Tíminn - 31.10.1978, Blaðsíða 10
Þnðjudagur 31. október 1978
Við firði og fjöll
Þaö eru ekki Grænlendingar
einir og óblandaöir sem manna
bæi og byggöir, báta og fleytur
landsins. Oöru nær. bar eiga
aörir þjóðflokkar einnig sina
fulltrúa, en Danir auövitaö
flesta.
Þrátt fyrir þaö er þjóðin mót-
uö af eiginleikum uppruna síns
og svo auövitaö af umhverfinu.
Uppeldiö og aðstaöa öll á aö
sjálfsögöu sinn þátt i athöfnum,
atferli og mótuöum eiginleik-
um, meðfæddum og áunnum.
Listhneigö fólksins hlýtur aö
vera aö verulegu leyti fengin aö
erfðum, rétt eins og glaölyndi
þess getur naumast eöa ekki
veriö mótaö af ársæld né
bliöviörum, þvi aö hvorugu
hinna siöastnefndu atriöa er
fyrir aö fara nema i mjög tak-
mörkuöum mæli sem þátta I
náttúrufari landsins.
Sólrikir dagar og mikil birta
yfir landi og lýð koma aö sjálf-
sögöu og bjarma frá borgaris
gætir auðvitað þegar hann hrek-
ur fyrir straumum og vindum
fyrir ströndum úti. En þrátt
fyrir hrollvekju hans gleðjast
menn og konur i hversdagsleika
og önn dagsins og má vera að
ungu fólki sé ekki fremur en hjá
öðrum þjóöum hugleikiö hvaö
skeöur næsta dag og láti þannig
hverjum degi nægja ,,sina þján-
ingu” eins og sagt er og gleöjist
alltaf á góðri stund.
Þar hef ég á þingi verið sem
bæöi aldnir og ungir stigu dans
með miklu fjöri og leiddu
gleöina til hásætis i hrifningu
stundarinnar. En aö sjálfsögðu
áfólkið einnigsinar raunasögur
aö t já þvi aö þar hafa bæði sjúk-
dómar og ástvinamissir herjaö
á heilar fjölskyldur og óvænt
slys borið að höndum, bæöi i önn
athafna og utan þeirra. Mann-
leg fyrirbæri gista þá þjóö eins
og aörar.
Gestir og gangandi.
Ekki getur leikiö vafi á þvi aö
fyrrum hafa einangraöar
byggðir sjaldan veriö heimsótt-
ar af langferöafólki. Um þessar
mundir, þegar þorri þjóöarinn-
ar er fluttur úr fásinninu i bæina
sem risiö hafa siöustu árin er
öðru máli að gegna.
Hraöbátarnir sem um þessar
mundir liggja viö festar i hverri
Þríðji þáttur
þess er timinn árlega allt of
stuttur. Og i öðru lagi er varla
æskilegt aö til landsins þyrpist
flokkar fólks einmitt á þeim
tima sem kalla mætti aðal-
bjargræöistima við fram-
leiöslu-atvinnugreinar fólksins
til lands og sjávar.
Vist er fjölbreytni náttúrunn-
ar svo fjölþætt aö margt er aö
sjá og skoöa og viröist svo sem
þarna ætti fyrirgreiöslu vegna
umrenninganna helst að móta
með þvi aö skapa farandmann-
inum öryggi á ferðum sinum og
það er nú gert meö þvi aö búa
honum farfuglaaðstöðu fremur
en eiginleg dvalarhótel. Þar er
vel og hyggilega aö farið þvi aö
sjálf náttúran býöur eiginlega
útilegumenn velkomna, göngu-
garpa og farandmenn i hæfilega
stórum hópum.
Hinu skal þó ekki leyna aö vist
er gestrisni i fullum mæli ráð-
andi eiginleiki á þessari slóö.
Þaö getum viö vottaö sem i
sambýli dvöldum hjá Helenu
Nielsen og Kaj manni hennar i
Qaqortoks.l. sumar, Margrét á
Hvoli, Sigurhanna á Læk og höf-
undur þessa pistils, já og ég ætla
allar hinar stelpurnar lika er
dvöldu meö öörum fjölskyldum
samtimis viö rausn og sérlegt
dekur vil ég kalla þaö.
öðrum athöfnum var varla
sinnt þá dagana.
Til lands og sjávar
Sjálfsagt hefur sitthvaö á
þessari slóö veriö allt öðruvisi
en nú þegar fyrstu Islending-
arnir komu þarna að landi fyrir
990 árum. Þaö má telja vist aö
sjálf náttúran hafi þá verið ör-
Gísli
Kristjánsson
höfn oghvarvetnanærbyggöum
bólum sveitanna gefa góð tæki-
færi til að heimsækja grannana.
Aö ekki sé talað um ferðir
sumargestafráýmsum löndum,
sem i auknum mæli og ört aukn-
um heimsækja þessar áöur svo
fjarlægu slóðir. Menn koma og
fara og aö sjálfsögöu reyna
Grænlendingar aö móta þau
viðhorf sem að nokkru skapa
þeim atvinnu viö fyrirgreiðslu
ferðafólks og annars gerir aö-
komu feröalanga viöunanlega
til ferðalaga um byggðir og
óbyggöir.
Hitt er svo annað mál aö at-
vinna sú sem mótast viö gesta-
móttöku getur aldrei skapað
nema brot af lifsframfærinu,til
1 Eystribyggð
Grænlands
Þegar fólkiö flutti frá útkjálkasvæöum til bæjanna og fékk inni i nýtiskulbúöum stórhýsanna uröu
áöur óþekkt sambýlisvandamál aö veruleika en stórhýsí hafa risiöi ýmsum bæjum Grænlands.
Kachel Thomsen stundaöi tóvinnu rétt eins og geröist fyrrum.
Nú læra grænlenskar stúlkur nýtisku ullariönaö á Akureyri.
látari af nógu mun hafa verið aö
takasvonafyrstlstaö. Aö fram-
tak hefur verið I fari þeirra kyn-
slóöa sem þar voru að verki tjá
grasi grónar minjar og hálf-
fallnar húsarústir i Brattahlið,
Görðum, Undir Höföa og hvar-
vetna þar, sem fólkið festi
byggö.
Vafalaust hefur lif allt i fjörö-
um og fyrir ströndum úti verið
meiraaöfyllinguennúgerist og
skógur vöxtulegri ennú. Hinu er
ekki aö leyna aö sjór og land eru
þó enn þær auðlindir náttúrunn-
ar sem fólkiö hlýtur aö nytja og
nýtir þær virkilega þegar
náttúruöflin hamla ekki. Hvalir
eru miklu færri en forðum, sel-
um fer ört fækkandi,fiskur er
breytilegur, stundum tregur á
öðrum timum er fengsæld góð
og tegundaval rétt eins og viö
þekkjum.
1 fjöröunum eru uppeldis-
stöövar margra tegunda og
þangað sóttur fengur forðum,
vafalaust fyrst og fremst
þangaö en nú sækja skipin á
djúpmiö þegar þar er feng aö
hafa. Rækjan er rikulegur þátt-
ur I afla nútimans og af harð-
fiskhjöllum bæjanna má ráöa að
einhvern tima hefur fengist
„bein úr sjó”, og sér maður þó
þar aöeins nokkurn hluta þeirra
fiskitegunda þvi aö nú er flakaö
og fryst i fullkomnum nýtisku
byggingum og með viðeigandi
búnaöi.
A flyörumiöum langt I norðri
eru fengsælar fiskislóöir þar
sem stórlúöan er veidd árlega.
Og svo skal ekki gleymt aö geta
um angmagsetter-göngurnar á
sumrin sem synda upp i fjöru-
mál svo aö þeim erhægt að ausa
á þurrt þegar færi gefast. Og
þar kom ég til bónda fyrir 9 ár-
um suður i Tasiurssaq við
Tasermiutfjörö þar sem heilar
sildartorfúr gengu i vog viö
landareign hans og þar tók hann
sildina á þurru þegar stór-
streymt var. Það var ,,gott
búsilag” handa mönnum og
skepnum sagöi hann.
En þannig ganga verömætin
ekki alltaf sjálf úr greipum
náttúrunnar i hendur ibúanna.
Þó er enn til svo mikið af þeim
aö athafnasamir aðilar komast
vel af.
Eöa hvernig hefði Abel
Kristiansen I Eqaluit annars
komið upp sinum stóra og
gjörvilega barnahópi og þar að
auki unniö önnur stórvirki á búi
sinu ef ekki hefði verið sam-
ferða athafnasemi bóndans og
auölindir i riki náttúrunnar til
verðmætasköpunar?
Hiö sama eða álika mætti
segja um Dolfi Lund/Hans Erik
Frederiksen og hvern annan,
sem ötullega hefur að verki ver-
ið i samskiptum viö móöur
náttúru. Vissulega munu birgðir
hennar hafa verið rikulegri
foröum. Til sjávarins hafa
margar þjóöirhjálpað tilað rýra
þær birgöir.en gróður landsins
og þá einkum skógarnir hafa til
þurröar gengiö fyrst og fremst
fyrir framtak heimamanna.þar
hefur eldiviöarþörfin kallaö á
athafnir til eyöingar.
— O —
Þrátt fyrir allt og þrátt fyrir
allt verður aö telja eðlilegt aö
staðhæfa aö meö nýjum háttum
og nýjum kynslóöum sé að
mótast sýn til nýrra lifsvið-
horfa. Aubvitaö þurfa þau
ablögunartima.LIfið og tilveran
á þessum slóðum grænlenska
landshlutans norðan við Kap
Farvel — um gjörvalla Eystri-
byggö —og raunar miklu viöar i
þessu stórbrota landi mun i
framtiöinni mótast i samræmi
viö náttúrfar landsins og fram-
færiogþróunáborð viö þaö sem
viða gerist i heiminum og
fremra þvi er viðgengst i ýms-
um hlutum hitabeltslands. Og ef
grannarnir næst okkur i vestri
leita úrræða i ljósi reynslu
okkar þjóöar, þá er bæöi eðlilegt
og sjálfsagt að miðla þeim af
henni þvi aö sitthvað er svo likt
þótt annað sé talsvert fjarskylt
á þessu stigi aö minnsta kosti.
Iienning Lund bóndi I Kanisartut, kiæddur anorak, kemur á móti
gestum og býöur þá velkomna aögaröi. Kanisartuter IVatnahverfi
helsta framtiöarsvæöi landbúnaöarins I Eystribyggö.