Tíminn - 31.10.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.10.1978, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 31. október 1978 á víðavangi Hann vill ríkisrekstur Flugleiða Eigum vift að leyfa rlkinu aö skammta okkur hvort' tveggja,gjaldeyrinn og fargjaldið? Fargjaldamismunun Æsiþingmennska Þaö var aldeilis sprellfjörugt Kastljósið á föstudaginn var. Bjargræöishetjur þjdðarinnar og fastagestir Kastljóssins báðir mættir. Meiiu segja, að þessir tveir þurfi ekki annað en flytja mál, bara eitthvert mál, og þá beini fréttamenn að þeim kastljosunum. Enda gera þeir sig heimakomna og rlfast með orðbragðisem við hinnotum að- eins i stofunum heima hjá okk- ur. Fyrir vikið þarf enginn að sakna prúðu leikaranna þegar þeir Ólafur Ragnar Grimsson og Vilmundur Gylf ason birtast á skerminum. Kannski ekki nema von að sjónvarpið leggi svona mikla áherslu á þá þegar skort- ur er á inniendum skemmtiþátt- um. í deilum Vilmundar og Lúð- vlks Jósepssonar um vextina fékkst ekki nokkur botn 1 málið fremurenfyrridaginn. Þetta er raunar gamalt deilumál og miklu mun skörulegar túlkaði Jón Skaftason á sfðasta þingi rökin fyrir raunvöxtum eða há- vöxtum þd kastljósin væru þá fjarri. Einokun og samkeppni Miklu forvitnilegri er allur málatilbúnaður ólafs Ragnars Grimssonar á hendur Flugleið- um og Eimskips. Að visu skil ég ekki fyllilega hvað vakir fyrir Ölafi þegar hann dregur Flug- leiðir og Eimskip undir einn glæpahatt, annað fyrirtækið fyrir að vera laust við sam- keppni hitt fyrir of harða sam- keppni og bæði fyrir einokunar- aðstöðu. Það er nokkuð svo landlægt á islandi að hallmæla Eimskip og Flugleiðum og ekki alltaf fyrir sakir sem þessi fyrirtæki bera ábyrgð á. Slst af öllu dettur mér I hug að verja slðustu aðför EimskipsaðBifröst en þder það satt að fremur hefur hallað á Eimskip en hitt varðandi ein- okunaraðstöðu á siðusui árum. Skipafélög I landinu eru orðin mörg og stærstu skip landsins t.d. eru I annarra eigu en Eim- skips svo eitthvað sé nefnt. Ekki á hvers manns færi ólafur Ragnar Grlmsson virðist halda að það sé á hvers manns færi að reka millilánda- flugfélag á borð við Flugieiðir. Óneitanlega hafa Flugleiðir nokkra einokunarmöguleika á flugi til og frá tslandi. Sllkt er I sjálfu sér illt en spurning er hvort það er ekki þrátt fyrir allt farsælast fyrir islendinga að hrófla þar sem minnst við hlut- uiiuin. Þess er skemmst að minnast að tvö millilandaflug- f élög islensk haf a á þessum ára- tug reynt að koma sér á fdt en bæði lagt upp laupana I sjálf- stæðum rekstri. Ekki mest vegna samkeppninnar við Flug- leiðir heldur miklum mun frem- ur vegna fjárvöntunar og rekstraráhættu. Það er einu sinni óneitanleg staðreynd að til rekstrar trausts millilandaflugfélags þarf ógrynni fjár. Það þýðir ekkert fyrir skýjagldpa eins og Ólaf Ragnar Grlmsson að horfa framhjá þeirri staðreynd. Bara ein flugvél sem slikt fyrirtæki þarf til rekstrarins kostar mill- jarða rekstur hennar kostar miUjarða, viðhald kostar mill- jarða. Hvað þá þegar vélarnar þurfa að vera margar. Flug- leiðir berjast þrátt fyrir allt I bökkum að þessu leyti. endur- ný jun er geysidýr. Það er t.d. nú fyrst að Flugleiðir eru að eign- ast breiðþotu langtá eftir öllum öðrum sæmilegum flugfélögum. Rikisrekstur lausnin? Nú er ólafur Ragnar Grims- son ekki svo skyni skroppinn að hann geri sér ekki grein fyrir þessu og öllum öðrum ástæðum þess að á islandi þrifst aðeins eitt millilandaflugfélag á borð við Flugleiðir. Spurningin er Ólafur Ragnar Grimsson. ekki hvort það sé einokun, spurningin er hver er á bak við harna og einmitt þar á ólafur aðra lausn, nefnilega rikið. Þetta er kjarni málatUbúnaðar ólafs þegar umbiiðunum hefur verið flett utan af. Og þetta er lausn sem hvorki ég né ótal aðrir landsmenn geta fellt sig við. Nógu illilega grasserar Parkinsonslögmálið I stein- dauðum rikisstofnunum þó að margar séu að vlsu sjálfsagðar og nauðsynlegar en aðeins drepnar I dróma af hæfileika- lausum flokksgæðingum. Menn geta endalaustdeilt um, hvort Flugleiðir eins og þær eru nú reknar, þjdni landsmönnum nægilega vel og ódýrt, þar er einokunaraðstaðan óneitanlega hættuleg. Þvl má þd ekki gleyma að i landinu er verðlags- «-f tirlit og a.m.k. I flugmálum er landinn gagnrýninn á verð. Sé það keyrt upp kemst landinn einfaldlega ekki þangað sem hann vill og Flugieiðir missa spón úr aski sinum. Kikiö spar- ar hins vegar gjaldeyri. Má nií t.d. af þvi sjá hversu annarlega hagsmuni rfkið gæti haft tæki það við rekstri Flugleiða. Ólafur Ragnar Grlmsson benti á mismunandi fargjöld is- lendinga og erlendra manna sem rök fyrir lélegri þjónustu Flugleiða. Hér er að vlsu atriöi sem i sumum greinum þarfnast útskýringa og þar sem rannsdkn kann að vera sjálfsögð. Þó liggja aðrar orsakir þessa máls öllum sæmilega greindum mönnum I augum uppi. Ef fyrir- tæki eiiis og Flugleiðir flýgur til ákveðins lands eða borgar vegna eftirspurnar islendinga reynir þetta sama fyrirtæki að ná upp einhverjum markaði I þvi landi sem flogið er tU i þvi skyni að auka sætanýtingu og koma i veg fyrirt.d. að vélum sé flogið tónium heim. Það er þvl gyllt fyrir Utlendingum með lágum fargjöldum að fara ferð sem þeir annars hefðu ekki farið. Þannig f æst eitthvað upp I kostnað og greiðir niður far- gjöld islendinga með aukinni sætanýtingu og þjóðinni aflast gjaldeyrir. Helmingur myndanna seldur... — Góð aösókn á Dali sýninguna ATA — Sýningin hefur gengið miögveliaUastaði,sagði Konráö Axelsson hjá Myndkyimingu, en Myndkynning stendur að sýningu að Kjarvalsstöðum á graflk-myndum eftir Salvador Dali. Sýningin hefur nú staöið í rúma viku og um þaö bil helmingur myndanna hefur selst og miUi tvö og þrjú þúsund manns hafa séö sýninguna. — Fimmtiu myndir hafa selst og lætur nærri aö það sé um helm- ingur myndanna, en það eruaðal- lega ódyrustu myndirnar, sem selst hafa, sagði Konráö. — Þetta er besta sýningin, sem Myndkynning hefur staðiö að, bæöi hvaö varðar aösókn og sölu. Allir sem komið hafa á sýninguna hafa veriö mjog jákvæðir og margir hafa komiö oftar en einu sinni. Þetta er heldur enginn smá karl, sem þarna sýnir, sagði Konráö Axelsson. Sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag. Óneitanleg eru margir f letir á máli sem þessu og þó að tillaga Ólafs Ragnars Grimssonar eigi fuUan rétt á sér á þingi mætti rökstuðningur hans fyrir henni vera hóflegri. i öllum haina- ganginum við að sverta Flug- leiðir sem á sinum tima voru sameinaðar úr samkeppnis- fyrirtækjum fyrir miUigöngu ilkisins mættu menn reyna að minnast þess að Flugleiðir eru þrátt fyrir allt eitt af dskabörn- um islands. Þær eiga með mörgu mdti þátt I gjaldeyrisöfl- un þjóðarinnar, landkynningu og þar fram eftir götunum. A vegi svo miktts fyrirtækis I litlu Lmdi kunna að verða margar freistingar en ætli Flugleiðir hafi ekki staðist þær merkilega vel. Það er aftur spurning hvort Ólafur Ragnar Grimsson stenst freistingar múgsefjunaral- mættisins nægUega vel i æsi- þingmennskutilburðum sinum. KEJ I Frá afhendingu bókagjafarinnar I Bókasafni Vestmannaeyja. Bókasaf ni Vestmannaeyja — afhent bókagjöf Nýlega var Bókasafni Vest- mannaeyja afhent mjiig vegleg bokagjöf frá v-þýska félaginu Behaim Gesellschaft, samtals 110. Er Iu'tuhi að ræða mjög gottdr- val þýskra bókmennta, auk rita um hin margvfelegustuefni. Allar eru bækurnar i af ar f allegu bandi og góðu og bera þýskum bdka- gerðarmönnum fagurt vitni. Fyrir Hókasafu Vestmanna- eyja kemur þessi bdkagjöf sér mjög vel þvi að þýskar bækur i saf ninu voru fremur fáar fyrir og svöruðu engan veginn eftirspurn. KarUieinz Krug, sendiráðsrit- ari, afhenti gjöfina við stutta athöfn I safninu. Sunnlendingar - bændur og byggingamenn Höfum fyrirliggjandi töluvert magn af timbri i ýmsum stærðum á hagstæðu verði. Heflum og sögum timbrið samkvæmt óskum yðar. Komið eða hringið og við veitum allar nánari upplýsingar. Byggingafélagiö Dynjandi s.f. Gagnheiði 11 Selfossi Simi 99-1826 og 99-1349

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.