Tíminn - 26.10.1978, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 26. október 1978
'Otgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siðumúla 15. Simi
86300. ’ .
Kvöldsímar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 110.00. Áskriftargjald kr. 2.200 á
mánuði. Blaðaprent h.f.
V_____________________________________________________________)
Erlent yfirlit
Nýja samkomulagið
um Namibíudeiluna
Tvennar kosningar framundan í Namibíu
Callaghan og Carter
Carter forseti hefur nú farið i fótspor Callaghans
forsætisráðherra Bretlands og hvatt til þess i sjón-
varpsávarpi, sem hann flutti siðastliðið þriðju-
dagskvöld, að kaup yrði ekki hækkað meira en 7%
og verðlag ekki meira en 5-7% á næsta ári. Carter
byggði þessa tillögu sina á þvi, að ekki yrði hægt
að halda verðbólgunni i skefjum, nema þannig
væri sett þak á kaupgjald og verðlag. Verðbólga
hefur farið vaxandi i Bandarikjunum siðustu
misserin og telja jafnt stjórnmálamenn og hag-
fræðingar mikla hættu á ferðum, ef ekki tekst að
hindra frekari vöxt hennar.
Eins og kunnugt er, lýsti Callaghan forsætisráð-
herra yfir þeirri afstöðu stjórnar sinnar á siðastl.
sumri, að hún teldi kaupgjald mætti ekki hækka
meira en 5% á timabilinu frá 1. ágúst til 1. ágústs
næsta ár. Annars myndi verðbólgan færast i auk-
ana á ný, en Bretar voru þá búnir að koma henni
niður úr 24% i 8%. Callaghan lét það fylgja, að
hann vildi ekki bera ábyrgð á þvi, að hún færi aftur
yfir 10%.
Þessi afstaða Callaghans og stjórnar hans hefur
fengið mjög blandaðar undirtektir. Verkalýðs-
hreyfingin, sem annars styður Verkamannaflokk-
inn og stjórn hans, vildi ekki lýsa yfir stuðningi við
hana. Á flokksþingi Verkamannaflokksins, þar
sem verkalýðsfélögin ráða yfir mestu af atkvæða-
magninu, lýsti mikill meirihluti sig andvigan
henni. Svipuð var niðurstaðan á þingi íhalds-
flokksins, sem haldið var nokkru siðar, en það lýsti
fylgi sinu við frjálsa samningagerð, sem rikið léti
afskiptalausa. Einn af helztu leiðtogum íhalds-
flokksins, Edward Heath fyrrv. forsætisráðherra,
skarst þó úr leik og lýsti fylgi sinu við stefnu
Callaghans og rikisstjómarinnar i launamálum.
Hann rökstuddi afstöðu sina með þvi, að hér yrði
að meta þjóðarhag meira en flokkshagsmuni.
Það mætti ætla, að eftir að bæði verkalýðs-
hreyfingin og íhaldsflokkurinn hefðu þannig
óbeint tekið höndum saman gegn launastefnu
Callaghans, að hún ætti aldeilis ekki upp á pall-
borðið hjá brezkum kjósendum. Skoðanakannanir
benda þó til annars. Samkvæmt þeim nýtur launa-
stefna Callaghans stuðnings tveggja þriðju hluta
kjósenda og Edward Heath er um þessar mundir
sá stjórnmálamaður Breta, sem nýtur mestra vin-
sælda. Callaghan nýtur mun meira trausts en
Margaret Thatcher, formaður Ihaldsflokksins.
Callaghan sýnir þess ekki heldur nein merki, að
hann ætli að vikja frá stefnu sinni. Þegar eru hafin
nokkur verkföll i Bretlandi til þess að reyna að
brjóta niður launastefnu hans, en hann boðar at-
vinnurekendum refsiaðgerðir, ef þeir láta undan.
Meðal annars hefur nú verið verkfall i nokkrar
vikur við hinar stóm verksmiðjur Fords, þar sem
tugir þúsunda verkamanna vinna.
Að þessu sinni verður engu spáð um, hvernig
Callaghan reiðir af i þessum átökum. Heldur ekki
hvernig Carter tekst að koma þaki á kauphækkan-
ir og verðhækkanir vestanhafs. Báðir hafa þeir
markaðþálaunastefnu, sem þeir telja þjóð sinni
fyrir beztu undir rikjandi kringumstæðum. En
sérhagsmunasamtökin og þrýstihópamir hugsa
um annað meira en þjóðarhag. Það verður fróð-
legt að fylgjast með framvindu þessara mála i
Bretlandi og Bandarikjunum.
Þ.Þ.
ÖRYGGISRAÐ Sameinuöu
þjóðanna mun taka ákvörðun
um það slöari hluta vikunnar,
hvort þaö fellst á nýtt sam-
komulag um Namibiu milli full-
trúa fimm vestrænu rikjanna í
ráðinu og Pieter Botha, hins
nýja f o r s æ ti s r á ð h e r r a
Suður-Afrlku. Þetta samkomu-
lag náðist eför þriggja daga
fund, sem haldinn var i Pretóriu
i siðastl. viku, en hann sóttu ut-
anrikisráðherrar þeirra fimm
vestrænu rikja.sem nil eiga sæti
I öryggisráöinu, eða Bretlands,
Vestur-Þýzkalands, Kanada,
Frakklands og Bandarikjanna.
Fulltrúar þessara rlkja voru
áður búnir að ná samkomulagi
við stjórn Suður-Afrlku, sem
hefur farið með stjórn Namiblu
undanfarin sextiu ár eða slðan
nýlenduvöld Þjóðverja voru
brotin þar á bak aftur I fyrri
heimsstyrjöldinni. Þetta sam-
komulag hafði Swapo-hreyfing-
in, sem Afrikurikin viðurkenna
sem hinn rétta fulltrúa Nami-
biu, einnig fallizt á. Aðalatriði
þessa samkomulags var á þá
leið, að Sameinuðu þjóöirnar
skyldu senda friðargæzlusveitir
til landsins og fengju þær m.a.
það hlutverk að sja um frjálsar
þingkosningar, en stjórn, sem
væri mynduð á grundvelli
þeirra, tæki svo við yfirráöum I
landinu. Þegar til kom, rauf
Vorster fyrrv. forsætisráðherra
þetta samkomulag og tilkynnti
að Suður-Afrikustjórn myndi
efna til kosninga i Namiblu I
desember næstkomandi, hvaö,
sem undirbúningi Sameinuöu
þjóðanna liöi. Þessu hafnaði að
sjálfsögðu Swapo-hreyfingin og
vestrænu rikin neituðu að sætta
sig við þetta. Af hálfu Swapo og
Afríkurikjanna var krafizt, að
þessum viðbrögðum
Suöur-Afriku yrði svaraö með
algeru viðskiptabanni, en svo
langt vildu vestrænu rikin ekki
ganga. Niðurstaðan varö sú, að
utanríkisráðherrar þeirra
skyldu fara til Pretóriu til við-
ræöna við Pieter Botha, hinn
nýja f o r s æ ti s r á öh er r a
Suður-Afriku, og freista þess að
ná samkomulagi við hann.
FYRIRFRAM þótti hæpiö, að
þessi ferð myndi bera árangur,
þar sem Botha var talinn enn
meiri þjóðernissinni en Vorster
og enn ósveigjanlegri I Nami-
biudeilunni. Fyrir hann var auk
þess örðugleikum bundið aö
vlkja frá ákvöröuninni um
desemberkosningarnar, sem
fyrirrennari hans hafði ákveðiö.
Niðurstaðan varð llka sú, að
hann var ófáanlegur til þess.
Vesturveldin iýstu yfir þvi, að
þau myndu telja niðurstöður
þeirra kosninga hreina mark-
leysu og ekki viðurkenna þá
stjórn, sem yrði mynduð á
grundvelli þeirra. Ekki aðeins
hefur Swapo neitað aö taka þátt
i þeim kosningum, þar sem þær
færu fram undir einhliða eftirliti
Suður-Afrlku, heldur einnig
þjóöfrelsishreyf ingin svo-
nefnda, sem saman stendur af
ýmsum smáflokkum. Aöeins
Turnhalle-bandalagið svo-
nefnda mun taka þátt i kosning-
unum, en það vill hafa áfram
náið samstarf við Suöur-Afrlku.
Enginn friður myndi komast á,
ef það myndaði stjórn að kosn-
ingunum loknum, enda tóku ut-
anrikisráöherrarnir skýrt fram
að slik stjórn yrði ekki viður-
kennd nema af Suöur-Afríku og
Namiblu-deilan yrði jafn óleyst
eftir sem áöur. Þá munu þeir
hafa gert Botha grein fyrir þvi,
að erfitt yrði fyrir þá að standa
gegn þvi að viöskiptabann yröi
lagt á Suður-Afriku, ef
Namibludeilan héldi áfram.
Botha mun hafa gert sér ljóst
eftir aö hafa rætt málið Itarlega
við vestrænu ráðherrana, að
ekki dygði annað en að slaka
nokkuð til. Niðurstaðan varð sú,
að kosningarnar i desember
munu fara fram, en Botha hét
að vinna að þvi, að sú stjórn,
sem yrði mynduð að þeim lokn-
um, féllist á samvinnu við Sam-
einuöu þjóðirnar. Þá skyldu
strax hefjast viðræður milli
Waldheims framkvæmdastjóra
S.Þ. eða fulltrúa hans i Nami-
biu, Finnans Martti Ahtisaari,
annars vegar og rlkisstjóra
Suður-Afrlku I Namiblu,
Martinus Steyn, hinsvegar
um að gæzlulið Samein-
uðu þjóðanna taki við eftirliti i
landinu til undirbúnings og
tryggingar þvi, aö nýjar kosn-
ingar fari fram, og lofuðu vest-
rænu ríkin að viðurkenna stjórn,
sem yrði mynduð á grundvelli
þeirra. Þvi hét Botha einnig.
Hann hefur aldrei áður lofaö að
viðurkenna stjórn, sem Swapo
myndaöi, en það gerði hann
óbeint nú, þótt hann tæki jafn-
framt fram, að hann teldi sllka
stjórn verða ógæfu fyrir Nami-
blu.
ÞAÐ er um þetta nýja sam-
komulag milli vestrænu rikj-
anna og Botha, sem öryggis-
ráðið mun fjalla næstu dagana.
Vafalaust munu Afrikurikin
gagnrýna þaö harðlega og
krefjast þess að viöskiptabann
verði lagt á Suður-Afriku. Til
þess mun þó ekki koma, þvl aö
vestrænu rlkin munu beita neit-
unarvaldi gegn þvi, þar sem þau
telja unnt að leysa deiluna á
grundvelli hins nýja samkomu-
lags. Það er hins vegar ekki
víst, aö Afrikurlkin i öryggis-
ráðinuvilji fallastá það og sam-
þykkja friðargæzlu Sameinuðu
þjóðanna á þessum grundvelli.
Jafnvel þóttþau gerðu það, geta
enn veriö mörg ljón á veginum.
Bæði stjórn Suöur-Afrlku og
Swapo höfðu alls konar fýrir-
vara I sambandi við fyrra sam-
komulagið og svo getur eins
orðið I sambandi viö nýja sam-
komulagið, þótt fallizt verði á
það I orði kveðnu. Það eiga
áreiðanlega enn eftir að veröa
meiri eða minni árekstrar áður
en Namibíumáliö kemst I höfn.
Náist hins vegar sá áfangi, má
mikið þakka það Sameinuðu
þjóöunum, þvi að ella er llklegt
aöþaðhefði getað leitt til hreins
styrjaldarástands I suðurhluta
Afriku.
Þ.Þ.
Sam Nujoma, leiðtogi Swapo