Tíminn - 26.10.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.10.1978, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 26. október 1978 13. flokksstarfið Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Austurlandi. Kjördæmisþingið hefst klukkan 14, laugardaginn 28.október, f Vala- skjálf, Egilsstöðum. Þingmenn Framsóknarflokksins I kjördæminu komaá þingiö og enn- fremur Haukur Ingibergsson, varaformaður SUF. Aðalefni þingsins veröa skipulagsmál flokksins og flokksstarfið. Tómas Árnason, fjármálaráðherra, flytur erindi um stjórnmálavið- horfið. Starfshópur um æskulýðsmál Fulltrúar Framsóknarflokksins i Æskulýösráði Reykjavikur boða áhugafólk um æskulýösmál til fundar að Rauðarárstíg 18 mánudaginn 30. október kl. 20.30. Umræður O Varað við oliumengun 1972 Gunnlaugur Stefánsson (A) sagöi að f þessum mengunar- málum yrði að gera nánari ráð- stafanir. Sagði hann aöáriðl970 hefði Ytri-Njarðvikurhreppur skipaö nefnd til að rannsaka hugsanlega mengun af völdum hersins. SU nefnd hefði skilaö áliti 1972 og m .a. bent á hættur á oliumengun I vatnsbólunum. Hefði Páll Asgeir Tryggvason lofað f framhaldi af nefndarálit- inu aö athuga málin nánar, en ekkert hefði gerst. Gunnlaugur baö utanrikisráö- herra að láta fulltrúa slna I ráðuneytinu ekki blekkja sig i þessum málum og kvaöst jafn- framt hafa grun um að slikt heföi verið gert á undanfórnum árum. Einar Agústsson kvað þaö hollráð, að þingmenn Reykja- neskjördæmis færu til Kefla- vikurflugvallar og kynntu sér ástand mála. Sagði hann að nefrid 3ja sérfróðra manna heföi skilaðálitium þessi mál og ættu þingmenn að kynna sér það. Svikin loforð Karl St. Guðnason (A) gat um þann þrýsting er bæjarstjórnir Keflavikur og Njarövflcurbæjar hefðu beitt sér fyrir að gefnu tilefni til að sporna við þeirri mengunarhættu, er stafaöi af starfsemi hersins. 1 framhaldi af ályktun árið 1976 hefði þvi verið lofað að slik oliumengun kæmi ekki fyrir aftur. „Ekki var staöiö við þetta og grunar mig að meira sé um slflca meng- un en við höfum hugboð um.” Þá sagöi Karl aö lokum, aö vatnsbólin myndu mengast, það væri einungis timaspursmál, vegna þess að þær ráðstafanir hefði ekki verið gerðar á sin- um tíma, sem til var ætlast. Stefán Jónsson (Ab) krafðist þess, að islenskum heilbrigðis- yfirvöldum yröi faliö aö gera þær rannsóknirer þyrfti I þessu máli. Það væri fráleitt að treysta sérfræðingi bandariska flughersins fyrir hagsmunum islensku þjóðarinnar. Yfirklór utanrikisráð- herra Olafur R. Grimsson sagði svör utanrikisráðherra við fyrirspurnum sinum engin svör heldur yfirklór. Sagðist hann hafa átt von á þvi, að förmaður hinna ungu rannsóknarriddara á Alþingi tæki betur á máli þessu en raun heföi borið vitni. Væri Benedikt nær aö taka þá Gunnlaug og Karl Steinar sér til fyrirmyndar i stað þess að treysta á deildarstjóra i utan- rikisráðuneytinu. Sagði Ólafur að stárfsorka embættismannakerfisins færi aðallega i þaö, að týna málum og koma i veg fyrir að i ýmis mál væri gengið og þau könnuð. Sagði hann að deildarstjóri varnarmáladeildar væri frægur að þeim endemum, að staðhæfa upp á eigin spýtur að engin kjarnorkuvopn væru hér á landi, þó að Bandarflcjamenn gæti ekki gefið ákveðið svar þar um. Það væri aöeins tima- spursmál hvenær mengun 1 vatnsbólunum ógnaði fiskiðnaði á Suöurnesjum. Boðaði Ólafur þingsálykt- unartillögufrá sérum aösetja á laggirnar þingnef nd til að kanna þetta mál ofan I kjölinn. Benedikt Gröndal sagði þaö algjörlega ósæmandi að taka einn mann út úr i þessu máli, nafngreinahannog rægja. Hann mótmælti þvi einnig að svör sin hefðu verið yfirklór og kvaöst hafa fullanhug á að skoða þetta mál sem önnur af fullri alvöru. Ffkniefni ® það, að heróin berist til landsins sagði Guðmundur. — Varðandi seinni spurning- una tel ég, að þaö sé jafn auðvelt fyrir menn og endranær að ná sér i efni. Menn telja það ekki heldur eftir sér aö skreppa eina dagstund eöa tvær til Hollands, en Holland hefur um árabil ver- ið aöaldreifingarmiöstöö á fikniefnum fyrir Norður- Evrépu. Ef menn hafa einhverj- ar upplýsingar meðferðis geta þeir keypt eins mikiö af hassi og þeir hafa ráö á, og ef þeir taka eitt kilómeöferðis til Islands, þá hefur feröin borgað sig, sagði Guðmundur Gigja. Búseta O og haröæri, og meðan „vindar erjaoghriðar sá”. En þaðbætir ekkert að vola og klaga. Það er vist, að við þurfum aö umgangast landið með gát, en bæjarmenn þurfa að muna það ekki slður en búsetar lands- byggðanna, þvl óvarleg keyrsla og hjólfar I grasbrekku getur verið hættulegra gróðri og jarð- vegi en hundrað sauða beit á fjalli. Bændur vita, að ofbeit I haga þýöir rýrari afurðir fjár. Þeir vita aö ofbeit borgar sig ekki og þeir hafa haft áberandi frumkvæöi um landvernd af ýmsu tagi, þar á meðal um Itölu eða takmarkanir á fjárfjölda á afréttum og I heimalöndum. Þaö er ekkert unnið meö þvi aö gera aukaatriðin aö aðalatrið- um og aöalatriöin að aukaatrið- um eins og sumir skógræktar- menn okkar og jafnvel jarð- fræðingarhafa veriö að gera og þeir vinna ekkert á þvi að hávaðamennirnir og málæðis- menn nýrrar þekkingar noti sér ógætileg ummæli þeirra sem eins konar grundvöll fyrir stéttaýfingar og Ulfúðarspjall. Og þó svo væri að bUseta eða búskapur hafi stundum gengið nær gróðri og jarðvegi þessa lands en æskilegt hefði veriö, er þaö vist, að það hefur I 99 tilfell- um af 100 stafaö af sárri þörf. Og hvað er þá unnið við að sak- ast? Hvl að vera að búa til ein- hverja samfellda sök á bænda- stéttina frá landnámi og fram á þennan dag? Rányrkja er ljótt orð og særandi, og gæti ekki svo fariö að við værum öll einhvers konar rányrkjufólk, ef skoðað væri niður i kjölinn? Þegar verkamenn á Suðúrnesjum krefjast launa, sem ef til vill eru hærri en það sem frystihúsin virðast þola, og ef einhverju þeirra verður aö loka eöa að hætta rekstri þess af þeim ástæðum, þá er það raunar eins konar landfok eða uppblástur 1 atvinnulífinu.Enhverhefur ráö á því að sakast? Verkafólkið verður að lifa, og á sama hátt veröur sveitafólkið aö lifa og varð að lifa á fyrri tið. Og hver er þá munurinn? Iokt.1978 Þórir Baldvinsson Fangarnir ® gerræðisfullar handtökur Shrawimanna og hefur þeim siðan verið haldið áfram, m.a. hefur t'jöldí stúdenta verið fangelsaður. sérstaklega gætti þess eftir sumarlevfin 1976 og 1977. Fréttir hermdu að sumir Sahrawa stúdentarnir frá suðurhluta Marokko.sem komu til náms i Rabatháskóla að lokn- um frium vorið 1977 hefðu ekki mætt til munnlegra prófa og vitnuöu vinir þeirra, að þeir hefðu verið fangelsaðir. Astæðantil þess, að Sahrawar eru þannig handteknir, er grun- ur marokkanskra stjórnvalda um, að þeir hafi samúð með eða styðji Polisariohreyfinguna, en engar akærur hafa verið bornar fram á hendur þeim, hvorki fyrir afbrot né svik við Marokko. Handtökurnar hafa vfirleitt verið fyrirvaralausar: siðanhefur mönnum verið hald- ið i varðhaldi i lögreglustöövum i Casablanca og Agadir þar sem þeir hafa verið yfirheyröir og sætt illri meðferð, að talið er. Sahrawamir, sem hafa verið handteknir, hafa verið úr öllum þjóðfelagsstéttum. Sumir eru nemendur i landbúnaðarfræð- um, hagfræði, læknisfræði, aðrir vélfræðingar, lögfræðing- ar, smábændur og hirðingjar. Sumir hafa verið i sveitastjórn- um, aðrir tekið þátt i kven- frelsisbarátttu I heimabyggðum sinum. Launafólk O álíka tekjum, þvi það er yfirleitt þannig I samningum verkalýðs- félaga, að þó að þak sé sett á föstu launin, þá er allt annaö greitt með prósentum. Að minu áliti væri það rökrétt, að ef þak á að vera þá eigi það að ná yfir allar launagreiðslur, eða I einni setningu sagt, þá þarf að mynda heildarstefnu I kjaramálunum. Það dugir ekki aö mlnum dómi, að hafa eina reglu um þetta allt, t.d. þá að vísitala skuli vera greidd I krón- um, meöan öll önnur álög eru greidd I prósentum. Það er ekk- ert samræmi I þvi. — En ert þú sammála þvi, aö þetta vlsitöluþak skipti engum sköpum um útgjöld rfkisins, þvl þetta muni aðeins nema 1% af heildarlaunagreiðslum? — Það munu llklega vera um 10% af félögum i BSRB sem ekki hafa samningana I gildi og ætli aö þaö sé ekki álika fjöldi og félagar I BHM eru. En ég vil nú ekki taka afstöðu um það hvort þetta skipti ríkissjóö miklu eða litlu. Kjarninn I málinu er auð- vitaö sá, að stjórnvöld á hverj- um tlma standi við sína samn- inga, og það vil ég undirstrika. íþróttir © ferð I bakið á mér, — Við skiluð- um að sjálfsögðu skýrslu um þetta atvik, en agadómstóllinn verður að skera úr um hversu alvarlegt brot Viggós telst. — Ég vil aðeins segja þetta I lokin. — Greinarhöfundur Dag- blaðsins segir að vitjunartlmi minn sé kominn og vel má vera aö nokkuð sé til I þvl, en ef marka má skrif hans undanfarin ár, ætti vitjunartími hans aö vera kominn fyrir mörgum árum. —SSv— Sunnlendingar - bændur og byggingamenn Höfum fyrirliggjandi töluvert magn af timbri i ýmsum stærðum á hagstæðu verði. Heflum og sögum timbrið samkvæmt óskum yðar, yður að kostn- aðarlausu. Komið eða hringið og við veitum allar nánari upplýsingar. Byggingafélagið Dynjandi s.f. Gagnheiði 11 Selfossi Simi 99-1826 og 99-1349 spEEdnss 10 tegundir Bílabrautir og varahlutir Leikfangahúsið Skolavörðustig 10. simi 14806 Fulltrúafundur Landverndar, Landgræðslu og Náttúru- verndarsamtaka íslands verður haldinn i ölfusborgum Árnessýslu dagana 18. og 19. nóvember 1978. Dagskrá fundarins veröur tilkynnt 1 bréfi tii aöildarfé- laga. Stjórn Landverndar. Auglýsing um styrk úr Rannsóknarsjóði IBM v/Reiknistofnunar Háskólans. Fyrirhugað er að úthlutun úr sjóðnum fari fram i lok nóvember næstkomandi. Tilgangur sjóðsins er að veita fjárhags- legan stuðning til visindalegra rannsókna og menntunar á sviði gagnavinnslu með rafreiknum. Styrkinn má meðal annars veita: a. til greiðslu fyrir gagnavinnslu við Reiknistofnun Háskólans. b. til framhaldsmenntunar i gagnavinnslu að loknu háskólaprófi. c. til visindamanna, sem um skemmri tima þurfa á starfsaðstoð að halda til að geta lokið ákveðnu rannsóknarverkefni. d. til útgáfu visindalegra verka og þýðinga þeirra á erlend mál. Frekari upplýsingar veitir ritari sjóðsins, Páll Jensson, i sima: 25088. Umsóknir, merktar Rannsóknarsjóður IBM vegna Reiknistofnunar Háskólans, skulu hafa borist fyrir 27. nóvembe1; 1978 i pósthólf 5176, Reykjavik. Stjórn sjóðsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.