Tíminn - 03.11.1978, Side 2
2
Föstudagur 3. nóvember 1978
Begin og Vance áttu
árangursríkan
— Begin segir að samningar Israels
og Egyptalands verði tilbúinn að
nokkrum dögum liðnum
New York/Reuter—Begin, forsætisráðherra
ísraels, átti i gær tveggja og hálfs kiukkustundar
með Cyrus Vance, utanrikisráðherra Bandarikj-
anna, i New York og lýsti Begin yfir þvi að
fundinum loknum að mikill árangur hefði náðst á
fundinum og friðarsamningur ísraels og Egypta-
lands mundi liggja fyrir til undirskriftar innan
skamms.
Begin er á leiö I opinbera
heimsókn til Kanada en kom viö I
New York á lei&inni og átti í gær-
kvöld a& hitta Carter forseta aö
máli. Vance tók undir orö Begins i
gær og sag&i a& umtalsver&ur
árangur hef&i ná&st á fundi hans
me& Begin og hann myndi hitta
friöarviöræöunefndir Egypta-
lands og Israels aö máli þá strax
og skýra þeim frá niöurstööum
fundarins. Aöur haföi Dayan,
utanrikisráöherra Israels, sagöi
aö Begin og Vance mundu geta
leyst úr tilslökunarmálum sem
friöarviöræöunefndin heföi ekki
umboö til aö semja um.
TaliÖ er aö fyrir fund Begins og
Vance hafi einkum veriö um aö
ræöa þrjú ágreingsefni sem
nefndir rikjanna heföu ekki getaö
komiö sér saman um. Þar væri
um aö ræöa oröalag I samn-
ingnum á tengslum sérsamnings
rikjanna og Vesturbakka-
málsins sem fremur snerti
Palestinuaraba og Jórdaniumenn
en Egypta. I ööru lagr: aö hve
miklu leyti samningurinn milli
rikjanna kæmi I veg fyrir aö fyrri
samningar Egypta viöArabalönd
héldust I gildi. 1 þriöja lagi
hvenær fullt stjórnmálasamband
ætti aö vera komiö á milli rikj-
Begin hitti einnig Carter aö máli.
anna.
Ekki er ljóst a& hve miklu leyti
þeim Vance og Begin hefur tekist
aö leysa úr þessum vandamálum
e&a ágreiningsmálum sjálfra
Bandarikjanna og ísraels. Eru
Bandarikjamenn mjög óánæg&ir
meö þá yfirlýsingu Israels-
stjórnar að hún hyggist halda
áfram lanúnámi á herteknum
svæ&um Araba en tsraelsmenn
aftur á móti vilja frá tvimæla-
laust loforö um efnahags—og
hernaöaraðstoö I tengslum viö
kostnaö af þvl aö kalla herliö
heim frá herteknum svæöum og
um leiö uppbyggingu styrkari
landvarna.
Lentir eftir
20 vikna
geimmet
Moskva/Reuter —Tveir
sovéskir geimfarar lentu I gær
heilu og höldnu I Miö-Asiu eftir
20 vikna geimferösem er met i
geimþoli ef svo mætti segja.
Geimfararnir, þeir
Vladimir Kovlyonok og
Alexander Ivanchenkov, voru
sag&ir viö góöa heilsu er þeir
stigu út úr Soyuzgeimfarinu
sinu sem flutti þá til jar&ar-
innar eftir langa dvöl i geim-
stööinni Salyut—6. Þeir voru
strax settir I sérstaka klefa til
a& venjast þyngd og þrýstingi
á jöröu niöri en sovéskir geim-
visindamenn voru I sjöunda
himni yfir þvi, sem þeir
kölluöu fullkomin geimför þar
sem nánast ekkert fór
úrske&is.
• •
52 fórust í
gassprengingu
Mexikó City/Reuter —Aö
minnsta kosti 52 fórust og 21
sær&istþegar sprenging varö I
gaslei&slu I smábænum
Huimanguillo. Aö sögn
lögreglunnar i bændum ur&u
tvær sprengingar upp úr
mi&nætti i fyrrinótt. Orsakir
sprengingarinnar voru ekki
ljósar.
ERLENDAR FRÉTTIR
Sadat hefur svikið þjóð
— sagði Al-Bakr forseti íraks er hann setti Bagdadráðstefnuna
Bagdad/Reuter — Forseti íraks, Ahmed Hassan Al-
Bakr, setti i gær formlega ráðstefnu allra Araba-
þjóða að Egyptum einum undanskildum en mark-
mið ráðstefnunnar er að finna og komast að sam-
komulagi um leiðir til að koma i veg fyrir ófullnægj-
andi friðarsamninga við ísraelsríki.
I setningarræöu sinni sagöi
Bakrm.a.: ,,Viö getum ekki sam-
þykkt aö eitthvert eitt Arabariki
taki sér rétt upp á sitt einsdæmi
til aö ákveöa endanlega og stö&va
baráttuna viö Israel.” Þá sagöi
hann aö Arabariki yröu aö gera
upp við sig hvort þeir vildu frem-
ur halda áfram baráttunni eöa aö
taka upp samstarf viö óvininn án
fullnægjandi skilmála.
Bakr sagöi ennfremur aö
Arabar vildu ekki einangra
Egypta sem væri sönn arabisk
þjóð og heföi miklu fórnaö I bar-
áttunni viö Israel heldur væri þaö
sína
forsetinn sem bæri ábyrgðina
hann heföi afneitaö þjóö sinni
A ráöstefnunni I Bagdad vakti
þaö athygli aö aöeins 11 af 21
þjóöarleiötogum mættu sjálfir á
vettvang og m.a. ekki lýbiski
leiötoginn Gaddafi sem hefur sagt
aö ráöstefna utanríkisráöherr-
anna fyrir ráöstefnuna heföi ekki
gefiö vonir um nægilega har&a af-
stööu gagnvart Egyptum.
Nyerere Tanzaníuforseti:
Engin máiamiðlun
kemur til greina
— fyrr en allt Ugandaherlið er úr landi
Dar Es Salaam/Reuter — Julius Nyerere forseti Tanzanlu lýstl þvlyfir
I gær a& þjóö sin heföi ekki be&iö um strlö viö Uganda en nú er á hana
heföi veriö ráöist mundi hún gripa til vopna og ekki slaka á fyrr en slö-
asti hermaöur Uganda heföi veriö hrakinn úr landi. Baráttan viö Ug-
andasnákinn væri forgangsverkefni allra Tanzaniumanna nú.
Nýjar loftárásir á
Nkomo og skæruliða
Lusaka/Reuter—Stjórnarherinn í Ródesiu gerði
enn á ný árás á búðir svartra skæruliða i Zambíu i
gær og nú i aðeins 16 kilómetra fjarlægð frá höfuð-
borg Zambiu, Lusaka. Að minnsta kosti 100 særðust
og fimm létust i árásinni en stjórnvöld i Zambiu
hafa fullyrt að búðir flóttabarna hafi einar orðið
fyrir árásinni.
I ræöu þessari sem er hin fyrsta
slðan tvö til þrjú þúsund Uganda-
hermenn réöust inn I Tanzaniu og
hertóku þar stór landsvæöi, fór
Nyerere þess á leit viö vinaþjóöir
aö reyna ekki aö miöla málum,
tilslakanir kæmu engar til greina
fyrr en Ugandamenn heföu veriö
hraktir úr landi.
Um svipaö leyti og Nyerere hélt
ræöu sina sagöi fulltrúi Idi Amin
viö fréttamenn aö Amin vildi aö
James Callaghan skæri úr um
deiluefni rikjanna. Amin hefur
löngum gert tilkall til landsvæ&a i
Tanzaniu einmitt hinna sömu og
hann hefur nú hernumiö. Sag&i
fulltrúi Amin I gær aö Amin teldi
breska forsætisráöherrann
Callaghan einan færan um aö
setja niöur deilur rikjanna.
Nyerere forseti Tanzanfu er af
Nyerere.
áreiöanlegum heimildum sagður
hafa fariö þess á leit viö Kenya-
stjórn i gær a& hún tæki fyrir sölu
á oliu til Uganda en oliubirgöir i
Uganda eru varla nema til
þriggja daga þar sem bandarisk
oliufélög hafa hætt oliusölu
þangaö I samræmi viö viöskipta-
bann Bandarikjastjórnar á Ug-
anda.
Þessar fullyröingar Zambiu-
stjórnar stangast þó á viö aörar
heimildir sem segja aö þaö hafi
greinilega veriö allt hermenn
sem fluttir voru á sjúkrahús I
kjölfar árásarinnar.
Menn geta sér þess til aö
ástæ&ur þessara árása Ródesiu-
manna séu þær helstar aö þeir
vilji koma i veg fyrir aö skæru-
liöunum gefist tóm til aö undirbúa
hernaö á Ródesiu sem yfirleitt
hefur veriö mestur um regn-
timann sem nú fer I hönd. En
afleiöingar árásanna kunna
allteins aö veröa þær aö Nkomo
og skæruliöar hans veröi fyrir
auknum þrýstingi í Zambiu um
a& flytja sig um set og inn fyrir
landamæri Ródesiu. Mugabe,
leiðtogi Zimbaweskæruli&a, sem
herja á Ródesiu frá Mósambik,
hefur og aö undanförnu sakaö
Nkomo um aö hafa sig litt i
frammi og halda aftur af
mönnum sinum.
Arás Ródesiuhersins 1 gær var
gerö 12 dögum eftir aö herinn
hætti mestu árásum sinum á
skæruli&ana þau sex ár sem
stri&iö hefur staöiö viö þá. 1 þeim
árásum segjast Ródesiumenn
hafa fellt 1500 skæruliöa I 12
búöum. Kenneth Kaunda, forseti
Zambiu, leitaöi þá á náöir Breta
um hernaöarstuöning og vi&ur-
kenndi aö herir hans væru ekki
viö þvi búnir að verja landiö gegn
loftarásum.
Bretar sendu I si&ustu viku loft-
varnabyssur til Zambiu og ætla
aö bæta um betur og þ.a. láta
Zambiumenn hafa orustuflug-
vélar. Hergögn þessi virðast þó
ekki hafa komiö Zambiumönnum
að haldi gegn loftárás Ródesiu-
manna I.gær.
Ekkert fjármagn tíl ísraelsks landnáms
— og ekki fyrr en I fyrsta lagi um mitt næsta ár
Tel Aviv/Reuter — israels-
stjórn hefur ekkert handbært
fjármagn til aö kosta frekara
landnám á hernumdum svæö-
um, sagöi fjármálaráöherra
stjórnarinnar, Simcha Ehrlich I
sjónvarpsviötali I fyrrakvöld.
Sagöi ráöherrann aö stjórnin
heföi ekkert um fjármögnun
landnámsins f jallaö og svo mik-
iö væri vist aö á fjárlögum þessa
árs væri ekki gert ráö fyrir
kostnaöi af landnámi á her-
numdum svæöum. Þetta kom
fram þegar ráöherrann var aö
svara spurningum sjónvarps-
fréttamanna um áætlaöan
kostnaö af landnámi en fram
hafa komiö spár um 15 til 30
milljón dollara kostnaö.
Tilkynning Israelsku
stjórnarinnar I siöustu viku um
aö hún hygöist færa út landnám
á hernumdum svæöum olli
nokkru fjaörafoki hjá Egyptum
og í fri&arviöræ&um þeirra viö
tsraelsmenn. Meöal annars
hóta&i Sadat aö kalla sendinefnd
sina heim frá Bandarlkjunum
en hætti viö þaö eftir aö Carter
Bandarikjaforseti ræddi viö
hann I sima um sl&ustu helgi.
Rlkisstjórn Israels tilkynnti I
síöustu viku aö hún hygöist
verja 16 milljónum dollara til
landnámsins. Þegar talsmaöur
stjórnarinnar var spuröur hvort
þessi tilkynning og fullyröingar
fjármálaráöherra stönguöust
ekki á svaraöi hann aö þó aö
ráöherrar ákvæöu aö verja ein-
hverju fé til ákveðins málefnis
væri ekki þar meö sagt aö féö
væri fyrir hendi. Hann bætti
viö: „Akvöröun rá&herranna
felur í sér aö ákveönu fjármagni
veröur variö til þessa þegar það
hefur veriö útvegaö en þaö ger-
ist aö minnsta kosti ekki á þessu
fjárlagaári sem nær til aprll-
loka.”