullorðna fólkið og athafnalif þess. Siöan þetta var hefur islenskt þjóðfélag tekið stórstig- um breytingum, — bæir og þorp hafarisiö meðöllusemþvifyig- ir, — heimilið er ekki almennt lengur vinnustaður, — foreldr- arnir meira og minna að heim- an við að afla lifsviðurværis — og fjöldi barna fær litil og fábrotin tækifæri til þess aö kynnast atvinnulifi og daglegri vinnu foreldra sinna — og stundum — já alltof oft verða þær stundir teljandi sem barnið i dag fær til þess að vera sam- vistum við foreldra sina. Þessar breytingar iþjóðfélag- inu leggja skólanum auknar skyldur á herðar. Skólinn verður i vaxandi mæli að taka að sér hlutverk uppalandans, leiðsögn hins reynda og fullvaxna manns” fflutverk É grunnskólans Hörður Zophaniasson rifjar SÍ siðan upp hlutverk SS grunnskólans, ai þvi er þannig lýst í 2- grein grunnskólalag- SS| anna: SJS „Hlutverk grunnskólans er, i w samvinnu viö heimilin, að búa w nemendur undir lif og starf i Ss lýðræðisþjóöfélagi, sem er i 5» sifelldri þróun. Starfshættir §§ skólans skulu þvi mótast af um- burðarlyndi, kristilegu siðgæöi og lýðræðislegu samstarfi. Skól- inn skal temia nemendum I viðsýni og efla skilning þeirra á mannlegum kjörum og um- hverfi, á islensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og skyldum einstaklingsins við samfélagið. Grunnskólinn skal leitast viö að haga störfum sínum I sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að al- hliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Grunnskólinn skal veita nemendum tækifæri tii að afla sér þekkingar ogleikni og temja sér vinnubrögð, sem stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal þvi leggja grundvöll aö sjálfstæöri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs viö aðra”. Hörður Zophaniasson segir siðan: „Þetta segja lögin okkur að sé hlutverk skólans. En hvernig rækir skólinn þetta hlutverk og hvaða tækifæri eru honum gefin til þess? Spurning- ar hljóta að risa upp i hugskoti okkar. Býr skólinn i samvinnu við heimilin nemendur sina undir lif og starf i lýðræðisþjóðféiagi? Mótast starfshættir skólans af umburðarlyndi og lýðræðislegu samstarfi? Temur skólinn nemendum sinum viðsýni og eflir þann skilning þeirra á mannlegum kjörum og skyldum einstaklingsins viö samfélagið? Starfar skólinn i fullu sam- ræmi við eðli og þarfir nemenda? Leggur skólastarfið grundvöll aðsjálfstæðrihugsun nemenda? Þjálfar skólinn hæfni nemenda til samstarfs við aöra?” Vissulega væri hollt að menn veltu þessum spurningum fyrir sér. Þegar allt kemur til alls, eru uppeldismálin mikilvæg- asta málefni þjóðfélagsins og þar á skólakerfið orðið einn mestan þátt, sem stöðugt fer vaxandi. Líftaug íslenzks þjóöernis Þá er að minnast á erindi Baldurs Jónssonar, sem flutt var á ráðstefnu Samtaka m ó ð u r m á 1 s k e n n a r a i Kennaraháskólanum. Hann bendir þar réttilega á, að móðurmá1skennsla sé mikilvægasta kennslugreinin i öllum skólum landsins. Hún tengir saman fortið og nútið og er þjóðinni meira sameiningar- afl en nokkuö annað. Einkenni hinnar islenzku þjóötungu eru þau, að hún hefur haldizt nær óbreytt siöan land byggöist, hún hefur ekki klofnaö I staðbundn- ar eða stéttbundnar mállýzkur. eins og gerzt hefur viðast annars staðar, og talmálið stendur nær ritmálinu en geng- ur og gerist. Þessir eiginleikar islenzku þjóðtungunnar eiga að vera aukin hvatning til aö varðveita þessa dýrmætu eign. Vegna breyttra þjóðfélagshátta er ný hætta á ferðum. Baldri Jónssyni farast svo orö um hana: „Minnzt hefir veriö á staðbundinn mun á máli og stéttbundinn. Gliönun málsam- félagsins er mikil ógæfa, ef til hennar kemur, og þarna er ávallt hætta fólgin. En i svipinn ber égmeiri kviöboga fyrir þvi að málið gliðni á annan veg. Mér stendur enn meiri stuggur af kynslóðamun á máli, og er þá aftur komið að fyrsta þætti þessa erindis. Vegna breyttra þjóðfélagshátta á 20. öld er meirihætta á þessum kynslóða- mun nú en nokkru sinni fýrr. Elzta fólkið hefur aö miklu leyti öölazt reynslu af annars konar störfum én þeim sem yngsta fólkið stundar, og lifnaðarhættir hafa gerbreytzt á tveimur mannsöldrum. Unga fólkið getur þvi ekki notfært sér mál hinna eldri, á sama hátt og veriö hefir á öllum öldum Islandsbyggðar. Þar að auki hafa a.m.k. kaupstaðar- börnmiklu minni félagsskap af foreldrum sirium eöa forsjár- mönnum en tlökaöist til sveita áður fyrr. Mikið af þvi mállega uppeldi, sem börnin fengu sjálf- þeirra eru ekkert til að hlaupa eftir. Einmitt vegna ófullkom- ins þroska þarf að leiöbeina nemendum i skólunum. Uppeld- iöer fólgið i þvi að láta þá læra, hvemig málið hefir veriö og á aðvera, eins og kennarinn kann þaö bezt. Þessvegna riður á,að hann sé sjálfur vel að sér og vel máli farinn. En höfum þaö hugfast, aö við erum ekki fullnuma i málinu og veröum það aldrei. Enginn kann máliö til hlitar. En það er skylda vor móðurmáls- kennara að vera öðrum til fyrir- myndar um meðferð máls. Kennarar verða þvi að taka sjálfa sig til bæna fyrst, aga sjálfa sig, aga eigið tungutak og kunna aö taka ábendingum annarra, ekki sizt hver frá öðr- um. Þá er von til þess, að takast megiaöskiia tungu feðranna til næstu kynslóöar með vöxtum, eins og skyldan býður. „Kjaltafögin” | krafa á heimilum sinum, verða þau nú að sækja eitthvað annað eða fara á mis viö það. Eina vonin er, að skólarnir geti bætt upp þaö, sem á kann að skorta, til að þráðurinn haldist óbreytt- ur frá kynslóð til kynslóðar, þe^si liftaug islenzks þjoðernis.” Mikilvægasta kennslugreinin 1 lok erindis sins segir Bald- ur: „Islenzka er mikilvægasta kennslugreinin i öllum skólum landsins. Henni verður að veita allt það svigrúm, sem hún þarf, þó að það veröi þá á kostnaö annarra greina, t.d. erlendra tungumála. Hlutverk móðurmálskennar- anna er mikið og vandasamt. Það verður að leggja það á þá öði;um mönnum fremur aö koma i veg fyrir að máliö gliðni I einhverjum þeim skilningi, sem hér hefir verið rætt um. Reyndar eru allir kennarar móðurmálskennarar, hver á sinu sviði, en þeir, sem kenna islenzku sérstaklega, verða að geta tekið aö sér forystuhlut- verkiö i skólanum. Minnumst þess að lokum, þegar róðurinn viröist þungur, að börn og unglingar eru ekki fullvaxta fólk og eiga eftir aö taka út mikinn málfarslegan þroska. Undarlegir málkækir menn og malefni 1 grein Oddnýjar Guömunds- dóttur er vakin athygli á þvi, að námsgreinar, sem lúta að landi og þjóð og sögu hennar, skipi ekki sama sess og áður. Um þetta farast Oddnýju þannig orð: „Þarna kemur I ljós árangur- inn af þeirri stefnu, sem fræðsla hér á landi hefur tekiö. Prófin sýna ótvirætt, hvaða náms- greinar eru hafðar i hávegum og hverjar ekki. Landafræði og sagahafa aldrei veriö fallgrein- ar. Efþú kannt ensku, góöurinn, geturöu borið höfuðið hátt sem menntamaður, þó að þú flytjir Þúfúbjargtil Vestfjarða, Bildu- dal til Isafjarðar og hafir aldrei litið i Heimskringlu. Það, sem nemendur kaila „kjaftafögin”, er saga, landa- fræði og bibliusögur. Heyrt hef ég fleiri en einn sérmenntaðan kennara nota þetta orö. Ég er ekki að gefa i skyn, að þeir hafi lært þennan munnsöfnuð með sérmenntuninni. Sjálfsagt óvirðir kennaraskóli ekki sagn- fræöi.” Oddný segir enn fremur: „Hvers vegna er mönnum ekki taliö þaötil gildis f skóla að vera vel að sér um land og þjóö? Tungumálakunnátta i eigu þeirra, sem eru ómenntaöir að öðru leyti, er þeim til harla litils þroska. Nema hvað þeir geta bjargaö sér á erlendum gistihúsum. Enda eru það helztu rök þeirra, sem vilja kenna stirðlæsum börnum ensku, að sá, sem kann ensku, geti feröazt im allan hnöttinn — hvaöa erindi, sem ólæs maður á um allan hnöttinn.” Þá ræöir Oddný um lestur og skrift, en stór hluti nemenda nær þar ekki þeim árangri sem skyldi. Margir veröa að byrja á enskunámi og dönskunámi áöur en þeir eru orðnir sæmilega læs- ir á Islenzku. Oddný segist leggja til, aö efstu bekkir grunnskólans skuli gerðir að endurhæfingarbekkjum, þegar þörf þykir, handa þeim, sem heltust úr lestinni á tiu til tólf ára aldri og eiga ólært það, sem þeir áttu að læra þá. Ofþjökun skólabarna Oddný Guðmundsdóttir vikur að námsleiðanum, sem virtist Framhald á bls. 33. I I I I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.