Tíminn - 31.10.1978, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 31. október 1978
9
sendiherrar
Niiverandi stjórn Skókaupmannafélagsins, taliö frá vinstri:Steinar S. __
Waage, Ólafur Ingimundarson, Ebba Hvannberg, Rúna Didriksen og gl,fnftHflil.
Sveinn Björnsson.
■ Félag skókaup-
manna 40 ára
Um þessar mundir er félag -
skókaupmanna 40 ára, en til-
gangur þess og markmiö er aö
efla samstarf skókaupmanna og
vinna aö hagsm una m álum
stéttarinnar. Einnig aö stuöla
aö þvf, aö verslun meö skófatn-
aö sé rekin á sem hagkvæmast-
an hátt fyrir allan almenning i
iandinu og á heilbrigðum grund-
velli.
Skókaupmannafélagiö er eitt
af sérgreinafélögum Kaup-
mannasamtaka lslands.
Nýtt rit:
■ Skíma
málgagn móöur-
málskennara
Samtök móöurmálskennara
hafa hleypt af stokkunum riti,
sem heitir Skima, og er ætlaö
aö vera málgagn móöurmdls-
kennara. Þegar eru komin tvö
tölublöö af Skimu, og er i hinu
fyrram.a. sagt frá tilurö Sam-
taka móöurmálskennara,
skýrt frá félagsstofnun og birt
„lögtil bráöabirgöa.” Rætt er
viö Guönýju Ýri Jónsdóttur,
ognefnist silgrein Móöurmál-
iö er mikiivægasta náms-
greinin. Þá er i fyrsta tölu-
blaöi grein, sem heitir
Ritleikni og ljóöakennsla. Höf-
undur er Kolbrún Siguröar-
dóttir. Enn fremur er Lestrar-
bókaspjall og sitthvaö fleira.
Annaö tölublaö hefst á
erindi, sem Baldur Jónsson
dósent fhitti I Kennaraháskóla
Islands á ráöstefnu Samtaka
móöurmálskennara 2. júni
siöast liöinn, og var þessi
fyrirlestur Baldurs birtur i
heilu lagi hér 1 Timanum
sunnudaginn 15. okt. s.l. Sagt
er frá ráöstefnu Samtaka
móöurmálskennara 2.-3. júni
1978, birtur kafli Ur framsögu-
erindi Indriöa Gislasonar,
sem hann f lutti á þessari sömu
ráöstefnu, og Orn ólafsson
skrifar grein sem hann nefnir:
„Hvaö á (ekki) aö kenna i
málfræöi?” Og sitthvaö fleira
er I þessu tölublaöi Skimu.
t Samtökum móöurmáls-
kennaraer nú um þaö bil hálft
þriöja hundraö manna.
Félagsmenn eru starfandi á
öllum skólastigum, frá fyrstu
bekkjum barnaskóla og upp i
háskóla. Samtökin eru
eingöngu áhugamannafélag
um islenska tungu og kennslu
hennar, en skiptir sér ekki af
kjaramálum. 1 lögum félags-
ins segir m.a.: „Markmiö
þess er aö vinna aö vernd og
viögangi islenskrar tungu á
öllum sviöum.” Þar segir
einnig, aö félagssvæöiö sé
landiö allt, og og aö allir starf-
andi móöurmálskennarar geti
oröiö félagsmenn, eins þótt
þeir kenni jafnframt aörar
námsgreinar.
Ctgefandi Skimu eru Sam-
tök móöurmálskennara. Rit-
nefnd skipa Asgeir Svan-
bergsson, Indriöi Gislason,
Bjarni Ólafsson og Þóröur
Helgason.
H.S.S.R.
■ Kenna
meðferð áttavita
og landabréfa
Eins og undanfarin 12 ár,
gengst Hjálparsveit skáta I
Reykjavik fyrir námskeiöi l
meöferö áttavita og landabréfa
fyrir rjúpnaskyttur og aöra
feröamenn. Á námskeiöunum■
veröa einnig veittar upplýsing-
ar um ferðafatnað og feröabún-
aö almennt.
Ætlunin er aö haida 2 nám-
skeiö, ef næg þátttaka fæst. Hiö
fyrra veröur 1. og 2. nóvember
n.k. en hiö siðara 8. og 9. nóvem-
ber.
Hvort námskeiö er tvö kvöld.
Fyrra kvöldið er meöferö átta-
vita og landabréfa kennd og
notkunin æfö innandyra. Sföara
kvöldið er veitt tilsögn i
feröabúnaöi og siöan fariö i
stutta verklega æfingu rétt út
fyrir bæinn. Þátttakendum
veröur ekið til og frá æfingar-
svæöinu í bifreiöum H.S.S.R.
Námskeiöin veröa haldin i
húsnæði Hjálparsveitarinnar i
kjallara Armúlaskóla, Armúla
10-12, og hefjast kl. 20,00 bæöi
kvöldin. Þátttökugjald er kr.
1.000. Nánari upplýsingar er aö
fá i Skátabúöinni viö Snorra-
braut, simi 12045. Þar liggur
einnig frammi þátttökulisti
fyrir þá, sem ætla aö taka þátt i
námskeiöinu.
Enda þótt þessi námskeiö séu
einkum ætluö rjúpnaskyttum,
eru allir velkomnir, sem áhuga
hafa á aö læra notkun áttavita
og landabréfa, eöa viija hressa
upp á og bæta viö kunnáttu sina.
trúnaðarbréf sín
Blaöinu hefur borist svohljóö-
andi fréttatilkynning frá skrif-
stofu forseta Islands:
Nýskipaöur sendiherra Svi-
þjóöar frú Ethel Wiklund, ný-
skipaður sendiherra Luxem-
borgar hr. Roger Hastert og ný-
skipaður sendiherra Bangla-
desh hr. Justice Maksum-ul
Hakim afhentu i dag forseta
lslands trúnaðarbréf sin aö viö-
stöddum Benedikt Gröndal ut-
anrikisráðherra. Siödegis þágu
sendiherrarnir boð forsetahjón-
anna aö Bessastööum ásamt
fleiri gestum.
Bjarni Jónsson, listmalari heldur þessa dagana sýningu á verkum
sinum i Húsgagnaverslun Hafnarfjarðar og veröur hún opin á
verslunartima til sunnudagskvölds. Bjarni sýnir þarna 60 verk, ollu-
myndir, teikningar, pastelmyndir og vatnslitamyndir. Þegar hafa
margar myndanna seist. Þetta er þriöja einkasýningin sem Bjarni held-
ur I Hafnarfirði, en hann hefur sýnt verk sln viöa um land. Timamynd
GE.
Frú Ethel Wiklund, sendiherra
Svlþjóöar aö Bessastööum á
föstudag.
■ Timarit Fóstra
komið út
SJ — Annaö tölublaö timaritsins
Fóstru 1978 er komiö út, en út-
gefandi er Fóstrufélag lsiands.
Meöal efnis I blaöinu eru grein-
ar eftir Þorbjörn Broddason, -
Ernu Ragnarsdóttur, Margréti
Pálsdóttur 'formann Fóstru-
félagsins og Bókaspjall eftir
Silju Aöalsteinsdóttur.
Hr. Roger Hastert, sendiherra
Luxemburgar, afhendir forseta
trúnaöarbréf sitt.
Forseti Islands tekur viö trún-
aðarbréfi hr. Justice
Maksum-ul Hakim, sendiherra
Bangiadesh.
■ „Megi sólin
alltaf skína”
Um samskipti
sovésks og Islensks
æskufólks
Blaöinu hefur borist frásögn af
þróun samskipta islensks og
sovésks æskufóiks frá ráöi
æskulýössamtaka i Sovétrlkj-
unum, sem er sú félagslega
stofnun unglinga, sem stuöiar
aö alþjóölegum samskiptum
þeirra. Þaö skipuleggur þvi
m.a. þátttöku sovéskra fulltrúa
I' fjölbreyttu alþjóöasamstarfi
unglinga.
Andrei Fjodorof, starfsmaöur
Noröurlandadeildar ráösins lét
eftirfarandi frá sér fara um
samskipti sovéskra og islenskra
æskulýössamtaka:
Mjög náin samvinna er meö
sovéskum og islenskum
æskulýö. A seinni árum hefur
þessi samvinna veriö fyrst og
fremst viö Æskulýössamband
tslands. Hún felur I sér gagn-
kvæma söfnun upplýsinga, m.a.
um hagi ungmenna i báöum
löndunum og einnig skipti á
opinberum sendinefndum. Til
dæmis fór nefnd forystufólks
Æskulýössambands tslands I för
til Sovétrikjanna i júli 1977. t
heimsókninni voru til umræöu
framtiöaráætlanir um sam-
skipti æskufóiks landanna. Þar
bart.d. á góma hugmyndin um
aö skipuieggja sýningar á teikn-
ingum barna, — sovéskra á
tslandi og öfugt.
Ráö æskulýössamtaka I
So vétrikjunum sendir
Æskulýössambandi tslands
reglulega nýútkomnar barna-
bækur, timarit, plaköt og
ljósmyndasýningar.
Mjög ánægjuleg var þátttaka
islenskra barna á alþjóðlegri
sýningu barnalistar I Sovétrikj-
unum. Hún hét „Megi sólin
alltaf skina”. Eins og skýrt kom
fram hjá börnunum opnaöi
þessi hátiö álgjörlega nýjan
heim hjá mörgum þeirra. Dvöl
þeirra viö Svartahafiö i
„Artek”sumarbúöum
ungherjasamtakanna og kynni
af sovéskum jafnöldrum voru
mjög eftirminnileg. Þau leiddu
af sér vináttu og þó nokkra
pennavini.
Nýjung á Hótel Loftleióum
Það er eins með osta og ástir - það tekur langan tíma að kynnast
þeim í öllum sínu fínu blæbrigðum. Nægur tími og rétta
umhverfið hefur líka sitt að segja.
Komið á ostavikuna í Blómasalnum á Hótel Loftleiðum. Þar eru
næg tækifæri til osta. Ostar, salöt og Ijúfar veigar. Auk þess
býður hótelið upp á sérstakan matseðil af tilefninu.
Eigið ostaævintýri á Hótel Loftleiðum, því lýkur 2. nóvember.
Borðpantanir i síma 22321
HOTEL
LOFTLEIÐIR
JÖ^
Þrír nýlr