Tíminn - 03.11.1978, Qupperneq 3

Tíminn - 03.11.1978, Qupperneq 3
Föstudagur 3. nóvember 1978 3 Ingvar Glslason: Aðkomuskíp leggi upp afla á Þórshöfn svo frystíhúsið stöðvist ekki HEI — „Málefni Þórshafnar eru til meöferOar hjá rikisstjórn- inni, m.a. fyrir beiöni þing- manna kjördæmisins, sem fylgjast náiö meö framkvæmd málsins,” sagöi Ingvar Gfslason alþingismaöur Noröurlands- kjördæmis eystra er Tfminn spuröi hann um væntaniegar aögeröir vegna yfirvofandi at- vinnuleysis á Þórshöfn, sem leiöa mun af þvl aö ákveöiö hef- ur veriö aö leggja skuttogaran- um Fonti vegna gifurlegra skulda. „Rikisstjórnin hefur sýnt góöan skilning á þessu máli,” sagöi Ingvar, „og þaö liggur fyrir samþykkt rlkisstjórnar- fundar, þar sem ákveöiö er aö beita sér fyrir þvl aö leysa hrá- efnisvanda hraöfrystihússins meö því aö fá aökomuskip til aö leggja upp afla á Þórshöfn svo aö frystihúsiö stöövist ekki. Einnig hefur komiö fram aö rlkisstjórnin samþykkti hug- mynd forráöamanna Þórshafn- ar sem alþingismenn hafa lengi barist fyrir aö Slldarverksmiöj- ur rikisins kaupi Slldarverk- smiöju Þórshafnar. Ef af sllk- um kaupum yröi mundi þaö gjörbreyta fjárhagsstööu at- vinnufyrirtækjanna á Þórs- höfn.” Bændafundur í Eyjafirði: Vilja kvótakerfi á framleiðsluna HEI—Siðastliðinn föstudag var haldinn Bænda- klúbbsfundur á vegum Búnaðarsambands Eyjafjarðar, að Laugarborg i Eyjafirði. Framsögu- maður á fundinum var Steingrimur Hermannsson landbúnaðarráðherra. Fundinn sóttu á annað hundrað manns. „Þetta fundaform Bænda- klúbbsins, sem er óbundinn félagsskapur innan Búnaöar- sambandsins, er svolltiö sér- stakt,” sagöi Sveinn Jónsson, form. Búnaöarfélags Eyja- fjaröar. „Fundirnir eru ekki ályktunarhæfir, gera engar samþykktir og engar fundar- geröir, enda öllum frjálst aö sækja þá. A þessum fundi var rætt um aö landbúnaöarmálin eins og þau standa nú, viöbrögö viö þeim vanda sem upp hefur komiö og hvaö framtlöin beri I skauti slnu. Fundurinn var mjög vel sóttur og höföu menn greinilega áhuga á aö hlýöa á þaö sem okkar nýi ráö- herra haföi aö segja. A eftir framsöguræöu land- búnaöarráöherra voru fjörugar fyrirspurnir. Margir tóku til máls og beindu fyrirspurnum til ráö- herra, sem hann svaraöi mjög skilmerkilega, enda var mjög góöur rómur geröur aö máli hans. Ýmsir höföu kannski haldiö aö Steingrlmur væri ekki mjög mikiö inni I málefnum land- búnaöarins, en hann viröist hafa kynnt sér þau af miklum ahuga og greinilegt aö fundarmenn kunnu vel þeim hug sem hann hefur á þvi aö takast á viö vanda- málin. Tillögur sjömannanefndar- innar svokölluöu voru mikiö ræddar, en um þær sýnist Eyfirö- ingum sitt hverjum. Finnst þeim aöallega aö ekki sé tekiö nægilega á þvl, aö takmarka framleiösl- una, meö þvi aö binda hana viö ákveöiö framleiöslumagn á hvern bónda. Þótt visst kvótafyrir- komulag á greiöslu, sé lagt til I tillögunum, finnst Eyfiröingum ekki nógu langt gengiö. Þeir segja aö raunhæfasta leiöin til aö hafa * * hemil á framleiöslunni og vita jafnframt aö miklu leyti hver framleiöslan er hverju sinni, sé ákveöiö framleiöslumagn á hvern bónda. Þetta veröur auvitaö ekki gert á einu ári. En þaö kom fram I ræöu ráöherra, aö hann hefur mikinn áhuga á þvi, aö laga framleiösluna aö innanlands- þörfum, á ákveönu árabili. En til þess aö svo megi veröa, þarf auvitaö samhjálp aö koma til, meöan veriö er aö ná þvl marki. Ég vil þó taka fram aö menn voru ekki svo ákaflega ósam- mála, en þeir vildu gjarnan fræöast um málin Qg spyrja ráöherra. Okkur er oft mjög gjarnt aö gagnrýna og þá ekki alltaf meö fullum rökum, en þarna voru mjög málefnalegar umræöur. Ráöherra stóö sig vel og sýndi mikinn áhuga á málefn- unum. Allir gera sér grein fyrir aö þau eru ekki auöleyst. Þvi er þaöfrumskilyröi aö setja sig inn I málin og þekkja þau ef von á aö vera um úrlausn.” —Eru bændur þá reiöubúnir tii þess aö taka á sig fórnir umfram aöra? —Já bændur eru sér þess meövitandi, aö þessi mál veröa ekki leyst nema aö þeir leggi nokkuö af mörkum, þótt hins vegar sé þaö kannski ekki eölilegt aö ein stétt gangi sérstaklega fram fyrir skjöldu I þessu kröfu- geröarþjóöfélagi og taki á sig þaö sem aörir vilja yfirleitt velta yfir á náungann, ef svo má segja. En bændur vita aö staöan er mjög erfiö, ef ekki er hægt aö minnka framleiösluna nokkurn veginn til þess sem svarar innanlands- þörfum. Aö minnsta kosti aö þvl marki, aö 10% útflutningsbóta- rétturinn sé nægilegur til aö brúa bilið, þvi auövitaö er aldrei hægt að framleiöa nákvæmlega upp á kíló þaö sem viö þurfum. Kaupfélag Skagfirðinga Fleiru slátrað og meðalþyngd hærri en í fyrra GO-Sauöárkróki — Slátrun sauöfjár hófst hjá Kaupféiagi Skagfiröinga 13. sept og lauk 24. okt. A sláturhúsi félagsins var slátraö 62.122 fjár eöa 3963 kind- um fleira en 1977. Meöalþungi dilka reyndist 14.425 kg og er þaö 0.294 kg þyngra en s.l. haust og er þá tekiö tillit til þess aö nú var allt kjöt vegiö inn án nýrna- mörs skv. ákvöröun fram- leiösluráös. Sem kunnugt er tók gildi nýtt kjötmat I þaust og er þar um nokkra stefnubreytingu I gæöa- flokkun kjöts aö ræöa. Þar kem- ur til nýr gæöaflokkur stjörnu- flokkur eru geröar miklar kröf- ur til þeirra skrokka sem I hann flokkast. Frá Ytra-Sköröugilihjá þeim Einari Gislasyni ráöunaut og Sigurjóni Jónassyni fóru 108 skrokkar I stjörnuflokkinn af 328 innlögöum eöa 33%. Þyngsta dilkinn átti Sæ- mundur Hafsteinsson Ytra- Vallholti 30,6 kg og þeir feögar I Ytra-Vallholti Hafsteinn Lúö- viksson og Sæmundur höföu eina mestu meöalviktina 18.74 kg. af samanlagt 345 dilkum. Hjá Jóni Sæmundssyni Fosshóli var meöalvikt 19.5 kg. Hjá Slátursamlagi Skag- firðinga var slátraö um 11.500 fjár. Hæstu meðalvikt hjá Slátursamlaginu haföi Pétur Pálmason Reykjavöllum 19.4 kg. M.a. lagði Pétur inn afburöa væna tvflembinga-Vó annar 23 kg en hinn 26. Nýja skólahúsiö f Vogum. Arkitektar eru Ormar Þór Guömundsson og Ornólfur HalL 16.487 konur í boði Jr Neyðarástand í skólamálum V0GAR Segja má að nú ríki nánast neyðarástand í skólamálum íbúa Vatns- leysustrandarhrepps. Þéttbýliskjarninn hef- ur flutst til þannig að nú er aðalbyggðin i Vogum en barnaskólinn er hins vegar i Brunnastaða- hverfi sem er i um tveggja km fjarlægð. Þar er gamall skóli með þrem kennslustofum og án allrar annarrar að- stöðu. Kennsla 6 ára barna fer nú fram I dagheimilinu en smiöa- kennsla er i' leiguhúsnæöi. Börnum hefur fjölgaö mjög I hreppnum 1973 voru börn á skóla- skyldualdri 56 en eru nú 91. Vegna góðrar samvinnu sveitarfélaga á Suðurnesjum I skólamálum svo sem á fjölmörg- um öörum sviöum er leikfimi og sundkennsla I góöu lagi en skóla- blll ekur börnunum til Njarövikur I leikfimi og sund. Nýr skóli í Vogum er nýr skóli I byggingu og er áætlaö aö húsiö veröi fokhelt um áramót og kosti þá um 46 milljónir. Til aö fullgera skólann er reiknaö meö aö þurfi um 70 millj. kr. til viöbótar. Jóhann Gunnar Jónsson sveitarstjóri sagöi aö lögö væri afar mikil áhersla á aö fá fjárveitingu á næsta ári til þess aö unnt væri aö koma byggingunni á þaö stig aö hægt yröi aö hefja þar kennslu næsta haust, enda væri ljóst aö þörfin væri mjög brýn. K.Sn. Eins og menn eflaust muna, voru ýmis keöjubréf igangi hér á landi fyrir nokkrum árum, þar sem mönnum var lofaö gulli og grænum skógum ef þeir tækju þátt I keöjubréfahringjum — t.d. peningum og áfengi. Nú er nýr keðjubréfahringur aö fara á staö — þar er mönnum lof- að 16.487 konum, ef þeir veröa meö. Timanum hefur borist eitt ein- tak af þessu sérstæöa bréfi, sem er þannig: „Kæri vinur. Upphaf þessarar keöju er hug- sjónin um þaö aö færa þreyttum eiginmönnum ævarandi sáluhjálp og hamingju. Olikt flestum keöj- um þá kostar þessi enga peninga. Þú sendir einfaldlega eintak af þessu bréfi til 5 giftra vina þinna, sem sitja I sömu súpunni og þú. Slðan pakkaröu konunni þinni inn og sendir hana til þess manns, sem er efstur á meöfylgjandi lista og bætir nafni þinu neðst á list- ann. Þegar nafn þitt er komið efst á listann, þá muntu frá 16.487 konur og sumar munu vera algjört æöi. Þú veröur aö hafa trú á keöj- unni. Einn maöur rauf keöjuna og fékk eiginkonu slna til baka. Láttu þetta ekki koma fyrir þig”. Slöan segir I bréfinu: „P.S. Þegar bréf þetta er skrif- að haföi einn vina minna fengiö 365 konur. Hann var jarösettur I gær og þaö tók 7 liksnyrtinga- menn 36 klukkustundir aö ná brosinu af andliti hans”. Aö lokum segir þetta f þessu nýja keöjubréfi: „Kostir þess aö vera giftur er ótviræöir. Þess vegna er þér ráö- lagt, aö gera þinar ráöstafanir og vera meö I keöjunni”. Þarna hafiö þiö þaö. — Nei, ekki hlaupa aö póstkassanum. — SOS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.